Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.03.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. mars 1990 Tíminn 15 lllllllllllllllllllllllllll! ÍÞRÓTTIR lillllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllilllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllilllillllllllllllllllllllllllllllllll Bikarúrslitin í körfuknattleik: - unnu Keflvíkinga 90-84 í spennandi leik - Keflavíkurstúlkur unnu léttan sigur á Haukum Njarðvíkingar eru bikarmeistarar 1990, þríðja árið í röð. íslandsmeist- urum Keflvíkinga tókst ekki að stöðva þá grænklæddu í úrslitaleik bikarkeppninnar í Laugardalshöll- inni í gærkvöldi. í sveiflukenndum leik unnu Njarðvíkingar sanngjarn- an sigur 90-84. Njarðvíkingar byrjuðu betur og voru yfir fyrstu mínúturnar. Keflvík- ingar tóku síðan vel við sér og komust 7 stigum yfir, 18-11. Njarð- víkingar jöfnuðu 25-25 og létu for- ystuna ekki af hendi það sem eftir var, þó oft munaði litlu. í leikhléi höfðu Njarðvíkingar yfir 46- 42. Keflvíkingar hjuggu nærri Njarð- víkingum í upphafi síðari hálfleiks, minnkuðu nokkrum sinnum í 2 stig, en nær komust þeir ekki. Góðir kaflar Njarðvíkinga komu þeim jafn harðan 6-8 stigum yfir á ný, en Keflvíkingar gáfust aldrei upp. Þeg- ar um 3 mín. voru til leiksloka munaði 2 stigum 79-77 Njarðvíking- um í vil og þeir voru mun sterkari á endasprettinum og unnu 90-84 eins og áður sagði. Patrik Releford var besti maður vallarins í leiknum, skoraði 26 stig þar af 20 í fyrri hálfleik. Teitur Örlygsson tók við stigaskorunar hlutverkinu í síðari hálfleik, sem og Friðrik Ragnarsson og Kristinn Ein- arsson á lokamínútunum. ísak Tóm- asson og Jóhannes Kristbjörnsson áttu báðir góðan leik og Helgi Rafns- son stóð fyrir sínu. Hjá Keflvíkingum átti Falur Harðarson mjög góðan leik, sem og Sandy Anderson í síðari hálfleik en hann fór illa með tækifærin í fyrri hálfleik. Nökkvi Jónsson og Sigurð- ur Ingimundarson sluppu þokkalega frá leiknum, en Guðjón Skúlason hefur oft leikið betur. Leikurinn einkenndist af mikilli taugaspennu leikmanna og því var mikið um mistök. Samt sem áður var 1 -Syt i © j §2ní M Lj 3? 1 Keflavíkurstúlkur unnu stórsigur á Haukum í úrslitaleik kvenna 62-29. Lið ÍBK með bikarinn eftir sigurinn. Tímamynd pjetur. Bili billinn getur rétt staðsettur /a\ Biluðum bílum 7 Y ., VIÐVÖRUNAR //\\ á að koma út fyrir vegarbrún! mIumferoar Wrao PRÍHYRNINGUR / /-?p\\ skipt öllu máli / / ' ¥5\y'’ b|umferoar ( ' ) Urad leikurinn góð skemmtun fyrir fjöl- marga áhorfendur. Góðir, en full flautuglaðir dómar- ar þessa leiks voru þeir Kristinn ALbertsson og Jón Otti Olafsson. StiginUMFN: Releford26,Teitur 15, Johannes 11, Kristinn 10, Friðrik Ragn. 9, ísak 9, Helgi 8 og Ástþór 2. ÍBK: Falur 23, Anderson 16, Sigurður 15, Guðjón 10, Nökkvi 10, Einar 6, Albert 2 og Ingólfur 2. BL Það var hart barist í ieiknum í gærkvöld. Á myndinni hér að ofan kljást þeir Sigurður Ingimundarson t.v. °g JÓhanneS KrÍStbjÖrnSSOn t.h. Tímamynd Pjetur. HVERJIISPÁ ÞAI) UM ÚRSUTMI? Einar Ásgeirsson 30 Einar var með 6 rétta í síðustu viku og er því einn í botnsætinu núna. Hann hafði ekki áhyggjur af því og taldi að skammt væri í að hagstæð úrslit litu dagsins Ijós og hann lyfti sér úr botnsætinu. Hvort það verða 12 réttir skal ósagt látið. Spá Einars í 12. leikviku: 1, 12, 12, 1, 1x, 1x, 1, x2, x, 1, 12, 1. viku og var ekk- ert sérlega ánægður með það. Hann ætlar að gera betur nú um helgina og höggva í forystu Sigurðar. Stefán setur 1 á leik no.6 á seðlin- um, en þar mun teningurinn ráða ferðinni þar sem leiknum var flýtt. Spá Stefáns í 12. leikviku: 1, x2, x2, 1, 1, 1, 12, 1, 1x, 1x, x2, x. Gróa lyfti sér úr botnsætinu, var með 7 rétta eins og Stefán. Gróa ætlar að halda sínu striki og treysta á heimaliðin, þótt það hafi ekki gengið nógu vel upp að undanförnu. Spá Gróu í 12. leikviku: 1, 12, 12, 1, 1x, 12, 12, 1, 1, 1, 1x, 1. Sigurður ætlar ekkert að gefa hinu færi á sér. Hann var efstur í síðustu viku með 8 rétta og hef ur því enn bætt við forystu sína sem hann hefur haft frá byrjun keppninnar. Sigurður hyggur á lágmark 10 rétta um heigina. Spá Sigurðar í 12. leikviku: 1, 2,12,1,1, 1x, x2,1, 1,1x, 12,1x.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.