Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.03.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 9. mars 1990 Tíminn 13 Guðmundur G. Þórarinsson Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisveröarfundur um stóriöju verður hald- inn laugardaginn 17. mars á Glóðinni og hefst kl. 12.00. Frummælandi veröur Guömundur G. Þórarinsson alþingismaður. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Björk, félag framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni Framsóknarfélag Húsavíkur heldur almennan félagsfund í Garðari sunnudaginn 11. mars kl. 20.30. Dagskrá: A. Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar. B. Framboðsmál. C. Önnur mál. Framsóknarfólk mætið vel og takið þátt í umræðunum. Stjórnin. Keflavík Fundur í Fulltrúaráði framsóknarfélaganna miðvikudaginn 14. mars kl. 20.05 að Hafnargötu 62. Dagskrá: 1. Framboðslisti flokksins lagður fram. 2. Kosningamál. 3. Fjárhagsáætlun Keflavíkurbæjar. Stjórnin. Virðum líf verndum jörð Umhverfismál í brennidepli Landssamband framsóknarkvenna og Samband ungra framsóknar- nna verða með fund um umhverfismál fimmtudaginn 15. mars n.k. kl. 20.00 í Nóatúni 21 þar sem fyrirlesarar munu kynna hina ýmsu þætti umhverfismála. Nánar auglýst síðar. Allir velkomnir. L.F.K. og S.U.F. Konur - Sveitarstjórnarkosningar Þær konursem eiga leið um höfuðborgina mánudaginn 12. mars n.k. komið á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18 og snæðið hollan léttmat milli kl. 12-13. Hittumst og spjöllum um stöðu mála. Framkvæmdanefnd LFK. Borgarnes - Félagsvist Félagsvistinni sem vera átti 9. mars hefur verið frestað. Þriggja kvölda keppni hefst 23. mars kl. 20.30 í Félagsbæ. Framsóknarfélag Borgarness REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Akranes Bæjarmálafundur verður haldinn í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut laugardaginn 10. mars kl. 11. Bæjarfulltrúarnir. Norðurland eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri eropin alla virka daga frá kl. 16-19, sími 96-21180. Kópavogur - Framsóknarvist Framsóknarvist verður spiluð að Hamraborg 5, Kópavogi sunnudag- inn 11. mars n.k. og hefst kl. 15.00. Góð verðlaun - Kaffiveitingar. Framsóknarfélögin í Kópavogi Til leigu Einstaklingsíbúð til leigu í eitt ár. Ódýr leiga en árið fyrirfram. Upplýsingar í síma 91-679107 yfir helgina. f heimsókn í sveitaskóla Audrey Hepburn: „Besta hlutverkið mitt“ — segir hin fræga leikkona um starf sitt sem sendiherra barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) Síðan í marsmánuði 1988 hefur leikkonan Audrey Hepbum verið sem nokkurs konar sendiherra fyrir bama- hjálp Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur ferðast um mörg af þróunarlöndunum og kynnt sér aðbúnað bama. Nýlega var hún á ferð um Bangladesh, og síð- an hefúr hún sagt frá ferð sinni og beðið um aðstoð „fyrir hið fátæka en fagra Bangladesh", eins og hún segir. „Eg vissi að þetta land var eitt sinn kallað „Hið gullna Bengal" og „brauðkarfa“ nálægra ríkja. Þar var mikil og fræg menning, og landið átti hið eina Nóbelsskáld sem Asíuríki hefur eignast, hinn fræga Rabindrath Tagore. En margt hefúr breyst. Flóð gerðu mikinn skaða, landið yfirfýlltist af flóttafólki frá Pakistan og öðmm nágrannaríkjum, og fátæktin varð yf- irþyrmandi hjá almenningi. Einkum urðu bömin illa úti,“ segir Audrey í frásögn sinni. Hún segir að heilu hópamir af heimilislausum bömum séu í nánd við jámbrautarstöðvar og aðra slíka staði, þar sem þau reyni að draga fram lífið á einhvem hátt. En nú em hjálpar- stofnanir farnar að láta til sín taka á mörgum sviðum. Eitt merkasta framtakið er talið að sé hið svokallaða BRAC (Bangla- desh Rural Advancement Comm- ittee), en sú stofnun hefúr gengist í aö halda uppi bamaskólum í sveitum. Jafnframt því að bömin læra undir- stöðuatriði, svo sem lestur og skrift, þá er þeim kennt eitthvað handverk þegar þau stækka „Banki hinna ber- fættu“ Þá er sérstök bankastarfsemi sem var komið á fót fyrir 13 ámm, sem vekur mikla athygli. Það er bankinn Grameen Bank, sem oft er kallaður „Banki hinna berfættu". Stofnanda bankans, dr. Muhammad Yunus, var ekki spáð gæfúlega, þegar hann kom á fót lánastofnun til að lána fé til fátæks fólks í sveitum, — og oft voru það konur, ekkjur og einstæðar mæður, sem fengu lán hjá stofnuninni. „Þetta fólk borgar aldrei!“ sagði margur bankamaðurinn sem heyrði um þessi viðskipti. En raunin varð önnur. Sagt er að um 98 % lánanna séu borguð upp. Nú er tala þessara banka orðin 500, víðs vegar um landið. Audrey Hepbum hefúr, auk bamahjálparstarfsins, lagt mikla áherslu á að ræða við ungar konur um getnaðarvamir og heilsuvemd mæðra og bama, og hefúr orðið mikið ágc- öi. Audrey Hepbum situr hér meö litla telpu, sem hefur fatlast vegna mænuveiki, en nú hefur veríð unnið aö bólusetningu gegn henni og fleirí skæðum sóttum Ungar mæður í Dacca, höfuöborg Bangladesh koma til að tala við Audrey, en árangur hefur orðið góður þar í landi í ungbarna- og mæðravernd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.