Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 23. mars 1990 Titninn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason SkrHstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning ogumbrot:TæknideildTlmans. Prentun: Blaðaprent h.f. Mánaðaráskrift I kr. 1000,- , verð í lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Endurhönnun Þjóðleikhúss Skúli H. Norðdahl arkitekt ritar grein í Morgunblaðið þar sem hann ávarpar Svavar Gestsson ráðherra í opnu bréfí og gagnrýnir harðlega undirbúning og ákvörðunartöku í sambandi við breytingar á Þjóðleik- húsinu. Það hefur að vísu legið fyrir að undirbúningi þessara breytinga var reynt að halda leyndum sem lengst, og svo vill einnig til, að ekki er glögglega vitað hvaðan sú hugmynd er komin að ráðast skyldi í svo viðamikl- ar útlitsbreytingar á sölum Þjóðleikhússins að með réttu ber að kalla þær endurhönnun. Sú saga heíur hvergi verið rakin hver sé höfímdur eða hveijir að breytingarhugmyndinni. Það er vitað að ráðherra átti hana ekki sjálfiír, heldur tók hana upp á arma sína samkvæmt ósk einhverra, sem sagan kann ekki enn að greina hverjir eru. Ráðherra kann að svara því að hugmyndin sé ættuð úr Þjóðleikhúsinu, og má það vel vera. Hitt er líka vitað að andstöðu gegn hugmyndinni var að fínna innan Þjóðleikhússins, og andstaðan var ekki reist á verri rökum en stuðningurinn við breyt- ingamar. Þrátt fyrir það liggur ljóst fyrir að ráðherra lét ekki meta rök með og á móti breytingunum, hvað þá að hann stuðlaði að eðlilegri umræðu um þetta mál, heldur tók afstöðu með endurhönnunarkenning- unni á mjög einhliða hátt. Tíminn mótmælti fyrst blaða og annarra fjölmiðla þeim áformum að endurhanna sali Þjóðleikhússins. Slík mótmæli vom síðan uppi höfð af mörgum máls- metandi aðilum, þ. á m. fjölmörgum arkitektum, sem studdu mál sitt faglegum rökum, sem ekki var hægt að hnekkja með öðm en halda ráðherraákvörðun um breytingar fram með því hemaðarlega offorsi sem felst í því að sá ráði sem valdið hefur. Eftir að ríkis- stjóm og Alþingi ákváðu að telja menntamálaráð- herra einráðan um að bijóta niður sali leikhússins og byggja þá upp í nýrri mynd, dugðu engin mótmæli úr því, enda er nú byijað á nýsmíðinni með fé frá Al- þingi og víst að ekki verður aftur snúið. Grein Skúla Norðdahls, þar sem hann skrifar flokks- foringja sínum Svavari Gestssyni skorinort áminn- ingarbréf, er því ekki ffamlag til þess að snúa verkinu við — það væri síðborin von — heldur sögulegt heimildargagn fyrir grúskara í íslenskri byggingar- listarsögu, sem vafalaust verður ein kennslugreinin í arkitektadeild Listaháskólans þegar hann verður kominn í gagnið. Skúli Norðdahl segir það eina meginniðurstöðu at- hugunar sinnar á undirbúningi og ákvarðanatöku í endurbyggingarmáli Þjóðleikhússins að opin og hlut- læg umræða um það efni hafí „engin“ verið. Hann gengur jafnvel svo langt að segja að Húsfriðunar- nefnd hafi verið „tekin tvisvar á beinið“ til að fá hana til að breyta áliti sínu, sem var í því fólgið að leggjast gegn fyrirætlunum ráðherra. Hann segir einnig að leikarar hafi verið „fældir ffá“ að ræða málið með „ógnun“ um að ekkert yrði gert, ef ekki yrði farið að tillögu byggingamefhdarinnar. Blaðið ætlar út af fyr- ir sig ekki að fullyrða neitt um þessar sérstöku ásak- anir greinarhöfundar, en ítrekar fyrri afstöðu til þessa máls í heild að formbreytingar á sölum Þjóðleikhúss- ins áttu engan rétt á sér. GARRI I kvennablaðinu Pressuxmi, fimmtudagsútgáíu Aiþýðublaðsins, biaðs Alþýðuflokksíns, er viðtai við Ólínu Þorvarðardóttur dagskrár- gerðannann. Ólína er ein af aðal- sprautunum i Nýjum vettvangi í Reykjavík (sem er annað en Nýr vettvangur í DDR), en það eru sani- tök sem hafa iýst því yfir að þau ætli að brjóta niður staðnaða múra flokksræðisins i Reykjavík. Ólina segir raunar að i flokkunum ráði sraákóngapóiitík og raisskilin eígin- hagsraunapólitik og þess vegna hef- ur hún ákveðið að gerast „ftarabjóð- andi í 