Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn ‘(í ' c'lS’T ' •'v’i.'c' i'l ,'l't')'I » .......................... ------------------* .......MiöviKudágúr 5’T. márs 'l'9’90 MINNING Guðbjörg Jónsdóttir Hún var fædd 20 apríl 1901 og var því tæplega 89 ára þegar hún andað- ist að heimili sínu í Reykjavík að- faranótt 9. þessa mánaðar. Foreldrar hennar voru Jón Gíslason, oddviti í Vestur-Landeyjum nær hálfa öld, og Þórunn Jónsdóttir sem var ljósmóðir þar í 56 ár. Þau hjón bjuggu lengst í Ey, en um tíma í Sleif, og þar fæddust öll bömin. Sá bær stóð skammt und- an við Álfhóla. Böm þeirra Þómnnar og Jóns vom alls tólf. 1. Halldór, lengi bifreiðarstjóri á BSR, fæddur 1896. 2. Sigurjón, tré- smiðameistari í Reykjavík, f. 1897, dáinn. 3. Guðrún, húsmóðir í Reykja- vík, dáin. 4. Guðbjörg, sem hér er minnst, f. 1901. 5. Ingibjörg, var lengi við hótelrekstur, f. 1907. 6. Ól- afur, nú í Eylandi, stundaði lengi bif- reiðaakstur, f. 1909. 7. Ágúst, fyrr- verandi hreppstjóri í Sigluvík, f. 1910. 8. Gísli, pípulagningameistari í Hafnarfirði, f. 1912. 9. Jónína, Ijós- móðir á Keldum, f. 1913. 10. Ragnar, f. 1914, dó 14 ára úr hvítblæði. 11. Karl, bifreiðarstjóri í Reykjavík, f. 1915. 12. Jóhann, f. 1917, dó viku- gamall. Guðbjörg ólst upp í Sleif með for- eldrum sínum en var þó um tíma í fóstri á Amarhóli í Landeyjum hjá frændfólki sínu, Jóhanni Tómassyni og Katrínu Jónsdóttur, konu hans. Til þeirra kom hún fimm ára gömul og var þar hálft annað ár. Fimmtán ára fór hún í vist til Vestmannaeyja og sjálfsagt hefur þá verið beðið leiðis í Landeyjasandi til að komast þangað, síðan róið frá sandinum og ef til vill alla leið. Síðar var hún í tvö ár hjá Matthildi Kjartansdóttur og Guð- brandi Magnússyni í Hallgeirseyjar- hjáleigu upp úr 1920. Þar kynntist hún Sveini Böðvarssyni frá Butm, foðurbróður mínum, sem vann hjá Guðbrandi við Kaupfélag Hallgeirs- eyjar. Frá Hallgeirseyjarhjáleigu lá leið Guðbjargar til Reykjavíkur þar sem hún vann eitt ár við matreiðslu á Hótel Skjaldbreið hjá Elínu Sigurð- ardóttur. Þá bauð Elín henni að taka við stjóm eldhússins í hótelinu, en Guðbjörg kaus æviveg með Sveini fremur en þiggja það góða boð. Þau gengu síðan í hjónaband 14. júní 1924 og fluttust að Butm til systkina hans. Mér þykir ekki trúlegt að neitt þcirra, hjónin eða systkini Sveins, hafi hugsað sér annað en þessi ráð- stöfun væri til bráðabirgða, en á þess- um ámm lágu bújarðir ekki á lausu. Ein hjáleiga Oddastaðar, Kumli, losnaði úr ábúð vorið efiir. Þangað fluttust þau og bjuggu þar þrjú ár. Nágrennið var hið besta og þau bundust ævilöngum vinaböndum við prestshjónin, séra Erlend Þórðarson og Önnu Bjamadóttur, eins og raunar aðra í Oddahverfinu. En Kumli var kot. Þau Guðbjörg og Sveinn vom síðustu ábúendur þar og gripu fyrsta tækifærið sem gafst til að komast á betri jörð. Vorið 1928 fluttust þau suður yfir Þverá, í suðurbæinn á Uxahrygg sem er austastur svonefndra Bakkabæja, en svo kallast nokkrir bæir sem land- fræðilega heyra til Landeyjum er em þó bæði í Oddasókn og Rangárvalla- hreppi. Sú skipan er líklega leifar frá valdatímum þeirra höfðingja sem sátu Oddastað fyrr