Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 8. mars 1990 ■■■ leikhús wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Frá heimi barna Virgill litli og vinir hans Tóta Sigga og Karl Emil í skólanum, en þar eru þau sjaldnast lengi. Leikfélag Kópavogs sýnir í Félags- heimili Kópavogs Virgill litli Höfundur: Ole Lund Kirkegaard Þýðandi: Aóalstelnn Ásberg Sigurös- son Leikstjóri: Ásdís Skúladóttir Leikmynd og búningar: Gería Lög og söngtextar: Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson Leikfélag Kópavogs hefur tekið til sýningar leikritið „Virgil litla“ eftir Ole Lund Kirkegaard. Skemmtileg- ar söguhetjur þessa danska höfundar hafa unnið hug og hjörtu íslenskra barna, strákpíslin Gúmmí- Tarsan, Þann 27. febrúar sl. sat biskupinn, Ólafur Skúlason, fyrir svörum í útvarpsþættinum „Þjóðarsálinni". Þar bar að sjálfsögðu margt á góma, en þó var mest rætt um nafngiftir barna og fermingar, sem hvort tveggja má telja í góðu iagi hjá okkur. Ég aftur á móti vonaðist eftir því að einhver spyrði biskupinn hvernig hann og kirkjan iitu á hinar ógnvænlegu fóstureyðingar sem leyfðar eru hérlendis. Ég spyr því biskupinn, Ólaf Skúlason, þar sem enginn spurði hann um þetta alvar- lega mál okkar íslendinga. Stendur það ekki næst kirkjunni að sporna við þessari óheillaþróun? Hvað hyggst kirkjan gera í þessu alvarlega máli? Handan við það sjúklega kem- ur hið heilbrigða skýrt og greinilega í ijós. Smáþjóð, íslendingar, sem leyfir slík fjöldamorð á íslenskum slöttólfurinn Fúsi froskagleypir, ekki síst hinn kankvísi Ottó nas- hyrningur, og fleiri. Þrjú leikverk eftir Kirkegaard hafa verið sett upp hér á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. og þau sýnd við góðar undirtektir. Allt sem fyrir ber í leikritinu um Virgil litla er séð frá sjónarhorni krakka og lítið er gert af því að heimfæra þær staðreyndir við svo- kallað raunsæi okkar fullorðinna. Er leikurinn hefst blasir við á svið- inu ævintýralega falleg leikmynd Gerlu. Þorpshluti þar sem búa Vir- gill og vinir hans, Tóta Sigga og Karl Emil. Eins og í öðrum sögum fóstrum, í daglegu tali kallað fóstur- eyðing, hiýtur að sigla hraðbyri að feigðarósi. Samkvæmt upplýsingum heil- brigðisráðherra, Guðmundar Bjarnasonar, eru framkvæmdar rúmar sex hundruð fóstureyðingar hér á landi ár hvert og fer fjölgandi. Eru það ógnvænleg fjöldamorð. Ef við miðum við fólksfjölda og berum okkur saman við t.d. Holland væri þessi taia þrjátíu og fjögur þúsund, já, þrjátíu og fjögur þúsund hollensk fóstur. Er stefnt að því að útrýma íslensku þjóðinni? Þá kastar tólfunum þegar öll þjóðin ersamsek í þessum hildar- leik með því að láta hana greiða kostnaðinn við þessa útrýmingu. Það er lágmarkskrafa að sá sem stofnar til þungunar beri ábyrgð á henni. Ég neita að greiða eyri í sambandi við Kirkegaards er heimur Virgils og krakkanna skrítinn og skemmtilegur fóstureyðingu. Lögum um fóstur- eyðingu ætti að breyta. Ef löggjafinn leyfir fóstureyðingu þvert á almætt- ið. Það skal engin þjóð setja lög sem kalla hefnd yfir hana. Það fer illa fyrir þeirri þjóð sem það gerir. Að lokum. Ég er furðu lostinn hvað þjóðin er lokuð fyrir því sem hér er reifað. Hins vegar ef ég færi í fáikahreiður í sumar og bryti eggin og dræpi fálkafóstrin, þá veit ég að sjónvarp og aðrir fjölmiðlar yrðu rauðglóandi við að segja frá útrým- ingunni og mér í fangelsi. Hvað hefur orðið af stolti þjóðarinnar? Ég ákæri, bönnum fóstureyðing- ar. Magnús Guðmundsson 090628-2679 Patreksfirði - - ekki bara í augum bama heldur einnig a.m.k. sumra fullorðinna. Kennslukonuna í þorpsskólanum er alltaf hægt að plata til að gefa frí. Virgill býr í hænsnastíu ásamt