Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 28. mars 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöidsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent h.f. Mánaðaráskrift i kr. 1000,-, verö i lausasölu ( 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Boðskapur danska ráóherrans Utanríkisráðherra Dana, Uffe Elleman-Jensen, ritar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann kemur á fram- færi við íslendinga, fyrst og ffemst íslenska ráðamenn, skoðunum sínum varðandi yfírstandandi samninga Frí- verslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalags- ins (EB) um svokallað Evrópskt efhahagssvæði (EES). Boðskapur danska utanríkisráðherrans er skýr. Hann dregur ekkert undan. Uffe Elleman- Jensen er að sínu leyti prédikari á borð við gamla Grundtvig utan hvað prédikun hans er með öfugum formerkjum og sögð ffam í blíðum tóni veraldar- og alþjóðahyggju auðhringanna, þegar Grundtvig karlinum var umhugað um danska þjóðrækni og norræna rómantík og mælti til þjóðar sinnar með þrumuraust. Danski utanríkisráðherrann segir hreinskilnislega þá skoðun sina að viðræður EFTA og EB um myndun Evr- ópska efhahagssvæðisins eigi sér engan grundvöll eins og nú er komið þróun Evrópumála. Alit hans er það, að hræringamar í Austur- og Mið- Evrópu hafí kippt fótun- um undan tillögum ffamkvæmdastjóra EB, Jacques Delors, þeim sem hann boðaði í janúar 1989. Orðrétt segir Uffe Ellemann- Jensen: „Það er aðeins rúmt ár síðan (Delors) setti (tillögu sína) ffam, í janúar 1989. En einmitt þetta tímabil er mjög langt í Evrópu nútímans. Sviðið hefur gjörbreyst, Evrópa er ekki söm og fyrr. Þess vegna verðum við að spyija okkur hvort hugmyndin sem lá að baki er Delors setti ffam tillöguna sé ekki þegar orðin úrelt vegna rásar viðburðanna. Þess vegna segi ég að Norðurlöndin verða nú að fara að huga að aðild að EB.“ Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra tekur orð danska ráðherrans óstinnt upp og telur hann fara rangt með hver afstaða Evrópubandalagsins sé til samninga- mála þess og Fríverslunarsamtakanna. Að sjálfsögðu hefur Jón Baldvin rétt fyrir sér í því að hinni opinberu stefnu Evrópubandalagsins hefur ekki verið breytt um það sem varðar tengslin milli þessara ríkjabandalaga. Islenska utanríkisráðherranum er ekki láandi þótt hann hafí orð á því og vilji andmæla danska ráðherranum á þeim grundvelli. Hvað sem því líður ætti hreinskilni Ellemanns-Jensens og endurtekin ráðlegging hans til íslendinga að sækja um aðild að Evrópubandalaginu að verða til þess að ís- lenskir stjómmálamenn og ekki síst utanríkisráðherrann lýsi þeim mun skýrar yfír því að íslendingar ætli hvorki nú né síðar að ganga í Evrópubandalagið og muni held- ur ekki gerast aðilar að Evrópska efhahagssvæðinu nema fúllnægt sé skilyrðum sem felast í fýrirvörum gagnvart ýtrustu hugmyndum Evrópusinna um eðli þess. Málflutningur danska utanrikisráðherrans er ekkert di- plómatískt snakk, hann er beinskeyttur boðskapur um að Islendingar geri það sem þeir ætla ekki að gera, þ.e. að fara í fótspor Dana um að verða með í myndun Bandaríkja Evrópu. Um það snýst allt þetta tal þegar til kastanna kemur. Ef Uffe Ellemann-Jensen talar af góð- um hug, svo hreinskilinn sem hann er, er jafhvíst að hann er ekki nægilega kunnugur þjóðlegri afstöðu ís- lendinga í þessu efni. GARRI Svaladans í leikhúsi Gnn er Þjóðleikhúsið kninið á dagskrá, en að þessu sinni hefur Eiöur Guðnason, alþingismaöur, sett fótinn fyrir fjöiritunaráætl- unina, sem þegar hefur kostað ríkið um á iimmta hundrað þús- undir króna. Þingmaðurinn hefur lagt fram þingsáiyktunartlllögu þess efnis að hætt verði við breyt- ingar á sal og svölum Þjóðleik- hússins. Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp Ásgeirs Hannesar Ei- ríkssonar um fríðun Þjóöleik- hússins. Er þvi Ijóst að Alþingi verður innan tíðar að taka af- stöðu tU þess hvort handaverk Guðjóns Samúelssonar eru talin einhvers virði, eða hvort fjölrit- unarlýður og nýungagjarnt leik- aralið á aö fá sér bættan upp skort á andagift með því að rusi- ast í svölum leikhússins. Lokaður klúbbur Þótt íslenskt leikhús þurfl af nokkrum vanefnum að keppa við tvær sjónvarpsstöðvar um flutn- ing leikins efnis, verður sú sam- keppni ekki auðvelduð með stór- felldri breytingu á Þjóðieikhúsinu og nýrri vígslu handa snillingum samtímans. Sagt hefur verið að nær væri að eyða peningunum í að efla leiksýningar í húsinu og má það rétt vera. Það verður þó ekki gert með liði sem einblinir á breytingar á húsinu til bjargar sér en hirðir minna um að boða gjörbyltingu á leíkritavali. Vel má vera aö erfiðaðar sé nú að finna haldbæra samkeppnisleið fyrir leikhúsið en áður var, og þvi verði að taka mcð i reikninginn að kröf- urnar séu meiri núna. En það bætir náttúrlega ekki úr skák, að á sama tíma og örðugleikur leik- hússins fara vaxandi skuli leik- húsið, þ.e. cfnisvalið og áferð þess skuli verka eins og lokaður klúbb- ur, sem hafi þann helstan áhuga á leikhúsi að nota það tU uppeldis í þjóðfélagshugmyndum, sem eng- an varðar um lengur, nema nokkra þá aðila sem lokast hafa inni í trú sinni. Ræflastefnan Sem betur fer á Þjóöleikhúsið opinbera sögu í verkefnavali, sem talar sínu máli. Ekki þarf annað en rifja upp hundshausinn, scm gáfumennirnir í Reykjavík settu “PP» þegar My fair lady var sett á svið. Þáverandi leikhússtjóri varð að setja æru sína að veði fyrir því að það svaraði kostnaði að setja upp svona „prump“ stykki. Hann varð að veðsja eigin hús til að hægt væri að halda áfram. Svo sannfærðír voru gáfumennirnir og tollheimustjórarnir um að allt væri að fara á liausinn i leikhús- inu. Nema hvað; hin fagra frú varð eitt glæsilegasta stykkið sem Ieikhúsið hefur sett upp í fögurra áratuga sögu sinni. En það var ekki pólitísk leikrit til þess skrifað að sýna hvað hugmyndafræðin gerði fyrir fátæklinga. Ræflastcfnan í leikhúsinu hef- ur leikið okkur venjulega áhorf- cndur þannig að hvorki þarf að fara úr fjósgailanum til að sitja frumsýningar né búast við mikilli list innan um alla eymdina á svið- inu. Helst er að menn grípi til Shakespeare þegar Ólafi Hauki linnir, en leikrit eftir hann er ein- mitt að falla í Borgarleikhúsinu þessa daga af þvi fólld vill hafa eitthvað bjartara til að horfa á en daglega fæðu sina. í þessu ástandi þykir ieikhúsfólki ágætt að geta hvílt sig á daglegri mæðu með þvi að ráðslaga um hvort færa eigi til- teknar svalir upp eða niður. Það skortir sem sagt ekki forgangs- verkefnin í ieikhúsinu. Sullast í vandamálum Þeir Þjóðleikhússtjórar, sem komið hafa eftir Guðlaug Rósin- kranz, hafa ekkert unnið til að halda uppi góðum orðstír. Annar þeírra situr nú í sjónvarpinu til að gera það lciðinlegt og sýnir m.a. barnamyndir í laugardagsdag- skrá. Auk þess virðist hann hafa mikinn áhuga á ýmiskonar sosial vandamálum, sem hann heldur að sé skemmtidagskrá. Hinn situr í leikhúsinu og er að basla við að sýna verk sem engan varðar um og enginn man stundinni lengur. Þetta eru nú kallar sem blakta. Svalamál Þjóðleikhússins eru alveg sér á parti. Þau er einskonar bilun, sem verður að vera, vegna þess að fólk hcfur ekkert þarfara aðgera. Það er því rökrétt af Eiði Guðnasyni, að flytja þingsálykt- unartillögu um að láta svalírnar í friði. Leikhúsfólk á ekkert sökótt við Guðjón Samúelsson og það ætti í verkefnavaldi að halda minningu Guðlaugs Rósinkranz i heiöri. En af því þetta er virðing- arlítið fólk varðar það ekkert um þessa menn. Það heldur eflaust áfram aö sullast með þjóðfélags- vandamálin uppi á sviðinu eins og því sé skylt að flytja þar leiðara úr Prövdu. Nú mun sjást hvort AI- þingi metur einhvers þetta hús, burtséð frá leikverkunum. Garri Stórskaðlegt G-framboð Framboð G-listans mun stór- skaða Alþýðubandalagið, segir í