Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 24. mars 1990 r bvrvrxoo i nnr LEGSTAÐUR JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR IID F élagsmálaskóli Framsóknarflokksins Þórðurlngvi Halldor Ásgrfmsson Hermann Sveinbjörnsson Jón Kristjánss. Sigrún Magnúsdóttir Steingrímur Hermannsson Dagskrá: Siguröur Geirdal Guömundur Bjarnason Ásta R. Jóhannesdóttir Mánudagur 26. mars Kl. 20.00 Umhverfismál - málefni framtíðar Hermann Sveinbjörnsson aðstoðarmaður sjvarútvegsráð- herra Kl. 21.30 Alþjóðastjórnmál - þróun Ásta R. Jóhannesdóttir, form. utanríkismálan. Framsóknarflokksins Miðvikudagur 28. mars Kl. 20.15 Stjórnsýslan - uppbygging Þórður Ingvi Guðmundsson, stjórnsýslufr. Kl. 21.30 Stjóm fiskveiða - framtíð sjvarútvegs Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Fimmtudagur 29. mars Kl. 14.00 Skoðunarferð um Alþingi starf þess og uppbygging Jón Kristjánsson, alþingismaður Kl. 16.00 Stjómmál framtíðarinnar ísland framtíðarinnar Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Kl. 18.00 Afhending skírteina - skólaslit Skráning þátttakenda fer fram í síma 91-24480 hjá Agli Heiðari eða Þórunni Guðmundsdóttur. Námskeiðsstaður: Nóatún 21, Reykjavík t Haukur Þorieifsson fyrrverandl aðalbókari Rauöalæk 26 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóð Landakotsspítala og styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Asta Bjömsdóttir Gunnar Már Hauksson Þorleifur Hauksson Halla Hauksdóttir Nanna Þórunn Hauksdóttir t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar Þorsteins Pálssonar Bólstaðarhllö 5, Reykjavík sem lést þann 7. mars síðastliðinn. Einar Pálsson Ingibjörg Pálsdóttir Ástríður Pálsdóttir ströngum reglum. Þar sem lík- brennsla færi í vöxt hefði ekki mikla erfiðleika í for með sér að jarða menn á Þingvöllum 25 árum eftir andlát, en sá tími væri nauðsynlegur til þess að tiyggja fremiu- rétt mat á hveijum beri að búa leg þama og raunar væri greftrun ekki heldur örðug, þótt grafa þyrfti upp kistur. Jónas sagði Norð- menn hafa gert mikið af þvi að flytja heim líkamsleifar ffægra manna, t. d. hefði lík tónskáldsins Nordraaks, sem samdi lagið við þjóðsöng Norð- manna, verið flutt ffá Berlín til Osló. A Þingvöllum væri gert ráð fyrir fjörutíu gröfum. Ef til vill þyki mönnum einkennilegt að tuttugu og fimm ár eigi að líða áður en ákvörðun er tekin um jarðsetningu á Þingvöll- um, en betra ráð hafi Þingvallanefnd ekki fundið. Enginn nema Jónas tók til máls um ffumvarpið. Var því síðan vísað til allsherjamefudar deildarinnar og 2. umræðu með ellefu samhljóða at- kvæðum. Nefndarálit kom aldrei og ftumvarpið mun ekki hafa komið aft- ur á dagskrá Alþingis. I allsherjar- nefhd efti deildar áttu þá sæti Láms Jóhannesson, Bjami Benediktsson, Bemharð Stefánsson, Steingrímur Aðalsteinsson og Guðmundur í. Guðmundsson. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur höfðu haft samstarf um nefhdarkosningar á því þingi, svo sem venja er stjómarflokka. Þar sem Jónas Jónsson minntist á að þjóðargraffeiturinn á Þingvöllum eigi að verða einskonar Westminster Abbey, þá er ekki smátt hugsað, því að á þeim eldfoma stað hvíla ýmsir af ffægðarmönnum Breta ffá liðnum öldum eða að minningamörk em um þá í kirkjunni. Matthías Þórðarson fer utan Matthías Þórðarson, þjóðminja- vörður, hafði eins og flestir miklar mætur á ljóðum Jónasar Hallgríms- sonar og ritaði ítarlega ævisögu hans og sá um útgáfu kvæða hans og ann- arra rita, er út komu í fimm bindum árin 1929 - - 1937 hjá ísafoldarprent- smiðju. Matthías var hið mesta prúð- menni, eljumaður, ákaflega vandaður og bjó yfir mikilli þekkingu. Hann lét margt til sín taka um dagana, m.a. er hann höfúndur að gerð íslenska þjóð- fánans. í aprílmánuði 1946 sam- þykkti menntamálaráðuneytið að Matthías skyldi sækja þing safn- varða, sem halda átti í Stokkhólmi 30. maí — 2. júní það ár. í sambandi við þá for barst talið að legstað Jón- asar Hallgrimssonar og kvaðst þjóð- minjavörður hafa í hyggju að athuga þegar hann kæmi til Danmerkur á heimleið ffá Svíþjóð líkumar á því að finna mætti bein Jónasar, ef síðar yrði að því horfið að flytja þau heim til ís- lands, svo sem rætt hafði verið. Þegar þjóðminjavörður kom úr ut- anför sinni, kvað hann vera í ráði að breyta innan tíðar kirkjugarði þeim, sem Jónas hvíldi í, Assistentskirkju- garðinum, í tijágarð og myndi þá verða sléttað yfir leiðin og þau týn- ast. Þá hefði hann og fengið vitneskju um að þegar grafið var fyrir loftvam- arskýlum í garði Nikulásarkirkju á stríðsárunum hefðu bein