ein- um hana og sér alveg um sig sjálfúr. Hann lifir á lakkrís frá kaupmannin- um og drekkur gos á morgnana. Og hann er afar uppáfyndingasamur strákur. Vinur hans, Karl Emil, á að vísu foreldra sem eru venjuiegt fólk og hann þarf að þvo sér og sofa í náttfotum, en það hindrar hann ekki í að taka þátt í ævintýmm þeirra Virgils og Tótu Siggu, sem hvomgt hafa nokkum tíma séð náttföt, en langar mikið til þess. Af ævintýmm er nóg; á hverjum degi gerast undur og stórmerki. Af- mæli Karls Emils, fjársjóðsleit, sem fuilorðnir myndu kannski halda að væri á mslahaugi — en er það auð- vitað ekki — bardagi við dreka - - flakkari og aðrir furðufuglar koma við sögu. Mikið er sungið á leiksviðinu við gott píanóundirspil. Lögin, textamir og söngurinn þótti undirritaðri það skemmtilegasta við sýninguna, ef frá er talið framlag Gerlu. Hún réð einnig líflegum búningum. Frammistaða leikaranna var all- misjöfn. Stelpa leikur Virgil, Ólöf Ýr Ámadóttir, og gerði það vel. Yf- irleitt stóðu leikararnir sig sæmi- lega, einkanlega karlmennimir. Kennslukonan og móðir Emils vom aftur á móti allt of ýktar — há- værar, leiðigjamar persónur. Leik- stjóri hefði mátt benda leikurunum á aðrar leiðir til að túlka leiðinlegt fólk en að beita fyrir sig ýktum til- burðum, svo að um munaði. Öll sýningin hefði orðið mun betri ef átök leikaranna við hlutverk sín hefðu verið minna áberandi. Leikur er ekki tilgerð, á sviði er hann sam- spil ímyndaðs áreitis og eðlilegra viðbragða við því fyrir tilstyrk ímyndunaraflsins. Tóta Sigga var búin að rembast svo mikið undir lokin, súpa hveljur, hoppa og skæl- brosa að hún var orðin hundleiðin- leg þótt hún væri skemmtileg í fyrstu. I leikskrá em prentaðir textarnir við alla söngvana svo að þeir sem vilja geta tekið lagið heima að lok- inni sýningu. Við mæðgin gerðum það í bílnum á heimleiðinni: Jappil- ía, Jappilía: 1 landinu sem lukkan skóp ljómar sól um nætur og risajurtir reka’ upp óp ef rabbarbarinn grætur. María Anna Þorsteinsdóttir íslendingum útrýmt MINNING Jóhann Frímann Jóhann Frímann, skáld og skóla- stjóri á Akureyri, andaðist í Krist- nesspítala 28. febrúar sl. þar sem hann hafði dvalið allmörg síðustu æviárin. Mælt er að á síðasta áratug ní- tjándu aldar og fyrsta áratug okkar aldar hafi fleiri skáld verið uppi en á nokkru öðm tímabili íslandssögunn- ar. En ljóðsnillingar og aðrir atgerv- ismenn andans hafa löngum meiri áhrif á samtíð sína en aðrir og hafa aukið henni þrek til andlegra og verklegra affeka. Einn af þeim sem borinn var inn í þessa þjóðlegu vakningu var Jóhann Fn'mann. Hann fæddist að Hvammi í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu 27. nóvember 1906 og ólst þar upp. Foreldrar hans vom hjónin Valgerð- ur Guðmundsdóttir frá Sneis í Lax- árdal fremri, Guðmundssonar frá Ljótshólum í Svínadal og Guð- mundur Frímann Björnsson frá Mjóadal Þorleifssonar. Voru bæði áður gift og áttu afkomendur. En al- systkini Jóhanns em sex. Tvær syst- ur hans dóu ungar úr berklum og einnig bróðir á besta aldri. Upp komust og urðu kunnir menn: Bjami, oddviti á Efrimýmm, Hilm- ar, bóndi á Fremstagili, Guðmundur Frimann, skáld og hagleiksmaður á Akureyri, og Jóhann Frímann sem hér er minnst. Jóhann varð gagnfræðingur á Ak- ureyri 1923, síðar nemandi við hinn kunna lýðháskóla Askov á Jótlandi árin 1925-1927. Var hann „skóla- skáld“ þar og samdi ljóð á tveim tungumálum. Eftir þá námsdvöl ferðaðist hann víða um Evrópu og dvaldi um skeið í klausturskóla í Luxemburg. Löngu síðar leitaði hann menntunar við þekkta háskóla í Bandaríkjunum og lagði þá sér- staka stund á enskunám og uppeldis- fræði. Hann varð kennari við Iðn- skólann á Akureyri sama árið og