Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 23. mars 1990 JERÚSALEM - Shimon Peres formaður Verkamanna- flokksins í ísrael leitar nú log- andi Ijósi að einum þingmanni í viðbót sem tilbúin væri að Ijá nýrri ríkisstjórn undir stjórn Peresar atkvæði sjtt og þannig verða til þess að ísraelar hefji friðarviðræður við Palestínu- menn. MANNHEIM -Vesturþýsk- ur kaupsýslumaður hefur verið ákærður fyrir að brjóta útflutn- ingslög Vestur-Þýskalands með því að hjálpa Líbýumönn- um að byggja efnaverksmiðju í Rabat. Þar segja Bandaríkja- menn og Vestur-Þjóðverjar að framleidd séu efnavopn. MOSKVA - Sovésk stjórn- völd sem þrýsta nú á Litháa að beygja sig undir yfirstjórn Sov- ' étríkjanna að nýju hafa sent saksóknara til Litháen þar sem Litháar eru byrjaðir að skila sovéska hernum vopnum sín- um í samræmi við fyrirskipun Mikhaíls Gorbatsjofs forseta. Sovétmenn hafa heitið því að beita ekki vopnavaldi í Litháen. BÚDAPEST - Kosninga- baráttan í Ungverjalandi er nú í hámarki en þar fara fram fyrstu frjálsu kosningarnar í áratugi nú á sunnudag. Stjórn- arflokkurinn sem er arftaki gamla kommúnistaflokksins hefur nú birt stefnuskrá sem ræðst harkalega að gildum gömlu kommúnistastjórnarinn- ar og kveður á um hraðan brottflutning sovéskra her- manna. WINDHOEK - Vestur- Þjóðverjar og Sovétmenn mjökuðust nær hvor öðrum í ágreiningi sem ríkir milli þeirra um ýmis atriðið er varðar sam- einingu Þýskalands. Sovésk stjórnvöld eru greinilega að linast í þeirri afstöðu sinni að sameinað Þýskaland verði hlutlaust en ekki innan NATO. BONN - Kosningabandalag hægri manna í Austur-Þýska- landi vonast enn til þess að geta myndað ríkisstjórn með þátttöku Jafnaðarmanna. Því hafa flokkarnir ekki myndað með sér einn þingflokk eins og ráð var fyrir gert, heldur mun hver flokkur starfa sjálfstætt í þinginu. Telja þeir þannig meiri möguleika tii þess að fá Jafn- aðarmenn inn í stjórnina. Illlll ÚTLÖND lllilillllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllMllllllllllllllllllllllllll Wörner til Moskvu Manfred Wörner, framkvæmda- stjóri NATO, mun halda til Moskvu á næstunni til að endurgjalda óopin- bera heimsókn Eduard Shévardna- dze, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, til höfuðstöðva NATO í Briissel í desember síðastliðnum. Mun þetta verða í fyrsta sinn sem framkvæmdastjóri NATO heldur í opinbera heimsókn til höfuðborgar Varsjárbandalagsríkis frá því NATO var stofnað árið 1949. Talsmaður Wörners skýrði frá þessu í gær og sagði að Eduard Shévardnadze hefði boðið fram- kvæmdastjóranum til Moskvu. - Framkvæmdastjórinn hefur tek- ið boðinu og mun sækja Moskvu heim einhvern næstu mánaða, sagði talsmaðurinn. Þá mun Wörner einnig hafa þegið boð Tékka og Pólverja og mun hann því heimsækja Varsjá og Prag á næstunni. - Þetta er einn liður þeirrar stefnu NATO að koma meira fram sem pólitísk samtök nú þegar kalda stríð- ið í Evrópu er á enda runnið, sagði embættismaður NATO um þessar heimsóknir Wörners. Wörner er fyrrum varnarmálaráð- herra Vestur-Þýskalands. Tævan: Lee forseti friðar náms- menn í bili Lee Teng-hui, forseti Tævan, sem var endurkjörinn til sex ára í um- deildri atkvæðagreiðslu í þinginu á þriðjudag, vann sinn fyrsta pólitíska sigur eftir kjörið þegar hann fékk námsmenn til að hætta verkföllum sínum, í bili að minnsta kosti. Náms- mennirnir höfuð staðið mótmæla- stöðu við styttu Chiang Kaisjek, hins gengna leiðtoga kínverskra þjóðernissinna, í miðbæ Taipei höfuðborgar Tævan frá því á föstu- dag. - Við gefum stjórnarflokknum einhvern tíma á meðan við söfnum kröftum og endurskipuleggjum okkur, sagði Fan Yun, einn leiðtogi námsamnnanna, eftir fund þeirra með Lee forseta. Það að námsmenn hætti mótmæla- stöðu sinni friðsamlega er túlkað sem sigur bæði fyrir Lee og náms- mennina, sem náð hafa fyrsta skref- inu í því að þjóðarsamkundan á Tævan verði leyst upp í sinni núver- andi mynd og fullkomlega lýðræðis- legar kosningar verði haldnar. Meirihluti þjóðarsamkundunnar er í höndum öldunga sem voru þingmenn Þjóðernisflokksins í Kína, en urðu að flýja til Tævan