Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.03.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miövikudagur 28. mars 1990 Barði Friðriksson hrl. Ég óska að hefja mál mitt á spum- ingu um hvort íslenska jámblendifé- lagið hf. sé orðið gott fyrirtæki og hvaða skilyrði þurfi almennt að upp- fylla til að fyrirtæki teljist gott. í fyrsta lagi þarf fyrirtæki að vera fjárhagslega öflugt. í öðm lagi þarf það að skila hagnaði í öllu venjulegu árferði. í þriðja lagi þarf það að hafa í þjón- ustu sinni starfsfólk, sem er reiðubú- ið að aðstoða hvert annað og er sam- taka um að sinna öllum þeim verk- efhum sem á hverjum tíma þarf að leysa. í fjórða lagi þarf fyrirtæki að hafa til að bera þann frumkvæðisdugnað eða neista sem nægir í vaxtarbrodd sem eigendur geta bundið við vonir um bættan hag og þykir sæmd í að eiga hlut að. Loks þarf fyrirtæki eftir mætti að vera og hafa vilja til að vera liðtækur þátttakandi í atvinnuuppbyggingu og atvinnuþróun. Við sem hér sitjum emm saman komin til að halda 15. aðalfund ís- lenska járblendifélagsins hf. vegna ársins 1989, sem er ellefta rekstrarár félagsins. Sem formanni stjómar hlutafélags- ins er mér sérstök ánægja að gera það að meginefni ræðu minnar hér á fundinum að færa að því rök að Jám- blendifélagið fúllnægir eins og það er nú í stakk búið öllum þeim skilyrðum sem ég rakti til að teljast gott fyrir- tæki. Ég mun nú leitast við að finna þessum orðum mínum stað. Eins og fram kemur í þeim ársreikn- ingum, scm hér em lagðir fram og síðar verða kynntir nánar, er efnahag- ur Jámblendifélagsins orðinn traust- nska reikningnum var um sl. áramót 65,6% en skv. þeim norska 49,9%. Félagið fúllnægir þannig skilyrðum um traustan efnahag. Afkoma félagsins sl. ár var góð. Hagnaður ársins skv. íslenska reikn- ingnum varð 323 milljónir króna en 52,3 milljónir norskra króna í þeim norska. Þetta er að sönnu lakari af- koma en 1988. Engu að síður ágætur hagnaður eða um 12% af veltu í ís- lenska reikningnum og tæp 16% skv. þeim norska. Af afkomu ársins má ráða að fyrirtækið mun skila hagnaði við allar venjulegar aðstæður. Þriðja skilyrðið, sem ég ræddi um hér að framan, var um gott og sam- hent starfsfólk. í bókinni Spámannin- um eftir Kahlil Gibran segir meðal annars í kafla um vinnuna, hversu þýðingarmikið er um affaksturinn með hvaða hugarfari hver og einn starfar. Þar segir: „Ef þú kremur vín- berin með ólund blandar þú vínið eitri.“ En hér á Grundartanga er ekk- ert gert með ólund, heldur með ljúfú geði eins og glöggt kemur ffam í af- rakstri vinnunnar. Fyrirtækið framleiddi á árinu tæp- lega 3% meira kísiljám en metárið 1988. Á árinu barst ekki ein einasta kvörtun frá kaupanda um að á skorti um gæði eða örugga afgreiðslu. Við- skiptamönnum er ljóst, að efnið frá Islandi er fyrsta flokks og hafa lýst ánægju sinni með það og önnur við- skipti sem þeir hafa átt við félagið. Slíkur árangur næst ekki nema allir leggi sig fram og ég fúllyrði að hér er það gert. Þá kem ég að íjórða atriðinu um neistann eða vaxtarbroddinn. Við, sem tækifæri höfúm til, fylgjumst spennt með því sem hér er að gerast. Hugvitsmönnunum hér er alltaf að hugkvæmast eitthvað nýtt, breytt og bætt. Ávextimir hafa þegar skilað sér með því m.a. að auka afköst verk- smiðjunnar úr 55 þúsund tonnum Útdráttur úr ræðu stjómarformanns á aðalfundi íslenska jámblendifélagsins hf. 21. mars 1990. eins og i upphafi var áætlað að hún gæti mest ffamleitt í rúmlega 72 þús- und tonn sl. ár. Og þessi sívakandi áhugi um nýtt, breytt og bætt mun ffamvegis skila sér í vexti fyrirtækis- ins og fjárhagslegum ávinningi. Við teljum því að neistinn sem þetta fyr- irtæki mun vaxa af sé orðinn að loga sem vonandi verði síðar að báli sem brenni til að ylja og hvetja til dáða, einnig hjá öðmm fyrirtækjum. í tengslum við