Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 13. mars 1990 FRÉTTAYFIRLIT PARÍS - Fastaríkin fimm í öryggisráöi SÞ hófu fundar- höld um Kambódíu og er mark- miðið að reyna að koma á friðarsamningum í landinu. HAVANA - Ríkisstjórnin á Kúbu sagðist hafa tekið átta leiðandi baráttumenn fyrir mannréttindum höndum og sakað þá um að undirbúa jarð- veginn fyrir árás Bandaríkja- manna. AUSTUR-BERLÍN Hringborðsumraeður allra stjórnmálaflokka í Austur- Þýskalandi hófust i gær og var rætt um það hvernig hægt væri að vernda það markmið sósíal- ismans sem kveður á um at- vinnu fyrir alla jaegar Austur- Þýskaland gengi inn í blandað hagkerfi við fyrirhugaða sam- einingu við Vestur-Þýskaland. LONDON - Helstu leiðtogar breska Ihaldsflokksins fylktu sér að baki Margaret Thatcher eftir að fréttist ap einn af hverj- um fjórum þingmönnum flokks- ins vildu að skipt yrði um formann fyrir næstu kosningar. JÓHANNESARBORG- Mikil spenna ríkir í hverfum blökkumanna eftir að lögreglan handtók 150 manns í mestu ólgu sem orðið hafa í Suður- Afríku í fjögur ár. TUNIS - Utanríkisráðherrar Arabaríkja boðuðu til leiðtoga- fundar til að ræða um hinn stríða straum sovéskra Gyð- inga sem flytjast til ísrael. BEIRÚT - Michel Aoun hershöfðingi sagði að ekkert mjakaðist í friðarsamningum stríðandi fylkinga kristinna manna í Líbanon og varaði við því að stríð gæti blossað upp að nýju. STOKKHÓLMUR - Nel son Mandela hlaut móttökur sem þjóðhöfðingi væri er hann kom til Svíþjóðar þar sem hann mun meðal annars ræða við Oliver Tambo forseta Afríska þjóðarráðið sem liggur fyrir dauðanum í Stokkhólmi. Þetta er fyrsti fundur þeirra félaga í 28 ár. HAJMASKER - Fyrstu sovésku hermennirnir yfirgáfu Ungverjaland í samræmi við samning Ungverja og Sovét- ríkjanna sem kveður á um brotthvarf sovésk herliðs frá Ungverjalandi fyrir mitt ár 1991. LEIPZIG - Volkswagen hef- ur nú gert samstarfssamning við Austur-Þjóðverja upp á 5 milljarða marka. ÚTLÖND Litháen lýst fullvalda ríki: Litháar endurreisa lýðveldið f rá 1918 Þing Litháen hefur endurreist lýðveldi Litháen í sam- ræmi við sjálfstæðisyfirlýsinguna árið 1918. Þingið lýst því yfír á sunnudaginn að ríkið sé fullvalda og óháð Sovétríkj- unum. - Æðsta ráðið lýsir hátíðlega yfir endurreisn fullveldis Litháenríkis sem fótum var traðkað með er- lendu valdi árið 1940. Frá þessari stundu er Litháen á ný sjálfstætt ríki. Land Litháen ereittogóskipt. Engin stjórnarskrá nokkurs annars ríkis hefur lögsögu yfir því, sagði í yfirlýsingu þingsins í Litháen sem samþykkt var mótatkvæðalaust. Sex þingmenn sátu hjá. Eftir að hafa endurreist sjálf- stæði Litháen sem hér eftir kallast Lýðveldið Litháen í stað Sovétlýð- veldið Litháen, kaus þingið Vyt- autas Landsbergis sem forseta. Landsbergis er leiðtogi hinna þjóð- ernissinnuðu Sajudishreyfingu sem er í meirihluta á þingi Litháen. Óljóst er hver þýðing þessarar yfirlýsingar í raun og veru er. Nokkur ríki, þar á meðal íslend- ingar, hafa sent Litháum heillaósk- ir með sjálfstæðisyfirlýsinguna. Hins vegar hefur ekkert ríki viður- kennt