Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 3
Miövikudagur 28. mars 1990 Tíminn 3 Deilur innan Borgaraflokksins vegna afstöðu Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar í borgarstjórnarkosningum: Asgeir sakaður um að þióna tveimur herrum Svo virðist sem upp sé kominn ágreiningur innan Borgaraflokks- ins vegna tengsla Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar alþingismanns við samtökin Nýjan vettvang. Borgaraflokkurinn býður sjátfur fram til borgarstjómar og að sögn formanns uppstillingamefrídar flokks- ins, verður Ásgeir Hannes að gefa skýríngar á því hvort hann hyggist styðja Borgara eða Nýjan Vettvang í kosningunum í vor. Menn telja jafnvel möguleika á að deilan endi með því að Ásgeir verði fýrsti þingmaður samtakanna. Svo virðist sem helgarviðtal Tímans við Ásgeir Hannes fyrir skömmu hafi haft af- gerandi áhrif á deilumar innan flokksins. I umræddu viðtali lét þingmaðurinn þau orð falla að hann hefði litið á Borgara- flokkinn sem útgönguleið, frekar en var- anlega lausn á sviði stjómmála. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á hluta af samstarfs- mönnum hans innan flokksins og var umrætt viðtal hengt upp á skrifstofu Borgaraflokksins til þess að undirstrika þá óánægju. Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokks- ins, vildi ekki tjá sig um þetta mál er Tíminn hafði samband við hann í gær- kvöld og bar því við að hann væri nýlega kominn heim fiá útlöndum og hefði ftétt af málinu fyrst í gær. Hann sagði þó að væntanlega yrði úr því skorið á fundi að- alstjómar á laugardag. Upphaf þessara deilna má rekja til þess að menn innan Borgaraflokksins voru ekki á eitt sáttir um hvort flokkurinn ætti að bjóða ffam í eigin nafrii til borgar- Frá undirritun samkomulaasins við afkomendur Hermanns Jónasson- ar. Standandi ffá vinstrí: Olafur Elímundarson sagnfræðingur, Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur og Sveinbjöm Dagfinnsson ráðuneytis- stjóri, tengdasonur Hermanns. Sitjandi frá vinstri: Guðmundur Sæ- mundsson bókaútgefandi frá Reykholti hf., Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Pálína Hermannsdóttir. Ævisaga Hermanns gefin út stjómar. Ásgeir Hannes var í forsvari þeirra sem vom á móti þvi og vildu fara í sameiginlegt framboð með Alþýðuflokki, Birtingarmönnum og óháðum undir merkjum Nýs vettvangs. Eins og kunnugt er var hins vegar ákveðið að flokkurinn skyldi bjóða ffam, en erfiðlega virðist ganga að manna listann, a.m.k. hefúr ffestur til ffamboðs verið lengdur Ifam yfir páska. Samkvæmt heimildum Tím- ans mun Ásgeir Hannes ffekar styðja Nýjan vettvang en Borgaraflokkinn í borgarstjómarkosningunum og hann ásamt fleiri þingmönnum fiokksins leggja hart að samflokksmönnum sínum að hætta við ffamboð. Þar gætir hins vegar harðrar andstöðu og tvisýnt um hvemig mál þróast. Brynjólfur Jónsson, formaður uppstill- ingamefhdar Borgaraflokksins fyrir fram- boð til borgarstjómar, sagði að sér vitan- lega, hefði „þetta upphlaup" Ásgeirs Hannesar, bæði í helgarviðtali Tímans fyrir skömmu, sem og nærvera hans á fúndi Nýs vettvangs, tmfiað mjög hans samheija. - En hver eru svör Boigaraflokksins við erindi Nýs vettvangs um samstarf í kom- andi borgarstjómarkosningum? „Það gengur þvert á þá samþykkt sem unnið er eftir,“ sagði formaður uppstill- ingamefndar. Aðspurður kvaðst hann telja það skjóta dálítið skökku við að einn af