Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 27. mars 1990 Timirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning ogumbrofcTæknideildTimans. Prentun: Blaöaprent h.f. Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð I lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hvert er markmið Nýs vettvangs? I viðtali við Tímann á föstudaginn benti Sigrún Magnúsdóttir borgarfúlltrúi, sem skipar efsta sæti ffamboðslista Framsóknarflokksins í væntanlegum borgarstjómarkosningum í Reykjavík, á að það sé ekki trúverðug aðferð af hálfu Nýs vettvangs, sem er nafn á nýstofnuðum stjómmálasamtökum, að kalla á Framsóknarfélögin í Reykjavík til liðs við sig um sameiginlegt listaframboð. Má segja að hér sé um að ræða furðulega pólitíska tilætlunarsemi, þegar fýrir liggur að framboðslisti Framsóknarflokksins er löngu ákveðinn. Sameiginlegt framboð minnihlutaflokka og íhalds- andstæðinga í borgarstjóm Reykjavíkur var til um- ræðu fyrir ári. Alþýðuflokksmenn mfú þá samstöðu sem náðst hafði um ffamkvæmanlega leið í því sam- bandi. Það mál verður ekki tekið upp að nýju, síst á grundvelli Nýs vettvangs. Til þess em engin skilyrði. Orð Sigrúnar Magnúsdóttur um tilkomu og eðli þessa nýja framboðsflokks em athyglisverð, þegar hún segir að í því felist ekkert nema mótsögn að for- ystumenn telja framboð sitt „þverpólitískt“ - - sem það er ekki — og ásaka aðra stjómmálaflokka um að viðhalda „úreltu kerfi“, þ.e.a.s. formbundnum félags- skap um þjóðmálastefnur. Sigrún Magnúsdóttir bendir réttilega á að þegar hópur fólks ákveður að bjóða fram og taka þátt í kosningabaráttu sé hann um leið að búa til stjóm- málaflokk. „Mér fínnst að verið sé að slá ryki í augu fólks með því að halda því fram að Nýr vettvangur sé eitthvað annað en flokkur,“ segir Sigrún Magnúsdótt- ir. Þetta er kjami málsins. Aðstandendur Nýs vett- vangs er fólk sem ætlar að stofna nýjan flokk. Sá til- gangur fer öndvert við það sem hingað til hefúr verið rætt um, að því er varðar samstöðu minnihlutaflokka í borgarstjómarkosningum, að ekki sé minnst á aðrar kosningar. Abending Sigrúnar um þetta atriði er tímabær, fyrst og fremst að því er varðar afstöðu Framsóknarflokks- ins. Sem forystumaður í flokki sínum kveður hún upp úr um það á réttum tíma að Framsóknarflokkurinn er ekki nú ffemur en endranær í neinum samrunahug- leiðingum í anda þess fólks sem berst fyrir því að sameina ,jafnaðarmenn“, „vinstri menn“ eða „fijáls- lynd öfl“ í einum flokki. Slíkt samrunaákall verða menn að skilja réttum skilningi og hjúpa ekki loðnum áróðursfrösum. A mæltu máli þýðir „sameining jaftiaðarmanna“ og hvers kyns tilbrigði við þetta pólitíska slagorð, ekkert annað en að leggja skuli niður Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn til þess að stofna nýjan flokk á rúst- um þeirra. Nýr vettvangur er tilraunastarfsemi í að stofna nýjan stjómmálaflokk úr Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu. Það þarf enga forstokkaða flokkshyggju, síst í þeim flokkum sem hér eiga engan hlut að máli, til að láta sér fátt um slíka tilraunastarf- semi fínnast. Þetta er spuming um að skilja tilgang og eðli tiltekinnar þjóðmálahreyfmgar og bregðast við í samræmi við það. 1 GARRI & v. ; ■ Sl kríf áð með vinstrí fæti Ljóst er að Ellert Schram, ann- an af ritstjórum rauðvinspress- unnar, langar til að komast í slag- tog við Ólínu hjá Nýjum vettvangi. Hann vfldi verða svo mikið hjá Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma, að flokkurínn gat ekki rúmað hann þótt hann sé stærsti flokJkur landsins. Nú hef- ur Ellert brugðið á það ráð að skrifa sunnudagshugvekju um vinstrí fót sinn, sem hann segir hafa verið afbragð annarra fóta og a.m.k. landsfrægur. Vegna þess hve Ellert hefur góðan vinstri fót telur hann að sín bíði nokkur þátttaka í hinni nýju vinstri pólitík í landinu, sem sprottið hefur upp af þvf, að ungt fólk hefur geflst upp á