Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 23. mars 1990 Föstudagur 23. mars 1990 Tíminn 9 FRAMUNDAN EFTIR TAP 3 ARI ROD Tap af reglulegri starfsemi Flugleiða varð 459 milljónir á síðasta ári og nemur tapið um 14,3% af veltu félagsins. Þetta er þriðja tapárið í röð og sýnu verst. Að sögn for- svarsmanna félagsins er þess vænst að reksturinn komist réttu megin við núllið þegar allar nýju vélamar komast í gagnið. Þrátt fyrir að vélamar kosti Flugleiðir 12,5 milljarða króna og kaup þeirra fjármögnuð að 90 hundraðshlutum með lánsfé, þá sé rekstur þeirra það miklu hagstæðari en eldri véla Flugleiða að það vegi upp fjár- magnskostnaðinn og gott betur. Síðasta ár erfitt Stjómendur Flugleiða vom heldur daufir í dálkinn yfir afkomunni á síðasta ári á blaðamannafúndi sem haldinn var áður en sjálfúr aðalfundur Flugleiða hófst. Undan- farið ár hefúr verið félaginu erfitt á margan hátt og raunar verið á svipuðu róli og al- mennt efnahagsástand í landinu. Rekstrartekjur fyrstu níu mánuði ársins vom viðunandi þótt þær væru minni en vonir stóðu til og leit út fyrir að hagnaður yrði á rekstrinum. Af því varð þó ekki því að gríðarmikill samdráttur dundi yfir á síð- asta ársfjórðungi. Munaði þar mestu um stórfelldan samdrátt í flutningum til og frá Islandi en einnig varð minni afrakstur af starfsemi Flugleiða erlendis en gert hafði verið ráð fyrir. Nú er verið að endumýja algerlega milli- landaflugflota Flugleiða. Flugreksturinn er dýrari og erfiðari meðan á því stendur af ýmsum sökum. Til dæmis þarf að endur- þjálfa alla flugliða félagsins vegna nýju vélanna. Þá verða fleiri flugvélategundir í gangi í einu á meðan endumýjunin gengur yfir. Vegna þess þarf félagið að sitja uppi með meiri og dýrari varahlutalager auk fleiri atriða. Nú er verið að ljúka við þrjár af þeim fimm Boeing flugvélum sem Flugleiðir eiga enn í smíðum. Senn líður að því að Félagið fái afhenta fyrri 757 vélina sem ætlunin er að nota einkum á Bandaríkja- flugleiðunum. Vélin sem ber einkennis- stafina TF-FIH fór í fýrsta reynsluflugið þann 20. þ.m. og gekk það að óskum. Hún á að koma til landsins 10. apríl n.k. Smíði hinnar 757 vélarinnar er einnig að komast á lokastig. Auk þess er verið að smíða þriðju B 737—400 vélina en félagið hefur þegar tekið tvær slíkar í notkun eins og al- kunna er. Búist er við að allar nýju vélam- ar verði komnar í notkun í maímánuði n.k. Nýjar vélar, léttari flugrekstur Á aðalfúndi Flugleiða í gær gerðu þeir Sigurður Helgason stjómarformaður og Sigurður Helgason forstjóri grein fyrir af- komu og framtíðaráætlunum félagsins. Grípum fyrst niður í ræðu Sigurðar for- stjóra þar sem hann ræðir um afkomuna, endumýjun flugflotans o.fl. Forstjóri kvaðst sannfærður um að breyt- ingar á rekstrinum sem beint og óbeint yrðu af endumýjun flugflotans myndu skila góðum árangri og tryggja stöðu og af- komu Flugleiða á komandi ámm. Hann greindi ffá því að afkoman hefði verið af- leit síðustu tvo mánuði ársins vegna þess hve flutningar til og frá landinu drógust saman. Einnig hefði farþegar í N- Atlants- hafsfluginu orðið færri en gert hafði verið ráð fyrir. „Það kom mjög greinilega í ljós, að rekstur á DC-8 flugvélum á þessum markaði, er ekki lengur samkeppnisfær við nýrri, hagkvæmari og þægilegri flugvélar. Rekstrartekjur félagsins hafa lækkað að raungildi á undanfömum ámm. Þetta er í samræmi við þá stefnu félagsins, að draga mjög úr vægi Norður—Atlantshafsflugs í rekstrinum. Frá árinu 1985 hafa rekstrar- tekjur lækkað um 21,5% að raungildi reiknað á meðalverðlagi ársins 1989. Hækkun á rekstrarkostnaði samfara auk- inni samkeppni hafa gert samkeppnisstöðu Flugleiða erfiðari á Norður—Átlantshafi og hefur verið tap á þessari rekstrareiningu á undanfömum árum. Með tilkomu B— 757—200 vélanna verður breyting hér á og m.a. vegna þess hafa Flugleiðir ákveðið að heQa að nýju flug til BaltimoreAVashing- ton i Bandaríkjunum," sagði Sigurður for- stjóri. I ræðu forstjóra kom fram að vegna flug- vélakaupanna lækkaði hlutfall eigin fjár af heildarfjármagni Flugleiða úr 42% 1988 í 28% 1989. Vegna flugvélakaupa þyrfti að taka meira fé að láni en reynt yrði jafn- ffarnt að láta eiginfjárhlutfallið ekki fara niður fyrir 25%. Til þess þyrfti að auka hlutafé félagsins. Jafnffamt þyrfti hið skjótasta að ná jöfúuði í tekjum og gjöld- um og þegar til lengri tíma er litið, veruleg- um hagnaði til að tryggja framtíð félagsins. Stefút væri að því að hann yrði 5—7% af veltu félagsins. Bjartari