Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 6
14 Tíminn .,,, . •, .. L c i ý ' > ■ i ‘ Laugardagur 24. mars 1990 Laugardagur 24. márs 1990 sjsssjjj'jé £*} fj Tíminn 15 Jón Hjaltalín Magnússon formadur HSÍ í helgarviðtali Tímans um möguleika landsliðsins á að komast á Ólympíuleika og A-keppnina í Svíþjóð: Útiloka ekki þátttöku á Ól og í A-keppninni Handknattleikssamband íslands, með Jón Hjaltalín Magnússon formann í farar- broddi leitar nú logandi Ijósi að bakdyrum fyrir íslenska landsliðið í handbolta inn í þau stórmót sem framundan eru. Þegar hafa verið kynntar tillögur frá HSÍ fýrir Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF um fjölgun liða, bæði á Ólympíuleikum og í heimsmeistarakeppni. Nái þessar tillögur fram að ganga komast íslendingar á Ólympíuleikana á Spáni og í A-keppnina í Svíþjóð 1993. Jón Hjaltalín hefiir gengið ötullega fram í að selja íslenskan handknattleik og finni hann ekki bakdymar fyrir Iandsliðið mun hann brjóta liðinu leið í gegnum múrvegginn. Jón er í helgarviðtali Tímans að þessu sinni þar sem hann gerir grein fyrir þeim möguleikum sem eru stöðunni. I dag erum við B-þjóð í handbolta en ljóst er að Jón Hjaltalín er A-maður í handbolta- heiminum og kunnugir meta það sem svo, að Jón muni koma „strákunum okkar“ í stór- mótin sem framundan eru. En hvað segir Jón sjálfur um líkumar á því að við verðum með- al þátttakenda á Spáni 1992? Keppum við á Spáni þrátt fyrir allt? „Eins og staðan er nú, em líkumar fremur litlar, en með því að vinna markvisst að þess- um málum getum við aukið líkumar vem- lega. Það sem er að gerast í þessu nú er að við emm að undirbúa bréf sem við munum senda til lykilaðila á Spáni, sérstaklega í borginni Granoillers, en þar mun handboltakeppni Olympíuleikanna fara fram.“ Hver er ykkar röksemdafærsia fyrir því að rétt sé að fjölga liðum á næstu Ólympíuleik- um úr tólf í sextán? „Við bendum á að í fyrsta lagi eru Spánverj- ar mikil handboltaþjóð og áhugi þarlendra mjög mikill á þessari íþrótt, þess vegna em allar forsendur fyrir hendi að fjölga liðum nú í sextán í stað tólf. Ef af þessari fjölgun yrði, bættust við áttatíu fleiri þátttakendur. Þetta yrði sama þróun og átt hefur sér stað í kvennaboltanum. Kvennaliðum þyrfti einnig að fjölga úr átta í tólf á Ólympíuleikunum." ísland, Sviss, Danmörk og V- Þýskaland til Spánar? „Við leggjum til að þær þjóðir sem taki aukasætin, verði tíunda þjóðin úr A-keppn- inni í Tékkóslóvakíu og þijár efstu úr B- keppninni í Austurríki 1992. Það myndi þýða að Islendingar, að öllum likindum V-Þýska- land, Sviss og Danmörk kæmust á Ólympíu- leikana. Bætist þessar þjóðir í hópinn á Ólympíuleikunum mun áhorfendum fjölga um nokkur þúsund á handboltakeppninni. Við höfúm skotið á þijú þúsund manns og ef við gefum okkur að hver maður eyði um hundrað þúsund krónur fyrir utan ferðakostn- að, þá gerir það um þrjú hundruð milljónir í auknar gjaldeyristekjur fyrir Spánverja og sérstaklega Granoillers. Þar við bætist að sjónvarpsútsendingar til þessara þjóða munu verða hrein viðbót við það sem þegar hefur liggur á borðinu. Enn fremur höfum við bent á