Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 3
v. i i• •.•osOu'iwiM Miövikudagur 21. mars 1990 Tíminn 3 Sjöstjarnan VE-92 sökk um hálfa mílu frá Elliðaey í gærmorgun: Fimm af sex manna áhöf n bjargað úr björgunarbát Fimm af sex manna áhöfn Sjöstjörnunnar VE-92 var bjargað er skipið sökk um hálfa mílu vestur af Elliðaey í gærmorgun. Einn maður komst ekki í björgunarbát en hans var ákaft leitað í gær. Sjöstjarnan sökk, að því er virðist laust eftir klukkan 10 í gærmorgun, skammt vestur af Elliðaey. Sjöstjarnan hafði farið út á áttunda tímanum um morguninn til að draga net við Elliðaey, en siæmt var í sjó og ákváðu skipverjar að snúa heim á leið. Þegar verið var að snúa bátnum frá eynni fékk hann á sig tvo brotsjói og sökk á svipstundu. Ekki gafst tími til að senda út neyðarkall, né staðarákvörðun. Mesta mildi er talin að mennirnir fimrn skyldu komast í björgunarbát. Sjöstjarnan var 75 tonna eikarskip og hét áður Dröfn og var þá í eigu Hafrannsóknastofn- unar. Um klukkan 11:37 náðist sending í flugturninum í Eyjum frá neyðar- sendi um borð í gúmbjörgunarbáti. Með aðstoð gervitungla var hægt að staðsetja sendinn og þegar ljóst var hversu nálægt Heimaey sendirinn var staddur, var ákveðið að senda hafnsögubátinn til að leita að gúm- björgunarbátnum. Sigurður Elíasson hafnsögumaður var um borð í Lóðsinum er hann hélt til bjargar í gær. „Við höfðum alltaf mið á sendinguna, en þegar við vorum komnir vestur fyrir Eyjar, bárust okkur tvær staðarákvarðanir frá gervitunglum. Önnur var út af Reykjanesi en hin við Þrídranga. Okkur þótti hún mun líklegri svo við fórum að kíkja í kringum okkur og þá sáum við bátinn rétt inn af Dröngunum. Við vorum á lensi og keyrðum rólega að honum og lögð- um upp að honum. Eftir tvær til þrjár mínútur voru mennirnir fimm komnir um borð og við kipptum bátnum með okkur.“ sagði Sigurður. Veður var slæmt á þessum slóðum, tíu til ellefu vindstig og að sögn Sigurðar, haugabrim. Lóðsinn var kominn með mennina til Eyja um klukkan 14:30. „Þegar við fórum út vissum við raunverulega ekki hvað hafði gerst. Við vissum af þessum neyðarsendi en þeir fara í gang þegar björgunar- bátar blásast upp. Á sama tíma og við erum að keyra vestur í átt að sendinum var konu skipstjórans far- ið að lengja eftir bátnum. Hún hafði hringt í farsíma um borð en þar svaraði ekki. Þá hringdi hún í loft- skeytastöðina og þar hafði ekki spurst til hans og var þá farið að kanna hvort Sjöstjarnan væri kom- inn inn til hafnar og svo reyndist ekki vera. Um svipað leiti og gengið hafði verið úr skugga um þetta vorum við að koma að björgunar- bátnum og gátum þá tilkynnt að um björgunarbát frá Sjöstjörnunni væri að ræða.“ sagði Sigurður. - Þannig að þegar þið farið út laust fyrir hádegi hafði enginn hug- Lóðsinn kom með mennina til Eyja um klukkan 14:30 í gær. Á innfelldu myndinni má sjá björgunarbátinn. Timamyndir: Inga mynd um hvað gerst hafði? „Nei. Við vorum að fara að kanna með þennan sendi, og ætluðum út fyrir Eyjar til að kanna þetta nánar, þar sem hér er mikið af fjöllum og því vill það oft rugla miðanir af þessu tagi.“ - Hvernig varð ykkur við þegar þið komuð að björgunarbátnum og sáuð andlit í gættinni? „Það var mikil sælutilfinning að sjá að einhverjir voru á lífi. Við sáum ekki nema tvo í lúgunni fyrst og við fórum að tína þá um borð en þeir urðu fimm þegar upp var staðið. Þeir sögðu okkur þá að einn vantaði. Mennirnir voru eðlilega blautir og hraktir.“ Sigurður sagði að enginn mannanna hefði verið í flotgalla en þeir hefðu reynt að halda á sér hita í björgunarbátnum með því að fara í álpoka sem eru í öllum björgunar- bátum. Hins vegar eiga pokarnir það til að rifna þar sem þeir eru mjög þunnir. Mennirnir voru færðir í ullarföt og hlýnaði þeim fljótt. Að beiðni lögreglunnar í Vest- mannaeyjum birtirTíminn ekki nöfn þeirra sem komust af í dag, þar sem ekki hefur náðst til allra aðstand- enda mannsins sem saknað er. Skipbrotsmennirnir treystu sér ekki til að mæta í yfirheyrslur hjá lögreglu í gær og bíða þær dagsins í dag. -ES Ríkisstjórnin fundar um málefni útgerðarog fiskvinnslu á Vopnafirði og Þórshöfn: Stóra spurningin á Rifi á Snæfellsnesi: Vandinn leystur án meiri ríkisábyrgða Virkið sigraði Erfiðleikar þeirra