Alþýðu- bandalaginu. Eilert telur að jafn- vel Morgunblaðið stundi vinstri fótar fræði með skrifum sínum um Eimskip. Og samkvæmt eðli fótboltahetju og þeirrar ættar- fylgju að teija sig kallaðan, fal- býður ritstjórinn vinstri fót sinn til þátttðku i baráttunni. Aðrir útlimir Mikil saga verður af Ellerti áð- ur en yfir lýkur, fyrst vinstri fót- ur hans einn og sér er orðinn til- efni stóra skrifa um frægð persónunnar. Hvað verður um aðra útlimi? Þá er ógetið allrar hinnar víðfeðmu sálar rltstjór- ans, innyflanna og heilabúsins. Hann ætti að fá hrossabóndann, matarmanninn, rauðvínshetjuna og meðritstjórann tfl að skrifa bók um hinn einstaka likama Ell- erts. Það yrði náttúrlega ekki roatreiðslubók, nema þá í pólitík Ellert Schram „Jafnvel minn gleymdi og flmmtugi vinstri fótur, sem um Iangt skeið hefur verið persona non grata i samkvæmisiífí stjórn- málanna, kemst kannski aftur á blað.“ skrifar Ellert í blað sitt í titt dulbúinni áskorun á Ólínu að muna nú eftir því að í bænum bíður maður með sérdeflis mikil- vægan vinstri fót, sera getur lagt Nýjum vettvangi lið. Samanber þau orð ritstjórans, að „vinstrí fóturínn í pólitik lýðræðiskyn- slóðarinnar er að vakna ti) lífsins. Og sparkar frá sér.“ Það fer ekki á milli mála að Ellert hefur ofur- trú á vinstri fæti sínum og vill leggja hann fram tfl stuðnings þeim sem eru að „vakna til lífs- ins“. Svona er að hafa bömluiitla Iðngun til að vera í pólitík. En Ellert gætir ekki að einu mikilvægu atriði, og er i því efni alveg samstiga lýðræðiskynslóð- inni. Þeir sem stofna flokka og fara í framboð ættu að hafa fleiri eríndum að gegna en stofna flokka og fara í framboð. Það er að vísu afskaplega skemmtilegt tyrir þá sem eru i framboðí. Þcir eru kvaddir á vettvang og látnir tala yflr lýðnum, og það er ætlast til að þeir sigri í kosníngum. En þá byrja vandamálin fyrst. Ekld er stöðugt hægt að tala um vinstri fótinn á Ellerti Schram, og spurning hvort hann hefur nokkra pólitiska þyngd. Það verður þó sagt lýðræðiskynslóð- inni til málsbóta, að þótt hún hefði ekkert annað en þennan vinstri fót fram að færa gæti hann orðið gáfulegrí grunnur tfl byggja á en sá grunnur sem „alvörustjórnmálaflokkar" eru stundum að guma af. Sjálflýsandi Ástæða er til aö vona að EUerti Schram takist að gera einhvern pólitískan „gambít“ úr vinstri fæti sinum, svo mjög sem hann gumaði af honum í DV á laugar- daginn. Auðheyrt er að ritstjór- inn telur að mikill mundi maður- inn allur væri hann til umræðu en ekki fóturinn einn. Kannski ætlast hann til að aðrir líkams- hiutar verði i öðrum flokkum samtimis, og bonurn verði skipt niður eins og likama, sem hefur verið strikaður niður í hluta fyrir krufningu. En það sem mesta at- hygli vekur við lestur fótarskrifa cru hinir afdráttarlausu pólitísku kostir sem höfundur hcfur til að bera. Sjálfsánægjan er bókstaf- lega sjáltlýsandi. Sé einhver kviði rikjandi í Nýjum vettvangi ættu samtökin að bregða á það ráð að fá fót Ellerts, enda yrðu þau sjálflýsandi við það. Garri VITT OG BREITT VINUR I RAUN Þrátt fyrir allt hefur líklega engin þjóð reynst íslendingum betur en Danir og enginn vafi leikur á að úr því að fullveldið glopraðist niður á sínum tíma, var ekki völ á betri herraþjóð en Dönum íyrir ráölítið smáríki sem aldrei heíur verið ann- að en útkjálki á mörkum hins byggilega heims. Enn þann dag í dag er velvild Dana í garð íslendinga söm við sig og vilja þeir eybyggjum á norður- slóð allt hið besta og ber ekki að misvirða það þótt þeir ráðleggi ekki alltaf heilt, og því ættu þeir að gera það, þar sem þeir kunna ekki alltaf sjálfir fótum sínum forráð og eru þar af leiðandi ekki trúandi til að ráðskast með aðra. En íslendingar ættu að vera Uffe Elleman-Jensen, utanríkisráðherra, þakklátir fyrir að segja þeim nokkur sannleikskom um Evrópubandalag- ið, svona í framhjáhlaupi þegar hann er að hvetja allar Norður- landaþjóðimar að fara að dæmi