Litháen sérstaklega sem sjálfstætt ríki, en þess ber að gæta að mörg ríki á Vesturlöndum hefur aldrei samþykkt innlimun Eystra- saltsríkjanna. Meðal þeirra ríkja eru Bandaríkjamenn sem hvöttu sovésk stjórnvöld að virða yfirlýs- ingu Litháa. Þing Lilháen hvatti í gær Mikhaíl Gorbatsjof forseta Sovétríkjanna til þess að viðurkenna sjálfstæði Litháen og bauð honum til við- ræðna um það hvernig standa skuli að fullri endurreisn lýðveldisins. Enginn þingmaður frá Litháen mætti á fund sovéska fulltrúaráðs- þingsins sem sett var í gær, enda telja Litháar sig ekki lengur eiga að taka sæti í sovéskum valdastofnun- um. Viðbrögð sovéskra stjórnvalda hafa verið lítil, en Mikhaíl Gor- batjsof sagðist vera slegin af sjálf- stæðisyfirlýsingu Litháa. - Þær fréttir sem berast frá Litháen eru frekar sláandi. Þær ákvarðanir sem verið er að taka þar munu hafa áhrif á undirstöðu- hagsmuni og örlög lýðveldisins, þjóðarinnar og Sovétríkjanna allra, sagði Gorbatjsof á fundi Æðsta ráðsins í gær. Ekki er ljóst hver viðbrögð sov- éskra stjórnvalda verða, en harð- línumaðurinn Jegor Ligachev aft- GXVYBZ TU S Litháar hafa undanfarna mánuði barist fyrir því að endurheimta sjálfstæði sitt. Þing Litháen steig skrefíð til fulls á sunnudaginn og lýsti yfir endurreisn Lýðveldisins Litháen sem stofnað var 1918, en var innlimað í Sovétríkin með hervaldi árið 1940 í kjölfar griðasamnings Sovétríkja Stalíns og Þýskalands Hitlers. ók með öllu að hervaldi verði beitt til þess að halda Litháen innan Sovétríkjanna. - Við munum ekki beita herafli. Við verðum að leysa þetta mál eftir pólitískum leiðum. Skriðdrekar hjálpa lítið í þessu máli, sagði Ligachev við blaðamenn í gær. Litháar hafa óskað eftir viðræð- um um það hvernig Litháar muni taka yfir stjórn hermála í lýðveld- inu og einnig hvernig haga skuli rekstri sovéskra ríkisfyrirtækja í Litháen. Reyndar hefur Mikhaíl Gorbatsjof sagt að Sovétmenn myndu senda Litháum háan reikn- ing fyrir uppbyggingu fyrirtækja í Litháen, en Litháar hyggjast svar því með reikning fyrir afnot sov- éskra fyrirtækja og sovéska hersins af lithásku landi. Mongólía: Flokkforysta kommúnista segir af sér Zhambyn Batmunkh leiðtogi mongólska kommúnistaflokksins sagði af sér embætti í gær ásamt allri stjórnarnefnd flokksins og hef- ur flokksþing verið boðað 10. apríl til að kjósa nýja forystu. Þá bauð Batmunkh að ákvæði um forræði kommúnistaflokksins numið á brott úr stjórnarskrá Mongólíu og hafa þegar verið undirbúnar við- ræður kommúnista og fjögurra stjórnarandstöðusamtaka um framtíð Mongólíu. Batmunkh skýrði þjóð sinni frá þessu í beinni sjónvarpsútsend- ingu, sallarólegur og sötrandi te á milli setninga. Hann boðaði þing Mongólíu til fundar 21.mars til að samþykkja ný kosningalög, sem að öllum líkindum gera ráð fyrir frjálsum kosningum. Þá yrði lögð fyrir þingið tillaga um að afnema forræði kommúnistaflokksins. Batmunkh varaði þó þjóð sína við að ganga of langt í breytingun- um og sagði að kommúnistaflokk- urinn myndi „berjast gegn óvinum þjóðarinnar og því fólki sem stofni