skilyrðið um hlut- deild góðs fyrirtækis í atvinnuþróun þjóðar sinnar vil ég segja þetta: Þeg- ar Islenska jámblendifélagið hf. var stofnað var eingöngu gert ráð fyrir að verksmiðja þess á Gmndartanga framleiddi jámblendi. Þegar fjár- hagslegt bolmagn fyrirtækisins óx þótti framkvæmdastjóra þess hins vegar einsýnt að það gæti og ætti að taka þátt í uppbyggingu nýrra at- vinnugreina. Sendi hann með góðu Baröi Friðiksson. samþykki og raunar hvatningu ís- lensku stjómarmannanna og sam- þykki hinna erlendu erindi um þetta til Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra 2. janúar 1989. Árangur þessa var tvær og hálf lína af lögum útgefnum 9. maí 1989, sem bættust við 1. grein gildandi laga um jámblendiverk- smiðju í Hvalfirði. Greinin er svo- hljóðandi: „Hlutafélaginu er enn- fremur ætlað á eigin vegum, með þátttöku í öðmm félögum eða með stofnun dótturfyrirtækja að tryggja vöxt fyrirtækisins með arðvænlegum fjárfestingum í öðmm greinum at- vinnurekstrar.“ Jámblendiverksmiðjan á Gmndartanga. loga Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra flutti ffumvarpið og ber að þakka honum það. Hann hefur frá því hann kom til starfa sem iðnaðarráðherra sýnt þessu fyrirtæki áhuga og happa- sæla góðvild. Jámblendifélagið hefúr þegar nýtt sér þá möguleika sem felast í hinni nýju lagagrein og á nú hlut í fjómm fýrirtækjum sem verið er að byggja upp og em álitleg rótarskot i land- námi nýs atvinnurekstrar. Mér er til efs, að sum þessi fyrirtæki hefðu komist á laggimar án Jámblendifé- lagsins. Ömgglega verður haldið áffam á þessari braut. Þá vil ég geta þess að félagið hefúr haldið áffam góðri sam- vinnu við Háskóla íslands og stofn- anir hans og fleiri rannsóknarstofn- anir í þágu atvinnuveganna. Liður í þeirri starfsemi var að kosta sérstakt tímbundið prófessorsembætti í eðlis- ffæði þéttefnis við Háskólann. Af ffamansögðu sést að Jámblendifélag- ið treður að ýmsu leyti ffemur fáfam- ar slóðir í atvinnuþróun. Það leggur rannsóknum lið, tekur að vandlega íhuguðu máli áhættur í nýjum at- vinnugreinum og sýnir þannig eftir megni fmmkvæði og liðveislu sem oft skortir þegar þróa skal nýja at- vinnustarfsemi hérlendis. Að öllu því samanlögðu sem ég hef rætt um hér að ffaman tel ég mig með góðum rökum geta lýst þeirri skoðun minni við ykkur fúlltrúa hluthafa í fé- laginu að ekki verður betur séð en að umbjóðendur ykkar eigi gott fyrir- tæki þar sem íslenska jámblendifé- lagið hf. er. Stjóm Jámblendifélagsins hefúr á fúndi sínum fyrr í dag Qallað um af- komu fýrirtækisins, stöðu þess og horfur, sem stuttlega er lýst í hinni prentuðu ársskýrslu stjómar, sem hér er lögð fram til umræðu og af- greiðslu. Við höfum orðið sammála um að leggja til við hluthafa að arð- greiðsla vegna ársins 1989 verði 5% af nafnverði hlutafjár eins og það hefúr verið aukið. Ég þakka líka fyrir fallega og góða píanóið sem þið gáfuð fyrirtækinu. Ég á ekki orð til að þakka þessa fal- legu og rausnarlegu vináttu- og menningargjöf. Neistinn orðinn að LESENDUR SKRIFA Alheimslíf og aldaskiptin miklu Hnettir í alheimi Stundum gerum við skiptingu á heiminum þannig að við tölum um landið okkar, ísland, og svo önnur lönd. Hér er ólíku saman að jafna hvað stærð snertir, en á hinn bóginn er margt sameiginlegt með landinu okkar og öðmm löndum: Alls staðar er hliðstætt fólk, gróðurfar og dýralíf, þrátt fyrir allan mun og að fjölbreytni lífsins sé að vísu meiri en lítil í hinum ýmsu löndum heims. Svipað mætti segja um alheiminn. Við tölum um stjömuna okkar, Jörð- ina, og sólhverfíð okkar og svo aðrár stjömur. Hér er um enn ólíkari sam- jöfnuð að ræða, hvað stærð og fjölda snertir, og víðáttur allar. Sólhverfi okkar (sólin og reiki- stjömur hcnnar, ásamt tunglum, hala- stjömum o.fl.) er hluti geysiviðáttu- mikillar stjömuþyrpingar sem er