Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 27. mars 1990 Bjartari horfur í efnahagsmálum Opinn fundur veröur haldinn í Súlnasal Hótel Steingrímur gQgU fjmmtudaginn 29. apríl n.k. kl. 20.30. Hermannsson Fundarefni: Bjartari horfur í efnahagsmálum. Frummælandi verður Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og mun hann svara fyrirspurn- um. Fundarstjóri: Alfreð Þorsteinsson, formaður F.R. Framsóknarfélag Reykjavíkur Alfreð Þorsteinsson Framsóknarvist verður spiluð sunnudaginn 1. apríl n.k. í Danshöllinni (Þórscafé) kl. 14.00. Þrenn verðlaun karla og kvenna. Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra flytur stutt ávarp í kaffihlói. Framsóknarfélag Reykjavíkur Garðabær Fundurverðurhaldinn í Framsóknarfélagi Garðabæjar miðvikudaginn 28. mars n.k. kl. 20.30. Fundarefni: Framboðsmál Stjórnin Keflavík - Fram-orðið Frambjóðendur flokksins til bæjarstjórnarkosninganna verða til viðtals á hverju kvöldi fram að kosningum að Hafnargötu 62, Keflavík. Keflvíkingar eru hvattir til að koma og kynna sér stefnu flokksins og ræða málin. Frambjóðendur Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Kransar, krossar, kistu- skreytíngar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. MIKLUBRAUT 68 o 13630 Þökkum innilega hlýhug og samúð við fráfall konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu Steinunnar Mattíasdóttur Hæli Sérstakar þakkir færum við Ingibjörgu Jóhannsdóttur og starfsfólki hennar á Dvalarheimilinu á Blesastöðum, svo og hjúkrunarfólkinu á Sjúkrahúsi Suðurlands fyrir frábæra umönnun þegar hennar var mest þörf. Steinþór Gestsson Gestur Steinþórsson Aðalsteinn Steinþórsson Margrét Steinþórsdóttir SigurðurSteinþórsson og barnabörn Jóhanna Steinþórsdóttir Drífa Pálsdóttir Hólmbjörg Vilhjálmsdóttir Már Haraldsson Bolette H. Koch t Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu Helgu Lovísu Kemp Vffilsstöðum Hrafnkell Helgason Helgi Hrafnkelsson Anna K. Gunnlaugsdóttir StellaStefanía Hrafnkelsdóttir EinarSigurgeirsson Hrefna Lovísa Hrafnkelsdóttir Gunnar Karl Guðmundsson og barnabörn lllllllllllllllllllllr (ÞRÓTTIR iililllHHHHHIIMl.l1,1.l.l:lll'HIIIIIIIHHHHlll:|lHui:IIIIIIIIHIHIHIHIIIIIIHI:|.II:ii:iilllllllllllllllllllllllllli!:|'iiilllilllllllllllllllllllllllll iÓUÍFsÍUCitO t-OLUf' 1 **>íl • , V’ íslandsmeistarar Þróttar í karlaflokki í blaki 1990 með tslandsbikarinn. Tímamynd Pjetur. íslandsmótið í blaki: Þróttarar rifja upp forna daga Þróttarar urðu íslandsmeistarar í blaki karla í laugadaginn er liðið vann 3-1 sigur á HK í Digranesi. Sigur Þróttar í úrslitakeppninni kemur nokkuð á óvart þar sem liðið átti í erfiðleikum lengst af deildar- keppninnar. Það er Þrótturum engin nýlunda að taka við íslandsbikarn- um, félagið vann samfellt 1981-1988, en síðustu 2 ár hafa ÍS og KA sigrað í mótinu. En nú fannst Þrótturum nóg komið og rifjuðu upp forna daga. Kvennalið UBK og Víkings mætt- ust einnig á laugardag og fyrirfram var búist við að um úrslitaleik væri að ræða. Svo fór þó ekki. ÍS varð Frjálsar íþróttir: Heimsmet í spjótkasti Svo til óþekktur Svíi, Patrik Bodén setti heimsmet í spjótkasti á móti í Austin ■ Texas um helgina. Bodén, sem talin er þriðji besti spjótkastari Svía kastaði 89,10 m, en eldra metið átti Tékkinn Jan Zel- ezny en það var 87,66 m. BL íslandsmótið í júdó: Tólfti sigur Bjarna í röð Bjarni Friðriksson júdómaður úr Ármanni vann sigur í opnum flokki á íslandsmótinu í júdó á laugardag, 12. árið í röð! Bjarni vann einnig sigur í sínum þyngdarflokk +95 kg flokki. Bjarni glímdi gegn Sigurði