Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT BEIRÚT - Stríðandi fylking- ar kristinna manna í Líbanon börðust af mikilli hörku í Beirút. Eldflaugum var óspart beitt í atganginum og stöðvaðist allt athafnalíf á meðan. AUSTUR-BERLÍN-lbra him Böhme leiðtogi austur- þýskra jafnaðarmanna lét tímabundið af embætti sínu til þess að mótmæla ásökunum, sem á hann hafa verið bornar, um að hann hafi njósnað fyrir Stasi, hina illræmdu öryggis- lögreglu. Þá lét ríkissaksóknari niðurfalla landráðsákærur á Erich Honecker og þrjá sam- starfsmenn hans. Einn þeirra fékk að fara frjáls ferða sinna, en hinir þrír verða að svara til saka fyrir spillingu. JERÚSALEM - Pólverjar hafa boðið sovéskum Gyðing- um hjálp til að komast til ísrael, eftir að Ungverjar hættu að fljúqa með þá vegna hótanna hryðjuverkamanna. NÝJA JÓRVÍK - Land- flótta Kúbumaður hefur verið sakaður um að hafa myrt 87 manns með því að kveikja í ólöglegum næturklúbbi í Nýju Jórvík. Lögreglan segir að Kúbumaðurinn hafi kveikt í næturklúbbnum eftir að kær- astan sagði honum upp. WASHINGTON -Þríraðil- ar er starfa að geimferðaáætl- un Bandaríkjamanna hafa dregið í efa tæknilega getu Bandaríkjamanna til þess að gegna fyrirhuguðum rann- sóknum á sólkerfinu. PRISTINA - Jusuf Kara- kashi innanríkisráðherra í Kos- ovo hefur sagt af sér, eftir að að Serbía tók yfir lögreglumál- in í Kosovo í kjölfar ólgu, sem varð, er Albanar í héraðinu sökuðu Serba um að eitra fyrir albönskum börnum. KABÚL - Zahir Shah, hinn útlægi konunaur Afgana, hefur nú fengið boo frá Kabúlstjórn- inni um að koma til Kabúl á ráðstefnu, sem ræða á um stofnun „friðarfylkingar". BOGÓTA - Innanríkisráð- herra Kólumbíu hefur sagt af sér vegna óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni gegn eiturlyfjahringunum í landinu. Ráðherrann er einn harðasti baráttumaðurinn gegn eiturlyfjabarónunum í Kólumbíu. IIIIIIIIII UTLOND .................. Vytautas Landsbergis forseti Litháen, annar frá vinstri, fagnar sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa 11. mars ásamt félögum sínum á þingi Litháa. Síðan þá hefur taugastríð sovéskra stjórnvalda við Litháa aukist og harðnað, en sovéskar hersvcitir spranga nú um Litháen gráar fyrír járnum. Sovéski herinn heyr taugastríð í Litháen Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovét- ríkjanna hefur hafnað þeim kröfum Litháa að hann skipi sovéskum hermönnum að yfirgefa opinberar stofnanir og hefur Gorbatsjof gefið í skyn að hervaldi kynni að vera beitt ef mannslífum verði stofnað í hættu. Hins vegar lagði hann áherslu á að friðsamleg lausn fyndist á deilumál- um Litháa og stjórnvalda Sovétríkj- anna. Það var bandaríski öldunga- deildarþingmaðurinn Edward Kennedy sem skýrði frá þessu á blaðamannafundi eftir að hann hafði rætt við Gorbatsjof í Moskvu í gær. - Gorbatsjof forseti upplýsti mig um þá afstöðu Sovétríkjanna að valdi yrðu ekki beitt nema mannslíf- um væri ógnað. Gorbatsjof ítrekaði þá yfirlýsingu sína, að unnið yrði að friðsamlegri lausn á málinu sem ógni einingu Sovétríkjanna, sagði Kennedy á blaðamannafundinum. Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir harmi sínum með þróun mála í Litháen undanfarna daga og segir að atburðir þessir gætu skaðað sam- skipti Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, sem verið hafa ótrúlega góð að undanförnu. Þá hafa ýmis ríki mótmælt hernað- arbrölti sovéskra stjórnvalda í Lit- háen og hvatt til þess að sovéska ríkisstjórnin hefji friðsamlegar við- ræður við Litháa um sjálfstæði þeirra. Til að mynda kallaði Kjell Magne Bondevik utanríkisráðherra Noregs sendiherra Sovétríkjanna á sinn fund og mótmælti aðgerðum þeirra í Litháen. Það sama gerðu Frakkar og Hollendingar. Þá lýsti Sten Anderson utanríkis- ráðherra Svíþjóðar yfir stuðningi við sjálfstæðishreyfingu Litháa, en í Svíþjóð voru víða um land haldnir fjölmennir mótmælafundir gegn að- gerðum Sovétríkjanna í Litháen. Taugastríð sovéskra stjórnvalda gegn Litháen er enn í fullum gangi og er ekki loku fyrir það skotið að Sovétmenn muni að