Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 8
16 HELGIN Laugardagur 24. mars 1990 Stjöm u reg n Ekki verður mikil- vægi íjölmiðlunarinnar í samtíðinni ofmetið og þótt mikil skrif og allra handa umfjöllun um hana verði stundum leiðigjöm, þá hljótum við að kannast við að hún er orðin slíkur partur af lifi okkar flestra að ann- ars er ekki að vænta en þetta efhi leiti oft í penna manna og þá ekki síst blaðamanna. Sjálfsagt er það réttmæt gagnrýni að folmiðlunin og öll henn- ar mislita hirð gerist fjöl- miðlafólkinu sjálfú stundum full hugleikin, eins og þegar verið er að tíunda vistaskipti ein- hvers kollega, sem flyst af blaði á sjónvarpsstöð eða þá úr vist hjá tímariti yfir að útvarpshljóð- nema. Ekki er þetta þó svo sem ýkja saknæmt og vissulega hafa ýmsir alveg virkilegan áhuga á ferli og til- tækjum sprækra stráka eða stelpna, sem staðið hafa sig snoturlega í stykkinu eða kannske mjög vel. Fjölmiðlun á sér alls staðar sitt ,jet — sett“, þótt það sé sums staðar ekki nema „apexmiða - - sett“, eins og fyndinn maður komst einhvem- tíma að orði. Og varlcga skyldu menn fara í að gera gys að þessari frægð, sem stöku sinnum hefúr lyft fólki í þingmannssöðul eða önnur virðingarembætti. Því fjölmiðlamir em áhrifaríkir. Enda er því svo varið að hversu gjama sem við gagnrýnum fjöl- miðlana, er það á vit þeirra sem þreyttar sálir flestra hvcrfa, þcgar uppstytta verður á amstrinu: „Sjón- varpið — þegar allt annað bregst" sagði í kunnuglegri auglýsingu frá Ríkissjónvarpinu fyrir skemmstu og þama hitti auglýsingasmiðurinn naglann á höfúðið. Því er ekki nema von að mönnum verði þær ásýndir, raddir eða skriffinnar heldur geð- þekkir, sem leitt geta hugann frá áleitnum áhyggjum um stund og veitt huganum hvíld og glatt geðið. Starfi hins vel hæfa fjölmiðlamanns er því vissulega mikilsháttar nátt- úra, þótt hæpið kunni að vera að varpa sorgum sínum á herðar hans að því marki að menn vilji selja honum landstjómina í hendur. Þó er ekkert því til fyrirstöðu í stöku dæmum, og er engan veginn fráleitt að t. d. Olina geti orðið að sam- einingartákni í nýjum flokki til höfúðs íhald- inu. Margir sem að framboðinu virðast ætla að standa eru að minnsta kosti miklu tortryggi- legri en hún. Enn eigum við land- ar ekki margar fjöl- miðlastjömur nema fféttafólk og flest er það sjónvarpsfólk, eins og við öll vitum. Sá vett- vangur er þó enn það þröngur að ekki gefst miklum fjölda færi á að vinna sér þar umtals- verðan orðstír. En sá tími hlýtur að koma að við foram að framleiða ffamhaldsþætti fyrir sjónvarp, eins og aðrar menningarþjóðir og þá má búast við heilu stjömuregni og mörgum sem munu virðast kjömir kandidat- ar til þingsetu: slævitram lögreglu- foringjum og spéuram með seið- magnað augnaráð og dularfúllum konum, sem aðalaðandi verður að sjá fyrir sér á forsetastóli. Og yrði þetta ekki stóram álitlegri mann- skapur að kjósa um en þeir gróm- teknu frystihússtjórar af útskögum voram og þringurýru lögspekingar, sem valið hefur oftast staðið um til þessa?! Gettu nú Síðast var spurt um stofn- un, sem þjónar málefni er mikið hefúr verið til umræðu undanfarið og var myndin af skógræktarstöðinni í Kollafirði. Nú er það lítii en fögur kirkja sem við biðjum ykkur að þekkja, sem stendur á fomfrægum stað. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.