1. sæti Í prófkjöri Nýs vettvangs og Alþýðuflokks“, eíns og segir orðrétt í Pressunni i gær. í viðtalinu segir Ólína að hún standi fyrir vorið í íslenskri pólitík og að hún sc ekki skoðanalaus puntu- dúkka. Garri telur augljóst út frá þessum orðum um puntudúkkur raeð skoðanir og að Ólína sé vor, að þeir hjá Nýjum vettvangi og Al- þýðuflokknum hafi fengið hinn val- inkunna litgreini, Heiðar Jónsson snyrti til liðs við sig og látið lit- greina íslcnska pólitík. Heiðar hefur mcð góðum árangri litgreint kenn- ara á vegum Endurraenntunarstofn- unar Háskóla íslands og áhugasam- an almenníng og samviskusamlega skipt þeim upp i flokkana, sumar, vetur, vor, og haust, allt eftir þvi hvemig viðkomandi einstaklingar falla að fatnaði, og öðru í nánasta umhverfi þeirra. Samkvæmt þessari litgreíningarkenningu utn íslcnsku pólitíkina er Óiína þá vor, en Garri veit ekki hvort allir aðrir i framboði Nýs vettvangs og Alþýðuflokks eru líka vor, þó gera megi ráð fyrir því. Það rennir nokkrum stoðum undir þá litgreiningu, að Ólína sé vor í pólitíkinni, að hún heíur skoðanir sem tengjast mildum litum vorsins og vili sigrast á hörðum og köidum gildum i steinsteypustefnu þeirra sjálfstæðismanna, rétt eins og vorið ber sigurorð af vetrinum að lokum. Því vill Ólína ekki nein skoðanalaus puntudúkka vera þó hún telji liklegt skofmarkið ÞORVt __________ FRAMBJÖOANDf | 1. SATII PRÖFKJÖRf NÝS VETTVANGS OC ALÞYDUFLOKKS : Fyrir Iwad stendur hún eiginlegá í pálitík? -%Af hverju ekki FramsóHn eón KuennaUsti? iji]Var henni Mad burt af .yánvarpirtu? <*>« (♦ 0»,K «0 M>*«r>NA«Ol. mm m m • m ** _ mli m m Er elcki skoðanalaus puntudukka að hún gæti talist skrautijöður í framboði Nýs vettvangs og Alþýöu- flokks, sem væri þá „út á andlitíð, þetta svokallaða sjónvarpsandlit.“ Garri er raunar þeirrar skoðunar að þó sjónvarpsandlitsíns nyti ekki við væri Ólína skrautQöður á listanum enda er hún glæslileg og greind. Ljóst má vera af litgreiningarkenn- ingunni að framboð Nýs vettvangs og Alþýðuflokks heftir verið flokk- að sem vor. Framboð Sjálfstæðis- flokks, sem myndar núvcrandi meirihluta er augljóslega vetur, jafnvel fimbulvetur og margir mundu segja að undanfarið kjör- tímabil hafi verið tlminn þegar Vet- ur konungur rikti einráður. Ljóst er að framboð K.vennalistans og þó einkum Alþýðubandalagsins eru nú orðín bæði gamaldags og púkó eftir að hið fcrska framboð Nýs Vett- vangs og Alþýðuflokksins hefur komið fram. Hreyfing sóstaiismans má muna fifíl sinn fegurri og ekki þarf annað en skoða Þjóðviljann til að sannfærast um að verulega haust- ar nú hjú Alþýðubandalaginu. Sfð- asta lauf þess borgarstjómarflokks, sem ekki hefur fokið til jarðar og beðið vorkomunnar í Nýjum vett- vangi og Alþýðuflokknum, er Sig- uijön Pétursson, en jaínvel hann hefttr verið borinn ofurliði í Borgar- málaráði Alþýðubandalagsins, en sú stofnun beinir nú lika augum sínum fram á vorið. Garri fær ekki betur séð en litgrein- ingarkenningin skjóti styrkum stoð- um undir hið fomkvcðna, að allt sé vænt sem vel er grænt, og afl sum- arsins, gróskunnar og mildrar hlýju í islenskri pölitík hljóti að vera Fratn- sóknarflokkurinn. Þar á bæ virðast menn ætla að vinna í sama málefna- lega anda og híngað til án þeirra umhleypinga og hverfttllyndis sem einkennir millibilsárstiðímar milii sumarsins og vetrarins. Enn má bú- ast við páskahreti hjá Nýjum vett- vangi og Alþýðuflokki, enda hefur blaðamaður Alþýðublaðsins og stofnfélagi i Nýjum vettvangi i fréttaskýringu í fyrradag lýst áhyggjum yfir því að e.t.v. muni fyr- irfram ákveðin skipting sæta og nið- urstaða ur prófkjöri þessara flokka ekki ganga eftir. Haustlitirnir eru þegar orðnir áber- andi í röðum Alþýöubandalags og Kvennalista og klakabrynjan hefur ekki minnkað á Vetri konungi. Sem framsóknarrnaður frá bams- aldri, getur Garri því ekki annað en fagnað því að Ólína Þorvarðardóttir hafi með framboði sínu i prófkjöri Nýs Vcttvangs og Alþýðuflokks vakið máls á