Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. mars 1990 HELGIN 13 um áverka af honum, en svo lauk að hann lá dauður eptir. Urðum vér þá allir teknir um nóttina af vagtinni og settir í vagthúsið, þar til um morgun- inn, þá vorum vér færðir íyrir ráðið. Síðan var sá dauði sóttur og skoðað- ur. Voru þá á honum 49 áverkar, hvar með að vom 3, sem þeir ályktuðu að væm dauðlegir áverkar. Sá fyrsti var, að hann var rekinn í gegn, annar, hann var heilaklofmn, þriðji, það var höggin af hofum önnur kinnin, og hékk svo ofan á öxl. Var svo dæmdur dómur, að það skyldi vera hans bana- maður, sem hann hefði rekið í gegn. Beiddumst vér svo dómsins og feng- um ekki. Síðan voram vér spurðir að, hver hann hefði rekið í gegn, en eng- inn þóttist vita það, hver það hefði gert. Meðgengum vér allir, að vér hefðum hans banamenn orðið, en ráðið þóttist ei kunna að lífláta oss alla fyrir einn mann. Voram vér síðan færðir í fangelsi og bundnir með mjóum jámhlekkjum, þó svo, að eng- inn náði til annars. Þar var dauflegt inni, bæði af óklárindum (óhreinind- um) og illum daun, sem nærri má geta. Þar sátum vér í þrjár vikur, og var gefin hveijum ein brauðkaka um daginn til matar, og svo sem merkur- bolli með vatn. Voram vér svo færðir tvisvar í vikur fyrir ráðið og harðlega áklagaðir af þess hins dauða náung- um. Vora oss þá færð hrein klæði í fangelsið, og færðir af þeim, þá vér komum frá ráðinu. Þann síðasta laug- ardag, sem vér voram færðir fyrir ráðið, var eg svo máttdreginn, að eg gat ekki staðið einn saman. Var eg þá studdur af tveimur soldátum, og ætl- uðum vér þá að auglýsa þann seka, hefði guð ekki snúið því á annan veg, því strax, ráðið sá vora eymd, aumk- Árið 1663, eða nokkrum árum áð- ur en þeir félagar komu til Königs- berg, hafði Friðrik Vilhjálmur verið tekinn til kjörfursta þar í staðnum, og sést sú athöfn hér. vaði það sig yfir oss og gaf oss lausa, því þeir þóttust ei kunna að forsvara það fyrir guði, ef vér dæjum allir. — I þessu plássi hef ég þótzt líða þau mestu harmkvæli á minni æfi. Þar var eg viku eptir það, svo eg hresstist nokkuð. Þann 1. Aug. reisti eg frá Dresden og að Nurinberg í Scopin- landi. Það er sá fallegasti staður, sem eg hef séð, bæði upp á bygging og önnur herlegheit. Þaðan reisti eg og að Reginsborg í Scopinlandi. Þessi staður stendur við ána Rin (mun eiga að vera Dóná). Þar er sú lengsta bryggja sem eg hefð séð, og hún gengur yfir um ána Rín. Þaðan reisti eg á skipi ofan að Collin. Það er ein hættuferð að fara ofan eptir þessari á, því þar er einn pyttur í miðri ánni, sem vatnið rennur rétt niður. Skip- herrann bauð þá oss að fara á land, sem ekki vildum hætta á að fara yfír um þennan pytt og nokkrir gerðu. En eg hafði forvitni að sjá þetta. Tvisvar snerist skipið í hring hjá þessum pytti, en í þriðja sinn gátum vér róið fram hjá. Mikið sús og brús er þar að heyra niðri í. Margt skip forgengur á þessu plássi með fólki og öllu, sem ekki sést neitt af aptur. Frá Collin reisti eg að Munkin i Bæierlandi. A þeirri leið var eg ræntur í Heidelborg- arlandi og 2 aðrir með mér, — því vér reistum þar í gegnum, — af frönskum soldátum. Þeir tóku allt af oss, sem vér höfðum, utan vér höfð- um nokkra peninga í skónum, þeim héldum vér, og slepptu oss svo nökt- um. í þeirri sömu ferð mættum vér 100 manns, konum og karlmönnum, allsnöktum, sem vora reknir frá Tre- vir (Trier), því churfúrstinn af Bran- denburg hafði inntekið staðinn, og var þetta allt franskt fólk. Það var ein undarleg sýn, að sjá svo marga manneskju nakta. — í Munkin hefur kurfurstinn sitt rezidentz, þar er allt pápiskt. Þaðan