að þetta fyrirkomulag muni stórefla hand- boltann. Verði B- keppnin nokkurs konar undankeppni Ólympíuleikanna segir það sig sjálft að áhugi á keppninni í Austurríki mun aukast stórlega. En það þýðir aftur á móti stóraukna möguleika á sölu á auglýsingum og sjónvarpsrétti ffá B-keppninni sem kemur fram í auknum tekjum til alþjóða handknatt- leikssambandsins Er eitthvað sem gæti sett strik í reikninginn í þessu sambandi? „Já, vissulega. Það gæti gerst að þær þjóðir sem stunda handknattleik i Asíu, Afríku og Ameríku myndu fara fram á, ef um fjölgun liða yrði að ræða, að álfumar fengju tvö sæti hver í stað eins í dag. Komi sú staða upp verður henni sennilega mætt með þeim rök- um, af hálfu IHF, að sterkustu þjóðimar hveiju sinni, eigi að keppa á Ólympíuleikum. Þá liggur það ljóst fýrir að þessar þjóðir verða að vinna sig upp í gegnum B- og A- keppnina. Þessi verða helstu mótrökin komi slík krafa fram.“ Greiðir Granoillers kostnaðinn? Nú var Stöðin ‘90 með stutt atriði um síð- ustu helgi, þar sem þú varst Iátinn segja A A A A, er þú varst i skoðun hjá augnlækni. Hafa þeir ekki hitt naglann á höfuðið. Þú ætl- ar okkur að verða A-þjóð þrátt fyrir 10. sætið í Tékkóslóvakíu? „Ég vil byija að geta þess að Stöðin '90 er mín uppáhalds fréttstofa. En það verður að segjast eins og er að ekk- ert er útilokað í þessum efnum. Við munum á næstunni hafa samband við ræðismann okkar í Madrid, sem er góðvinur Juan Antonio Samaranch, formanns Alþjóða Ólympíu- nefndarinnar. Ég hitti Samaranch ásamt ræð- ismanninum í Lausanne fyrir síðustu Ólymp- iulcika og átti við hann gagnlegt spjall. Ræðismaðurinn í Madrid er fyrrverandi bekkjarbróðir Samaranch og hann er reiðu- búinn að leggja okkur lið við að tillögur okk- ar nái fram að ganga, eins og hann gerði í sambandi við umsókn okkar um HM ‘95 á ís- landi. Einnig styrkir það stöðu okkar í þessu máli að borgaryfirvöldum í Granoillers er kunnugt um að islenskir leikmenn spila með samnefndu liði. Allt er þetta okkur í hag og mér er kunnugt um að forráðamenn Granoill- ers liðsins hafa talað um að þeir væru fúsir til að greiða fyrir Alþjóða Ólympíunefndina all- an viðbótar kostnað vegna þeirra liða sem kynnu að bætast við. Þó svo þessi lið þyrftu að borga fyrir sig sjálf, myndi það marg- borga sig, bæði fyrir okkur og einnig fyrir þá, því gjaldeyristekjumar fyrir borgina sem slíka myndu aukast vemlega. Þá em ótaldir allir þeir blaða- og fréttamenn sem bætast í hópinn en ég giska á að þeir gætu verið á bil- inu eitt til tvö hundmð. Allt ber þetta að sama bmnni. Kostnaður við að bæta fjómm liðum við í keppninni er smávægilegur í saman- burði við tekjumöguleikana.