Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 8. mars 1990 Tíminn 17 i Mnr Guðmundur G. Þórarinsson Reykjavík Fulltrúaráö framsóknarfélaganna í Reykjavík gengst fyrir fundi meö Guðmundi G. Þórarinssyni alþingismanni um álmálið fimmtudaginn 8. mars n.k. kl. 20.30 aö Nóatúni 21. Allir velkomnir. Fulltrúaráðiö. Framsóknarfélag Húsavíkur heldur almennan félagsfund í Garðari sunnudaginn 11. mars kl. 20.30. Dagskrá: A. Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar. B. Framboösmál. C. Önnur mál. Framsóknarfólk mætið vel og takið þátt í umræðunum. Stjórnin. Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisverðarfundur um stóriðju verður hald- inn laugardaginn 17. mars á Glóðinni og hefst kl. 12.00. Frummælandi verður Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Björk, félag framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni Virðum líf verndum jörð Umhverfismál í brennidepli Landssamband framsóknarkvenna og Samband ungra framsóknar- nna verða með fund um umhverfismál fimmtudaginn 15. mars n.k. kl. 20.00 í Nóatúni 21 þar sem fyrirlesarar munu kynna hina ýmsu þætti umhverfismála. Nánar auglýst síðar. Allir velkomnir. L.F.K. og S.U.F. REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Borgarnes - Félagsvist Félagsvistinni sem vera átti 9. mars hefur verið frestað. Þriggja kvölda keppni hefst 23. mars kl. 20.30 í Félagsbæ. Framsóknarfélag Borgarness Norðurland eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri er opin alla virka daga frá kl. 16-19, sími 96-21180. Konur - Sveitarstjórnarkosningar Þær konur sem eiga leið um höfuðborgina mánudaginn 12. mars n.k. komið á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18 og snæðið hollan léttmat milli kl. 12-13. Hittumst og spjöllum um stöðu mála. Framkvæmdanefnd LFK. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. MIKLUBRAUT 68 f» 13630 t Arsæll Jónason kafari Hringbraut 63 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. mars ki. 10.30. Aðstandendur. SPEGILL Patrick Swayze segir: „Astaratriðin eru leikin en ekki raunveruleg - og Lisa, konan mín, horfir oftast á!“ Lánið hefur leikið viðmig Amanda Pays, enska fyrirsætan og síðar leikkona, segir í blaðavið- tali, að ef einhver hefði fyrir þrem- ur árum spáð því fyrir henni, sem gerst hefur á þeim tíma, þá hefði hún alls ekki þorað að trúa spá- dómnum. „Hvernig átti mér að detta í hug, að ég fengi hvert hlutverkið af öðru þegar ég kæmi til Hollywood, að ég kynntist Corbin Bernsen, sem ég hafði dáð í sjónvarpsþátt- unum „Lagakrókum" (LA Law) og við yrðum ástfangin við fyrstu sýn, - og síðan framhaldið, sem var enn ótrúlegra. Við vorum bæði gift þegar við hittumst, en fengum skilnað, bjuggum fyrst saman en gengum síðan leynilega í hjónaband rétt áður en litli Oliver okkar fæddist! Þetta var allt eins og í ótrúlegri skáldsögu,“ segir Amanda. „Kæliklefinn“ í sjónvarpinu Nýlega sáu sjónvarpsáhorfendur hér á lundi föstudagsmynd með Ar idu Pays. Myndin nefndist „Kæliklefinn" (The Cold Room) og gerðist í Austur-Berlín og var vægast sagt mjög dularfull. Nýjasta myndin sem Amanda leikur í var tekin í Rio de Janeiro og er „sálfræðileg spennumynd" sem heitir því háfleyga nafni „High Art“. Amanda var þarna í 10 vikur og var með Oliver litla með sér og Corbin Bernsen úr Lagakrókum og Amanda Pays, en þetta er ein af fyrstu myndunum sem birtist af þeim saman barnfóstru, en Corbin Bernsen var fastur í sinni vinnu við leik í „LA Law“ og komst aðeins í skyndi- heimsóknir. Hann flaug þrisvar til Rio á meðan kona hans og sonur dvöldust þar. „Heima er best“, segir Amanda Amanda segist ekkert vera að flýta sér við að fá hlutverk í annarri mynd. Hún sé svo ánægð að geta verið sem mest heima meðan Ol- iver er svo lítill, en hann er að verða ársgamall. Hann er að byrja að ganga og klifrar upp um allt og má aldrei af honum líta, segir mamma hans. „En ef ég banna honum eitthvað, þá horfir hann ásakandi á mig og segir „Dadda“, því að hann veit að Corbin pabbi hans bannar honum aldrei neitt. Ég segi að þarna sjáist það svart á hvítu að ég sé Breti því ég sé eini strangi uppalandinn í fjölskyld- unni,“ segir Amanda, en viður- kennir svo að hún sé nú ekki svo mjög ströng. Sannleikurinn sé sá að Oliver snúi þeim báðum auð- veldlega um fingur sér. Flestar eiginkonur gætu ekki hugsað sér mann sinn í örmum annarrar konu, en leikarar verða að láta sig hafa það að leika brennheitar ástarsenur með mót- leikurum sínum. Það eru ekki allir leikarar sem eiga eins skilnings- góða eiginkonu og Patrick Swayze. Hún Lisa hans er oftast til staðar þegar hann leikur ástaratriði, - og meira en það, hún segir honum á staðnum hvernig henni finnst hann hafa staðið sig. Ef hún verður ekki spennt og afbrýðissöm, þá segir hún að atriðið hafi ekki tekist nógu vel. Bæði Patrick og leikstjórar taka tillit til álits Lisu. Nýlega lék Patrick í myndinni Road House á móti hinni fögru Kelly Lynch, og í handriti stóð a"ð þarna ætti parið að leika nakið í einni rúmsenunni. Báðir leikararn- ir voru á báðum áttum, en Lisa gerði út um málið með því að segja, að sér þætti miklu áhrifam- eira að þau væru í einhverjum fötum. Ástríðan átti að vera svo yfirþyrmandi, að þau hefðu hrein- Patrick Swayze og Lisa, kona hans. - Eg er „einnar konu maður“, segir hann Amanda Pays með Oliver litla Úr nýjustu mynd þar sem Swayze leikur enn einu sinni „hinn milda elskhuga“, en myndin heitir „Road House“. Lisa sagði þeim til við ástaratriðin! lega ekki tíma til að afklæðast. Þetta var reynt og kom miklu betur út en fyrirhugaða nektarsenan. Patrick lék nýlega mjög ástríðu- þrungin atriði í myndinni „Ghost“ á móti Demi Moore, eiginkonu Bruce Willis. Bruce er afbrýðis- samur og skapmikill og það urðu læti út af þessum ástarsenum þeirra Patricks og Demi. En Patrick segir: „Bruce hafði enga ástæðu til að hafa áhyggjur vegna samleiks okkar Demi. f fyrsta lagi var Lisa, konan mín, vcnjulega nálæg þegar ástaratriðin voru tekin upp, og í öðru lagi þá sagði hún okkur til. Hún kom með margar góðar uppástungur sem komu sér vel.“ Amanda Pays leikkona:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.