Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.03.1990, Blaðsíða 12
20 HELGIN Laugardagur 24. mars 1990 __________MARGFALDUR EVROPUMEISTARI I RALLI:______________ Foreldrarnir óttuðust um líf hans yrði hann flugmaöur. Gunnar Andersson: Vildu að ég héldi mig við jörðina Gunnar Andersson var mikill rallkappi á árum áður. Hann hefur engu gleymt og hefur enn fullt vald yfir bílnum. Andersson kenndi lögreglu, ökukennurum og blaðamönnum að beita ABS hemlum til hins ítr- asta á dögunum. Hann segir aö ABS hemlamir séu gríðarleg framför og alltaf sé hægt að stýra bílnum þrátt fyrír að nauðhemiað sé. Á þurrum og sléttum vegi með föstu slitlagi þarf bíli með ABS hemlum um 7 metrum styttri vegalengd til að stöðva, sé ekið á 100 km hraða. ABS hemlar em að sögn Anders- sons miklu betrí en venjulegir hemlar í um 80—90% tilvika. Fyrir skömmu var staddur hér á landi á vegum Volvo bílaverk- smiðjanna í Svíþjóð, Gunnar And- ersson, heimskunnur gamall ral- lökumaður og keppnisstjóri Volvo um árabil, margfaldur Evrópu- mcistari í ralli o.fl. Gunnar Andersson er flugvirki að mennt og útskrifaður hjá sænska flughernum. Hann segir okkur að hann hafi viljað læra flug en foreldrar hans hafi aftekið það með öllu og talið minni hættu að einkabamið dræpi sig í flugslysi ef hann héldi sig við jörðina. Keppnisferill hans í kappakstri og ralli hófst árið 1954—1955. Þá eignaðist Gunnar Jaguar XK 120. Þetta var notaður bíll og í heldur lélcgu ástandi sem hann gerði upp. „Þegar ég hafði lokið við að stand- setja Jagúarinn tók ég þátt í akst- ursþrautaprófí í Gautaborg. Prófið eða keppnin stóð í heila viku og mér gekk mjög vel og dreif mig því í kappaksturskeppni skömmu síðar og þar sigraði ég, meðal ann- ars Ferrari og fleiri hraðskreiðari og öflugri bíla en minn og setti brautarmet. Kannski var ástæða fyrir velgengni minni þarna sú að keppnin fór fram á malarbraut og ég var vanur að aka á malarvegum en andstæðingarnir síður. Þarna hófst keppnisferillinn,“ sagði Gunnar Andersson. Andersson keypti sér síðar Volvo PV 544 en sá bíll var hér kallaður „kryppan“. Kappakstursdellan vatt upp á sig og hann tók þátt í hverri keppninnni af annarri og fjármagn- aði þetta dýra áhugamál með því að kaupa notaða bíla, gera þá upp og selja síðan. Árið 1958 hafði hann skrapað saman 30 þúsund krónum sem var umtalsverð fjár- hæð á þeim tíma. Hann hugsaði sér að nota þá upphæð til að kosta sig til keppni það árið á alþjóðavett- vangi og hætta síðan og taka þaðan í frá aðeins þátt í stöku keppni í Svíþjóð. Það tókst þó ekki því að honum gekk svo vel á „kryppunni" að hann hann vann hverja keppnina af annarri og stefndi í að verða Evr- ópumeistari í ralli það árið. Þetta vakti mikla athygli á honum sem ökumanni og á Volvo sem ekki var þekkt bílmerki í Evrópu á þeim tíma. Engelund, þáverandi forstjóri Volvo hafði þá samband við And- ersson og bauð honum starf við að byggja upp keppnisdeild á vegum verksmiðjanna. Volvo kryppan hans Gunnars Anderssons hafði nefhilega stóraukið eftirspum eftir Volvobílum. Eftir að keppnisdeild Volvo var lögð niður upp úr 1980 hefur And- ersson annast kynningar á öryggis- þáttum Volvobíla út um allan heim og haldið námskeið í ökutækni með það að markmiði að menn verði betri og öruggari ökumenn. Hér á landi var Ándersson ásamt tveim aðstoðarmönnum í einmitt þessum tilgangi. Jafnframt voru ís- lenskum lögreglumönnum, öku- kennurum og tryggingafólki kynnt ABS hemlakerfi, nýja gerð af mis- munadrifslæsingu í fólksbíla og búnað til að kenna akstur í hálku. Andersson segir að ekki sú uppi fyrirætlanir hjá Volvo um að reka aftur sérstaka sport— eða keppnis- deild eins og sumir framleiðendur gera. Stefna fyrirtækisins sé að framleiða sterka, örugga og end- ingargóða bíla fyrir hinn almenna vegfaranda. Hins vegar séu Volvo bílar töluvert notaðir af keppnis- mönnum og í Svíþjóð einni séu t.d. milli 4—5 þúsund manns sem taki þátt í allskonar keppni á Volvo bíl- um. Þetta geti menn einmitt vegna þess hve bíllinn er sterkur og til- tölulega lítið þurfi til að breyta venjulegum Volvo í keppnisbíl. Þá veiti einmitt hans deild ýmis konar ráðgjöf til manna sem hyggja á keppni á Volvo bílum. „Þú getur bara hringt í mig ef þú ert að hugsa um að keppa í ralli," sagði Anders- son. Andersson segir að áratugahefð sé hjá Volvo fyrir því að framleiða örugga bíla og árlega séu eyðilagð- ir milli 100—120 bílar með í að aka þeim á steinveggi eða i annars konar árekstrum. Yfirleitt sé um að ræða sýningarbíla á vegum verk- smiðjanna og alltaf bíla í full- komnu lagi. Þannig séu aldrei not- aðir bílar sem hafa verið endur- byggðir eftir klessur eða árekstra. Sjálfur fer Andersson víða um veröldina með gljáfægða bíla víðs- vegar um heiminn á hveiju ári eins og til Islands á dögunum. En ofl er endað á þvi að sýnt er hvemig bíl- amir duga í hörðum árekstri. Þá er þeim hreinlega ekið á þetta 60—70 km hraða á steinvegg og síðan sýnt að eftir slíkan árekstur er hægt að opna allar hurðir. Texti: Stefán Ásgrímsson Myndir: Árni Bjarna Hvíti bíllinn er með venjulega hemla en sá svarti er með ABS hemla þar sem hjólin læsast aldrei. Lögreglumenn, ökukennarar og blaðamenn fengu að þrautreyna muninn á hemlakerfunum und- ir stjóm Gunnars Anderssonar, heimsþekkts rallökumanns. Bílun- um var ekið upp í um 100 km hraða og síðan nauðhemlað í sjó og krapaelgi og bægt um leið krappt Hvíti bíllinn dró öll hjól og rann beint áfram. Sá dökki gerði það hins vegar ekki og náði beygjunni og stöðvaðist Þessi búnaður er til þess að kenna akstur í hálku eða lausamöl og er ótrúlega góður. Okukennarinn getur lyft bflnum og létt á hjólum hans hvort sem er að framan eða aftan og við verður hann laus á veginum. Þannig er hægt að kenna nemandanum rétt viðbrögð við því er bíllinn skrensar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.