um 100 milljónir ljósára í þvermál og tel- ur um 100 þúsund milljónir sóla. Þessa miklu stjamhvirfmgu köllum við vetrarbraut. Þó er þessi mikla stjamhvirfmg að- eins lítið brot af vetrarbrautaskara vlðgeimsins og hafa stjömufræðing- ar fundið um 100 þúsund milljónir slíkra eða álíka fjölda og allar sól- stjömur vetrarbrautarinnar saman- lagt. Mönnum hefur tekist að færa efna- ffæðina út til stjama og annarra vetr- arbrauta og vita nú að allt efni al- heimsins er sama eðlis og efni jarðar- innar, sömu frumefhin em alls staðar meginuppistaða efnisheimsins. Og alls staðar ráða sömu náttúrulögmál. Líf í alheimi Það má því telja alveg víst að einnig á sviði lífsins ráði sömu eðlislögmál um allan heim. Þau að allar lifandi verar séu af efni gerðar, þessu sama efni sem er uppistaðan í sólum og jarðstjömum um veröld alla og að stjömur séu heimkynni lífsins í öllum alheimi. Og eins og sólimar era misjafnlega langt komnar á þróunarferli sínum um milljarða ára, eins mun lífið og lífveramar í alheimi vera mjög mis- jafnlega á veg komnar á þroskabraut sinni sem einnig hefúr tekið milljarða ára hjá sumum þeirra. Alveg má telja víst að sumar lífver- ur sem þróast hafa á framabraut um milljónir og milljarða ára, muni hafa náð þeim þroska í fegurð og mætti, visku og góðvild, að sannlega megi guðir teljast, og raunar langt umfram þær guðahugmyndir sem við jarðar- búar höfúm nokkum tíma getað ímyndað okkur eða sett okkur fyrir hugskots sjónir, enda munu slíkar verar komnar nær óendanlega langt fram yfir mannsstigið eins og við þekkjum það og líklegt má þykja og sennilega alveg víst að ríki slíkra há- þroskavera séu ekki aðeins bundin einstökum hnöttum hér og þar, held- ur að ríki þeirra nái yfir heilar vetrar- brautir þar sem allir íbúamir séu al- samstilltir, myndi fúllkomna lífheild þar sem allt er fagurt og fúllkomið og enginn ófúllkomnun sé þar nokkurs staðar fyrir hendi. Og þar sem svo hagar til mun einnig vera um að ræða alsamband þessara háþroska mann- kynja fleiri eða færri vetrarbrauta. Lífgeislunin, lífsambandskrafturinn, mun hér vera sá tengiliður sem sam- einað getur og brúað bilið milli hinna fjarlægu hnatta og vetrarbrauta. Það sem hér er vikið að era ekki Myndin sýnir nokkrar vetrarbrautir, hveija með sína lögun. Hver ein vetr- arbraut er eins konar alheimseyja þar sem hundruð milijóna stjama eru hugarórar einir, úr lausu lofti gripnir: Öll rök hníga að því að hér muni rétt til getið. Margvíslegar ábendingar í þessa átt hafa einnig komið fram hjá trúarhöfúndum ýmissa landa á ýms- um tímum, þótt óljóst hafi verið orð- að og lítt verið skilið, meðan alsam- band lífsins hafði ekki verið upp- götvað. (Lesum t.d. „Aðra uppgötvunarsögu" Helga Pjeturss í Nýal.) En í seinni tíð hefúr einnig margt verið talað fyrir miðilsmunn sem ótvírætt bendir til þessarar áttar. Við jarðarbúar stöndum höllum fæti í lifsbaráttu okkar meðan við enn er- um ekki virkir og vitandi þátttakend- ur í hinum framsæknu lífssambönd- um alheimsins, þeirra mannkynja sem stöðugt sækja ffam til aukinnar farsældar öllum til handa og sem leggja sig ffam um að koma illa sett- um mannkynjum (eins og okkar) á rétta braut. Okkar er að þiggja þessa viðleitni og styðja hana, okkur sjálf- um til farsældar og vera þar með en ekki á móti, eins og jafnan hefúr ver- ið raunin á allt til þessa. En nú era.breyttir tímar. Við getum ekki lengur skotið okkur á bak við þá afsökun að við vitum ekki betur: Uppgötvun sú sem hér á landi var gerð og kynnt á fyrri hluta þessarar aldar um samband lífsins, mun greiða leiðina til farsælla lífs, öllum jarðar- búum til handa. Hér vantar aðeins aukinn skilning og aukinn stuðning við hið mikla mál, svo hin áríðandi aldaskipti geti náð fram að ganga. Ingvar Agnarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.