ályktun Æskulýðsfylkingarinnar sem í eru ungir allaballar. Þeir ætla að ganga til liðs við Nýjan vettvang til að velgja Reykjavíkuríhaldinu undir uggum. Það eru ný og óvænt tíðindi að ftamboð stjómmálaflokks muni stórskaða hann og að heilt flokksfé- lag hlaupi undan merkjum til að styðja annan stjómmálaflokk, en heldur samt áfram að vera í sínum gamla flokki er hundalógík. En rökin fyrir tilveru Alþýðu- bandalagsins yfirleitt em ef til vill ekki beysnari en svo að unga flokksfólkinu fmnst það á við pólit- ískt stórslys ef flokkurinn ætlar sér að taka þátt í stjómmálaþrasinu upp á eigin spýtur með því að bjóða ftam í almennum kosningum. í rauninni er ekkert athugavert við það þótt allaballar hafi sívax- andi skömm á Flokknum sem eitt sinn var og treysti honum ekki til að laða til sín atkvæði eða taka sjálf- stæðan þátt í pólitík. Hitt er undar- legra ef þetta fólk heldur að flokks- stofhun með öðm áhugafólki um pólitík og ftamboð á vegum annarra lista en G-lista sé eitthvað allt annað en flokkspólitísk þátttaka í stjóm- málavafstrinu. Meðvituð útvíkkun Sigrún Magnúsdóttir.borgarfúll- trúi, hefur bent á það með réttu, að samtök fólks um að bjóða ftam sameiginlegan lista i kosningum, em ekkert annað en stjómmála- flokkar, hvaða nafn sem þeim er gefið. Fordæmi em um svona rakalaus- an tvískinnung í því fúlltrúalýðræði sem við búum við. Samtök um kvennalista veifar því eina tré að þau séu ærði, betri og göfugri en önnur stjómmálasamtök og hátt yfir þau hafin og byggja aðskilnaðar- stefnu sína á háu siðgæðismati á sjálfúm sér og halda því blákalt fram að þau séu ekki flokkur. Alþýðufloldcurinn í Reykjavík hefur í raun lagt sjálfan sig niður þótt enn kunni einhver flokkfélög að starfa að nafninu til. Flokkurinn í kjördæmi Jóns Sigurðssonar, Jó- hönnu og Jóns Baldvins er orðinn að stjómmálaflokknum Nýjum vett- vangi, þar sem allaballar munu etja kappi við krata í prófkjöri um von- arsætin í borgarstjóm. Ráðherragengið í Reykjavíkur- kjördæmi mun samt starfa áfram í ríkisstjóm í nafhi Alþýðuflokksins og þingflokksformaðurinn mun tæpast ljá máls á meðvitaðari út- víkkun á þeirri deild kratanna sem undir hann heyrir. Þvers og kruss Uti í heimi eiga kommúnistar erfitt uppdráttar um þessar mundir og munu væntanlega berast fréttir af þvi til Islands innan tíðar, í síðasta lagi með vorskipum. Þangað til munu það vera almælt tiðindi að niðurbrot Berlínarmúrsins og kosn- ing Havels í forsetaembætti Tékkó- slóvakíu séu einstakur sigur sósíal- ismans eins og séríslensk túlkun á þeim atburðum er. Kosningaúrslit í fyrrum komma- rikjum sýna að sveiflan ffá alræðinu er mun meiri en nokkur bjóst við. Sósíaldemókratar komast varla á blað en var áður spáð verulegu fylgi. Grunur leikur á að fyrrverandi kommar séu að hreiðra um sig í nýju valdakerfi og m.a. í sósíalistaflokk- um og þar með hafnar allur almenn- ingur þeim flokkum. Krafan er að kommar og fylgifiskar þeirra hverfi á brott úr pólitík og valdaaðstöðu. Þeir voru ekki hrópaðir niður og velt úr sessi til þess að læðast aftur bak- dyramegin inn í pólitíkina. Vera má að það sé einhver and- blær frá svona viðhorfum sem ungu allaballanir finna og undirmeðvit- tmdin segir þeim að það sé stór- hættulegt fyrir Allaballaflokkinn að bjóða fram lista i eigin nafni til borgarstjómarkosnúiga. Söfnuður- rnn er nefhilega hvorki finn né menningarlegur lengur og hefúr yf- irleitt ekki af neinu að státa þótt ein- stakir meðlimir fái stundum hroka- köst af gömlum vana. Hitt er svo annað mál, að erfitt er að koma auga á hvað kemur krötum til að leggja sjálfa sig niður og ger- ast „þverpólitískir“ og sitja uppi með allaballa í efstu sætum á lista sínum. En þegar allt kemur til alls er það kannski líka póliktísk stefna að vera þversum. En sú stelling hefiir yfir- leitt ekki þótt gæfúleg til þessa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.