á öldum. Á Uxahrygg búnaðist þeim vel, bjuggu þar góðu búi í tuttugu ár, til 1948. Við þann bæ vom þau lengst- um kennd og sá tími var blóntaskeið í ævi þeirra beggja. Nútímaþægindi vom þar jafnrýr og almennt tíðkaðist á sveitabæjum fram yfir miðja þessa öld. Olíulampar vom hafðir til lýs- ingar innanbæjar og þegar ekki varð komist hjá að nota ljós utanhúss var höfð olíulukt. Nú þykir slíkur búnað- ur rómantísku, en ekki þá. Það var því mikil framfor þegar Sveinn keypti 1941 einhverja fyrstu vindraf- stöðina sem kom á þessar slóðir. Hún var sett í gang 27. ágúst eftir strangan dag á engjum. Stöðin framleiddi 12 volta straum og nægilega mikið raf- magn til ljósa innanbæjar og í útihús- um heima við bæ. Hvílíkur munur! Mjög gestkvæmt var á Uxahrygg og heimilið oft fjölmennt, kaupafólk á sumrin og vinnufólk allt árið lengri eða skemmri tíma. Fjölskyldan var orðin sjö manns, synimir fimm, og má nærri geta hvort ekki hefur stund- um reynt á húsmóðurina, jafnvel þótt hún hefði stúlku eða stúlkur sér til hjálpar innan bæjar og utan. En Guð- björg var heilsuveil alla tíð eftir að hún eignaðist fyrsta bamið. Hins vegar kom ekki i ljós fyrr en 1952 að annað nýrað var og hafði alltaf verið óvirkt. Læknavísindi þeirra tíma kunnu ekki eins mörg ráð til líknar og nú. Þrátt fyrir heilsuleysið gekk hún rösklega til verka. Það tókst henni vegna þess að hún var alla tíð mjög reglusöm og snyrtileg. Sveinn sinnti mörgum öðmm störf- um samhliða búskapnum, einkum hestamennsku, og Guðbjörg hafði líka gaman af hestum. Hún minntist oft á hestaferðir frá Uxahrygg, meðal annars einnar sem þau fóra austur í Mýrdal. Það hafa því verið mikil við- brigði fyrir þau bæði þegar þau bragðu búi 1948 og fluttust út á Sel- foss. Þar tók Sveinn til við verslunar- störf, fyrst hjá Ingþóri Sigurbjöms- syni málarameistara og síðar hjá Kaupfélagi Ámesinga. Á Selfossi vora þau fyrst í leiguhús- næði, en strax sama vor og þau flutt- ust þangað bytjuðu þau á húsi sem enn stendur á Tryggvagötu 1. Allir feðgamir lögðust á eitt og í félagi með þeim var Ólafur Friðriksson sem hafði verið hjá þeim á Uxahrygg í mörg ár. Byrjað var að grafa fyrir húsinu í maí þá um vorið. Þar mun hafa fylgst að skynsamlegt kapp og verksvit í besta lagi. Erfitt var um byggingarefni á þessum áram, en fyr- ir árvekni bjargaðist þetta allt. Ár- angurinn varð sá að þau fluttust inn á ncðri hæð hússins fyrir jól sama ár og svo á efri hæðina árið eftir. Að sjálf- sögðu var verkaskipting innan heim- ilisins og hlutverk húsmóðurinnar var að sjá um fot og fæði handa þeim öllum. Á Selfossi vora þau sextán ár, en þá vora synir þeirra allir famir til Reykjavíkur. Þangað fluttust þau líka 1965 og keyptu sér íbúð í Blönduhlíð 2. Síðasta veturinn á Selfossi vora þau í óhentugu húsnæði og síðar taldi Guðbjörg það hafa verið erfiðasta kafla ævinnar, enda var hún þá tekin að reskjast. I Blönduhlíðinni var heimili þeirra næstu áratugi og þar andaðist Sveinn á 90. aldursári 1985, skömmu áður en íbúð var tilbúin sem þau höfðu pantað í Hvassaleyti 56, en þar stóð Verslunarmannafélag Reykjavíkur fyrir byggingu íbúða handa eldri félögum sínum. Þangað fluttist Guðbjörg vorið 1986 og undi sér vel. Þau Guðbjörg og Sveinn eignuðust fimm syni. Þeir era: 1. Jón Þórarinn, tæknifxæðingur í Garðabæ, f. 1925, stofnandi og forstjóri Stálvíkur hf. Kona hans er Þuríður Hjörleifsdóttir. Eiga tvær dætur. 