þingmönnum Boigaraflokksins skuli jafhframt vera einn af stofhendum Nýs vettvangs. - En hvaða augum líta menn innan Borgaraflokksins þá Ásgeir Hannes, í Ijósi þess að hann starfar með mótffam- bjóðendum fiokksins í Reykjavík? „Ég get ekki svarað nema fyrir sjálfan mig,“ sagði Brynjólfúr, „en ég held að það sé mjög hæpið með hann. Eg held að hann verði að gera skilmerkilega grein fyrir sínum gerðum, einhvers staðar verö- ur hann að standa mönnum reikningsskil gerða sinna. En hvort hann hefúr ein- hverja viðhlítandi skýringu á þessu drengurinn, það veður bara að koma í ljós.“ Upphaflega átti ffamboðsftestur í próf- lq'öri flokksins til borgarstjómar að renna út fyrir rúmlega viku, en var ífamlengdur til 7. næsta mánaðar. Prófkjörið sjálft hef- ur ekki verið endanlega ákveðið, en fer væntanlega fram strax eftir páska. Þrátt fyrir ítrekaðár tilraunir náðist ekki í Ásgeir Hannes í gærkvöld til þess að fá hann til að tjá sig um þetta mál. - ÁG Nýr vettvangur í Reykjavík Samtök um Nýjan vettvang efna til opins fundar á Gauki á Stöng miövikudaginn 28. mars kl. 20.30. Allir Reykvíkingar sem vilja breytta stjórnarhætti og mannúðlegri forgangsröö verkefna í höfuðborginni eru hvattir til aö mæta og taka þátt í stefnumörkun samtakanna. Vinnum saman á Nýjum vettvangi. Lýðræði gegn flokksræði. Stjórnin Væntanleg er hjá Bókaútgáfunni Reykholti hf. Ævisaga Hermanns Jón- assonar, skrifuð af Indriða G. Þor- steinssyni, rithöfundi og ritstjóra, en hann hefur unnið að undirbúningi og ritun hennar um árabil. Ólafur El- ímundarson sagnffæðingur hefúr verið honum til aðstoðar við öflun heúnilda. Hermann Jónasson fæddist á jóladag árið 1896 að Syðri-Brekkum í Skaga- firði og ólst þar upp. Hann var glímu- kóngur íslands árið 1921. Laganámi lauk hann árið 1924 og hóf eftir það störf sem fúlltrúi við bæjarfógetaemb- ættið í Reykjavík. Effir það átti hann heimili í Reykjavík, ásamt konu sinni Vigdísi Steingrímsdóttur og bömum þeirra. Hann varð lögreglustjóri i Reykjavík árið 1929 og tók sæti í bæj- arstjóm Reykjavíkur fyrir Framsókn- arflokkinn ári síðar. Þingmaður Strandamanna varð hann árið 1934, en áður en þing kom saman hafði ver- ið mynduð ný ríkisstjóm í landinu undir forsæti Hermanns. Hermann var þingmaður Strandamanna og síðar Vestfjarðakjördæmis í samtals 33 ár og ráðherra í 14 ár, síðast í vinstri stjóminni 1956-58. Hennann var for- maður Framsóknarflokksins í 18 ár, ffá 1944 til 1962. Hann lést í janúar 1976. Ekki er að efa að ýmislegt mun koma fram í þessari bók sem fáir muna lengur en mun þykja forvitni- legt og lærdómsrikt fyrir nútimann. Er bókin unnin í nánu samstarfi við böm Hermanns, þau Pálínu Hermannsdótt- ur og Steingrím Hermannsson forsæt- isráðherra. I bókinni verða einnig margar áhugaverðar ljósmyndir. Steingrímur Hermannsson Alfreð Þorsteinsson Opinn fundur með forsætisráðherra á Hótel Sögu BJARTARI HORFUR í EFNAHAGSMÁLUM Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra verður ræðumaður á opnum fundi í Súlnasal Hótel Sögu n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.30 Fundarefni: BJARTARI HORFUR í EFNAHAGSMÁLUM Fundurstjóri verður Alfreð Þorsteinsson formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur. Á fundinum mun forsætisráðherra svara fyrirspurnum Reykvíkingar og nágrannar eru hvattir til að mæta. Framsóknarfélag Reykjavíkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.