Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.03.1990, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 21. mars 1990 llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Þriöja Vetraríþróttahátíö ÍSÍ haldin 23.mars-1 .apríl: Heimsfrægt íþrótta- fólk meðal keppenda Undirbúningur fyrir þriðju Vetrar- íþróttahátíð ÍSÍ sem haldin verður á Akureyri og Dalvík dagana 23.mars - l.aprfl er nú á lokastigi. Ljóst er að auk fremstu skíða-, og skauta- kappa landsins, knapa og vélsleða- manna mun heimsfrægt erlent íþróttafólk og forystumenn íþrótta- mála á alþjóðavettvangi sækja hátíð- ina. Mikil áhersla er lögð á þátttöku almennings í hátíðinni bæði sem áhorfenda og þátttakenda, og eru fjölmargar greinar þar að lútandi í boði. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi sem undirbúningsnefnd hátíðarinnar hélt nýverið. Jafnframt voru á fundinum reifaðar hugmyndir um að gera hátíð af þessu tagi að árvissum viðburði í samvinnu við nágrannasveitarfélögin. Ef af yrði myndi það verða mikil lyftistöng fyrir ferðamannaiðnað á svæðinu. Dagskrá Vetrarhátíðarinnarverð- ur mjög fjölbreytt, og víst er að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, jafnt keppnisfólk sem al- menningur. Sem áður sagði er mikil áhersla lögð á þátttöku almennings í hátíðinni og af því tilefni verður boðið upp á alls kyns trimm með og íslenskar getraunir: ENGIN TÓLFA Óvænt úrslit í ensku knattspyrn- unni settu enn strik í reikning ís- lenskra tippara um síðustu helgi. Engin náði 12 réttum og því flyst 1. vinningur 713.002 kr. yfir á 12. leikviku. Átta raðir komu fram með 11 réttum og fyrir hverja röð greiða Getraunir 38.195 kr. í vinning. Árangurinn var heldur slakur í síðustu viku, fjölmiðlarnir voru með 40% árangur í sínum spám, Get- raunir 42,5% og PC-tipparar 35%. Samtals eru þetta 39,2% að meðal- tali, sem jafngildir 9 réttum. Ekki var óvenjulegri skiptingu 1x2 merkjanna fyrir að fara að þessu sinni því hún var 5-4-3. Úrslitin á getraunaseðlinum í 11 leikviku urðu þessi: Arsenal-Chelsea 0-1 2 Charlton-Nottingham Forest 1-1 x Coventry-Sheflield Wed. 1-4 2 Derby-Aston ViIIa 0-1 2 Everton-Crystal Palace 4-0 1 Luton-Manchester City 1-1 x Norwich-Millwall 1-1 x QPR-Tottenham 3-1 1 Wimbledon-Southampton 3-3 x Leeds-West Ham 3-2 1 Newcastle-Ipswich 2-1 1 Sheffield Utd.-Wolves 3-0 1 Potturinn verður því tvöfaldur um næstu helgi. BL NBA-deildin: Detroit stendur best að vígi Los Angeles Lakers liðið tapaði tveimur leikjum ■ síðustu viku í NBA-deildinni í körfuknattleik og er því ekki lengur það lið sem fæst leikjum hefur tapað í deildinni. Lakers, sem hefur þó enn forystu í Kyrrahafsriðlinum, hefur nú tapað 16 leikjum. Meistarar Detroit Pistons standa nú best að vígi, liðið hefur aðeins tapað 15 leikjum. Úrslit í deildinni í fyrrinótt urðu sem hér segir: Dallas Mavcr,-Atlanta Hawks 117-110 Philadelphia 76ers-N J.Nets 108-94 San Antonio Spurs-Phoenix S. 113-102 Utah Jazz-Sacramento Kings 105-97 BL án tímatöku. Veittar verða viður- kenningar fyrir þátttöku og þeir sem fá flestar viðurkenningar hljóta sér- stök verðlaun. Einnig er boðið uppá gönguferðir um Akureyri með leið- sögumanni. Sleðakeppnir verða á dagskrá víðs vegar um bæinn. Ann- ars vegar er keppt á snjóþotum, þar sem sá hraðskreiðasti vinnur og hins vegar verður keppt á heimatilbúnum apparötum þar sem útlit skiptir fullt eins miklu máli og hraðinn. Snjó- myndakeppni er þegar komin í gang. Hún fer þannig fram að einstaklingar eða fjölskyldur búa til myndir úr snjó og hafa síðan samband við dómnefnd, sem sendir ljósmyndara á staðinn. Allir fá viðurkenningu, og verðlaun verða véitt fyrir skemmti- legustu myndirnar. Skátar verða með ýmsar greinar á sinni könnu svo sem snjóhúsagerð, listdans á göngu- skíðum, hindrunarbrautatímataka o.fl. Boðið verður uppá vetrarbúðir fyrir unglinga þar sem leiðbeint verður í alpagreinum, göngu og skautaíþróttum. Þámun íþróttasam- band fatlaðra verða með námskeið á vetraríþróttumm fatlaðra. Alþjóð- legur útivistadagur skólanna er föstudaginn 30.mars, og hefur undir- búningsnefnd boðið þeim þátttöku í vetraríþróttahátíðinni. Áætlað var að hafa vöru og sölusýningu