Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.03.1990, Blaðsíða 15
Þriöjúdagur 27'. mars'1990' Tírriihn 1B ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur-Úrslitakeppnin: Naumur sigur ÍBK í fyrri leik liöanna í úrslitakeppni Islandsmótsins Frá Margréti Sanders íþróttafréttaritara Tím- ans á Su&urnesjum: Keflvíkingar sigruðu Njarðvík- inga í 83-82 hörkuspennandi leik í úrslitakeppni íslandsmótsins fyrir troðfullu húsi í Keflavík ■ gærkvöldi, Njarðvíkingar voru yfir í leikhléinu 38-36. Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur, komust í 13-4, en þá kom góður kafli hjá Njarðvíkingum sem komust yfir 20-19. Liðin skiptust á að hafa forystu það sem eftir var hálfleiksins og tvö stig skildu í leikhléinu, Njarðvík í vil. Njarðvík hafði yfirleitt frumkvæð- ið í síðari hálfleik, höfðu mest 9 stiga forskot en Keflvíkingar voru fljótir að laga stöðuna og komust yfir 76-75. Njarðvíkingar breyttu stöð- unni sér í vil 81-76 þegar aðeins 1 mín. var eftir af leiknum. Guðjón Skúlason skoraði þá þriggja stiga körfu, en Helgi jók forskot Njarð- víkinga um eitt stig með vítaskoti 82-79. Þegar 30 sek. voru eftir fengu Keflvíkingar 2 vítaskot og Nökkvi Már Jónsson skoraði úr þeim báðum og staðan var 82-81 fyrir UMFN. Njarðvíkingar glopruðu knettinum út af og brutu síðan aftur á Nökkva þegar 6 sek. voru eftir. Hann var öryggið uppmálað og skoraði úr báðum vítaskotunum og tryggði Keflavík sigurinn 83-82. Patrick Releford átti skot á síðustu sekúnd- unni en það geigaði og Keflvíkingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Síðari leikur liðanna verður í Njarðvík á miðvikudagskvöld. Bestir hjá ÍBK voru Guðjón Skúlason í sókninni og Magnús Guð- finnsson og Nökkvi voru góðir í síðari hálfleik, en Nökkvi gætti Pat- ricks vel og vann leikinn síðan fyrir ÍBK í lokin. Sandy Anderson stóð sig vel í fráköstunum og hirti 17 slík í leiknum. Patrick var bestur Njarð- víkinga, en Helgi Rafnsson var góð- ur í síðari hálfleik og ísak Tómasson átti ágæta spretti. Dómarar voru Helgi Bragason og Bergur Steingrímsson. Stigin UMFN: Releford 19, Helgi 15, ísak 14, Jóhannes 12, Teitur 8, Ástþór 6, Kristinn 4 og Friðrik Ragnars. 4. ÍBK: Guðjón 28, Magn- ús 18, Falur 13, Nökkvi 10, Ander- son 6, Sigurður 6 og Einar 2. MS/BL Handknattleikur - Landsliðiö: Jafntefli og stórtap Níu marka ósigur 20-29 gegn íslendingar gerðu jafntefli gegn Norðmönnum 23-23 í Osló á sunnudaginn, en í Ieikhléi voru Norðmenn yfir 12-8. Góður síðari hálfleikur íslenska liðsins og af- bragðs markvarsla Leifs Dagfinns- sonar á lokakaflanum gerðu gæfu- muninn og íslenska liðið má vel við jafnteflið una. Mörkin: Konráð Olavson 7, Sig- urður Sveinsson 4, Júlíus Jónasson Noregi í gasrkvöldi 4, Valdimar'Grímsson 3, Óskar Ármannsson 3, Birgir Sigurðsson 2 og Héðinn Gilsson 1. Samiö við Þorberg Forráðamenn HSÍ gengu frá samningi við Þorberg Aðalsteins- son ytra um helgina. Þorbergur mun þjálfa landsliðið fram yfir B-keppnina í Austurríki 1992 og vilji er hjá báðum aðilum að fram- lengja samninginn eftir þann tíma. Einar Þorvarðarson mun verða aðstoðarþjálfari liðsins. Stórtap í gærkvöldi mættust liðin öðru sinni og nú höfðu Norðmenn betur 29-20, eftir að staðan í leikhléi var 10-11 íslenska liðinu í vil. Algjört hrun í síðari hálfleik. BL Handknattleikur-VÍS keppnin: Ötrúlegir yfirburðir hjá FH-ingum gegn Stjörnunni Botnbaráttan harðnar enn eftir að HK vann Gróttu Efsta lið 1. deildar í handknatt- leik, FH vann yfirburða sigur á Stjörnunni úr Garðabæ er liðin mættust í íþróttahúsinu við Strand- götu á laugardag. Fyrirfram hafði verið búist við spennandi leik sem ráða mundi miklu um hvar íslands- meistaratitilinn lenti i ár. Nú getur fátt komið í veg fyrir að FH-ingar hreppi titilinn, en Valsmenn geta enn gert strik í þann reikning. Það var ekki að sjá að liðin í 1. og 3. sæti 1. deildar væru að leika á laugardaginn. FH-ingar gerðu út um leikinn með því að komast í 10-1 forystu á fyrstu 20 mín. leiksins, en Stjörnumenn náðu að minnka mun- inn niður í 7 mörk í leikhléinu 14-7. Þessi munur var Garðbæingum hins vegar óyfirstíganlegur í síðari hálfleik og FH-ingar juku muninn. Þeir Guðjón Árnason og Óskar Ármannsson fóru báðir á kostum og FH liðið átti ekki í neinum vandræð- um með að innbyrða stóran sigur 29-17. Auk áðurnefndra leikmanna FH voru Héðinn Gilsson og Þorgils Óttar Mathiesen góðir, en liösheild- in hjá FH var mjög sterk. Hjá Stjörnunni var Sigurjón Guðmunds- son eini maðurinn sem lék af eðli- Staðan í 1. deildinni í handknattleik FH ...... 