“ En ert þú ekki orðinn sterkasti leikmaður landsliðsins með þessu móti. Strákamir spila, og ná ekki settu marki, þá ferð þú af stað og bjargarsætum með alþjóða handboltapólitík? IHF er með okkur í þessu máli „Það er ekkert útséð um að þetta takist. Við emm enn að vinna að þessu. Líkumar em litlar, en þetta er alls ekki útilokað. Ég vil minna á að við fengum heimsmeistarakeppn- ina til íslands með stuðningi flölda þjóða, enda höfum við unnið gríðarmikið uppbygg- ingastarf í handbolta í Affíku og Samveldi- slöndunum, sem telja 56 lönd. Ég á von á stuðningi frá mörgum þessara aðila og veit að IHF er með okkur í þessu máli og þeir sjá eins og við að þetta er allra hagur. Okkur tókst að tryggja okkur sæti, fyrir hálfú ári, á Friðarleikunum sem verða í sum- ar, með því að segja, að ef þeir vildu fá okk- ur þá yrðu þeir að segja af eða á strax. Við fengum sent formlegt boð frá þeim um hæl. Hefði það dregist fram til dagsins í dag að ákvörðun hefði verið tekin, hefðum við sennilega ekki fengið boð um þátttöku. En ég vil taka það fram að það er stefna HSI að taka þátt í sem flestum stórmótum, meðal annars vegna þess að við teljum það góða og mikla landkynningu fyrir Island.“ Jón Hjaltalín vill að það komi fram að þó svo Island hefði tryggt sér þátttökurétt á leik- unum myndi ísland vinna að því að þátttak- endum í handknattleik á Ólympíuleikunum yrði fjölgað. Evrópukeppni í stað B-keppni? En það eru fleiri hugmyndir á döfinni, sem unnið er að þessa dagana í herbúðum HSI og víðar í handknattleiksheiminum. „Einnig erum við að vinna að því að þjóðum í A-keppninni verði fjölgað úr sextán í tutt- ugu eða jafnvel tuttugu og íjórar. Það er ekk- ert ólíklegt að það takist innan skamms. Við teljum að áhugi á handbolta í heiminum hafi vaxið það hröðum skrefum að grund- völlur sé fyrir slikri fjölgun. Þá verður einnig að taka með í reikninginn að spiluð er A- keppni annað hvert ár, ‘93, ‘95 og ‘97. Þá er mjög erfitt að vera með B-keppni því þá þyrftu margar þjóðir að spila í heimsmeist- arakeppni á hverju ári. Því er það okkar stefna að 24 þjóðir taki þátt í A-keppninni og B-keppnin verði felld niður í þeirri mynd sem hún er núna. í stað hennar kæmi Evrópu- keppni.“ Alvöru heimaleikir? Ertu þá að tala um keppni á svipuðum nót- um og gerist í knattspymu, þannig að lið leiki heima og heiman í riðlum? „Já. En það er ekki fyrr en nú sem skilyrði eru að skapast fyrir slíku keppnisfyrirkomu- lagi. Það sem sérstaklega hefur gert þetta erf- itt viðfangs fram til þessa er fyrirkomulagið hjá Austur-Evrópuþjóðunum, en þær hafa haft allt annað fyrirkomulag á yfirstjóm íþróttamála en við þekkjum. Miðstýringin hefúr verið mikil og handknattleikssambönd- in því ekki sjálfstæð í sínum skoðunum. En eftir þær breytingar sem átt hafa sér stað í Austur-Evrópu, skilst okkur að samböndin verði mun sjálfstæðari og þurfi að sjá um sig sjálf og þar með er Evrópukeppni ein öflug- asta tekjulindin fyrir samböndin með áhuga- verðum sjónvarpssendingum og auglýsinga- tekjum." En hvað segir Jón Hjaltalín um þann mögu- leika að við komumst inn á annað hvort stór- mótanna, sem ffamundan em vegna samein- ingar þýsku ríkjanna, en menn hafa haft þetta í flimtingum síðustu daga. Reyndar yrði aldr- ei um að ræða nema Svíþjóð 1993, því V- Þýskaland á ekki þátttökurétt á Ólympíuleik- unum. Hinsvegar gætu bæði liðin átt sæti í Svíþjóð og sameinuð lið þeirra myndu gefa Islandi möguleika á að koma inn sem upp- bótarþjóð. Jón segir að mikið sé órætt í þessu sambandi og menn eigi eftir að átta sig á hvað gerist með sameiningunni. Hann bendir til