Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.03.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. mars 1990 HELGIN 17 bókasöfn og ýmsa félagslega þjón- ustu og hreinsun svæðisins. Svo er það fylkið og landsyfirvöld. Fólk í úthverfum hefur ekkert um stjórn miðbæjarins að segja Fylkið sér um skóla og sjúkrahús, hreinsun aðalgatna borgarinnar og þar fram eftir götunum cn landsyfir- völd sjá um hluta af menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu í fylkjunum sem gerir þetta allt mjög flókið. Enginn gerir sér far um að leiða fólkið í sannleikann um þetta kerfi eða hið flókna kosningakerfi á að- gengilegan og skiljanlegan hátt svo að margir láta sér það í léttu rúmi liggja- Til dæmis fá þeir einir sem búa í miðbæ Adelaide og nánasta um- hverfi tækifæri til að kjósa svokallað- an borgarstjóra eða þann sem tekur ákvarðanir um framkvæmdir í miðbæ borgarinnar. Fólk í úthverf- um fær ekkert tækifæri til að láta álit sitt í ljós á þeim málefnum þótt þar sé auðvitað um hagsmuni allra borg- arbúa að ræða. Tekið skal fram að í hverfakosn- ingum er ekki kosið um flokka heldur einstaklinga. En þessir ein- staklingar gerðu lítið af því í nýaf- stöðnum hverfakosningum að segja frá því í bæklingum hvað þeir vildu gera ef þeir kæmust að heldur voru þeir mjög uppteknir af að segja hvað þeir hefðu gert og það að þeir væru giftir og ættu börn. Það virðist stundum skipta meira máli en mál- efnin sem á að vinna fyrir. Það að fá ekki að hafa atkvæðis- rétt um þróun í miðbænum er svipað og ef það væri aðeins fólk í Þingholt- unum sem og gamla miðbænum sem fengi að kjósa borgarstjórann í Reykjavík en aðrir fengju aðeins að kjósa þá sem sæju um málefni í þeirra eigin hverfi. Fólk í Árbænum eða Breiðholti fengi þá ekki að hafa neina skoðun á málunum um það hvað gera skyldi í miðbænum. Auðvitað er þama um mikinn stærðarmun á borgum að ræða og einnig mannfjölda en samt finnst mér þetta ekki rétt. Fólk í úthverfum á einnig sinn hluta í miðbænum og vill geta lagt eitthvað til málanna. Frétta- og blaðamenn vilja ekki flókin stjómmál - kjósa að hafa frekar bara svart og hvítt Þar kemur einnig til það kerfi sem er á fjölmiðlum sem eru í eign nijög fárra en stórra aðila sem hentar að halda hlutunum þannig. Þeir eru innundir í stóru stjórn- málaflokkunum og með því að halda fólki óupplýstu um það hvernig það geti notað kjörseðilinn til að hafa áhrif á og breyta kerfinu þá tryggja þeir sjálfa sig í sessi og stöðu sína um leið svo að fáir einir vita hvernig á að ná minnihlutaflokkum inn til að veita þeim stóru aðhald. Líf og tilvera Demókrataflokksins vegur salt á þessu og næstu kosningar munu segja til um hvort hann lifir eða deyr eða hvort nógu margir séu nógu óánægðir til að leggja það á sig að læra þannig á kjörseðilinn að þeir geti tryggt honum áframhaldandi tilveru. Fréttamenn, blaðamenn og aðrir tengdir stjórnmálum vilja hafa hlut- ina einfalda og ekki þurfa að hugsa í alls konar tilbrigðum. Svart og hvítt er best og einfaldast. Þeir hafa því ekki lagt sjálfa sig í það að útskýra stjórnmálastefnur ástralskra stjórnmálaflokka á hlutlausan og einfaldan hátt þannig að allir geti skilið það og meðtekið. „Það væri hættulegt því þá gæti fólk farið að hugsa og draga ályktan- ir og ekki hægt að heilaþvo það lengur". Sú staðreynd að það sé skylda að kjósa gerir það að verkum að flestir fara á kjörstað og kjósa en þau lög verka ekki hvetjandi á yfirvöld til að halda vöku sinni og kynna málstað Þótt Ástralir bregðist við einstaka röngum ákvörðunum stjórnmála- manna eru þeir iítt hrifnir af að rökræða um stjórnmál vítt og breitt. Enda eru þeir mest mataðir á svörtu og hvítu - „Labour eða Liberal". Aðrir fiokkar, þó að til séu, eru tæplega nefndir. sinn á hlutlausan hátt og skapa þannig lifandi áhuga. Þekkingarleys- ið á virkun kjörseðilsins gefur þeim stóru því oft atkvæðin ósjálfrátt. í fáum orðum er kjörseðillinn þannig að þú velur hvern þú vilt fyrst og fremst og ef hann kemst ekki að þá viltu þennan en ef hann fær ekki nógu mörg atkvæði þá færðu þennan og þannig koll af kolli. Og það tekur langan tíma að telja og átta sig á öllum kjörseðlum. Það er þetta kerfi sem vefst fyrir mörgum sem væru fegnir ef þeir gætu gert eins og íslendingar og sett bara einn kross fyrir framan bókstaf. Punktur og basta, engar málalengingar. Ekki skylda að kjosa í hverfakosningum H verfakosningar eru þær einu sem ekki er skylda að kjósa í en aðrar kosningar eru skylda og þú verður að hafa mjög góða afsökun fyrir fjarveru þinni til að fá ekki sekt upp á 100 A$ fyrir skrópið. Nú vilja sumir afnema skylduna og gefa fólki frelsi til að ákveða það sjálft hvort það kýs eða ekki. Samt sýnist sitt hverjum með það og óttast að það kalli yfir þjóðina sams konar kerfi og er í Bretlandi og Bandaríkjunum sem gerir það að verkum að fólk kemst inn og til mikilla valda á mjög fáum atkvæðum, aðeins vegna þess að fólk nennir ekki að kjósa eða hefur ekkert vit á málunum. Vegna þess að stjórnmálaflokkar hafa ekki fyrir því að gera það áhugavert að kjósa. En á þessu litla landi, íslandi, þar sem flestir telja sig sérfræðinga í stjórnmálum, er ekki hætta á að það ástand skapist 'á næstunni. Frekar væri líklegt að hver hópur, hverfi eða óánægðir kjósendur myndu stofna sína eigin stjórnmálaflokka og kynna þá rækilega og gera þegar litríkt úrval stjórnmálaflokka enn litríkara. I victron varaaflgjafinn Láttu ekki rafmaanið gn fara með þig-þegar það fer! Varaaflgjafinn er trygging þín fyrir því að þú missir ekki út upplýsingar við spennufall eða rafmagnsleysi. Hann er ætlaður tölvum, allt frá einkatölvum til stórra tölvukerfa. Varaaflgjafinn hentar einnig fyrir t.d. telefaxtæki og skiptiborð. Við rafmagnstruflun ver varaaflgjafinn tölvur og gefur þér áfram fulla rafmagnsþörf. Við algjört rafmagnsleysi veitir hann þér orku og nauðsynlegt svigrúm til að gera viðeigandi ráðstafanir. Láttu okkur meta þörfina hjá þér, við sjáum um uppsetningu og veitum alla sérfræðiþjónustu. Hafðu samband við sölumenn okkar. WJ victron ilTÆKNIVAL SKEIFUNNI 17, SlMI 68 16 65 \\\\\\\\\\\\\\\\\\\\ Matthildur Bjömsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.