fyrir vetrarvörur í tengslum við sýning- una, en lítill áhugi reyndist fyrir slíku, svo dæminu var snúið upp í kynningu sem verður í Hlíðarfjalli. Keppnisgreinar á mótinu verða margar. Á skautasvæðinu verður keppt í listdansi og íshockey, auk þess sem heimsmeistararnir í list- dansi unglinga Marina Ánisina og Iliia Averbukh verða með sýningar. Alpagreinarnar verða haldnar í sam- vinnu við Dalvíkinga. Fyrri keppnis- helgin verður helguð unglingum og sú seinni fullorðnum. Keppt verður í göngu, stökki og vetrarþríþraut sem samanstendur af hlaupi, skíðagöngu og sundi. Enska landsliðið í göngu mun taka þátt í boðgöngu, og sterkar líkur eru á því að hollenska landsliðið mæti. Snjó- sleðamenn verða með brautar- keppni, ískross og spyrnu auk sýn- ingar. Þá verður keppt í hestaíþrótt- um, skíðatogreið, ótemjureið og gæðingar sýndir. Almenningi verður boðið að ferðast um bæinn í hes- tvögnum. Meðal keppenda í hestaí- þróttamótinu verða heimsmeistar- arnir í hestaíþróttum þau Andreas Trappe og Berndt Widh. Aðstæður í Hlíðarfjalli við Akur- eyri eru hinar ákjósanlegustu, nægur snjór og gott færi. Sömu sögu er að segja um Böggvisstaðafjall við Dal- vík þar sem hluti mótsins fer fram. Vélfryst skautasvell er á Akureyri þ.a aðstæður skautafólks eru góðar. Það eina sem setur strik í reikninginn eru slæmar aðstæður á Leirutjörn þar sem hestaíþróttirnar eiga að fara fram, en hestamenn eru nú að undir- búa annað svæði til að hafa uppá að hlaupa. hiá-akureyri. Menntamálaráðuneytið Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Japan háskólaárið 1991-92, en til greina kemur að styrktímabil verði framlengt til 1993. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. - Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, með- mælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 30. maí n.k. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar veita á námsárinu 1990-91 nokkra styrki handa íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðn- skólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 15.500 d.kr., í Finnlandi 24.000 mörk, í Noregi 21.200 n.kr. og í Svíþjóð 10.000 s.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík fyrir 25. apríl n.k. og fylgi staðfest afrit prófskirteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 13.mars 1990. Tímirin .15 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK-90003: Dreifispennar, 31,5-2000 kVA Opnunardagur: Fimmtudagur 26. apríl 1990 kl 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríksins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opn- unartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 21. mars 1990 og kosta kr. 500,- hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi118 105 Reykjavík Menntamálaráðuneytið Lausar stöður við Háskólann á Akureyri Við Háskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar eftirtaldar lektorsstöður: 1) Við heilbrigðisdeild tvær lektorsstöður í hjúkrunarfræði. 2) Við rekstrardeild lektorsstaða í þjóðhagfræði. 3) Við sjávarútvegsdeild lektorsstaða í efnafræði og lektorsstaða í lífefna- og örverufræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóli, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, fyrir 17. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið 15. mars 1990 Vegheflar Tilboð óskast í 8 veghefla fyrir Vegagerð ríksins. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð skulu berast á sama stað fyrir k. 11.00 f.h. þann 25. apríl 1990 merkt: „Útboð 3565/90“ þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Laugardagur kl. 14:55 12, LEIKVJKA- 24, mars 1990 III m m Leikur 1 Coventrv - Charlton Leikur 2 C. Palace - Aston Villa Leikur 3 Derby - Arsenal Leikur 4 Everton - Norwich Leikur 5 Luton - Millwall Leikur 6 Man. City - Chelsea Leikur 7 Q.P.R. - Nott. For. Leikur 8 Southampton - Man. Utd. Leikur 9 Wimbledon - Sheff. Wed. Leikur 10 Blackburn - Newcastle Leikur 11 Oxford - Swindon Leikur 12 Sunderland - West Ham Allar upplýsingar um getraunir vikunnar hjá : LUKKULÍNUNNI s. 991002 Tvöfaldur pottur!! _ekk> bara fiepf*11 KIRARIK N RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.