2. Kristján Grétar, bifreiðastjóri í Kópavogi, f. 1927, Kona hans er Margrét Sveinsson (fædd Zubcr, frá Austurríki). Þau eiga tvær dætur og tvö bamaböm. 3. Bjami Hafsteinn, Reykjavík, hlaupa- garpur fyrr á áram, nú kunnastur fyr- ir Viðeyjarferðir, f. 1929. Kona hans var Heiðveig Guðmundsdóttir. Einn sonur á lífi og tvö bamaböm. Dóttir Hafsteins dó á þriðja ári. 4-5. Magn- ús Leifúr, formaður Verslunarmanna- félags Reykjavikur, og Matthías Böðvar, framkvæmdastjóri í Garða- bæ, tvíburar, f. 1931. Kona Magnús- ar er Hann Hofsdal Karlsdóttir, böm þeirra þrjú og tvö barnaböm, en kona Matthíasar er Ingibjörg Matthíasdótt- ir, böm hans fjögur og bamaböm fimm. Enn átti Sveinn son áður en þau Guðbjörg giftust, Ólaf Konráð, raf- virkjameistara í Reykjavík, f. 1920, d. 9. mars 1988. Ekkja hans er Aðal- heiður Dóra Magnúsdóttir, böm þeirra fjögur, bamaböm sjö og bama- bamabörn þrjú. Milli Guðbjargar og Ólafs var alla tíð mikil vinátta. Þau mátu hvort annað mikils. Guðbjörg á Uxahrygg var ein af þeim sem skilja eftir sig miklar og góðar minningar í huga vina og vandamanna. Mér er í bamsminni að í Kumla og síðar á Uxahrygg var gott fólk sem okkur kom meira við en fiestir aðrir utan heimilis. Ég minnist þess lika hve gaman var að koma í heimsókn að Uxahrygg vordag einn með elsta syni þeirra hjóna, en við voram saman 1 vegavinnu. Hann synti yfir Þverá til að sækja bát til að ferja okkur yfir og síðan gengum við austur að Uxahrygg. Einhvem veg- inn hafði ég fengið þá hugmynd að Bagga — eins og mágafólk Guð- bjargar kallaði hana gjarnan — væri ströng og stjómsöm á heimilli. Sú hugmynd var að vísu rétt, en ég skildi fljótt að strangleikinn og stjómsemin var til að styrkja samviskusemi og treysta gott heimilislíf, ekki til að beita valdi. Mér kom líka á óvart hversu auðvelt ærslabelgimir, litlir frændur mínir þama, virtust eiga með að biðja fyrirgefningar þegar þeir gerðu eitthvað sem þeim skildist svo að ekki mátti gera. Tilefnið mun að vísu hafa verið lítið og er gersamlega horfið úr minni mér. Það var gott að njóta vináttu og hlý- legs viðmóts Guðbjargar og þeirra hjóna beggja. Fyrir það eram við hjónin þakklát nú að leiðarlokum og biðjum blessunar þeim sem næstir standa. Árni Böðvarsson Ég kveð þig móðir í Kristi trú+sem kvaddir forðum mig sjálfan þú á þessu þrautanna landi. Þú, fagra Ijós, i Ijósinu býrð, nú launar þér Guð i sinni dýrð, nú gleðst um eilífð þinn andi. (M.J.) Með hjartans kveðju og þakklæti í huga vil ég minnast Guðbjargar Jóns- dóttur frá Uxahrygg. Hún og hennar fjölskylda reyndust sonum mínum sem best verður á kosið er þeir gengu út á sína starfsbraut. Slíkt verður aldrei metið að verðleikum. Guðbjörg var mikil mannkostakona og ffamúrskarandi eiginkona og móðir eins og synir hennar fimm bera fagurt vitni um. Þeir munu með sanni geta tekið undir með þjóð- skáldinu okkar, séra Matthíasi Joc- humsyni, er