Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. mars 1990 HELGIN 17 FÓLK Forseta- skipti í Chile: Patricio Aylwin, hinn nýi forseti Chile, fær takmörkuö völd mið- að við fýrirrennara sinn en hef- ur þó engan veginn misst kjark- inn. reglur,“ segir hann. En þar sem stjóm hans hefur ekki meirihluta á þingi verður það erfitt fyrir hann, ef ekki hreinlega ómögulegt, að rekja sundur þann lagalega vemd- arvef sem Pinochet er búinn að spinna. Þess í stað treystir Aylwin á að efhahagsleg velmegun haldi áfram í landinu. Meðan jámagi og ströng fjármálastefna ríkti undir stjórn Pinochets varð Chile einna fram- sæknast ríkja Rómönsku Ameríku í efnahagsmálum. En til þess þarf Aylwin að njóta stuðnings hersins. Til að tryggja hann hefur nýi forsetinn boðið yf- irmanni flughersins, Fernando Mathei, og Rodolfo Stange, lög- reglustjóra að sitja áfram í stöðum sínum sem viðurkenningu á aðstoð þeirra við að „auðvelda breyting- una yfir í lýðræði“ og vísar þannig til þess þáttar sem þeir áttu í að hindra Pinochet í að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna 1988 eft- ir að hann hafði gert sér grein fýrir að hann myndi tapa henni. Þessi vinsemdarvottur gæti verið öðmrn yfirmönnum hersins hvatning til að færa hollustu sína yfir á nýju stjómina. Pinochet gerir sér vel grein fyrir því að áframhaldandi vald hans sé undir hemum komið og hefur þess vegna alið á ótta liðsforingjanna um að nýja stjórnin stefni þeim fyrir rétt fyrir mannréttindabrot. Hann hefur ferðast ffá einum bæki- stöðvum hersins til annarra og lagt áherslu á það í ræðum sínum, að „enginn af mínum mönnum skal verða áreittur". „Sá sem hefur hreina samvisku..." Aylwin hefiir lofað að hjálpa við að safna sönnunargögnum í marg- víslegum mannréttindamálum og á áreiðanlega eftir að lenda undir þrýstingi um að láta rannsaka þús- undir mannshvarfa í kjölfarið á byltingunni 1973, þegar Pinochet velti marxistaforsetanum Salvador Allende úr stóli. En þegar Pinochet tók hús svo óvænt á Aylwin fyrir innsetningu hans í forsetaembættið virtust slík- ar hugsanir víðs fjarri nýja forset- anum. Hann fullvissaði Pinochet um að alls ekki stæði til að stefha hershöfðingjanum, né neinum vina hans, fyrir dómstólana. „Sá sem hefur hreina samvisku þarf ekki að óttast mínar gerðir,“ sagði hann. Pinochet hefur búið svo um hnútana að Aylwin hefur takmörkuð völd Augusto Pinochet hershöfðingi hefur nú látið af forsetaembætti í Chile og eftirmaður hans, Patricio Aylwin tekið við. Pinochet hefur ekkert farið leynt með að hann vill hafa áhrif á hvernig Chilestjórn tekst til að ávaxta þann arf sem hann lætur eftir sig, eftir að hafa farið með völdin í 17 ár. Pinochet komst til valda með byltingu í september 1973 þegar Iýðræðislega kosinn forseti lands- ins, Salvador Allende beið lægri hlut fyrir árás herforingja á forseta- höllina og lét lífið. Þá var efna- hagslíf landsins orðið svo bágborið að verðbólgan var að nálgast 1000% síðustu mánuðina. Pinochet og félagar hans tóku til óspilltra málanna. Efnahagsmálin komust á réttan kjöl Með valdatöku herforingjanna hófst 17 ára martröð Chilebúa sem m.a. einkenndist af harkalegu út- göngubanni. Vinstri skoðanir voru barðar niður með harðri hendi og linnulaust. Margir, enginn veit hversu margir, hurfu hreinlega sporlaust, rétt eins og gerðist í Arg- entínu á valdaárum hershöfðingj- anna þar. Stjóm Pinochets var for- dæmd fyrir mannréttindabrot víða um heim en hann lét það lengi vel sem vind um eyrun þjóta. En efnahagsmálunum tókst að koma I viðunandi horf. Viðskipti eru blómleg og verðbólgan komin niður í um 15%. Þennan árangur vill Pinochet ekki sjá verða að engu og aldrei ffamar vill hann að Chile verði sósíalisma að bráð. Þess vegna