Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.03.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 29. mars 1990 AÐ UTAN Ákærð fyrir að hafa stolið 300 milljónum dollara frá Filippseyingum Sakbomingamir vom umkxingdir öryggisvörðum og lögfræðingum sem em á staðnum annars vegar til að forða þeim ffá fjölmiðlunum og hins vegar sakfellingu fyrir að hafa stolið nærri því 300 milljónum dollara frá filippínsku þjóðinni og nokkmm bandarískum bönkum. Þau eiga bæði yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist. Þegar þau höfðu orðið að standa undir upplestri ákæranna gegn þeim upphófst næsta stig réttarhaldanna. Nú þurfti að velja kviðdómendur, sem skv. bandarískum lögum verða að lýsa því yfir að þeir viti ekkert um þessar tvær umtöluðustu persónur í heimi. Hér er áreiðanlega í uppsigl- ingu þess háttar sjónvarpsefni sem eykur vinsældir viðkomandi sjón- varpsstöðvar að mun, ef marka má ffægustu sjónvarpsréttarhöldin í New York til þessa. Ekki grunaði Imeldu Marcos á velmektardögum þeirra hjóna á Filippseyjum að kannski ætti fyrir henni að liggja aö dúsa í fangelsi. Henni fannst ekki nema sjálfsagt að fylla heilu herbergin af dýmm og glæsilegum fatnaði og þúsundum skópara, svo að ekki sé talað um dýrmætu listaverkin og glæsihallimar víða um heim, sem þau hjón sönkuðu að sér. Á meðan allt lék í lyndi áttu þau líka vísa vináttu þeirra ríkustu og frægustu um allan heim, en eitthvaö hafa þynnst raðir þeirra sem nú vilja um- gangast Imeldu. Og Ferdinand er látinn. Af sem áður var: Imelda Marcos og Adnan Khashoggi fyrir rétt í New York Við fýrstu sýn af Adnan Khashoggi mátti gera sér hugmynd um hvílík skemmtun væri í vændum. Maðurinn sem áður fór sinna ferða í lúxus- bílnum sínum, fyrrum ríkasti maður heims að eigin sögn, kom til að vera viðstaddur mikilvægustu réttarhöldin á ævinni, klæddur klæð- skerasaumuðum fötum úr Savile Row í London, með neðanjarðarlest. Þar sem hann er óvanur slíkum farartækjum gleymdi hann að fá til baka af 5 dollara seðli þegar hann borgaði faríð. Við fyrstu sýn af Adnan Khashoggi mátti gera sér hugmynd um hvílík skemmtun væri í vændum. Maðurinn sem áður fór sinna ferða í lúxusbíln- um sínum, fyrrum ríkasti maður heims að eigin sögn, kom til að vera viðstaddur mikilvægustu réttarhöldin á ævinni, klæddur klæðskerasaum- uðum fotum úr Savile Row í London, með neðanjarðarlest. Þar sem hann er óvanur slíkum farartækjum gleymdi hann að fá til baka af 5 dollara seðli þegar hann borgaði farið. Khashoggi var ekki fyrr mættur í dómshúsið en hann hitti Imeldu Marcos, sem áður var voldugasta kona Filippseyja, og var það fyrsti fúndur þeirra í fjögur ár. En endur- fúndimir voru ekki beint í sama stil og áður fýrr, þegar líklegast var að þau hittust í einhverri finu veislunni í París. Nú vom þau stödd í alríkisrétt- arsal á Manhattan þar sem þau em bæði sakbomingar í glæpamáli sem hefur tekið 17 mánuði að undirbúa til réttarhalda. Marcos mætti á meira viðeigandi hátt, í Cadillac-bíl og fylgd með Gerry Spence, fasmiklum lögfræð- ingi sínum með Stetson-hatt á höfði. Hún var klædd íburðarlausum svört- um kjól, algerlega andstæðum bláa satín ballkjólnum sem hún valdi að skarta í þegar hún mætti fyrir rétti á fyrra ári til þess eins að vera látin laus gegn tryggingu. Að þessu sinni var hún taugaóstyrk og fór höndum um talnabandið sitt. Réttarhaldið verður vinsælt sjónvarpsefni Málið á eftir að sjá endalaust fyrir efni sjónvarpsframhaldsþáttunum „Lífsstíll hinna ríku og ffægu“, sem lifa og dafna á slíkum hneykslismál- um. George Hamilton, sísólbrúni leikarinn sem hefúr verið í nánu vin- fengi við Khashoggi og Marcos árum saman, á