Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 29. mars 1990 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Vytautas Landsbergis forseti Lit- haugalands sagði ástandið í Lithaugalandi vera rórra en undanfarna daga og sagðist bjartsýnn á að friðsamleg lausn fýndist á deilu Lit- hauga og sovéskra stjórn- valda um sjálfstæði hinna fyrrnefndu. Mikhaíl Gorbat- sjof forseti Sovétríkjanna ræddi samskiptakreppuna í Lithaugalandi við Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands. RASHAYA — Grímu- klæddir skæruliðar, líklega kommúnistar, drápu banda- rískan kristniboða á öryggis- svæði fsraela I suðurhluta Libanon eftir að þorpsbúar í þorpinu þar sem hann starf- aði, höfðu sakað hann um að undirbúa landnám Gyð- inga á þessum slóðum. BÚDAPEST — Lýðræðis- legur vettvangur var ótví- ræður sigurvegari í kosning- unum í Ungverjalandi um helgina. Flokkurinn er hægri miðjuflokkur og segist von- ast til þess að geta myndað samsteypustjórn með tveim- ur hægriflokkum. Einungis var skorið úr um 145 þing- sæti af 375 í fýrri umferö kosninganna. JERÚSALEM — Leiðtog- ar Verkamannaflokksins og Likudbandalagsins sökuðu hvorn annan um að bera fé í rabbía sem er leiðtogi stjórnmálaflokks sem byggir á strangtrúarstefnu. Flokkur þessi getur gert útslagið um það hvort Shimon Peres for- maður Verkamannaflokksins nær að mynda meirihluta- stjórn eður ei. STUTTGART — Lothar de Maiziere leiðtogi Kristi- legra lýðræðissinna í Aust- ur-Þýskalandi sagðist von- góður um að geta myndað breiða samsteypustjórn með Jafnaðarmannaflokknum, næst stærsta flokks lands- ins á eftir Kristilega lýðræð- isflokknum, innan tveggja vikna. Þá sagði Helmut Kohl að kosningar í sameinuðu Þýskalandi gætu að líkind- um orðið á seinni hluta árs- ins 1991. JÓHANNESARBORG — Óttaslegnir hvítir menn hafa stofnað með sér hópa sem hyggjast verjast hugsanleg- um árásum blökkumanna, sem fært hafa sig upp á skaftið I Suður-Afríku að undanförnu, eftir að stjórn- völd slökuðu á aðskilnaðar- stefnunni. UTLOND Kjamorkusveppurinn óguriegi sem boðar dauða og eyðileggingu. Allt bendir til þess að frakar kunni að verða næstir í kjamorkuklúbbinn, en í gær vom þrir Irakar handteknir í Bretlandi þar sem þeir vom að smygla til frak tæknibúnaði sem nauðsynlegur er til að sprengingu af stað. Bretar handtaka þrjá íraka á Heathrow: Irakar reyna að smygla búnaði í kjarnorkuvopn Þrír írakar vom handteknir á Heathrowflugvellinum í Lundún- um í gær og flöldi annarra vom teknir til yfirheyrslu. Gmnur leik- ur á að írakamir hafi ætlað að smygla úr landi tæknibúnaði sem nauðsynlegur ertil framleiðslu kjamorkuvopna. Hefurbreska ut- anríkisráðuneytið krafið sendiherra íraka um skýríngar á smygl- tilrauninni. írakamir eru kona og tveir karlmenn sem starfa á vegum írakska ríkisflug- félagsins. Auk þess voru að minnsta kosti fjórir aðrir handteknir, þar af einni Breti. Leyniþjónustur Breta og Banda- rikjamanna telja sig hafa örugga vissu fyrir því að írakamir hafi ætlað að smygla tæknibúnaðinum til írak til að fúllkomna framleiðslu á kjam- orkuvopnum. Óstaðfestar ftegnir herma að hinn nauðsynlegi tæknibúnaður hafi kom- ið með vöruflutningavél ftá Banda- ríkjunum og að honum hafi verið komið fyrir í flutningarými írakskrar farþegaþotu sem átti að fljúga til Bagdhad. Þá hafi breska lögreglan gripið inn í málin og handtekið fólk- ið. Lengi hefúr verið orðrómur á kreiki um að Irakar væru að undirbúa ftam- leiðslu á kjamavopnum. Arið 1981 gerðu ísraelskar herþotur árás á kjamorkuver nærri Baghdad sem ísraelar töldu ógna öryggi sínu, þar sem kjamorkuverið væri forsenda fyrir framleiðslunni. Þá hafa írakar komið umheiminum á óvart með langdrægum eldflaugum sínum sem þeir beittu meðal annars í lok striðsins við írana. Þá vom eld- flaugamar að vísu hlaðnar hefð- bundnum sprengihleðslum, en gætu allt eins verið hlaðnaðar kjamorku- sprengjum. Reyndar telja leyniþjónustur ísrela og Bandaríkjamanna að írakar eigi tiltölulega