fiskvinnslufyrir- tækja, sem ekki hafa hlotið endan- lega afgreiðslu hjá Atvinnutrygg- ingarsjóði, Hlutafjársjóði eða Byggðastofnun, var tekinn fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Að sögn Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra verður vandi þess- ara fyrirtækja leystur án þess að gripið verði til aukinna ríkisábyrgða. Þau tvö fyrirtæki, sem sérstaklega voru tekin fyrir á fundi ríkisstjórnar- innar voru Útgerðarfélag Norður- Kyrrt á skjálfta- svæðinu Rólegt hefur verið á jarðskjálfta- svæðinu í nágrenni Kleifarvatns síð- an í fyrradag. Aðeins einn vægur skjálfti fannst um klukkan fjögur í fyrrinótt. I gær voru litlar sem engar hræringar á þessum slóðum. Ekki er útséð með að skjálftahrinan sem hófst aðfaranótt laugardags sé lokið og má jafnvel búast við smærri jarðhræringum næstu daga. -ABÓ Þingeyinga á Þórshöfn og bæði út- gerð og fiskvinnsla á Vopnafirði. Ekki hefur enn verið ákveðið ná- kvæmlega með hvaða hætti þessum fyrirtækjum verður komið til hjálpar, en það mun gert án þess að ríkið taki á sig auknar ábyrgðir vegna svo kallaðra A-hlutdeildar- skírteina Hlutafjársjóðs. Skírteini Hlutafjársjóðs skiptast í A- og B- hlutdeildarskírteini, en B-skírteinin eru án ríkisábyrgðar. Samkomulag er innan ríkisstjórnarinnar að vandi þessara fyrirtækja verði leystur inn- an þess ramma sem lög og reglur um Hlutafjársjóð Byggðastofnunnar og Atvinnutryggingasjóð heimila, en til aukinnar útgáfu A-hlutdeildar- skírteina þyrfti samþykki Alþingis og breytingu á lögunum. Bæði Byggðastofnun og Atvinnu- tryggingasjóður eru lánadrottnar viðkomandi fyrirtækja og þurfa nú að taka við B-hlutdeildarskírteinum vegna þess að A-hlutdeildarskírteini eru ekki lengur fyrir hendi. Vegna þeirrar áhættu sem þessir sjóðir taka á sig með viðtöku B-skírteina hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að hlaupa undir bagga, ef þeir lenda í greiðsluerfiðleikum síðar á árinu vegna þessa. Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga á Þórshöfn sótti á sínum tíma um fyrirgreiðslu hjá Hlutafjársjóði, en var hafnað á þeim forsendum, að skuldastaða fyrirtækisins væri það slæm að ekki þjónaði tilgangi að ieggja í það fjármagn að öllu óbreyttu. Nú standa vonir til þess að fiskvinnslan á staðnum, annað hvort leggi aukið hlutafé inn í útgerðarfé- lagið, eða að fyrirtækin sameinist. Verði af því, mun skuldastaðan batna og möguleiki opnast á þátt- töku Byggðastofnunar í fjárhags- legri endurskipulagningu útgerðar- félagsins, eða fyrirtækjanna tveggja sameinaðra. , _ - \ (i Frá Ægi Þórðarsyni, trcttaritara á Hellissandi. Mikil spenna hefur ríkt á Hellissandi og Rifi undanfarið vegna þátttöku verslunarinnar Virkið í „Stóru spurningunni", sem Ríkisútvarpið hefur staðið fyrir í vetur. Þeir Virkis- menn sigruðu þessa spurninga- keppni fyrirtækja á mánudaginn var eftir úrslitakeppni við Póst- og síma á Akureyri. I verðlaun fengu þeir bókaflokkinn Landið þitt - ísland. Segja má að allir þeir íbúar á Hellissandi og Rifi sem tök höfðu á því að hlusta á útvarpið unr þrjúleyt- ið á mánudaginn hafi gert það og var sums staðar lögð niður vinna á meðan keppnin fór fram. Einnig var sýsluskákmóti scm fram fór á Hellis- sandi sama dag frestað frarn yfir keppnina. Eigendur Virkisins eru þau Sturla Fjeldsteð og Kristín Þórðardóttir. Á Rifi búa um 150 manns og tóku þrjú fyrirtæki þátt í keppninni, cn þau voru auk Virkisins, Nesver, og Vélsmiðja Árna Jóns Þorgeirssonar, en það síðarnefnda lét einmitt skrá Virkið í keppnina eftir að hafa fallið úr leik og vissi Sturla Fjeldsteð ekkert um þetta, fyrr cn hringt var í hann frá útvarpinu. Hann sagðist ekki hafa gert sér neinar vonir um sigur í fyrstu, en eftir að hafa slegið Járnblendifélagið út úr keppninni varð hann nokkuð vongóður. Þó þótti honum Skattstofa Vestfjarða vera einna sterkust. Virkinu var veitt hörð samkeppni og var sigurinn aldrei auðunninn, t.d. lenti þaö fjórum sinnum í bráðabana. Að sögn Sturlu var það fimm manna hópur sem stóð að þessu í fyrstu, en síðan fjölgaði jafnt og þétt í hópnum. Eigendur verslunarinnar Virkið, Þau Sturla Fjeldsteð og Kristín Þóraðardóttir. Þegar myndin var tekin var verið að tilkynna þeim sigurinn. Tímamynd: Ægir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.