hann lauk námi í Askov og skóla- stjóri ári síðar, aðeins 22ja ára gam- all. Skólanum stjórnaði hann til 1939 og á ný 1942-1955. Þrjú ár var hann skólastjóri Reykholtsskóla í Borgarfírði, þá kennari við Gagn- fræðaskóla Akureyrar og skólastjóri til 1964. Um skeið var Jóharrn héraðsstjóri Ungmennasambands Eyjafjarðar, sat í stjóm Iðnráðs og Iðnaðarmannafé- lagsins og var heiðursfélagi hins síð- amefnda. Formaður Framsóknarfé- lags Akureyrar var hann nokkur ár og bæjarfulltrúi 1934-1939. Þá sat hann í stjóm Sparisjóðs Akureyrar, Sjúkrasamlags Akureyrar og skóla- nefnd Húsmæðraskóla Akureyrar. Ritstjóri Dags var hann 1941-1943 en vann þar síðan fjölmörg ár í ígripum, bæði við blaðamanns- og ritstjórastörf, svo sem í forföllum ritstjóra. Eftir hann liggja Mansöngvar til miðalda, mikill ljóðaflokkur sem kom út 1929, Nökkvar og ný skip, ljóð, 1934, og leikritið Fróðá, 1938. Af þýðingum má nefna Sjö mílna skóna og Hafnsögumanninn og konu hans. Jóhann Frímann var skapríkur og hjartahlýr gáfumaður, mikill vexti og stór að allri gerð. Hann naut jafn- an virðingar og fyllsta trúnaðar og var frábær kennari. Fjölhæfur var hann á ritvellinum, mælskur og rök- fimur í ræðustóli. Vera má að ljóða- gerð hafi staðið hjarta hans nær en allt annað. Þótt hann legði hana snemma á hilluna blundaði lista- mannseðlið ætíð í brjósti hans. Fyrstu kynni mín af Jóhanni voru þau að okkur varð sundurorða í rútubíl á leiðinni frá Akureyri til Dalvíkur ásamt fleira fólki. Margir farþegar voru þeirri leið kunnugir, þekktu fólk og bæi og fræddu hina. Þegar kom út á Árskógsströnd, í heimasveit mína, þótti mér ástæða til að leiðrétta hina fróðu menn. 1 framhaldi af því spunnust umræður okkar Jóhanns um annað efni og urðu báðir orðhvatir. Þetta atvik barst í tal mörgum árum síðar þegar leiðir okkar lágu saman hjá Degi og var okkur aldrei framar sundurorða í margra ára samstarfi. Hann gaf mér föðurleg ráð, sem öll reyndust holl- ráð, og greip oft í blaðamannastörf, var ætíð snjall og hugkvæmur og munaði sannarlega um minna á rit- vellinum. Ég var lánsmaður að eiga annan eins ráðgjafa og hjálparhellu þegar ég tók við vandasömu starfi á ritstjóm Dags. Árið 1929 gekk Jóhann að eiga Sigurjónu Pálsdóttur, trésmiðs og bónda Jónssonar á Staðarhóli við Akureyri. Böm þeirra em þessi: Val- garður Frímann, rafvirki og lög- reglumaður, en síðan lengi sjúkling- ur. Kona hans var Kolbrún Ásgeirs- dóttir og áttu þau sjö böm. Næst er Guðlaug Sigyn Frímann húsmóðir. Hún er gift Gunnari Randverssyni, lögregluvarðstjóra á Akureyri, og eiga þau fjögur böm. Yngst er Berg- ljót Frímann, hjúkrunarritari á Land- spítalanum. Hún giftist Þorsteini Gunnarssyni klæðskerameistara og búa þau í Reykjavík. Þau eiga þrjú böm. Jóhann Frímann var sá gæfúmaður að vaxa og þroskast í þeirri miklu vorleysingu sem oft er kennd við af- reksmenn aldamótaáranna. Sú vor- leysing náði til allra þátta þjóðlífsins og skóp þá víðtæku velferð sem við njótum nú á ofanverðri tuttugustu öld. En þjóðin var einnig svo gæfú- söm að eignast marga gáfaða og dáðrakka syni og dætur sem eiga rætur sínar í þeirri byltingu vorsins, menn eins og Jóhann Frímann, til að taka við merkinu og halda því hátt. Hann valdi sér erfitt og oft van- þakklátt starf kennara, uppalanda og stjómanda fjölmennra skóla í höfúð- stað Norðurlands. Hann naut bæði virðingar og vinsælda og nemendur hans gefa honum þann vitnisburð sem ágætustu skólamenn einir njóta. Ég þakka þær mörgu og góðu minningar sem ég á frá samstarfsár- .• um okkar við Dag. Ástvinum hans sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Erlingur Davíðsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.