hann yrkir til móður sinnar. Þá lœrði ég allt, sem enn ég kann um upphaf og enda, um Guð og mann og lifsins og dauðans djúpin. Mitl andans skrúð var skorið af þér sú skyrtan best hefur dugað mér við stormana, helið og djúpin. Guð blessi minningu góðrar og göf- ugrar konu. Aðstandendum öllum sendi ég og fjölskylda mín innilegt þakklœti og samúðarkveðjur. Jakobína Erlendsdóttir Þá fyrst skiljum við dauðann er hann leggur hönd sína á einhvem sem vér unnum. (Madame de Stael.) Þegar við fréttum að hún amma væri farin kom það okkur einhvem veginn á óvart, því hún var hress fram á síð- asta dag. Amma var mjög sterkur persónu- leiki og vissum við bamabömin afar fljótt hvað mátti og hvað ekki. Ekki var amma ánægó nema allt væri í röð og reglu og alltaf var hún vel til höfð. Afi og amma voru sam- hent í öllu sem við kom heimilinu. Hjá þeim var oft mikill gestagangur og nutu þau bæði þess að taka á móti gestum og „gera þeim gott“ eins og amma kallaði það. Við söknum mikið þess tíma þegar öll fjölskyldan hittist og var það þá oftast á afmælum eða öðrum hátíðis- dögum og skorti þá ömmu ekki lýs- ingarorðin þegar hún tók þátt í um- ræðunum. Ánna sagði okloir oft Ifá áranum sem þau afi bjuggu á Uxa- hrygg og er erfitt fyrir okkur að skilja alla þá vinnu og ósérhlífni til alls sem leggja varð á sig til að allt gengi upp. Afi fór t.d. á 20 vertíðir, oftast til Vestmannaeyja, og á meðan þurfti amma að vera bæði húsmóðirin og húsbóndinn á heimilinu. En við viljum gjaman hugsa um þetta sem aðeins tímabundinn að- skilnað við ömmu. Við vitum að nú era þau saman enn á ný, amma og afi, eins og það á að vera. Því þau vora ein heild í einu og öllu, svo samhent vora þau og samhuga. Við vonum að þeim líöi sem best hjá hvort öðra nú. Þegar við kveðjum ömmu era minn- ingamar um hana margar sem milda söknuðinn, sem þó ávallt fylgir að- skilnaði. Við vitum að þetta er stór og erfið kveðjustund fyrir bræðuma en það er ótrúlegt hvað góðar og hlýjar minn- ingar geta styrkt mann. Og við vitum öll að minningamar um ömmu gera engan mann hryggan. Elsku pabbi, Kristján, Hafsteinn, Magnús, Matthías og Óli Matt. Við sendum okkar hlýjustu samúðar- kveðju með bæn sem amma kenndi okkur þegar við voram litlar. Nú legg ég augun aftur, ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vörn i nótt. Æ, virst mér að þér taka, méryfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. Þórunn og Sveinbjörg í dag er kvödd hinstu kveðju tengdamóðir mín Guðbjörg Jónsdótt- ir sem oftast var kennd við Uxa- hfygg- Ég kynntist Guðbjörgu fyrir tæpum þrjátíu áram en þá voru þau hjón, Guðbjörg og Sveinn, flutt að Sel- fossi. Það fór ekki framhjá neinum sem á heimili Guðbjargar kom að allt einkenndist þar af einstakri snyrti- mennsku og samviskusemi til allra hluta. Guðbjörg var svokailað aldamóta- bam, fædd 20. april 101 að Sleif í V- Landeyjum og heföi því orðið 89 ára í næsta mánuði. Guðbjörg var fjórða í röðinni af 12 bömum Þórannar Jónsdóttur ljós- móður og Jóns Gíslasonar oddvita sem bjuggu lengst af að Ey 1 V- Landeyjum. Guðbjörg fór snemma að vinna fyrir sér og vist var á þess- um áram oft eina vinnan sem