skammt f að ftamleiða eigin kjamorkusprengju, en mikil- vægur þáttur í þessháttar vopnum er sá tæknibúnaður er kemur spreng- ingu af stað. Einungis tugur ríkja heims em talin hafa yfir nægilegri tækniþekkingu að ráða til að þess ftamleiða slíkan tækjabúnað. Það var einmitt slíkur tækjabúnaður sem ír- akamir reyndu að smygla til írak. Irakar hafa hins vegar alla tíð vísað því á bug að þeir væm að reyna að ftamleiða kjamorkuvopn. Reyndar neituðu þeir einnig að þeir hefðu beitt eiturvopnum í Persaflóastyij- öldinni, en viðurkenndu það síðar. ísraelar fúllyrða að Irakar verði búnir að ftamleiða kjamorkusprengj- ur sem henta eldflaugum þeirra innan fimm til tíu ára, ef ekkert verður að gert. Slfkt myndi breyta mjög ástandi mála í Miðausturlöndum. Lýðræðisþróunin í Austur-Evrópu farin að segja til sín í fjárlögum: V-Þjóðverjar skera niður til hermála Vestur-Þjóðverjar hyggjast skera vemlega niður fjárftamlög til her- mála á þessu ári og beita hnífnum enn betur á árinu 1991. Ástæða þessa er sú breyting sem verið hefur í ör- yggismálum f Evrópu að undanfomu, en Vestur-Þjóðverjar telja vemlega hemaðarógn að austan ekki lengur til staðar. Ríkisstjóm Helmuts Kohl hyggst skera útgjöld til hemaðarmála niður um 500 milljónir marka á þessu ári og enn meira á næsta ári. Em líkur til þess að þessu fjármagni verði varið í uppbyggingu í Austur- Þýskalandi. Þrátt fyrir þetta munu Vestur- Þjóð- veijar veija 54 milljörðum marka til vamarmála á árinu 1990. Þessi stefnubreyting er mjög í anda jafnaðarmanna sem em í stjómarand- stöðu, en þeir hafa hvatt ríkisstjóm- ina til þess að skera niður til hermála og veita fénu til aðstoðar Austur- Þjóðverjum. Líkur em á að kosningaúrslitin í Austur-Þýskalandi hafi haft úrslita- áhrif á þessa ákvörðun vestur-þýsku ríkisstjómarinnar; kosningabandalag hægrimanna með Kristilega lýðræð- isflokkinn í fararbroddi sigmðu þær kosningar með glæsibrag. Helmut Kohl kanslari er einmitt formaður Kristilega lýðræðisflokksins í Vestur- Þýskalandi. Niðurskurðurinn á þessu ári er mestur í framlögum til kaupa á skot- fæmm, eldsneyti og almennum bún- aði og hefði ekki verið mögulegur nema með slökunarstefnunni. A-Þýskaland: Engin réttarhöld yfir leiðtogum Litlar líkur em á því að fyrrum forystumenn rikisstjómar komm- únista í Austur-Þýskalandi verði dregnir fyrir rétt vegna spillingar og annarra lögbrota. Ástæða þess er sú að flestir mannanna em það slæmir til heilsunnar að réttar- höld gætu riðið þeim að fúllu. Frá þessu skýrði ríkissaksóknarinn í Austur- Berlín í gær. Filípseyjar: 07 MANNQ A W m lvl#4kl« I«#% Skæruliðar kommúnista á Filipseyj- um hafa myrt að minnsta kosti áttatíu og sjó manns á cinni viku, þar af vara- forscta Filipscyjadcildar Nestlé stór- fyrirtækisins. Morðalda þessi er greinilega af tilefni þess að 21 ár er liðið frá því að kerfisbundinn skætu- hemaður kommúnista á Filipseyjum hófst. Það var vamarmáiaráðherra Filips- eyja Fidel Ramos sem skýrði frétta- mönnum frá þvi að árásir kommún- ista hefðu aukist verulcga á Mindanaó-eyju í suðri og á svæðun- um kringum Manila, höfúöborg Fi- lipscyja. Sagði hann auknar árásir skanuliða árvissar á þessum tima. Nýi þjóðarherinn, en svo kalia skæruliöar kommúnista síg, iýstu þvl yfir í gær að herinn færi nú stækkandi og styrktist dag frá degi. Hvöttu skæmliðar alþýðu Filipseyja að taka höndum saman og koma Corazon Aquino forseta landsins frá völdum. Fidcl Ramos var ekki lengi að bregð- ast við þessari yfiriýsingu og fulfyrti að stjómarherinn hefði að undanfömu gengiö mjög hart að skæruliðum kommúnista og hefði náð að tak- marka árásir þeina viö færri svæði en áður. Samkvæmt heimildum leyníþjón- ustu hersins þá vom það nokkrir tugir manna er stofhuðu Nýja alþýðuherinn árið 1969, en um mitt ár árið 1988 hafi styrkur hersins verið mestur, um 25 þúsund manns. Hins vegar séu þeir ekki nema tæpiega 19 þúsund nú og fari fækkandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.