Tíminn - 07.03.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.03.1990, Blaðsíða 15
' Wliövíkúdagur Yv Vnárá í'990 flfii'íY T V ► iiiiiniiiiiii íþróttir iiiiiiiiiiiiiHiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuHiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiH HM í handknattleik: Bless OL - Enn eitt rothöggið í Tékkóslóvakíu ísland verður að taka þátt í B- keppninni í handknattleik á næsta ári og vinna sér þar sæti ía HM í Svíþjóð 1993. ísland verður ekki á meðal þátttökuþjóða í næstu Ól- ympíuleikum, sem fram fara í Bar- celona 1992. Þetta er staðreynd eftir óskiljanlegt tap fyrir Pólverjum í Bratislava í gær 25-27. Ofan í kaupin gerðu A-Þjóðverjar sér Utið fyrir og sigruðu Spánverja 25-20 og því er Ijóst að Island mun verma neðsta sætið í milliriðlinum, hvernig sem leikurinn gegn A-Þjóðverjum á morgun fer. Leikurinn í gær var næstum því nákvæm eftirlíking af leiknum gegn Júgóslövum. Sveiflukenndur leikur, en íslenska liðið virtist hafa alla burði til þess að sigra. Slæmur kafli í síðari hálfleik réð úrslitum, en í gær breyttu Pólverjar stöðunni úr 15-11 í 15-18 á nokkrum mínútum. Eftir þetta rothögg tókst íslenska liðinu ekki að jafna, þótt litlu mun- aði á lokasekúndunum. Þess í stað náðu Pólverjar að tryggja sér 2 marka sigur 25-27, en í leikhléi var ísland yfir 13-11. Hvað að er í íslenska liðinu er ekki gott 3 92ogHM’93 að segja. Aðal skýringin er líklegasálræns eðlis. Það sem víst er, er að markvarslan er algjörlega á núlli og lykilmenn eins og Kristján Arason ná ekki að lyfta sér upp til þess að skjóta á markið. Sigurður Gunnarsson nær sér ekki á strik og Alfreð Gíslason skorar sjaldan úr skotum sínum. Sem sé, andstæðingar liðsins ná að stöðva skytturnar og líkleg skýring á því er skortur á fjölbreytileika í sóknarleiknum. Hvernig væri að gefa Júlíusi Jónassyni tækifæri í sókninni. Hornamennirnir og línumennirnir hafa borið sóknarleikinn uppi. Allt bendir nú til þess að íslenska liðið muni leika gegn S-Kóreu um 11. sætið, en sá leikur verður á föstudag. Ljóst er að uppstokkunar er þörf hjá landsliðinu. Skipta þarf um menn í nokkr- um stöðum, en fyrst og síðast þarf að skipta um þjálfara. Léttleika, leikgleði og fjölbreytileika er þörf í stað staðnaðra kerfisbundinna aðgerða. BL Úrslit leikjanna í gær og staðan í milliriðlunum: Milllriðill A Tékkóslóvakía-Frakkland 21-21 Rúmenía-Ungverjaland 21-24 Suður Kórea-Svíþjóð 23-34 Milliriðill B Pólland-ísland Sovétríkin-Júgóslavía A-Þýskaland-Spánn 27-25 24- 22 25- 20 Staðan: Sovétríkin Spánn Júgóslavía A-Þýskal. Pólland Island Staðan: Svíþjóð Rúmenía Ungverjal. Tékkósl. Frakkland Suður Kórea 100-81 97-86 90-88 87-96 78-90 95-116 C-riðill 13.-16. sæti: Japan-AIsír Kúba-Sviss 21-20 26-32 Á morgun eiga handknattleiks- mennirnir frí, en á fimmtudag verða síðustu leikirnir f milliriðlunum leiknir. (slenskar getraunir: Pottur verður nú fjórfaldur - fékk 11 rétta fyrir mistök Enginn var með 12 rétta í 9. leikviku knattspyrnugetrauna um síðustu helgi. 