horfur Sigurður forstióri sagði að horfumar væm á margan hátt þokkalegar í því að þetta mætti takast. Nú virtist sem samdráttar- tímabili væri að ljúka því að bókanir fram í septembermánuð þessa árs væm um 14% meiri en á sama tíma og í fyrra. Þá væru nýju vélamar mun hagstæðari í rekstri en hinar gömlu og reynslan hefði sýnt að elds- neytiskostnaður á hvert farþegasæti væri um 30% lægri. Auk þess væm aðeins tveir menn í stjómklefa í stað þriggja áður. Þannig vægi miklu ódýrari rekstur nýju vélanna upp fjármagnskostnaðinn vegna kaupanna á þeim og gott betur. Þar við bættist að vélamar væm bæði þægilegri og eftirsóknarverðari fyrir farþega og því mætti búast við betri sætanýtingu af þeim sökum. Hann sagði að hlutfall farþega á ýmsum afsláttar— og sérfargjöldum væri óvenju hátt hjá Flugleiðum í samanburði við önn- ur áætlunarflugfélög. Með tilkomu nýju vélanna yrði leitast við að auka tiðni ferða milli áætlunarstaða og að áætlanir stæðust. Tap af starfsemi Flugleiða hátt í hálfan milljarð á síðasta ári: FLUGLEIÐAMENN TELJA BJARTARA Það hlyti að gera félagið áhugaverðara fyr- ir þá farþega sem greiða fúllt fargjald, gjaman á fyrsta farrými, svo sem kaup- sýslumenn og opinbera starfsmenn sem þurfa að leggja af stað með skömmum fyr- irvara. Til slíkra farþega yrði höfðað í auknum mæli einkum á Washington/Balti- more- Stokkhólmsflugleiðinni nýju en flug á þeirri leið hefst þann 7. maí n.k. og flogið verður fjórum til fimm sinnum í viku. Varðandi N-Atlantshafsflugið almennt þá vænta Flugleiðamenn þess að það gæti far- ið að skila arði þegar nýju vélamar komast í gagnið að fullu en á því hefúr verið mis- brestur að undanfömu. Bæði væm þær ódýrari í rekstri en gömlu „áttumar“ og meira aðlaðandi fyrir farþega og ferðir tíð- ari en áður. Vegna þessa væri þess vænst að hlutdeild félagsins í farþegaflutningum milli Evrópu og BNA ykist. I þessu efni væri þó við ramman reip að draga vegna yfirburða stærri flugfélaga, einkum bandarískra. Bandarísk flugfélög hefðu ráðið um 40% af flugi milli BNA og Evrópu en á fáum ámm hefðu þau aukið hlutdeild sína í um 50%. Um þetta sagði Sigurður stjómarformaður: „Framtíð rekstrar félagsins á Norð- ur—Atlantshafsleiðum mun fyrst og fremst einkennast af því hvort takist með nýjum flugvélum að ná þeim árangri sem stefnt er að og þá með hliðsjón af mjög litlum heimamarkaði hér á Islandi. Þörfin fýrir traustar og öruggar samgöng- ur milli Islands og Bandaríkjanna er aug- ljós. Til að tryggja þessar samgöngur og þá sérstaklega tíðni þeirra þurfúm við teng- ingar við aðra markaði svo sem nú er gert og þar kemur til fyrst og ffemst Luxem- bourg svo og Norðurlöndin. Þessar tengingar hafa að sjálfsögðu áhrif á umsvif Evrópuflugsins því með þessu er verið að gera tilraun til að nýta hina glæsi- legu flugstöð í Keflavík sem safnstöð. I raun liggur þó ekki enn fyrir hvort hægt er að ná þeim markmiðum að hagnaður verði af þessum rekstri. Nýju flugvélamar munu skera úr um það.“ Innanlandsflug í basli Verulegir erfiðleikar hafa verið í rekstri innanlandsflugs Flugleiða og hefúr heild- artap á rekstri þess s.l. tíu ár numið tæp- lega 650 milljónum. T\FRETTAST\EGG- ERTVFLUGL.SA Flugleiðamenn segja að ástæður séu ýms- ar, m.a. þær að vegakerfið hefúr batnað undanfarin ár og auðveldara að ferðast á bílum milli byggðarlaga en áður. Ströng verðlagshöft heföu verið á gjaldtöku í inn- anlandsfluginu af hálfu ríkisvaldsins. Hins vegar hefði það sama ríkisvald ekki skirrst við að hækka ýmsan kostnað við innan- landsflugið. Þar mætti nefna að á sama tíma og lánskjaravísitala hefði hækkað um 164% hefði kostnaður vegna lendingar- gjalda í innanlandsflugi vaxið um 563%. Ríkisvaldið hefði því hækkað gjöldin þre- falt á við aðrar hækkanir í landinu. Sigurður Helgason stjómarformaður sagði að stjóm Flugleiða heföi fjallað ítar- lega um innanlandsflugið og nú sé verið að kanna rækilega hvort ekki beri að stofna 1 sérstakt félag um reksturinn og að sam- vinna yrði höfð við landsbyggðarfélögin i því efni. Á meðan þessi mál væm athuguð væri ekki tímabært að endumýja innan- landsflugflotann, fimm Fokker F—27—200 flugvélar. „Ljóst er að ekki er hægt að ætlast til þess af hluthöfúm þessa félags, að þeir leggi áfram til stóra fjár- muni til að styrkja innanlandsflug félags- ins. Hér verður að verða breyting á. End- amir verða að ná saman,“ sagði Sigurður Helgason stjómarformaður. —sá Tímamynd: Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.