Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 9. mars 1990 FRÉTTAYFIRLIT KABÚL - Najibullah forseti Afganistan skýrði frá því aö 25 óbreyttir borgarar heföu farist og 150 særst í byltingartilraun Tanai varnarmálaráöherra í vikunni, Najibullah fullyrti aö hermenn hollir honum heföu náö öllum þeim stöðvum sem uppreisnarhermennirnir höföu á valdi sínu. BONN - Vesturþýska þingið hefur formlega fullvissað Pól- verja um að Þjóðverjar muni ekki leggja fram landakröfur ef þýsku ríkin verða sameinuö. Jaruzelski forseti Póllands segir samþykkt Þjóöverja ekki fullnægjandi þar sem ekki er tekið skýrt fram viö hvaöa landamæri er miöaö. AUSTUR-BERLÍN Jafnaðarmenn hafa misst for- ystu sína í skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar í Aust- ur-Þýskalandi 18.mars. Kjós- endur virðast nú hafa hallast á sveif með hægrisinnuðum flokkum. Jafnaðarmenn fengu nú 34%, hægrimen 30% og kommúnistar 17% fylgi í nýrri skoðanakönnun. BONN - Samkvæmt upplýs- ingum sem lekið hafa frá leyni- þjónustu Vestur-Þýskalands er KGB nú í óða önn að taka yfir njósnanet Austur-Þjóðverja og keppast við að Ijúka því ætlun- arverki fyrir kosningarnar 18.mars. WASHINGTON - Banda- rísk stjórnvöld eru nú að melta með sér hvernig bregðast eigi við hugsanlegri sjálfstæðisyfir- lýsingu þings Litháen um næstu helgi. Talið er víst að Bandaríkjamenn fagni sjálf- stæðisþróuninni en viðurkenni ekki Litháen sem sjálfstætt ríki. PORT-AU-PRINCE - Stjórnmálaólga eykst enn einu sinni á Haiti. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælaaðgerðum og kröfðust afsagnar Prospers Avril froseta. Kona Avrils hefur þegar yfirgefið landið ef serfur til stáls. NIKÓSÍA - Líbýa hefur neit- að öllum ásökunum um að þar í landi sé hafin framleiðsla eiturefnavopna og eru stjórn- völd þar reioubúin að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðum gegn eiturefnavopnum. Níkaragva: Castro spáir styrjöld eftir stjórnarskiptin Fidel Castro leiðtogi Kúbu ern nú fúll út í breytingarnar í Austur-Evr- ópu auk þess sem honum er meinilla við kosningaúrslitin í Níkaragva og hefur hann nú bundið enda á hernað- arsamvinnu Kúbu og Sandínista- stjórnarinnar í Níkaragva. 1 ræðu sinni í gær úthúðaði Castro umbótastefnunni í Austur-Evrópu sem hann sagði að væri svik við sósíalismann og vatn á myllu heims- veldisstefnu Bandaríkjamanna. Sagði Castro að ríkis Austur-Evrópu væru ábyrg ef Bandaríkjamenn gerðu innrás á Kúbu í framtíðinni. Auk þessa spáði Castro að borgar- astyrjöld myndi brjótast út í Níkar- agva á næstunni vegna hinna óvæntu kosningaúrslita þar á dögunum. - Óraunveruleg og fráleit staða hefur skapast sem ýtir undir hættuna á borgarastyrjöld. Kosningarnar 25.febrúar gætu hafa raskað jafn- væginu í allri Mið-Ameríku, sagði Castro um kosningaúrslitin í Níkar- agva þar sem hinir vinstri sinnuðu Sandínistar lutu í lægrahaldi fyrir kosningabandalagi miðflokka og hægriflokka í landinu. Kúba hefur verið helsti banda- maður Sandínistastjórnarinnar í Níkaragva frá því Somóza var steypt af forsetastól árið 1979. Castro segist þess fullviss að Kontraliðar sem barist hafa gegn Sandínistum í Níkaragva í áratug muni nota tækifærið og koma fram blóðugum hefndum á Sandínistum eftir að Violeta Chamorro tekur verið forsetaembættinu af Daníel Ortega leiðtoga Sandínista. ráðsins gula spjaldið fyrir að halda ekki uppi vörnum fyrir sósíalismann. Frá þessu er skýrði sovéska frétta- stofan Postfactum í gær. Fréttastofan vitnar í Anatoly Sobchak, umbótasinnaðan fulltrúa í Æðsta ráðinu, sem segir að sovéska þinginu hafi verið gert ljóst að KGB “myndi bregðast við af festu og af ákveðni í að verja hagsmuni fólksins. KGB muni verja öryggis hins sósíalíska þjóðskipulags, rétt- indi og frelsi hvers manns og hinn lýðræðislega sósíalisma". Sobchak segir að KGB sé með þessu að bregðast við þeirri hættu sem er á klofningi í kommúnista- flokknum, en slíkur