eftir að koma margoft ffam í litlu hlutverki í vitnastúkunni og fær án efa nafn sitt i leikskránni. Imelda Marcos er orðin sextug og hefur búið í útlegð í Honolulu allt frá því hún og maður hennar Ferdinand voru rekin að heiman 1986. Ferdin- and dó í september sl. en lík hans er enn geymt ffyst á Hawaii meðan beð- ið er eftir leyfi frá filippínskum stjómvöldum til að jarðsetja hann í foðurlandinu. Khashoggi er 54 ára. Hann gortaði af því í eina tíð að spandéra 250,000 dollurum á dag þegar hann þaut um heiminn með einkaþotu en verður nú að sæta sömu meðferð og venjulegur glæpamaður. Hann var tekinn fastur í Sviss í júlí í fyrra, fluttur þaðan hand- jámaður til New York og settur í þriggja daga varðhald í einu af ófínni fangelsum borgarinnar. Vopnasalinn fyrrverandi losnaði ekki úr prísund- inni fyrr en bróður hans tókst að reiða ffam 10 milljón dollara tryggingu. En saksóknari taldi dómarann á að láta Khashoggi bera stanslaust öklaband sem gefúr ffá sér rafeindamerki svo að alltaf sé hægt að fylgjast með ferð- um hans. Khashoggi enn í náöinni hjá glaumfólkinu en ekki fjármála- mönnum Khashoggi hefúr ekki látið öklaband- ið halda aftur af sér. Lögffæðingar hans tryggðu að hann gæti búið áffam í risastórri lúxusíbúð sinni I Olympic Tower við Fifth Avenue. Og honum var áffam boðið í ýmsar glæsilegustu veislumar í New York. í fyrra fór hann með Elizabeth Taylor f veislu í kauphöllinni í New York og oft í viku hefúr hann setið á veitinga- húsinu Regine og dreypt á kampa- víni. Þá beindust allra augu að hon- um og konu hans þegar þau vom viðstödd ffumsýningu á La Traviata í Metropolitan ópemnni. Þessum manni, sem sumir segja þann alsnjallasta við að vekja athygli á sér, tókst m.a.s. að fá nafn sitt í blöðunum þegar hvað mestri prents- vertu var eytt í að fjalla um skilnað Ivönu og Donalds Tmmp. Khashoggi sendi Ivönu einfaldlega afmælistertu. Þó að samkvæmisfólkið í New York vilji enn gjama halda vinskap við Khashoggi er ekki sama að segja um alþjóðlega fjármálamenn, sem hafa sniðgengið hann síðan um miðjan áratuginn þegar halla fór undan fæti fyrir fyrirtækjum hans og lánstraust- ið gufaði upp. Hann fór að selja ýms- ar eigur sínar, þ.á m. lystisnekkjuna Nabila sem Tmmp keypti fyrir 30 milljónir dollara. Þegar Khashoggi mætti fyrir rétti í New York á fyrra ári skýrði hann ffá því að eigur hans, nettó, næmu 53,8 milljónum dollara, þar af væm 5 milljónir dollara í reiðufé. Hann Imelda Marcos fékk sér frægan og fasmikinn lögfræðing sem hún vonar að hindri að hún lendi í fangelsi. sagðist eiga heimili á þrem stöðum, í New York, Saúdí-Arabíu og á Spáni, og gaf upp lista yfir 79 fyrirtæki sem hann sagði alls einskis virði. Er Khashoggi enn vellauðugur? En fáir þeirra sem þekkja Khas- hoggi leggja trúnað á að þama sé öll sagan sögð. Jafnvel þó að hann skuldi margar milljónir dollara í lán- um, em margir þeirrar skoðunar að hann eigi enn mörg hundmð milljón- ir dollara. Þegar haft er í huga að hann var vanur að taka 100 milljón dollara umboðslaun í viðskiptasamn- ingum er þessi skoðun ekki ffáleit. Og sumir halda að hann sé enn að græða peninga á vopnaviðskiptun- um. Það er a.m.k. greinilegt að lögffæð- ingur Khashoggis heíúr ekki áhyggj- ur af því að hann sé ekki borgunar- maður. James Linn, sem hefúr tekið mál vopnasalans að sér, býr í 1000 dollara svítu pr. nótt á Waldorf Tow- ers meðan málaferlin standa og þau gætu tekið marga mánuði. Linn varð ffægur þegar honum tókst að fá Dav- id Bowie sýknaðan í máli sem kona frá Texas höfðaði á hendur honum og hélt því ranglega ffam að hann hefði sýkt hana af eyðni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.