dæmis á að óvist sé hvort sameinað Þýskaland muni setja á stofn eina sameiginlega „Bundesligu" í handboltanum og velja eitt sameiginlegt landslið. Þetta mál hafi ekki fengið umíjöllun hjá IHF en ljóst sé að um það verði fjallað þegar það liggur fyrir hvemig Þjóðveijar munu standa að sínum málum. Óvíst væri hvort í flokkaíþróttum yrði um sameiningu að ræða, eða hvort tveimur liðum yrði teflt ffam, eins og t.d. að Skotland, England og Wales keppa í fótbolta. Hann var hinsvegar á þeirri skoðun að lslendingar myndu ekki njóta góðs af sameiningu þýsku ríkjanna i hvað handboltann varðar. Mín persónulega skoðun er samt sú, að íþróttahreyfingin verði notuð til að sameina þýsku þjóðina aftur og einn þýskur hópur fari á Ólympíuleikana 1992.“ Vonast eftir góðu samstarfi við Kópavog Nú hefur verið kunngerð niðurstaða nefnd- ar sem íjalla átti um staðsetningu „þjóðar- hallarinnar.“ Þar er mælt með viðræðum við Kópavog. Hver em þín viðbrögð við þessu? „Upphaflegar hugmyndir HSI miðuðust við stórt fjölnota sýningahús við hlið Laugar- dalshallar, sem myndi nýtast til vörusýninga, skemmtanahalds og íþróttamóta, enda var gert ráð fyrir í tillögum ríkisstjómar íslands frá 1988 að húsið yrði reist í samstarfi við Reykjavíkurborg. Eins og málin hafa þróast að undanfomu virðist mjög takmarkaður áhugi borgarstjómar Reykjavíkur á þessu máli, þrátt fyrir yfirlýsingar um að gera Reykjavík að fúndarstað framtíðarinnar. En við fognum því mjög að Kópavogsbær skyldi koma með þessa hugmynd og sjáum þar lausn á okkar málum við að halda heims- meistarakeppnina 1995 og jafnframt að í þessari fjölnota skóla- og íþróttahúsbygg- ingu ættu að vera möguleikar á nýtingu i tengslum við ráðstefnur, vömsýningar og sitthvað fleira.“ Kannt þú skýringar á breyttri afstöðu meiri- hluta borgarstjómar Reykjavíkur í þessu máli? „Eg á mjög erfitt með að skilja breytingar á afstöðu þeirra ágætu manna er sitja fyrir hönd meirihlutans, og ekki síst í ljósi þess að fýrrverandi formaður HSI, Júlíus Hafstein, er formaður bæði íþrótta- og ferðamála i Reykjavík. Við hörmum mjög ef þetta mál hefur orðið að einhverju pólitísku þrætuepli því eitt af markmiðum okkar með að fá heimsmeistara- keppnina hingað var að þjóðin gæti samein- ast um handboltann og heimsmeistarakeppn- ina, óháð hvar í flokki menn standa.“ Munt þú leita eftir ffekari skýringum á breyttri afstöðu borgarstjómar? „Nei. Þetta er ekki okkar mál. Við skiptum okkur ekki af slíkum málum. HSI er þverpól- itísk samtök og ef svo er að þetta hafi orðið pólitískt þrætuepli viljum við halda okkur fyrir utan slíkar deilur, þó einstaka menn inn- an stjómar HSI geti haft sínar persónulegar skoðanir. Verði af því að húsið risi í Kópavogi von- umst við eftir góðu samstarfi við Kópavogs- menn um æfingatíma fyrir öll landslið okkar og þama gæti orðið nokkurs konar Mekka handbolta á Islandi í framtíðinni. 1 mínum huga stendur það hins vegar óbreytt að þörf er á stóm fjölnota sýningarhúsi í Reykjavík og það er aðeins spuming hvenær það ris, ekki hvort.“ sagði Jón Hjaltalín. Eggert Skúlason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.