vill hann enn hafa hönd í bagga með stjóm landsins þó að hann gegni ekki lengur forseta- embættinu. Engar „veiðar“ á hershöföingjum! Skömmu áður en Patricio Aylwyn, 71 árs vingjamlegur lög- fræðingur af skoskum ættum, sór embættiseiðinn fékk hann óvænta heimsókn. Augusto Pinochet hers- höfðingi gerði sig heimakominn, settist í uppáhaldsstól gestgjafans og hóf óformlegar umræður um veiðar! Hann sagði málið vera það að yf- irmenn í hemum, harm sjálfur ekki undanskilinn, myndu bregðast illa við hverri þeirri ríkisstjórn sem tæki til við „veiðar“ á þeim vegna mannréttindabrota sem framin hefðu verið þau 16 ár sem hann hefði setið við völd. Slíkar „veið- ar“ yrðu ekki liðnar. Þó að Pinochet sé að láta ffá sér stjórnartaumana hefur einræðis- herrann fýrrverandi séð til þess að völd eftirmanns hans verða ákaf- lega takmörkuð. Hann verður áffam yfirmaður hersins. Með fasi manns sem er að fara í stutt ffí fremur en að setjast í helg- an stein í stjómmálum hefur hann verið að tryggja að hann geti haft stjórn á nýju stjórninni frá her- bækistöð sinni. Hann heimtar að „gefa skýrslu" beint til nýja forset- ans og komast þannig hjá þeirri Augusto Pinochet hershöfðingi hefur sýnt ótrúlega hugkvæmni við að vængstýfa nýja forsetann í Chile, Patricio Aylwin. Hugmyndaflug Pinochets við að tryggja sér völd takmarkalítið Það getur orðið erfiðara en Ayl- win hafði látið sér detta í hug að losa um jámgreipar Pinochets af stjóminni. Samkvæmt lögum sem Pinochet hraðaði í gegnum þingið nýlega, má ekki leysa neinn yfir- mann hersins ffá störfum án sam- þykkis hans sjálfs. Og þeir em ekki margir embættismenn Pinochets sem Aylwin má losa sig við. Nýi forsetinn verður þar af leiðandi umkringdur stjómmálaandstæðing- um þar sem Pinochet hafði þá ófrá- víkjanlegu reglu að fýlla ráðuneyti sin af hugmyndaffæðilegum skoð- anabræðram. Stór hluti leyniþjónustukerfisins hefur verið fluttur undir stjórn hersins, þ.á m. skrár, „örugg hús“ og leynifangelsi. U.þ.b. 16,000 starfsmönnum þjónustunnar hefur verið fengin störf í opinbera stjóm- leyniþjónustuher. Pinochet flutti líka skotheldu Mercedes bílana sína níu undir yf- irráð hersins, jafnframt 10 öðram biffeiðum sem lífverðir hans nota og metnir era á 1,5 milljón dollara. Önnur gjöf var 18 hæða byggingin sem hafði verið notuð sem aðal- bækistöðvar herstjómar Pinochets, og Hús forsetanna, víggirt höll sem kostaði margar milljónir dollara að reisa. Stuðningsmenn Aylwins vonsviknir „Það eina sem Augusto hefur ekki gert ennþá er að tilnefna ráð- herrana eða breyta forsetahöllinni í aðalstöðvar hersins," segir Monica Madariaga, ættingi einræðisherrans sem gegndi starfi dómsmálaráð- herra áður en hún slóst í lið með andstæðingum hans. Hún og aðrir leiðtogar andstöð- unnar gegn Pinochet hafa orðið að fylgjast með þessum aðgerðum reiðir og skelfdir en án þess að geta tekið neitt til bragðs. Þeir ótt- ast að hinn brosandi Aylwin eigi eftir að sitja uppi án nokkurra valda að heitið geti. Federico Willoughby, fýrrverandi talsmaður Pinochet sem nú vinnur fýrir Ayl- win, segir að völdin sem nýi for- setinn fái í hendur eigi eftir að verða miklu rýrari en stuðnings- menn hans hafí átt von á. Aylwin sjálfur virðist láta það lít- ið trafla sig að vinstrisinnar ásaka Kristilega demókrataflokkinn hans — stærsta flokkinn í samsteypu- stjórninni — um að sýna lítinn áhuga á að rífa niður valdamaskínu Pinochets. „Vopn mitt er stjómar- skráin“ segir Aylwin Nýi forsetinn hefur farið hægt og varlega í sakirnar. „Vopn mín verða stjómarskráin, lög hennar og niðurlægingu að lúta valdi vamar- málaráðherrans. kerfmu, sem hefur vakið ótta um að Pinochet eigi þar sinn einka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.