1. vinningur 2.662.606 kr. færist því yfir á 10. leikviku og verður potturinn því ijórfaldur. Úrslit voru óvænt í nokkrum leikjum og því gekk pott- urinn ekki út. En annar vinningur gekk út, því 6 raðir komu fram með 11 réttum. Fyrir hverja röð komu 84.752 kr. í vinning. Tveir vinnufélagar hugðust taka þátt í handboltagetrauninni og settu nokkrar raðir niður á blað. Annar mannanna hringdi í eigin- konu sína og bað hana að fara með raðirnar í sölukassa fyrir sig. Ekki tókst eiginkonunni þó betur til en svo að hún gleymdi að merkja við að seðillinn væri aukaseðill og því var hann ekki gildur í handbolta- getrauninni, en þess í stað í knatt- spyrnugetraunum sl. laugardag. í ljós kom að seðillinn var með 12 réttum í handboltagetrauninni þar sem í vinning voru 17.154 kr. Þegar hins vegar var litið á knatt- spyrnugetraunina var um tvær rað- ir með 11 réttum að ræða, en fyrir hverja röð voru 84.752 kr. í vinning eins og áður segir. Mistökin urðu því til þess að vinningurinn marg- faldaðist. Alls komu fram 9 raðir með 12 réttum í handboltagetrauninni. í vinning greiðast 17.154 kr. á röð. 169 raðir komu fram með 11 réttum en vinningurinn er aðeins 391 kr. Potturinn í 10. leikviku getrauna á laugardaginn er sem sagt fjórfald- ur og ætla má að 1. vinningur verði ekki undir 6 milljónum. BL Guðmundur Guðmundsson lék vel í gærkvöld þegar Island tapaði fyrir Pólverjum á kunnuglegan hátt. Á morgun mætir liðið A-Þjóðverjum, en á föstudag mun liðið leika um 11. sætið á mótinu, að öllum líkindum gegn Suður-Kóreumönum. Þar fær landsliðið kærkomið tækifæri til þess að hefna fyrir ófarimar á Ólympíuleikunum 1988. Tímamynd Pjetur. r Island-Pólland 25-27 (13-111 MARKVERÐIR VARIN SKOT VARIN VlTI SAMTALS EINAR PORVARÐARSON 4 1 5 GUÐMUNDUR HRAFNKELSSON 4 4 LEIFUR DAGFINNSSON ÚTILEIKMENN SKOT/MÖRK VlTI TAPAÐ STC LIÐ STOÐSEND. ÞORGILSÓ. MATHIESEN 6/4 2 4 3 BJARKI SIGURÐSSON 5/2 1 1 VALDIMAR GRlMSSON SIGURÐUR GUNNARSSON 3/0 1 2 ALFREÐ GlSLASON 9/3 8/6 2 2 ÓSKAR ARMANNSSON GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON 5/4 1 1 5 KRISTJÁNARASON 6/2 4 1 6 GEIR SVEINSSON 1 1 SIGURÐUR SVEINSSON HÉÐINN GILSSON JÚLÍUS JÓNASSON 4/4 Skíðaíþróttir: Bikarmót á Siglufirði Frá Erni Þórarínssyni fréttaritara Tímans í Skagafírði: Bíkarmót á skíðum var haldið á Siglufirði um síðustu heigi. Keppt var I flokkumdrengja og stúlkna 13-14 ára. Vegna óhagstæðs veðurs á laugardag fór allt mótið fram á sunnudag, keppendur á mótinu voru liðlega 70 talsins. Úrslit urðu þessi. Svig drengja: 1. Davíð Jónsson Reykjavík 1:34,20m 2. Sverrir Rúnarsson Ak. 1:34,56m 3. Sveinn Brynjólfsson Dal. 1:35,08m Svig stúlkur: 1. Hjálmdís Tómasdóttir ÚíA 1:35,04m 2. Hildur Þorsteinsd. Ak. 1:35,52m 3. Rakel Steinþórsdóttir R. 1:35,96m Stórsvig drengja.: 1. Kristján Krístjánsson R. 2. Róbert Hafsteinsson ísaf. 3. Sveinn Brynjólfsson Dalv. 1:31,93m 1:32,88m 1:33,56m Stórsvig stúlkna: 1. Theódóra Mathíesen R.vík 2. Hildur Þorsteinsdótt.Ak. 3. Þórey Ámadóttir Ak. 1:32,30m 1:32,93m 1:34,63m ÖÞ/BL Laugardagur kl.14:55 W W 10. LEIKVIKA- 10. mars 1990 1 X m Leikur 1 Chelsea - Norwich Leikur 2 Man. City - Arsenal Leikur 3 Nott. For. - Coventry Leikur 4 Tottenham - Charlton Leikur 5 Blackburn - W.B.A. Leikur 6 Hull - Middlesbro Leikur 7 Oxford - Leeds Leikur 8 Plymouth - Swindon Leikur 9 PortVale - Bournemouth Leikur 10 Sunderland - Leicester Leikur 11 Watford - Newcastle Leikur 12 West Ham - Portsmouth Allar upplýsingar um getraunirvikunnar hjá : LUKKULÍNUNNI s. 991002 FJÓRFALDUR POTTUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.