Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 1
24.-25. MARS 1990 LEGSTAÐUR JONASAR HALLGRÍMSSONAR í fróðlegri og skemmtilegri þátta- röð Björns Th. Björnssonar listfræð- ings í Ríkissjónvarpinu um íslenska sögustaði í Kaupmannahöfh lét hann að því liggja í síðasta þættinum, sunnudaginn 4. febrúar 1990 að sennilega hefði aldrei verið grafið til beina Jónasar Hallgrímssonar á rétt- um stað í Assistentskirkjugarði, og af þvi leiðir þá að sjálfsögðu, ef rétt væri, að önnur bein en hans hefðu verið flutt heim á sínum tíma. Þetta rifjar upp leið atvik og hvim- leiða umræðu í sambandi við heim- flutning likamsleifa skáldsins árið 1946. Minningartaflan í Petersstræde Eins og kunnugt er bjó Jónas Hall- grímsson síðustu ævidaga sína i hús- inu nr. 140 við St. Pedersstræde í Kaupmannahöfh, en húsnúmerum hefur síðan verið breytt og er húsið nú nr. 22. Gatan er ekki langt frá há- skólanum og einnig skammt frá Ráð- hústorgi. Árið 1928 lét dönsk kona, Ingeborg Stemann cand mag. setja minningartöflu á húsið. Er þar letrað: „Den islandske Digter Jónas Hall- grímsson, fodt paa Gaarden Hraun í Öxnadal 16. November 1807, död í Köbenhavn 26. Maj 1845, havde her sin sidste bolig." Tildrögin að því að hún lét gera minningartöfluna voru þau að hún nam íslensku hjá Steindóri Stein- dórssyni, síðar skólameistara, sem þá var námsmaður í Kaupmannahöfh. Steindór hafði enga kennslubók handbæra og lét Ingeborg lesa Grasa- ferðina eftir Jónas. Hún varð svo hrifin af skáldskap Jónasar að hún lét síðar setja þetta minningamark á hús- ið. Hús þetta var í Trinitatis — kirkju- sókn og var Jónas því jarðaður í þeim hluta Assistentskirkjugarðs, sem til- heyrði sókninni og var merktur bók- stafhum S. Grafreitur hans var nr. 198. Um það bil fjörutíu árum eftir andlát skáldsins var merkjum breytt í garðinum og hlaut þá þessi reitur merkið N nr. 1095. Frá þessu er greint í hinni ítarlegu ævisögu Jónas- ar, sem Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður tók saman og Isafoldar- prentsmiðja gaf út. Sigurður Ólason, hæstaréttarlög- maður, vakti fyrstur opinberlega máls á því í grein í Tímanum í sept- ember 1938 að flytja bæri jarðneskar leifar Jónasar Hallgrímsonar heim til íslands. Hann hlutaðist til um það 1939 að Sfúdentafélag Reykjavíkur eignaðist umráðarétt yfir legstað skáldsins. Hörður Bjarnason var þá formaður félagsins. íslenskir stúd- entar í Kaupmannahöfh og Reykja- í tilefni af nokkurri umræóu nýlega um legstað Jónas- ar Hallgrímssonar birtirHelgar — blaðiðídagog næstu helgi for- vítnilega ritgerö Birgis Thorlacius, fv. ráðuneytis- stjóra, um aðdrag- anda og atvik þessaramála Birgir Thoriacius tók saman liðin frá andláti hans árið 1945, og jarðsettar á Þingvöllum. Þetta leyfum við okkur að tilkynna yður, herra forsætisráðherra. Virðingarfyllst, Jónas Jónsson. H. Guðmundsson. Sigurður Kristjánsson." Þjóðargrafreitur á Þingvöllum Efht hafði verið til þjóðargrafreits á Þingvöllum samkvæmt ákvörðun Þingvallanefhdar og Einar skáld Benediktsson jarðsettur þar fyrstur manna 27. janúar 1940, en minning- arathöfh fór fram í