Berg- mann í úrslitaglímunni í opna flokknum og vann Bjarni á stigum. Bjarni hafði yfirhöndina alla glím- una en tók ekki áhættuna á að reyna að vinna á ippon, en flestir andstæð- ingar hans á mótinu máttu sætta sig við ippon. Nánar verður sagt frá mótinu síðar. BL íslandsmeistari, en leiknum lauk með 3-2 sigri Víkings. Stúdínur meistarar Frá Jóhannesi Bjarnasyni íþróttafréttaritara Tímans á Akureyri: Það bjuggust fáir við því fyrir úrslitakeppnina um íslandsmeistar- atitilinn í blaki kvenna, að Stúdínur myndu blanda sér í baráttuna um efsta sætið. Lið Víkings og UBK höfðu haft nokkra yfirburði og þótti sýnt að titilinn féll öðru hvoru liðinu í skaut. Stúlkur með hvítu kollana kollvörpuðu þó öllum spádómum og með því sigra stöllur sínar úr KA á sunnudaginn tryggðu þær sér heið- ursnafnbótina íslandsmeistarar 1990. Sigurinn var öruggur og þurftu meistararnir aðeins 3 hrinur til að gera út um leikinn. Var fögnuður þeirra ólýsanlegur að leik loknum og eru þær vel að sigrinum komnar. Bergrós Guðmundsdóttir var yfir- burða leikmaður á vellinum og spil- aði lista vel fyrir ÍS. Aðrir leikmenn voru jafnir að getu, en allar spiluðu þær vel. Sama verður ekki samt um KA- stúlkur, voru lykilleikmenn á borð við Karítas Jónsdóttur og Höllu Halldórsdóttur verulega niður- dregnar. Á undan konunum lék karlalið félaganna og höfðu fyrrverandi ís- landsmeistarar KA betur, en þeir unnu í þremur hrinum, 15-13, 15-12 og 15- 10. Svipuð þróun hefur verið í úrslita- keppni karla og kvenna. Þróttur í Reykjavík, sem átti í hálfgerðu basli með að komast í úrslitakeppnina, skaut KA og ÍS ref fyrir rass og með sigri á HK á laugardag tryggðu þeir sér íslandsmeistaratitilinn. KA-menn mæta nýkrýndum meisturum í úrslitaleik í bikarkeppn- inni og má búast við litlum kærleik- um á þeim vígvelli. Leikurinn mun fara fram nyrðra 7. apríl. JB/BL ii Körfuknattleikur - Úrslitakeppnin: Oruggt hjá KR Gegn Grindvíkingum í undanúrslitunum KR-ingar unnu Grindvíkinga í fyrsta leik úrslitakeppni íslands- mótsins í körfuknattleik á Seltjarn- arnesi 75-70 á sunnudagskvöld. Leikurinn var lengst af lítt spennandi vegna öruggrar forystu KR-inga. Þeir röndóttu komust í 10-3, 22-12 og 30-16 í fyrri hálfleik. Grindvíkingar hittu á þessu kafla afar illa í körfuna og voru út á þekju í vörninni. Undir lok hálf- leiksins þegar KR-ingar fóru að skipta varamönnunum inná j afnað- ist leikurinn. Aðeins munaði 3 stigum í leikhléinu 41-38. Grindvíkingar minnkuðu mun- inn í 2 stig í upphafi síðari hálfleiks 44-42 en KR-ingar hleyptu þeim ekki nær. Níu stig gegn engu breyttu leiknum aftur heimamönn- um í hag 57-42 og þessi munur hélst næstu mínútur. Undir lok leiksins batnaði hittnin verulega hjá gestunum og minnstu munaði að lokamínúturnar yrðu spenn- andi. Sigur KR-inga 75-70 var sanngjarn og öruggur. KR-ingar léku án Anatolij Kovtoum sem var í leikbanni og í Grindavíkurliðið vantaði Rúnar Árnason sem er handarbrotinn. Hætt er við að Suðurnesjamennirn- ir verði erfiðir KR-ingum í öðrum leik liðanna í Grindavík í kvöld og þá gætu heimamenn hæglega jafn- að stöðuna í viðureigninni. Birgir var bestur KR-inga í leiknum, en hjá Grindavík var Darren Fowlkes mest áberandi, en hittni hans í fyrri hálfleik var þó verulega ábótavant. Stigin KR: Birgir 30, Axel 16, Matthías 10, Páll 8, Guðni 6, Lárus 3 og Hörður Gauti 2. UMFG: Fowlkes 28, Steinþór 17, Guð- mundur 11, Ólafur 8, Hjálmar 2, Guðlaugur 2 og Eyjólfur 2. Góðir dómarar leiksins voru þeir Leifur Garðarsson og Kristján Möller. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.