14 12 1 1 379-316 +73 25 Valur .... 14 11 1 2 375-320 +55 23 Stjarnan .14 8 2 4 325-305 +2018 KR ...... 14 7 3 4 304-297 +7 17 ÍBV...... 14 5 3 6 324-321 +3 13 ÍR....... 14 5 2 7 303-310 -7 12 KA ...... 14 5 1 8 318-339 -21 11 Víkingur .14 2 3 9 310-341 -31 7 Grótta .. 14 3 1 10 297-337 -40 7 HK ...... 14 2 3 9 291-340 -49 7 legri getu. Mörkin FH: Óskar 8/6, Guðjón 7, Héðinn 6, Þorgils 3, Hálfdán 2, Gunnar 1 og Jón Erling 1. Stjarnan: Sigurjón 4, Gylfi 4/1, Einar 3/1, Sigurður 2, Skúli 2 og Hafsteinn 2. Enn tapa Víkingar Valsmenn unnu öruggan sigur á Víkingum 30-23 á Hlíðarenda, eftir að staðan í leikhléi var 13-12 fyrir Val. Eftir jafnan fyrri hálfleik var púðrið búið hjá Víkingum og enn einn tapleikurinn leit dagsins Ijós. Mörkin Valur: Brynjar 8/2, Jakob 6, Finnur 5, Jón 5, Valdimar 5/2 og Theodór 1. Víkingur: Birgir 7/2, Guðmundur 5, Dagur 3, Bjarki 3, Karl 3 og Ingimundur 2. ÍR-ingar fengu skell KR vann stóran sigur á ÍR er liðin mættust í Höllinni. Góður síðari hálfleikur hjá KR tryggði þeim þennan sigur, en fyrri hálfleikur var jafn, staðan í leikhléi var 11-12 ÍR í vil. Mörkin KR: Konráð 7/1, Stefán 6, Páll eldri 4/4, Sigurður 3, Guð- mundur 3, Þorsteinn 1 og Einvarður 1. ÍR: Frosti 5, Róbert 4, Magnús 4/2, Ólafur 3, Sigfús Orri 1 og Matthías 1. KA-menn náöu hefndum Eyjamenn sem slógu KA út úr bikarkeppninni í síðustu viku, urðu að lúta í lægra haldi fyrir norðan- mönnum í deildinni á laugardag 21-24, eftir að staðan í leikhléi var 9-13. Mörkin ÍBV: Sigurður G. 10/4, Sigurður F. 3, Guðmundur 3, Sig- björn 2, Hilmar 2 og Guðfinnur 1. KA: Erlingur 6/3, Sigijrpáll 6, Pétur 4, Jóhannes 4, Guðmundur 2 og Karl 2. Annar sigur HK HK heldur enn í vonina um að halda sér í 1. deild, liðið vann sinn annan sigur í deildinni gegn Gróttu á laugardag 27-25 í hörkuspennandi leik. Staðan í leikhléi var 12-14. Mörkin HK: Róbert 9, Magnús 8/5, Óskar 4, Ásmundur 2, Rúnar 2, Eyþór 1 og Ólafur 1. Grótta: Willum 8/4, Stefán 5, Halldór 3, Davíð 3, Páll 3, Svafar 2 og Friðleifur 1. BL BÍLALEIGA meö útibú allt í kringum landiö. gera þér mögulegt að leigja bíl á einum staö og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar tv^5—-* L=Sffl m Frá menntamála- ráðuneytinu Fjárveiting úr íþróttasjóði Samkvæmt lögum um breytingu á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga nr. 78/1989 veitir Alþingi árlega fé í íþróttasjóð. Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga eða íþrótta- samtaka í því skyni að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana s.b.r. Reglugerð um íþróttasjóð nr. 609/1989. Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjárveitingar til sjóðsins 1991, en þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki í sér skuldbindingar um frekari styrkveitingar. Umsókn um stuðning úr íþróttasjóði vegna fjárveitinga ársins 1991 þurfa að berast fyrir 1. maí nk. íþróttanefnd ríkisins, menntamála- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Með umsóknum þarf að fylgja greinargerð um fyrirhugað verkefni. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlendum bókmenntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1990 nemur 5.780.000,- krónum. Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 25. apríl n.k. Reykjavík, 22. mars 1990 Menntamálaráðuneytið Vinningstölur laugardaginn 24. mars ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.318.128 2. 4^ 3 134.370 3. 4af5 110 6.321 4. 3af5 3.759 431 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.038.908 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULINA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.