reisti eg að Frankfúrt í Frankenlandi. Þar er pápiskur biskup yfirherra. Þaðan reisti ég að Brock í Bremen. Það er einn mektugur staður og heyrir til keisaranum. Frá Brock reisti eg að Wienna í Austurríki. Þar heldur sá kristni keisari sitt residentz. Þar var eg nokkrar vikur og féll mér vel. — Frá Wienna í Austurríki reisti ég að Presborg í Ungaria 15 mílur. Þar er ein lútersk kirkja; þar gekk ég til sakramentis, því eg hafði ekki ver- ið til guðs borðs í 2 ár. Frá Presborg reisti eg að Lygnir (e.t.v. Lugos í Ungverjalandi). Það er einn staður í Ung.aria, sem Tyrkinn hefur tekið af keisaranum; það er mestallt Tyrkir, sem þar era; þeir reyndust mér vel, og betur en sumir kristnir. — Þaðan reisti eg og að Sirk (Zúrich í Sviss) í Sveitzerlandi. Þar era há fjöll í þessu landi og mjóir dalir á milli. Þaðan reisti eg að Basel í Sveitzerlandi, það er höfuðstaðurinn.. Þar fúllendaði eg mína reisu. Sneri eg þá aptur. Hafði eg þá reist áfram, frá því eg fór frá Is- landi, 830 milur þýzkar. Frá Basel reisti eg að Asborg (Augsburg) í Scopinlandi. Þar forþénti eg mér nokkra peninga, því mínir peningar vora þá uppi. Þaðan reisti eg að Uln (Ulm) í Frankenlandi, og svo ofan eptir aptur og að Breddsla (Breslau) í Slesingen (Slesíu); þar er gott verð á lérept, því maður kann kaupa þar skyrtu af því bezta lérepti fyrir hálfan rd., sem hann verður að gefa annars- staðar 2 rd. fyrir. I Slesingin er dæi- legt kvennfólk; þar era ogsvo margar hórar í Breddsla, því þar era opinber hórahús; þær gefa ráðinu 2 rd. á hverjum mánuði, og þar með era þær ffíar, og mega brúka sinn óguðlega lifúað. Frá Breddsla reisti eg og að Mynster (Múnster í Vestfalen) i Stift. Þar fann eg eina völvu, sem bauð mér að spá mér lukku, ef eg gæfi sér pen- ing, og skyldi hún lesa í lófann á mér, hvað eg um síðir þekktist. Hún sagði mér allt, hvað fram við mig hafði komið, svo það sló ekki feil, og svo hvar fram við ætti að koma, hveiju eg hef nú gleymt. Þaðan reisti eg og að Bremen. Þar fann eg minn stallbróð- ur aptur, og var þá hvor öðram feg- inn, því við höfðum ekki sést, síðan hann var settur í fangelsi í Berlín. Þaðan reistum við og að Hamborg. Kom eg þá til eins snikkara, sem hét Jóhann Dann og var eg hjá honum allt til Anno 1677, þann 19. April, og féll mér vel. Þann 20. Aprilis (1677) gengum vér til segls ffá Hamborg. Þann 26. komum vér að Heilagalandi (Hjalt- land). Þar fór eg á land ásamt öðram. Það er lítið land um sig og umgirt með háum fjöllum og björgum, svo hvergi verður upp komizt, nema í einum stað. Þaðan héldum vér 27. Apr(ilis) á haf, og komum undir ís- land þann 12. Maii í Berafirði fyrir austan. Þann 20. Junii kom eg heim á Barðaströnd. Þetta svo í stytzta máta um mína reisu, en þó margt undanfellt. Þfli er tverjflndi ni hringjo ekhi í ömmu d Akur- eyrí d dfmœlinu hennor Bíminn er tilvalin /eið til að eiga persónuleg samskipti við œttmgja og vini í öðrum landshlutum. Síminn er líka skemmtilegur og þœgilegur samskiptamáti. Vissir þú, að það er ódýrara að hringja eftir kl. 18 og enn ódýrara að hringja um helgar. Dagtaxti er frá kl. 08 til 18 mánudaga til föstudaga Kvöldtaxti er frá kl. 18 til 23. Nœtur- og helgartaxti er frá kl. 23 til 08 virka daga og frá kl. 23 á föstudegi til 08 nœsta mánudag. Fyrir þá sem staddir eru á landsbyggðinni, en þurfa að sinna erindum við fyrirtœki og stofnanir á höfuðborgarsvœðinu, er siminn einfaldasta og fljót- virkasta leiðin. Síminn er til samskipta Því ekki að notann nteira! PÓSTUR OG SÍMI Dcemi um verð á símtölum: v fc o o Við spörum þér sporin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.