Dana að sækja um fulla aðild að EB og gerast sambandsriki. Fleiri ágætir Danir hafa suðað nokkuð um sama efni, svo sem Schltiter, forssætisráðherra og for- veri hans Anker Jörgensen, krata- leiðtogi. Sannleikskom Utanrikisráðherrann okkar, hann Jón Baldvin, hefur tekið góð ráð og frómar óskir danska utanríkisráð- herrans óstinnt upp og er farinn að munnhöggvast við hann um ágæti eða gagnsleysi EFTA og hvort hlegið er að þeim samtökum í aðal- stöðvum Evrópubandalagsins eða hvort þar þyki ómaksins vert að rabba við ráðherra Fríverslunar- bandalagsins. Uffe hinn danski æsir reyndar fleiri en íslendinga upp til hávaða- yfirlýsinga. Hann gefur einnig Norðmönnum, Finnum og jafnvel hinum háæmverðugu Svíum föður- legar áminningar um að þessar þjóðir geti ekki vænst þess að geta lifað í vellystingum pragtuglega ut- an Bandaríkja Evrópu og haldið uppi sjálfstæðu efnahags- eða menningarlífi á þeim útnámm sem enn er verið að kalla Norðurlönd, þegar þeirri Paradís auðsins, sem kölluð er innri markaður EB, verð- ur upplokið fyrir alla réttláta annó 1992. Danski utanríkisráðherrann er svo heiðarlegur að tilkynna þeim nor- rænu kollegum sínum sem ekki em í Evrópuklúbbnum, að þeir einir geti haft áhrif innan EB sem eiga þar fúlla aðild. I Evrópubandalaginu er ekki um neina aukaaðild eða neitt slíkt að ræða. Annað hvort er maður með eða ekki. Það er eins gott að gildur limur eins og UfTe Elleman-Jensen geri mönnum þetta ljóst. Margir at- hafnamenn og stjómmálamenn hér á landi em að daðra við þá ósk- hyggju að hægt sé að vera utan eða innan í EB og halda samt óskorðu fullveldi og eignaraðild á landi og auðlindum. Svo á kannski ríki frændi í Ameríku að passa okkur líka. Það á ekki að skammast við Uffe fyrir að segja nokkur sannleiks- kom. Nær væri að hengja á hann stærsta og þyngsta kross sem út- hlutunardeild íslenskra krossa hefur yfir að ráða. í uppnámi -Það er undarleg tilhugsun að til- heyra þjóð í upplausn, segir annar ágætur Dani í viðtali við Morgun- blaðið um helgina. Sven Havsteen- Mikkelsen er menningarmaður sem ekki er algjörlega blindaður af framúrstefnuboðskapnum ffá Frankfúrt-París-Mílanó. Hann lítur til norðurs og þykist eiga þar nokkra staðfestu. Dönsk þjóð er að hverfa og þar með dönsk menning. Þýskaland er helmingi þéttbýlla en Danmörk. Skrýtið frá íslandi séð. Innan nokk- urra ára verða 5 milljónir Þjóðveija búsettir f danska fylkinu, að áliti hins aldna ættjarðarvinar, sem sér veröld sína hverfa af yfirborði jarð- ar að sér gengnum. í þeirri von að aðrir þrauki lengur gefúr hann handrit til íslands svo þau megi kannski varðveitast. Margar aðrar þjóðir em í upp- lausn og eiga t.d. Luxemborgarar ekki nema 70% af sínu litla landi lengur. Öll þjóðarsérkenni em að hverfa. Hollenski menntamálaráðherrann hefúr stungið upp á að hætt verði að kenna á hollensku í því landi, en skólakerfið taki upp ensku í stað- inn. Þýskaland er eins og harmóníka sem dregst sundur og saman og get- ur þegnum þar fjölgað um tugmillj- ónir á örfáum vikum. Gamla Habs- borgaraveldið getur allt eins verið orðið að stórveldi í Bandaríkjum Evrópu á einni nóttu ef svo vill verkast. Það ætti einhver að sýna ís- lenskum iðnrekendum og öðmm slíkum evrópskan söguatlas til að komast í skilning um að Evrópa var ekki búin til 1945. Um þjóðemismál vísast til mjög takmarkaðara ffétta af borgarastyij- öldum vítt og breitt um austanverða álfúna. En popparar og blómaböm viðurkenna ekki slíkt og er einfald- ast að líta ekki upp úr vandamálum Suður-Affiku og gera þau að sínum og vita svo ekkert í sinn haus um af- ganginn af veröldinni. Eitt er þó óskiljanlegast af öllu. Hvers vegna em norrænir ráða- menn svona reiðir út í Uffe Elle- man- Jensen?, sem ekkert hefúr til saka unnið annað en að bjóða þeim inn í alsælu markaðshyggjunnar og hætta að reka smáríki fyrir norðan allt velsæmi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.