klofningur myndi að líkindum skerða völd harð- línumanna og KGB til mikilla muna. Friðarumleitanir Bandaríkjamannavaldaólgu í ríkisstjórn ísrael: Shamir fer á fjörur við strangtrúarmenn Gamla byltingarhetjan Fidel Castro þungur á brún, enda fokið í flest skjól. Hann gagnrýnir nú umbótastefnuna í A-Evrópu þar sem bandamenn hans eru orðnir valdalitlir og spáir stríði í Nikaragva þar sem bandamenn hans töpuðu kosningum. KGB, sovéska öryggislögreglan hyggst verja sósíalismann í Sovét- ríkjunum. Hefur þessi illræmda stofnun nú gefið stjórnvöldum í Sovétríkjunum og fulltrúum Æðsta KGB mun verja sósíalismann í Sovétríkjunum Yitzhak Shamir forsætisráðherra fsrael reynir nú allt til þess að komast hjá því að taka tilboði Bandaríkjamanna um viðræður ísra- eia og Palestínumanna. Verka- mannaflokkurinn sem situr t' ríkis- stjórninni ásamt Likudbandalaginu hefur gefið Shamir frest fram á laugardag til að taka tilboði Banda- ríkjamanna, ella munu flokkurinn ganga úr ríkisstjórninni. Bjargvættur Shamirs á að vera flokkar öfgafullra Gyðinga sem vilja frekar sjá Palestínumenn dauða en að ræða við þá um framtxð her- numdu svæðanna. Hefur Shamir biðlað til þessara flokka til þess að ganga inn í ríkisstjórn sína svo Likudbandalagið geti áfram hunsað friðarumleitanir Bandaríkjamanna og Egypta. Deila Likudbandalagsins og Verkamannaflokksins stendur fyrst og fremst um hlut austurhluta Jerús- Pakistanar fullyröa að varnir stjórnarhers Najibullah í Afganistan séu að bresta: Skæruliðar að ná Kohst Háttsettur pakistanskur embættis- maður fullyrðir að skæruliðar afg- önsku mujahideen skæruliðahreyf- ingarinnar séu um það bil að ná borginni Kohst á vald sitt, en skæru- liðar hafa setið um borgina í rúmt ár og haldið uppi stanslausum árásum. Segir embættismaðurinn að yfir- menn setuliðsins í Kohst séu nú í samningaviðræðum við skæruliða um það hvernig setuliðið geti gefist upp, án þess að eiga í hættu að vera drepnir á staðnum. - Það standa yfir gífurlega harðir bardagar nærri Kohst og það hafa verið samningar í gangi milli setu- liðsins og skæruliðar um uppgjafa- skilmálana, sagði Tanvir Ahmad Khan talsmaður utanríkisráðuneytis Pakistan í gær. Þá berast fréttir af því að héraðs- höfuðborgin Qalat í suðausturhluta alem í þeim kosningum þar sem Palestínumenn velja fulltrúa sína í samninganefndir við fsraela. Shamir vill að hinir 140 þúsund Arabar sem í austurhlutanum búa taki ekki þátt í kosningunum á hernumdu svæðun- unt. Samkvæmt hugmyndum Banda- ríkjamanna eiga Paiestínumenn í austurhlutanum að taka þátt í kosn- ingunum, en slíkt vill Shamir ekki heyra á minnst, enda innlimuðu ísraelar austurhluta Jerúsalem eftir sex daga stríðið 1967. Afganistan sé um það bil að falla, ef hún er þá ekki þegar fallin. Þá berast fréttir um að víða hafi skæruliðar og hersveitir í stjórnar- hernum sameinast og hyggist fylgja eftir byltingartilraun Tanais varn- armálaráðherra, en Najibullah stóð af sér aðför Tanais og hermanna hans í Kabúl fyrr í þessari viku. Blóðbað í Líberíu Samuel Doe forseti Líberíu skýrði frá því í gær að fjöldi óbreyttra borgara hafi fallið og að minnsta kosti tveir bæir verið lagðir í eyði þá þrjá mánuði sem liðnir eru frá innrás skæruliða í Líberíu. Ekki er Ijóst hvort enn sé barist í landinu. Þetta kom fram í ræðu Doe á löggjafaþingi Líberíu, en hann flytur þar árlega stefnuræðu sína. Skæruliðar undir stjórn hins líber- íska kaupsýslumanns Charles Tayl- ors réðust inn í Líberíu frá Fílabeins- ströndinni í desembermánuði. Flótti hefur brostið á íbúa Líberíu sem búa nærri landamærunum að Fílabeins- ströndinni og hefur aldrei áður ríkt svo slæmt ástand vegna flóttamanna á þessum slóðum. 80 þúsund manns hafa leitað hælis í Guineu og um 60 þúsund manns á Fílabeinsströndina. Flóttamenn hafa sakað hermenn Líberíu um að hafa ráðist á flótta- menn og fellt hundruð þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.