Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. mars 1990 TIMINN 3 lceland Crown í Hamborg: 600 milljón króna velta fyrsta árið Velta verslunarhússins Iceland Crown var um 600 milljónir ís- lenskra króna á síðasta ári, en það var fyrst starfsár fyrirtækisins. Fyrir- tækið er í eigu Þróunarfélags íslands og Iðnlánasjóðs. Markmið þess er að selja íslenskar vörur á markaðssvæði Efnahagsbandalagsins. Fyrirtækið Iceland Crown er al- þjóðlegt verslunarhús, staðsett í Hamborg, og stofnað til þess að flytja út íslenskar vörur og stunda milliríkjaviðskipti. Langstærsti hluti veltunnar er íslensk vara, einkum ís- lensk matvæli. Fyrirtækið starfar eins og heildverslun. Það kaupir af íslenskum og erlendum fyrirtækjum og seiur af eigin lager. A síðasta ári keypti fyrirtækið m.a. frá Islandi, Danmörku, Noregi og Austurlöndum, en seldi til Efhahags- bandalagslanda, aðallega Þýska- lands, Frakklands og Austurríkis. Hjá fyrirtækinu vinna þrír starfs- menn, íslendingur, dani og þjóðverji. Þróunarfélagið á 45% í Iceland Fjórir ísafjarðarlæknar í kært hver annan til Siðanefndar Læknafélags íslands: Allir voru áminntir Siðanefnd Læknafélags Islands hefur úrskurðað að fjórir heilsu- gæslu- og sjúkrahúslæknar á ísafirði hafí margbrotið ákvæði í siðareglum lækna og læknalögum og sent þeim áminningu þar að lútandi. Að því er fram kemur í Læknablaðinu hafa þessir Isafjarðarlæknar allir leitað álits Siðanefndar LI á framferði hvers annars. Koma þar annars veg- ar við sögu ummæli eins þeirra í blaðaviðtali og hins vegar sam- skiptaörðugleikar lækna. Brotin fel- ast m.a. í því að allir sendu siða- nefnd ljósrit af læknaskýrslum (journal og fyrirmælablöðum) tveggja til þriggja sjúklinga hver, án þess að leyna nöfnum sjúklinganna og veita þar með „óviðkomandi að- ila að ástæðulausu upplýsingar um meðhöndlun nafngreindra sjúk- linga“, að mati Siðanefndar. Fram kemur að um verulega sam- starfsörðugleika hafi verið að ræða á milli heilsugæslulækna á ísafírði og þá einnig í störfum þeirra á Fjórðungssjúkrahúsinu. Það réttlæti þó ekki, að mati Siðanefndar, óvið- eigandi ummæli yfírlæknis FSÍ í blaðaviðtali s.l. sumar, sem tveir læknanna leituðu álits nefndarinnar á. Örðugleikar í samstarfi hafa m.a. komið fram í því að tveir læknanna hafa ítrekað breytt fyrirmælum hvors annars varðandi meðferð og lyfjagjöf sjúklinga er þeir lögðu inn á spítalann. Hvor um sig virðist líta á slíkt athæfi hins sem lítillækkun og vantraust. „Eftir atvikum þótti ástæðulaust að reyna að leita sátta með aðilum", segir í greinargerð Siðanefndar. Og ennfremur: „Vakthafandi læknar taka ákvarð- anir um meðhöndlun sjúklinga og lyfjagjöf og eru óbundnir af fyrri ákvörðunum annarra Iækna. Þrátt fyrir þetta geta breytingar á fyrri fyrirmælum, ef þær eru ástæðulaus- ar, verið til þess gerðar að sýna þeim lækni, sem fyrirmælin gaf, óvirðingu, sama er um útstrikanir á og spumingarmerki eins læknis við fyrirmæli annars læknis". Siðanefnd telur læknana ekki hafa hagað sér í samræmi við siðareglur lækna og áminnir þá um að sýna hvor öðrum drengskap og háttvisi. Tveir framangreindra lækna hafa áfrýjað úrskurðum er þau varðar til Gerðardóms. - HEI Crown, Iðnlánasjóður 45% og for- stjóri og stjómarformaður fyrirtækis- ins eiga saman 10%. Gunnlaugur Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Islands, sagði að Iceland Crown hefði farið vel af stað. Upphaflega var stefnt að því að fyrirtækið seldi íslenskan iðn- varning og íslcnskan hugbúnað, en það hefur það ekki gert ennþá hvað sem síðar verður. Gunnlaugur sagði að fyrirtækið hefði ekki treyst sér til að ráða sérstakan mann í að sinna þessu verkefni, en hann sagði ekki fara vel saman að selja fisk og hug- búnað. -EÓ Sonnettur Shakespeare Sunnudaginn 11. mars næstkomandi verður dagskrá í Hafnarborg Hafnar- firði þar sem nokkrar af Sonnettum Shakespeare verða fluttar, bæði á frnrn- málinu og í íslenskri þýðingu Daníels Á Daníelssonar. Flytjendur eru Oliver Kentish sem flytur enska textann og Amar Jónsson sem flytur íslenska text- ann. Camilla Söderberg, blokkflautuleikari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, er leikur á Víola da Gamba, og Snorri Öm Snorrason, lútuleikari flytja tónlist frá Endurreisnartímanum. Nú stefnir í einn stærsta vinning í Getraunum frá upphafi þeirra hérlendis! Það er svo sannarlega til mikils að vinna í íslenskum Getraunum. Á síðustu þremur vikum hefur engin röð komið fram með 12 réttum. Þess vegna er fjórfaldur pottur núna - og fjórföld ástæða til að vera með! Auk þess kostar röðin aðeins 10 kr. Láttu nú ekkert stöðva þig. Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. - ekkibara heppni UPPLÝSINGAR UM ÚRSLIT í SlMA 99-1002. . 1 V § m i m* u m % 4* *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.