Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.03.1990, Blaðsíða 20
NUTIMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvogötu, g 28822 SAMVINNUBANKINN L í BYGGÐUM IANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 Ganga Stöð 2 og Sýn saman? „Samstarf af einhverju tagi kemur til greina. Það er engum dyrum lokað af okkar hálfu. Það er hins vegar ekkert verið banka upp á hjá þeim hjá Sýn,“ sagði Jóhann Ólafsson stjórnarformaður Stöðvar 2 í gær, en samkvæmt heimildum Tímans standa þessa dagana standa yfir þreifingar og óformlegar viðræður framá- manna Sýnar sem hefja mun sjónvarpsrekstur næsta haust - og hinna nýju forráðamanna Stöðvar 2. Útsendingar Sýnar hefjast að líkindum þann 1. september n.k. og þykjast ýmsir sjá fyrir verulega röskun á starfsemi Stöðvar 2 þegar það gerist. Sýnarmenn ætla að fara varlega í sakirnar í byrjun og hyggjast ekki að framleiða sjálfir neitt efni fyrst um sinn a.m.k. Engin fréttastofa verður heldur starfrækt en einmitt þessir tveir póstar vega þyngst í rekstri Stöðvar 2. Allt efni Sýnar verður því erlent skemmti- og fræðslu- efni af margvíslegum toga og ætlunin er að senda út í 80-90 tíma á viku. Tíminn hefur heimildir fyrir þvf að verulegur áhugi sé á sam- starfi eða jafnvel sameiningu Stöðvar 2 og Sýnar. Sá áhugi virðist einkum fyrir hendi hjá ýmsum af hinum nýju eigendum Stöðvar 2. Ástæðumar munu vera þær að staða Stöðvar 2 er afar erfið og verri en hinum nýju eigendum sýndist þegar þeir eign- uðust stöðina um áramótin síð- ustu. Er talað um að skuldir Stöðvar 2 séu allt að 500 milljón- um kr. meiri en séð varð við hlutafjáraukninguna um og eftir áramótin síðustu. Hinir nýju eigendur Stöðvar 2 gera sér vel grein fyrir að ný sjónvarpsstöð geti orðið alvarleg ógnun við afkomu hennar. Til að stöðin fari ekki hreinlega yfir um hljóti að verða nauðsynlegt að hætta algerlega innlendri dag- skrárgerð a.m.k. tímabundið, skera umtalsvert niður starfsemi og umfang fréttastofunnar og ná einhvers konar samkomulagi við Sýnarmenn, - eða að sameina báðar í eina sterka sjónvarpsstöð. Flugufregnir hafa heyrst um að hugsanlegt samstarf Sýnar og Stöðvar 2 strandi einkum á per- sónulegri óvild sterkra manna innan stjórna beggja fyrirtækja; þeirra Jóns Ólafssonar og Árna Samúelssonar. Þetta var borið undir Jóhann Ólafsson stjórnar- formann Stöðvar 2 og Jónas Kristjánsson stjórnarformann Sýnar en hvorugur vildi kannast við það síðastnefnda. Jóhann Ólafsson sagði í gær að engar formlegar viðræður væru um hugsanlegt samstarf Stöðvar 2 og Sýnar, a.m.k. ekki milli stjórna félaganna. Því væri hins vegar ekki að neita að einstakir menn hefðu hist og rætt málin. Menn væru opnir fyrir ýmsum möguleikum en samstarf væri ekki tímabært og engin ástæða til að flana að slíku strax. „Ég veit ekki til annars en að góður andi ríki og hef ekki hugmynd um einhverja óvináttu einstakra manna,“ sagði Jóhann. Jónas Kristjánsson stjórnar- formaður Sýnar tók í sama streng. Engarformlegarviðræður ættu sér stað milli aðila en fullur vilji væri fyrir hendi af beggja hálfu til að ræða saman. Hins vegar væri það eina sem fvrir lægi formlega um samvinnu Sýnar og Stöðvar 2 það, að Jón Óttar Ragnarsson hefði á sínum tíma hafnað þeirri hugmynd að Sýn notaði sama myndlyklakerfi og Stöð 2. Jónas kvaðst vita að í einkavið- ræðum hafi komið fram áhugi einstakra stjómarmanna Stöðvar 2 um hugsanlegt samstarf á þessu sviði og hugsanlega á öðrum sviðum einnig. Ný stjórn Stöðvar 2 hefði hins vegar ekki boðið fram afnot af myndlyklakerfi sínu og það einasta sem fyrir lægi í því efni væri fyrrnefnd neitun Jóns Óttars. En hefur fjárhagsstaða Stöðvar 2 komið hinum nýju eigendum hennar óþægilega á óvart? Jóhann Ólafsson sagði svo ekki vera í gær. Um stöðuna væri þó of snemmt að ræða fyrr en reikn- ingar lægju fyrir. „Við erum ekki búnir að fá þá en búumst við þeim einhvern tímann í næstu viku og þá verður hægt að svara þessu miklu betur,“ sagði Jóhann. Hann sagði að þar sem kaupin á