endingu beita hervaldi við að brjóta sjálfstæðishreyf- ingu Litháa á bak aftur. Nú um helgina hefur sovéska ríkisstjórnin ógnað litháum með því að senda mikið herlið til landsins og hefur það tekið sér stöðu í ýmsum opinberum byggingum í lýðveldinu. Þá fer mikið fyrir hermönnum gráum fyrir járnum á götum Vilnu, höfuðstaðs Litháen en um helgina sendu sovésk stjórnvöld skriðdreka inn fyrir borgar- mörkin undir því yfirskyni að um heræfingu væri að ræða. Suður-afríska lögreglan drepur átta blökkumenn Suður-afríska lögreglan drap átta blökkumenn er hún hóf skothríð á ólöglega mótmælagöngu í blökku- mannahverfinu Sabokeng suður af Jóhanncsarborg í gær. Er talið að yfir hundrað manns hafí særst í skothríðinni. Eru viðbrögð þessi mjög á skjön við stefnu suður- afrískra stjórnvalda að undanfömu sem linað hafa á aðskilnaðarstefn- unni. Talsmaður sjúkrahússins í hverf- inu segir að straumur særðra blökkumanna hafi legið til sjúkra- hússins eftir átökin og skýrði frá því að komið hafi verið með átta manns sem ýmist hafi látist á sjúkrahúsinu eða verið látnir af skotsárum þegar þangáð var komið. Taldi hann möguleika á að fleiri myndu látast af skotsárum sínunt. Lögreglan í Sabokeng vildi ekki 'staðfesta að einhverjir hefðu fallið í átökunum. Þúsundir blökkumanna höfðu safnast saman á götum Sabokeng til að mótmæla hárri leigu og kynþátta- aðskilnaðarstefnunni í Suður- Afríku. - Ástandið er mjög óljóst og halda menn uppi stanslausum árásum á lögreglumenn, aðallega með grjót- kasti, sagði í yfirlýsingu lögreglunn- ar. Sjónarvottar segja að lögreglan hafi byrjað skothríð með gúmmíkúl- um og haglabyssum eftir að mótmæl- in voru úrskurðuð ólögmæt. Blökku- menn hafi komið sér upp götuvígum og þá hafi óeinkennisklæddir hvítir menn ekið um hverfið og skotið á fólk af handahófi. Þá féllu átta manns í innbyrðis Vegna hægagangs, bilana í tölvum og banns við skoðanakönnunum á kjördag gekk talning hægt í fyrri umferð ungversku þingkosninganna sem haldnar voru á sunnudag. Þó virðist ljóst að hægri miðflokkurinn Lýðræðislegur vettvangur hafi hlotið mest fylgi um það bil 24% atkvæða, en fast á hæla hans kemur Bandalag frjálsa lýðræðissinna, sem eru frjáls- lynd jafnaðarmannasamtök með rétt rúmlega 20%. Sósíalistaflokkurinn sem stofnað- ur var í rústum gamla kommúnista- flokksins eftir að umbótahreyfingin gekk af honunt dauðum og farið hefur með völdin í landinu hlaut aðeins um 10%. Er það 3% minna en Bændaflokkurinn og aðeins meira en Flokkur ungra jafnaðarmanna átökum blökkumanna í Natalhéraði í gær. Því hafa um 220 manns fallið í óeirðum frá því Nelson Mandela leiðtogi Afríska þjóðarráðsins var leystur úr haldi í síðasta mánuði. sem eingöngu bauð fram ungt fólk 35 ára og yngra. Talið er að í fyrri umferð kosning- anna verði einungis skorið úr um 100 til 120 þingsæti af þeim 386 sem kosið er um, því samkvæmt kosn- ingareglum verður frambjóðandi að hljóta 50% atkvæða til að ná kjöri. Einn af fáum frambjóðendum sem vitað er að náði því marki er Miklos Nemeth fráfarandi forsætisráðherra Ungverjalands. Það stefnir því í harða baráttu Lýðræðislegs vettvangs og Banda- lags frjálsra lýðræðissinna í síðari umferð kosninganna sem fram fer 8.apríl. Hins vegar er ljóst að valda- tími kommúnista og arftaka þeirra í Ungverjalandi er liðinn. Sovétríkin: Armenar myrða þrettán Azera Öfgafullir Armenar réðust á hóp Azera er voru á ferð um Nagorno-Karabakh hérað á lang- ferðabíl, drápu einn og særðu fjóra. Frá þessu skýrði Tass, hin opinbera sovéska fréttastofa í gær. Þá hafa þrettán mann fallið í þjóðernisátökum í Kákasuslýð- veldum Sovétríkjanna undan- farna fimm daga. Armenskir öfgamenn virðast vera að færa sig upp á skaftið einmitt þegar vonir stóðu til, að úr átökum færi að draga á þessum slóðum, en undanfarnar vikur hafði mjög sljákkað í deiluaðil- um. Vopnaðar sveitir Armena brenndu inni níu Azera, þar af var fimm manna fjölskylda, í þremur þorpum í Azerbajdzhan um helgina. Kosningaúrslitin í Ungverjalandi óljós

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.