öfgafull samtök“. Afsögn flokksforystunnar kem- ur í kjölfar hungurverkfalls nokk- urra leiðtoga stjórnarandstöðunn- ar f síðustu viku, en þeir hófu að éta á ný á föstudaginn eftir að Batmunkh hét því að breytingar yrðu gerðar á forystu flokksins. Nú þegar hafa verið stofnuð fjögur samtök stjórnarandstæðinga í Mongólíu. Mongólska lýðræðis- sambandið, Jafnaðarmannahreyf- ingin, Mongólska námsmannasam- bandið og Nýja framsóknarhreyf- ingin, sem spratt upp innan hersins. Prosper Avril segir af sér sem forseti Haiti: 10 drepnir Að minnsta kosti tíu manns voru drepnir í pólitísku ofbeldi á Haiti um helgina þar sem Prosper Avril sagði af sér forsetaembætti og hélt til Bandaríkjanna. Þá er Ijóst að á annað hundrað manns þurfti að- hlynningar við á sjúkrahúsum eftir átökin sem brutust út eftir að Avril sagði af sér embætti á laugardaginn vegna víðtækra mótmæla. um helgina Æðsti maður hersins, Herard Abraham tók við embættinu af Avril, en hann segist muni afsala sér völdum til borgaralegs ríkisráðs sem mun samanstanda af fulltrúum allra stjórnmálaflokka á Haiti. Það ríkisráð mun stjórna þar til kosn- ingar hafa farið fram í landinu, ekki síðar en í febrúar 1991. Gorbatsjof veröur fyrir andstöðu á fulltrúaþingi Sovétríkjanna Atkvæðagreiðsl lu um aukin völi i forseta frestað Sovéska fulltrúaþingið frestaði í gær atkvæðagreiðslu um frumvarp sem tryggja á forseta Sovétríkjanna stóraukin völd. Er þetta túlkað sem nokkur ósigur fyrir Mikhaíl Gorbat- sjof forseta Sovétríkjanna sem segir breytingarnar vera nauðsynlegar til að koma umbótastefnu sinni í framkvæmd. Umræður á þinginu urði gífurlega harðar og hafa róttækir umbótasinn- ar gagnrýnt frumvarpið mjög þar sem þeir óttast að vald forseta verði of mikið og að í raun sé verið að taka skref í átt til gamla einræðisins. Ef frumvarpið nær fram að ganga mun forseti Sovétríkjanna hafa svip- uð völd og forseti Bandaríkjanna og Frakklands. Að auki fengi forsetinn vald til þess að setja á neyðarlög og stjórna tímabundið með bráða- birgðalögum. Þetta óttast fulltrúar þeirra sovétlýðvelda sem barist hafa fyrir auknu sjálfsforræði og jafnvel sjálfstæði. Ekki er Ijóst hvort Gorbatsjof fær frumvarpið samþykkt, en tveir þriðju hluti fulltrúa þingsins verða að greiða því atkvæði sitt. Ríkisstjórnin í ísrael að falla Miðstjórn Verkamannaflokksins í ísrael gaf forystumönnum sínum umboð til að segja sig úr ríkisstjórn landsins og stefnir því allt í stjórnar- slit. Ástæða þessa er sú ákvörðun Yitzhak Shamirs forsætisráðherra og formanns Likudbandalagsins að taka ekki tilboði Bandaríkjamanna um friðarviðræður við Palestínu- menn. Verkamannaflokkurinn vildi taka tilboðinu og hefja friðarviðræð- urnar. Shimon Peres formaður Verka- mannaflokksins hefur nú umboð til þess að taka hvað það skref sem nauðsynlegt telst til að ná friðar- samningum við Palestínumenn. Er næsta víst að fyrsta skrefið verði að verja ríkisstjórn Shamirs ekki falli í ísraelska þinginu í dag, en átta vantrausttillögur liggja fyrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.