ffá eldri tíma en greftmnarári Jónasar reynst mjög heilleg. Myndi jarðvegur þar og í Assistentskirkjugarði vera svipaður og mætti því ætla að töluvert fýndist af líkamsleifúm Jónasar, ef til þeirra væri grafið. En ef heimflutning ætti að ffamkvæma, þyrfti hann að verða áður en Assistentskirkjugarði yrði breytt. Að fengnum þessum upplýsingum ræddi ég málið að beiðni Matthíasar við menntamálaráðherrann, Brynjólf Bjamason, og gat þess að Matthías myndi fús að leita beinanna ef stjóm- völd ákvæðu að svo skyldi gert. Ráð- herra vildi ekki skipta sér af málinu, og greindi ég þjóðminjaverði ffá þvi. Forsætis — og utanrikisráðherra Ólafi Thors barst bréf, dagsett 9. ág- úst 1946 frá Siguijóni Péturssyni, íþróttakappa á Álafossi og Ásmundi Jónssyni ffá Skúfsstöðum. Var þar lagt til að ríkisstjómin léti taka upp og flytja heim á því sumri bein Jón- asar Hallgrímssonar. „Þess mun að vænta“, segir i bréfinu, „að leyfi til að taka úr kirkjugarðinum í Kaup- mannahöfn hinar jarðnesku leifar Jónasar Hallgrimssonar verði því að- eins veitt af kirkjugarðsstjóminni að farið verði ffam á það af rikisstjóm vorri eða sendiráði í Danmörku, og viljum við því hér með leyfa okkur að æskja þess að hæstvirtur utanríkis- málaráðherra feli sendiráðinu að út- vega slíkt leyfi, annast framkvæmd verksins, upptöku þessara jarðnesku leifa og flutning þeirra hingað. Virð- ist æskilegast að fela þjóðminjaverði að sjá um það. Kostnað við utanför hans í þeim erindum mun mega áætla um 3000 kr. Líti ríkisstjómúi svo á að Jónasi Jónssyni var það kapps- mál að fslendingar eignuðust grafreit handa afburðamönnum sínum, líkt og Bretar áttu í Westminster Abbey. hún geti ekki greitt út þá upphæð nú upp á væntanlegt samþykki fjárveit- ingavaldsins, óskum við að sjá um greiðslu hennar, því að okkur er það mikið áhugamál að þetta umrædda verk verði ffamkvæmt nú í sumar, og okkur er kunnugt um að þetta er inni- leg ósk fleiri manna meðal þjóðar vorrar.“ í þessu bréfi segir ennfremur: „Að sönnu hafa tveir menn verið jarðsett- ir í grafreit Jónasar Hallgrímssonar eftir að hann var grafinn, hmn fyrri 1875 og fjögurra ára drengur með þeim manni, en hinn síðari 1898, en graffeitur þessi var fyrram tveggja manna reitur og era því nokkrar líkur til að ekki hafi verið hreyft við jarð- neskum leifúm Jónasar, er hinar síð- ari greftranir fóra ffam.“ Bréfi þessu fylgdi umsögn Matthí- asar Þórðarsonar, dagsett sama dag. Segir þar m.a.: „Mér er vel kunnugt um legstað Jónasar, rannsakaði hann fyrir mörgum áram, 1898, hvar hann var og hvemig, annaðist um það að hann var keyptur, er ég komst að því að hann var aftur orðinn falur, hef vitjað hans nokkram sinnum, síðast á ártíð Jónasar á yfirstandandi ári. Mér þykir líklegt að fást muni leyfi til þess að jarðneskar leifar Jónasar verði teknar þaðan svo sem nú er málum komið og áformað er um ffamtíð kirkjugarðsins, sem þessi legstaður er í, en hitt mun mega telja nokkram vafa undirorpið áður en rannsókn legstaðarins hefúr farið ffam, hvort þær muni verða fúndnar, svo að fúlivíst sé. Eigi að síður þykir mér best fara á því að sem nákvæm- ust tilraun sé nú gerð til að leita þeirra og flytja þær hingað, ef þær finnast með vissu. Eftir skamman tíma, örfáa áratugi, verður þess sennilega enginn kostur að finna ákveðna, sérstaka graffeiti í þessum kirkjugarði, er honum hefúr verið gjörbreytt. Verði mér falið af ríkis- stjóminni að fara utan í sumar, eða sem fyrst, til þess að reyna að ffam- kvæma það, sem farið er fram á þessu viðvíkjandi, mun ég leitast við að gera það, því að ég er hlynntur þessari hugmynd, svo sem ýmsir aðr- ir, er áður hafa minnst á hana.“ Á umsögn Matthíasar ritaði forsæt- isráðherra: „Fellst á að fela M. Þ. bera ffam ósk. Greiða kostnað ca. 4 þús.“ Síðan fól forsætisráðherrra Matthíasi að fara utan og annast upptöku og heim- flutning beinanna. Jafnffamt var sendiráðinu í Kaupmannahöfn sent svohljóðandi símskeyti 13. ágúst ffá utanrikisráðuneytinu: „Matthías Þórðarson (á) föram (til) Danmerkur vegna upptöku (og) heimflutnings jarðneskra leifa Jónasar Hallgrims- sonar. Felum sendiráðinu (að) reyna (að) útvega leyfi hlutaðeigandi yfir- valda (til) heimflutnings, ennffemur (að) greiða nauðsynlegan kostnað þ.á.m. dvalarkostnað þjóðminjavarð- ar. Óskað (er) að sendiráðið hefjist þegar handa. Símum þegar (við) vit- um komudag þjóðminjavarðar (til ) Kaupmannahafhar.“ Greinargerð Matthíasar í bréfi 21. september 1946 til for- sætis — og utanríkisráðherra gerir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.