um var að ræða fyrir ungar stúkur. Oft var minnst á þessi ár og var greinilegt að ekki hafði verið slegið slöku við og reyndar aldrei. Það er útilokar fyrir fólk í dag að ímynda sér alla þá vinnu sem allur þorri fólks varð að inna af hendi á þessum áram. Guðbjörg gift- ist ung Sveini Böðvarssyni frá Þor- leifsstöðum. Hófu þau fyrst búskap að Butra í Fljótshlíð, síðan fluttu þau í Kumla, sem var leigujörð frá Odda, þá fluttu þau að Uxahrygg sem er sunnan við Þverá, sem þá var einnig farvegur Markarfijóts, bjuggu þau þar í 20 ár. Á þessum tíma voru all- fiestar ámar óbrúaðar og erfitt er að ímynda sér alla fiutninga og yfirleitt allar ferðir fólks yfir þessar ár og næsta víst að margar ferðimar hafa ekki verið auðveldar. Árið 1949 bregða þau búi og fiytja í hús er þau byggðu að Tryggvagötu 1 á Selfossi. Þama bjuggu þau Guðbjörg og Sveinn til ársins 1965 að þau flytja til Reykjavíkur og kaupa þá íbúð í Blönduhlíð 2, enda vora þá synimir allir fiuttir suður. Guðbjörg og Sveinn eignuðust fimm syni, Jón Þórarin, Kristján Grétar, Bjama Hafstein og tvíburana Magnús Leif og Matthías Böðvar, auk þess ólu þau upp Ólaf, son Matt- híasar. Son eignaðist Sveinn áður en hann giftist Guðbjörgu, Ólaf Konráð, en hann lést fyrir tveimur árum. Mat Guðbjörg hann og fjölskyldu hans ávallt mjög mikils. Það ríkti einstök samheldni í þessari fjölskyldu og leið enginn dagur að ekki kæmi einhver sonanna í heim- sókn til foreldra sinna. Þegar líða tók á æviárin fóru þau að hugsa til þess að flytja í svokallaða vemdaða íbúð. Um það leyti fór að halla undan fæti með heilsu Sveins. Hann varð 89 ára og vantaði aðeins nokkra mánuði í nírætt er hann lést 10. ágúst 1985, nokkru áður en nýja íbúðin þeirra var tilbúin. Guðbjörg saknaði Sveins óskaplega mikið þótt hún léti ekki á því bera. Þau náðu að eiga langa og farsæla samleið eða yfir 60 ár. Guðbjörg flutti því ein í íbúðina að Hvassaleiti, yndislega íbúð, og naut hún hennar í nokkur ár. Þama eignaðist Guðbjörg sérstaklega góða nágranna og vini sem sýndu henni mikla umhyggju. Þá hafði Guðbjörg sömu húshjálp- ina í mörg ár sem rækti starf sitt af einstakri alúð. Starfsdagur tengda- móður minnar var orðinn langur. Ég held því að hvíldin hafi verið henni kærkomin, en hún varð bráðkvödd að heimili sínu að kvöldi 8. mars. Við föram ekki oftar í Hvassaleitið á laugardags- eða sunnudagsmorgnum og drekkum með henni morgunkaff- ið. Oft var minnst á gamla daga og fann ég að þetta umræðuefni var henni hugleikið, enda Guðbjörg stál- minnug. Lífsbaráttan hjá aldamótafólkinu var hörð, en þetta fólk gafst ekki upp heldur hélt ótrautt áfram, enda höfðu þau Guðbjörg og Sveinn ákaflega sterka trú til lífsins. Ég þykist vita að Sveinn hafi tekið glaður á móti Böggu sinni og haldið blítt í hönd hennar eins og hann var vanur. Megi góður guð leggja bless- un sína yfir minningu einstakra hjóna, með kærri þökk fyrir þessi 30 ár kveð ég tengdamóður mín. Legg ég nú bœði lif og önd Ijúfi Jesús i þina hönd siðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englaryfir mér. (H. Pétursson) Þuríður Hjörleifsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.