Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. mars 1990 Tíminn 5 Gallerí Borg opnaði í gær sýningu á erótískum myndum. Úlfar Þormóðsson segir sýninguna fallega en alls ekki dónalega: Telur aö sýningin hafi góö áhrif á ástarlífið Gallerí Borg opnaði í gær sýningu á erótískum myndum. Þetta er í fýrsta sinn á íslandi sem sérstök sýning er opnuð á slíkum myndum. Úlfar Þormóðsson hjá Gallerí Borg sagðist lengi hafa gengið með þá hugmynd að setja saman sýningu af þessari teg- und. Hann sagði sýninguna séríega glæsilega og menn væru mjög ánægðir með hana. Meðal þeirra sem skoðuðu sýninguna í gær voru þrírfulltrúarfrá samtökunum „Konur gegn klámi.“ Tíminn náði tali að Úlfari skömmu áður en sýningin var formlega opnuð í gær. Úlfar var fyrst spurður um við- brögð þeirra sem séð höfðu sýning- una. „Það eru allir óskaplega glaðir sem séð hafa sýninguna. Þá undanskil ég reyndar einn virðulegan íhaldsmann. Hann sagði að þetta væri hið versta mál og vildi að ég tæki málverkin niður því að þau sýndu dónaskap. Héma komu einnig þrir fulltrúar ffá samtökunum „Konur gegn k!ámi“ og skoðuð sýninguna í tvo tíma í morg- un.“ Hvemig leist þeim á sýninguna? „Þeim leist betur á hana þegar þær fóm en þegar þær komu. Eg held að þær hafi ekki komið til að fagna sýn- ingunni heldur til að rannsaka hana.“ Er þetta ekki mjög falleg sýning? „Jú, ákaflega falleg. Maður verður svo náttúraður af því að horfa á hana. Það er alveg sama hver er. Gamlar konur tipla hér á tám og þykjast hafa gleymt gleraugunum heima til þess að geta rekið andlitið sem næst myndunum. Ég hef trú á að sýningin hafi mjög góð áhrif á sálarlíf manna og vonandi ástarlífið líka. Það veitir ekki af hjá þessari blessaðri þjóð. Þetta er sérstaklega glæsileg sýning. Listamennimir em hver öðmm betri og hver öðmm erótískari. Hins vegar er enginn þeirra dónalegur." Af hverju hafa erótískar myndir ekki sést meira á sýningum hér á landi? Ekki byijuðu íslenskir lista- menn á því að mála erótískar myndir í gær eða fyrradag? „Nei, íslenskir listamenn hafa alla tíð gert erótískar myndir. Menn hafa svona ífekar haft jjær í felum. Það hefur tekið nokkum tíma að fá þá til að draga myndimar upp úr skúfTun- um.“ Heldur þú að fleiri listamenn en þeir sem sýna á sýningunni eigi erótísk verk föld í skúffúm hjá sér? „Það ætla ég rétt að vona. Ég vona Rýnt í málverk á syningunni. Timamynd Pjetur að það séu ekki bara tíu listamenn á íslandi sem hafa einhverja náttúm," sagði Úlfar að lokum. Listamennimir sem eiga verk á sýn- ingunum em: Alfreð Flóki, Bragi As- geirsson, Harpa Bjömsdóttir, Jó- hannes Jóhannesson, Jón Axel Bjömsson, Magnús Kjartansson, Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Sverrir Olafsson, Valgarður Gunnarsson og Örlygur Sigurðsson. Það em 64 myndir á sýningunni og em þær allar til sölu. Verðið er á bil- inu 10.000-180.000 krónur. Sýning- unni lýkur 3. apríl. - EO Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi segir stofnun Nýs vettvangs engu breyta um Framsókn hafnar Nýjum vettvangi —Munum áfram gagnrýna þá spillingu sem viðgengist hefur í valdatíð Sjálfstæðisflokksins Stjóm fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík hefur hafnað öllu samstarfi við Nýjan vettvang í komandi borgarstjóm- arkosningum. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi og efsti maður á lista Framsóknarflokksins, gagnrýnir stofnun Nýs vettvangs og segir að þessi samtök séu aðeins til þess fallin að sundra and- stæðingum Sjálfstæðisflokksins enn meira en orðið er. „Við höfnum þessu nýjasta bón- orðsbréfi, enda gengur Framsóknar- flokkurinn heill og ákveðinn til þess- arar kosningabaráttu. Leið okkar i borgarstjóm er vörðuð með málefna- legum umræðum, tillöguflutningi og gagnrýni á þá spillingu sem þrifist hefúr í skjóli valds Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Berjumst gegn ofurvaldi íhaldsins Við Framsóknarmenn munum hér eftir sem hingað til beijast fyrir þeim málefnum sem við höfúm borið fram, reyna breyta áherslum í stjóm borg- arinnar og hnekkja ofurvaldi íhalds- ins. Það verður ekki gert með því að taka þátt í upphlaupum af því tagi sem Nýr vettvangur gengst fýrir. Við sem skipum lista Framsóknarflokks- ins i Reykjavík teljum okkur hafa skyldur við það fólk sem hefúr stutt okkur á undanfömum ámm og mun- um við því áfram berjast ótrauð fyrir framgangi þeirrar stefnu okkar að gera Reykjavík að betri borg.“ Hvað segir þú um málefnaiista Nýs vettvangs? Ekkert nýtt á þeim vettvangi „Málefnalistinn er ágætur, en þar er bara ekkert nýtt að finna. Það heföi ekki þurft að stofna Nýjan vettvang til að fylgja þessum málum fram. Þetta em mál sem við emm búin að bera fram í borgarstjóm Reykjavíkur síðustu fjögur árin. Þama em meira að segja mál sem vom afgreidd á síð- asta borgarstjómarfúndi eins og til- laga sem ég bar fram um að fúndin verði staður fyrir garðlönd Reykvík- inga. Ég verð að segja að mér finnst eðlilegra að þeir sem em fylgjandi þessum baráttumálum kjósi okkur sem eiga hugmyndimar og höfum barist fyrir þeim.“ I leiðara Tímans í dag er talað um að ffamboðsbrölt Alþýðuflokksins geri ekki annað en að sundra andstæðing- um íhaldsins í Reykjavík og þar með að styrkja íhaldið. Áfellisdómur á Bjarna P.? „Ég tek undir það sem segir í leið- aranum. Mér finnst að með þessu framboði sé verið að skemmta skratt- anum. Þama er farið öfugt að hlutun- um. Ég skil t.d. ekki afstöðu Jóns Baldvins Hannibalssonar formanns Alþýðuflokksins. Mér finnst það mikill áfellisdómur yfir þeim ágæta borgarfúlltrúa, Bjama P. Magnús- syni, þegar formaður Alþýðuflokks- ins er að leita í allar áttir að fram- bjóðendum fyrir flokkinn. Mér finnst þetta einnig áfellisdómur yfir vara- borgarfulltrúanum. Maður hlýtur að spyija sig þeirrar spumingar hvort að Jón Baldvin telji að efstu menn A- listans í Reykjavík hafi ekki staðið sig i stykkinu á kjörtímabilinu.“ Nú tala þeir sem standa að Nýjum vettvang um að þeirra framboð sé þverpólitískt og gagnrýna flokkana fyrir að halda uppi úreltu kerfi. Nýr vettvangur - nýr flokkur „Mér finnst þetta afar sérkennileg umræða. Þegar hópur fólks ákveður að bjóða fram lista er hann um leið að búa til flokk. Mér finnst að verið sé að slá ryki í augu fólks með því að halda því fram að Nýr vettvangur sé eitthvað annað en flokkur. Nýr vett- vangur segist ætla að starfa á lýðræð- islegum gmnni. Ég geri ráð fyrir að það þýði að þar verði tekin málefna- leg afstaða til mála líkt og flokkamir gera.“ I Alþýðublaðinu fyrr í vikunni var fjalla um boðað prófkjör Nýs vett- vangs í fréttaskýringu. Samkvæmt henni virðist eitthvað vanta upp á lýðræðisleg vinnubrögð í sambandi Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks. við prófkjörið. Prófkjöriö • Leiksýning „Mér fannst Alþýðublaðið skýra á mjög hreinskilinn hátt frá þessu próf- kjöri og fyrirfram ákveðnum úrslit- um þess. Mér virðist að flokkseig- endumir hafi ákveðið bak við tjöldin hvemig listinn verður skipaður, jafú- framt því sem þeir hafa ákveðið að leiksýning skuli fara ffam svo að al- menningur standi i þeirri trú að hann hafi áhrif. Ef marka má fréttaskýr- ingu Alþýðublaðsins óttast flokks- eigendumir að „uppátæki" Bjama að bjóða sig fram í fýrsta sætið spilli fýrir æskilegum úrslitum. Broslegri fréttaskýringu hef ég ekki séð. Mér finnst að með stofúun Nýs vett- vangs sé verið að eyða dýrmætum tíma og kröftum til einskis í stað þess að menn snúi sér að krafti að því að beijast á málefnalegum grundvelli við andstæðing okkar, Sjálfstæðis- flokkinn,“ sagði Sigrún að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.