Stöð 2 hefðu gengið hratt fyrir sig væri hugsanlegt að eitthvað hafi þá farið fram hjá sjónum manna. Þó væri af og frá að staðan væri jafnvel 500 milljónum verri en virtist um áramótin. Jóhann sagði aðspurður um spamað í rekstri að hann væri fyrirhugaður. Ekki væri þó þar með sagt að hann myndi bitna á dagskrárgerð eða starfi frétta- stofu. Fyrst yrðu kostnaðarliðir athugaðir. Þegar reikningarnir lægju fyrir yrðu gerðar áætlanir og reynt að spara á öllum sviðum og draga úr öllum kostnaði. Ekki hefði verið rætt um að skera niður í dagskránni. Þvert á móti hugsuðu menn sér að halda henni góðri áfram og reyna jafnvel að bæta hana með minni tilkostn- aði.“ -sá ÞRðSTllR 685060 Tímiiin FIMMTUDAGUR 8. MARS 1990 Unnið við að hreinsa upp málninguna í ráðuneytinu í gær. Tímamynd Pjeiur Maður gerir usla í dómsmálaráðuneytinu: Sletti olíulakki á veggi og fólk Maður nokkur ruddist inn í and- dyri dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins fáeinum mínútum fyrir kl. fimm Starfsemi Slysadeildar Borgarspítalans hálf lömuð í dag vegna vinnustöðvunar astoðarlækna: Sjúklingum vísad á heilsu- gæslustöð eða komi síðar „Þessi vinnustöðvun ungu lækn- anna kemur sér vitanlega afskaplega illa fyrir okkur, því er ekki að neita. Þetta hefur þau áhrif á starfsemi Slysadeildar að við höfum orðið að vísa frá fjölda fólks sem átti að koma í eftirlit. Ég býst við að tilkynning verði sett í útvarp og sjónvarp í kvöld þar sem fólk sem ekki er í bráðum vanda veður beðið að koma til okkar seinna eða fara á heilsu- gæslustöðvarnar. En vitanlega mun- um við reyna að taka á móti slösuðu fólki, og sjúklingum sem ekki geta farið neitt annað verður auðvitað ekki vísað frá“, sagði Tryggvi Þor- steinsson yfirlæknir Slysadeildar Borgarspítalans í gær, spurður um áhrif vinnustöðvunar aðstoðarlækna í dag. Unglæknarnir eiga hins vegar alla samúð Tryggva í þessu máli. Með þessari vinnustöðvun séu þeir aðeins að reyna að vekja athygli mikilli óánægju vegna þeirrar furðulegu ákvörðunar fjármálaráðherra að margfalda gjaldtöku fyrir lækna- leyfi. Gjald fyrir læknaleyfi hækkaði frá áramótum úr 4 þús.kr. upp í 50 þús.kr., eða 1150% en gjald fyrir sérfræðileyfi úr 14 í 75 þús.kr. sam- kvæmt upplýsingum fjármálaráðu- neytisins. Að sögn Tryggva þykir læknum þessi hækkun afskaplega ranglát á sama tíma og reynt er að halda öllum hækkunum í núlli. Hann sagði unglækna hafa reynt að ræða við yfirvöld um þetta mál en tæpast fengið áheyrn. Heilbrigðisráðherra muni að vfsu hafa tekið jákvætt í málaleitan þeirra, en það séu aðrir sem þessu ráða, þ.e. fjármálaráð- herra sem tekið hafi fram fyrir hendurmar á heilbrigðisráðherra í þessu máli. „Við viljum standa með ungu læknunum í þessu máli, því okkur finnst þetta háa gjald mjög ranglátt", sagði Tryggvi. Til samanburðar benti hann á að t.d. í Svíþjóð sé gjald fyrir læknaleyfi aðeins fáein hundruð sænskra króna. - HEI í gærdag og sletti þar kring um sig hvítu olíulakki af Sadolingerð. Málningin slettist um veggi, loft og gólf anddyrisins og að einhverju leyti í fatnað starfsfólks í móttöku. Maðurinn taldi sig eiga einhverra harma að hefna á starfsfólki ráðu- neytisins, einkum eirtum fulltrúa þess, vegna forræðismáls. Maðurinn mun hafa stundað það um nokkurn tíma að hringja í ráðu- neytið og áðurnefndan fulltrúa þess og haft uppi ógnanir og hótanir. í gær lét hann síðan til skarar skríða. Málningarslettarinn ’ komst þó hvergi í námunda við fulltrúann sem hann taldi sig einkum eiga sökótt við því að inn í sjálft ráðuneytið komast menn ekki nema samkvæmt umtali. Þá verða þeir að gefa sig fram við móttökudeildina í anddyrinu sem síðan opnar fyrir þeim dyr inn í sjálft ráðuneytið. Lögreglan tók manninn í sína vörslu og í gærkvöldi var unnið við að hreinsa verksummerki heimsókn- ar hans> Þess skal getið að „málari" þessi var ekki Helgi Hóseasson sem kunnur er af svipuðum aðgerðum geg'n dóms- og kirkjuyfirvöldum undanfarin ár. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.