þeirri þörfu greiningu á íslenskum stjómtnálum, sem lit- greiningin er þvi aldrei hefur verið tneiri þörf á að sumarkoman verði snemma. Garri Ottalegt jafnvægi Allt eínahagslíf lýðveldisins er orðið svo verðbólgið að þegar bólgan sú hjaðnar og víman rennur af peninga- kerfinu verða timbunnennimir svo of- boðslegir að við liggur að lífdagar þess séu taldir. Tíminn spurði í gær hvort bankamir þoli ekki jafttvægi. Málið er það, að þegar verðbólgan er loks að komast niður undir siðlegt stig er ber- sýnilegt að tekjusamdráttur bankanna verður slíkur að þeir hætta að bera sig. Svarið við þeim hremmingum virðist vera í fyrstu að draga kostnað í banka- rekstri eitthvað saman og fækka starfs- fólki. En sú þróun er reyndar hafrn og standa góðar vonir til þess að starfsfólk- ið við bankatölvumar verði ekki mikið fleira en þeir íslendingar sem stunda sjó. Vaxtatökur bankanna og verðbótaþátt- ur lána hefiir verið svo riflegur að verð- bólguskömmin hefúr aldrei náð þeim upphæðum. Kunnáttumenn í útreikn- ingum sjá til þess að sauðsvartur almúg- inn heldur alltaf að vextir og verðbóta- okur fylgi svona í humátt á eftir ófreskjunni, sem allir þykjast vera á móti, en alltof margir græða samt á. En verðbólgan og bankakerfisbólgan hafa löngnum haldist dyggilega í hendur og er bágt að sjá fyrir stjómmálamenn og aðra leikmenn hvor er skrefi á undan hvetju sinni. Erfiður kækur Fyrir flesta eru það gleðitiðiðndi og fyr- irheit um betri tíð ef unnt reynist að hemja verðbólguna og halda henni inn- an þeirra marka að íjárhagur heimila og íýrirtækja sé ekki eitt allsheijar lottóspil þar sem guð og lukkan ræður verðgildi pappíranna. Aðrir missa spón úr aski sínum og velt- ast hjálparvana á efriahagssvellinu ef jaihvægi kemst á og verðgildi og verð- mætamat verða innan seilingar mann- legs skilnings. Hjá mörgum er það kækur að æsa upp dýrtíð í skjóli verðbólgu. Hækkanir og vöru og þjónustu ffamyfir allar vísitölur er algengt fyrirbæri. Sölumenn vöru og þjónustu er svo vanir að hækka fJamlag sitt ofl á ári, að þeir halda áffam að troða dýrtíðarhjólið hvað sem öllum öðrum efhahagsstaðreyndum líður. Upplýsingar frá verðlagseffirliti verka- lýðshreyfmgarinnar sýna glöggt að dýr- táðin er fullspræk og enn á fleygiferð þótt verðbólgan sé orðin mesti aumingi. Ævintýri Hér áður fýrr var verðbólgugróðinn ofsalegur á þeirri sælu tíð þegar verðlag tók stökkbreytingum og þeir sem hötðu aðgang að fjármagni létu strika yfir skuldir sínar með gengishröpum og vaxtameðgjöf. Eignatilfærslunum er helst að líkja við ævintýrið um Ali Baba og hina fjörutíu ræningja. Svo var farið að verðtryggja og stund- um að stoppa verðbólguskrúfuna. Þá fóru skuldimar að aukast eftir því sem oflar var borgað af þeim og skuldaramir rúðir inn að beini og peningastofhanim- ar að græða og ávöxtunarfýrirtæki tóku að gerast umfangsmikil. Gjaldþrot og offjárfestingar fýlgdu í kjölfarið og sér enginn fýrir endann á þeim ósköpum öllum því þrátt fýrir verðtryggingar em ótrúleg margir fastir í gamla verðbólgufarinu og halda að þeir græði ósjálfkrafa á að taka lán. Margir opinberir og óopinberir eru meira að segja svo snarruglaðir að halda að erlend lán borgi sig alltaf hvemig svo sem þeim er varið. Gamla verðbólgufárið er svo þrálátt að það tekur meira en áratug að komast fýrir einkenni sjúklingana sem ómögu- lega geta aðlagast eðlilegu efhahags- ástandi. Bankar og aðrar fjármálastofhanir þola ekki efnahagslegt jafhvægi. Áður bun- uðu allir peningar út úr þeim með nei- kvæðum vöxtum en með verðtryggingu og háum vöxtum þar ofan á er allt að fara í stikk og sto vegna þess að pening- ar streyma inn en sífellt færri verða borgunarmenn íýrir að greiða af lánum. Við þessu eru ekki önnur ráð en að húrra verðbólgunni upp á ný. Hún er eina efnahagslögmálið sem peningapassarar og framkvæmdamenn þessa lands skilja. Jafhvægi og siðleg meðferð Ijánnuna er þeim lokuð bók. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.