eftir sigur kommúnista í Kína 1949. Um sæti þeirra hefur ekki verið kosið síðan. Stuðningur við mótmæli náms- mannanna var gífurlegur víðs vegar um Tævan og kom gömlu þjóðernis- sinnunum illa. Söfnuðust rúmlega tíu þúsund þeirra saman í miðbæ Tævan á miðvikudag og tóku þátt í pólitískri dagskrá. Fyrsta verk Lee eftir að hann var endurkjörinn var að bjóða leiðtog- um námsmannanna til viðræðna, sem hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum dögum, og hét því að hann myndi beita sér fyrir lýðræðisumbót- um í Tævan. Lofaði hann að um- bótaáætlun muni liggja fyrir áður en hann sver embættiseið sinn að nýju 20. maí. Þetta tóku námsmenn gilt, eins og áður segir. Tékkar hafa selt Líbýumönnum hið handhæga Sémtex plastsprengiefni í það miklu magni að Muammar Gaddafí leiðtogi þeirra, gæti séð öllum hryðjuverkamönnum heims fyrir nægilegum birgðum til hryðjuverka í 150 ár. Frá þessu skýrði Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, í London í gær, en þar er hann í opinberri heimsókn. Havel sagði að Tékkar hefðu hætt að selja Líbýumönnum sprengiefnið rétt áður en kommúnistar hröktust frá völdum í Tékkóslóvakíu. - Við hættum að flytja út spreng- iefnið fyrir nokkru, en fyrri stjórn- völd fluttu 1000 tonn til Líbýu. Tvö hundruð grömrn nægja til þess sprengja flugvél í loft upp svo hryðjuverkamenn heintsins Itafa birgðir af Semtex sem duga í 150 ár, sagði Havel á blaðamannafundi. Sérfræðingar leyniþjónusta telja að plastsprengiefni sem framleitt var í Tékkóslóvakíu hafi verið notað í nokkrum árásum hryðjuverka- manna. Er talið næsta víst að Semtex hafi verið notað til að sprengja Pan Am breiðþotuna yfir Skotlandi í desembermánuði 1988. Þá fórust 259 menn með flugvélinni og 11 að auki á jörðu niðri. Þá hafa sérfræðingar fundið leifar Semtex plastsprengiefnis í flaki franskrar DC-10 farþegaþotu sem sprakk í loft upp yfir Sahara í fyrra. Þá fórust 170 manns. Þá hefur sprengiefnið verið notað af liðsmönnum írska lýðveldishers- ins í sprengitilræðum á Norður-ír- landi. Semtex er lyktarlaust, öflugt plastsprengiefni sem þjálfaðir sprengjuleitarhundar finna ekki og kemur ekki fram.á röntgentækjum sem mynda farangur á flugvöllum. Þessir eiginleikar gera sprengiefnið kjörið fyrir hryðjuverkamenn. UMSJÓN: Hallur Magnússon BLAÐAMAÐyg^ Útlægir leiðtogar blökkumanna snúa til Suður-Afríku Fyrstu útlægu embættismenn Afríska þjóðarráðsins komu til Suður-Afríku í gær til þess að starfa að framgangi samtakanna þar og berjast gegn aðkilnaðar- stefnu stjórnvalda. Jacob Zumba, meðlimur í herráði Afríska þjóðar- ráðsins í Suður-Afríku, kom til landsins í gær og getur nú starfað löglega þar i landi eftir að De Klerk létti banni af starfsemi Afr- íska þjóðarráðsins í byrjun febrúar eftir tæplega þrja áratugi. Frá þessu skýrði Albertina Sisulu, þekkt baráttukona Afríska þjóðar- ráðsins. Jacob Zumba kom til Suður-Afr- íku til að undirbúa samningavið- ræður Afríska þjóðarráðsins við ríkisstjórn hvítra manna, en þær munu hefjast á næstunni ef ekki slettist upp á vinskapinn. Zumba, sem eytt hefur tíu árum á Robbeneyju þar sem hann var í haldi og í útlegð vegna skemmdar- verka, kom til landsins ásamt tveimur lægra settum embætt- ismönnum Afríska þjóðarráðsins. Fleiri háttsettirembættismenn Afr- íska þjóðarráðsins munu síðan koma í kjölfarið. Eiginmaður Albertinu Sisuli, Walter Sisuli, er formaður þeirrar nefndar sem undirbýr viðræður Afríska þjóðarráðsins við De Klerk forseta, en þær munu hefjast 11. apríl. Sagði hún í gær að eiginmaður sinn væri í Jóhannesar- borg ásamt Zumba. Flak Pan Am breiðþotunnar sem hryðjuverkamenn grönduðu yfir Skotlandi í desember 1988. Þá fórust 270 manns. Hryðjuverkamennirnir notuðu tékknesku Semtex plastsprengiefni til að granda þotunni. Nú hefur Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, skýrt frá því að kommúnistastjórnin sem þar ríkti hafi selt Líbýumönnum efnið. Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu: Hryðjuverkasamtök með forða plastsprengi- efnis til 150 ára?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.