dómkirkjunni í Reykjavík daginn áður. Jónas Jóns- son var mikill áhugamaður um þenn- an grafreit eins og svo margt annað og hentu menn gaman að því að frægðarmenn óttuðust vegna þessa mikla áhuga að verða kviksettir á Þingvöllum. Engar opinberar reglur giltu um þennan grafreit, en á Al- þingi 1945 fluttu þeir Jónas Jónsson vík gengust fyrir því á sínum tíma að skáldinu var reistur minnisvarði í Reykjavík á aldaraftnælinu. I maímánuði 1943 barst forsætis- ráðherra dr. Bimi Þórðarsyni bréf frá Þingvallanefhd, dagsett 19. s. m., svofellt: „Á fundi Þingvallanefhdar 13. apr- íl s.l. var samþykkt: Að benda ríkis- stjórninni á að nefhdin telur vel við eiga að stjórnin geri ráðstafanir til þess að leifar Jónasar Hallgrímssonar verði fluttar heim þegar er því verður við komið, t. d. þegar hundrað ár eru Matthías Þórðarson við legstað Jónasar Hallgrímssonar 1946. (Úr myndasafni Þjóðminjasafns. Ljósm. ókunnur). Fyrri hlutí og Haraldur Guðmundsson í efri deild ffumvarp til laga um þjóðar- grafreit á Þingvöllum. I frumvarpinu segir að ríkið haldi við og verndi sér- staklega grafreit á Þingvöllum fyrir íslenska afreksmenn, konur og karla. Engan má, segir í frumvarpinu, jarð- setja í þjóðargrafreitnum, nema liðin séu 25 ár frá andláti hans og a. m. k. fimm ár frá því að síðast var jarðsett í grafreitnum. Tilmæli um að maður verði jarðsettur i grafreitnum skyldu fyrst borin fram við ríkisstjórn, er leiti álits Þingvallanefhdar. Ef nefhd- in mælir með tilmælunum eða ríkis- stjórnin ákveður að styðja þau, skal tillaga þess efhis send forseta sam- einaðs Alþingis ásamt skriflegri greinargerð. Forseti leggur tillöguna Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrurfræðingur undir úrskurð Alþingis án umræðu. Heimild Alþingis er veitt ef 3/4 hlut- ar þingmanna eða fleiri eru á fundi og 3/4 þeirra samþykkja tillöguna. Þing- vallanefhd skyldi samkvæmt ffum- varpinu sjá um ftamkvæmd greftrana í þjóðargrafreitnum, en ríkissjóður greiða kostnað. í ákvæði til bráða- birgða segir: „Ríkisstjórnin skal gera ráðstafanir til þess að leifar Jónasar Hallgrímssonar skuli fluttar til ís- lands og jarðsettar í þjóðargrafreitn- um á Þingvöllum þegar á þessu ári." Frumvarpið var tekið til umræðu i effi deild Alþingis 3. april 1945. Jón- as Jónsson mælti fyrir því og gat þess að liðin væru nokkur ár síðan Þing- vallanefhd hefði í samráði við þáver- andi rikisstjórn látið gera grafreit á Þingvöllum, sem ætlast væri til að hefði svipaða þýðingu og Westminst- er Abbey í Englandi. Það vildi svo vel til fyrir þessa hugmynd, sagði flutningsmaður, að fyrsti maðurinn, sem kom til mála að þarna yrði graf- inn, var ekki umdeildur, þannig að ef á annað borð ætti að hafa slikan graf- reit hér, var Einar Benediktsson sjálf- kjörinnþar. Síðan skáldið var jarðsett á Þingvöllum hefði ekki komið til neinna slíkra ffamkvæmda. En nauð- synlegt væri að setja reglur og þess vegna væri frumvarpið borið ffam. I Englandi væri ákveðið strax við and- lát hvort gráfið skyldi í Westminster Abbey. Frumvarpið gerði ráð fynr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.