Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. mars 1990 Tíminn 5 Forstjórar tveggja álfyrirtækja skoðuðu staðhætti í Eyjafirði og á Reyðarfirði í gær: Viljayfirlýsing um nýtt álver undirrituð í dag Tveir forstjórar álfyrirtækisins Alumax og forstjóri Hoog- hovens og fjórir fulltrúar iðnaðarráðuneytisins og markaðs- skrifstofu Landsvirkjunar fóru í gær til Akureyrar og til Austfjarða til að skoða þá tvo staði utan Straumsvíkur sem til greina koma fyrir nýtt álver á íslandi. I dag kemur svo Per Olof Adolfs- son, forstjóri sænska álfyrirtækisins Gránges Aluminium til landsins. Þá verða saman komnir fulltrúar allra þriggja fyrirtækjanna sem mynda samstarfshóp um nýja álverksmiðju á íslandi. Þeir eru auk Grángesfor- stjórans; Poul Drach forstjóri bandaríska fyrirtækisins Alumax, Bonds Evans tæknilegur fram- kvæmdastjóra sama fyrirtækis og Max Koker forstjóri hins hollenska Hooghovens. Síðar í dag verður undirrituð vilja- yfirlýsing um að gengið verði til beinna lokasamningaviðræðna um nýtt álver hérlendis. Viljayfirlýsing- in segir í sjálfu sér ekkert um að nýtt álver verði að veruleika. Hins vegar eru viðræður vel á veg komnar og í viljayfirlýsingunni er mælt fyrir um að samningum um ákveðna þætti skuli lokið fyrir ákveðna daga. Þann- ig er gert ráð fyrir að nýju álveri skuli hafa verið valinn staður fyrir maílok. Þá skal lokaniðurstaða við- ræðna liggja fyrir um næstu áramót. Þeir Max Koker, Poul Drach og Bonds Evans skoðuðu í gær ásamt fulltrúum iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar staðhætti í Eyjafirði og austur á Reyðarfirði en auk Straumsvíkur, koma þessir tveir staðir til greina fyrir nýtt álver. í dag verður rætt við yfirvöld í Hafnarfirði vegna hugsanlegrar staðsetningar ál- versins í Straumsvík. Forstjórarnir létu í gær ljós þá skoðun sína að báðir þessir staðir, Eyjafjörður og Reyðarfjörður, væru mjög áhugaverðir og hefðu upp á margt að bjóða. Vinnuafl var eitt þeirra atriða sem þeir sýndu mikinn áhuga, og spurðu um framboð vinnuafls á þessum svæðum og bar- áttuaðferðir verkalýðssamtaka. í Eyjafirði kemur staðurinn Dysnes, um 14 kílómetrum norðan við Akureyri til greina en staðarvals- nefnd fyrir álver benti á sínum tíma á Dysnes. Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri sagði í gær að meginhluti þess svæðis sem hugsað er sem athafnasvæði álvers væri í eigu ríkis- ins og aðeins lítill hluti í eigu ein- staklinga. Yrði álveri valinn staður að Dysnesi þá skipti það verulegu máli fyrir Akureyrarbæ og héraðið í heild. Umsvif hlytu að aukast og fólki að fjölga. Álver eitt út af fyrir Paul Drach, forstjóri Alumax og Max Koker forstjóri Hooghovens koma til Reykjavíkur í gærkvöldi eftir að hafa litið á staðhætti nyrðra og eystra. Tímamynd: Pjetur sig væri þó ekki nægjanlegt til að gera Akureyri og Eyjafjörð að slíku mótvægi við höfuðborgarsvæðið að það byði upp á raunhæfan möguleika að velja á milli þess að búa á Eyjafjarðarsvæðinu eða Reykjavík- ursvæðinu. Hörður Þórhallsson sveitarstjóri á Reyðarfirði sagði eftir heimsókn álmannanna í gær að hann og full- trúar fjögurra grannsveitarfélaga hefðu kynnt forstjórunum þá mögu- leika og kosti staðsetning á Reyðar- firði byði upp á. Meðal þeirra væru ódýrustu lóðirnar af þeim þrem stöðum sem til greina kæmu, sigling til Evrópu væri styst frá Reyðarfirði og hafnarskilyrði með því besta á landinu þannig að litlu þyrfti að kosta til hafnargerðar. Þá yrðu orku- flutningslínur frá Fljótsdal, mesta vatnsaflssvæði landsins, stystar ef álver yrði reist á Reyðarfirði. - sá Snjómokstur við bæinn Austari-Hól í Fljótum fyrir skömmu. Mynd öt>. Fannfergi í Fljótum Mikið vetrarríki er nú í Fljótum í Skagafirði eftir nær tveggja mánaða stöðugan ótíðarkafla. Snjór er mikill og nálgast nú óðfluga það sem mest var síðastliðinn vetur. Samgöngur hafa gengið illa. Siglufjarðarvegur sem að jafnaði er mokaður þrisvar í viku hefur oftast lokast milli Fljóta og Siglufjarðar sama sólarhring og mokað hefur verið. Þá hefur gengið á ýmsu við mjólk- urflutninga. Þurft hefur að moka útvegi í Fljótum í hverri viku til að hægt væri að sækja mjólk til bænda og oft hefur ekki tekist að sækja mjólk nema einu sinni í viku í stað tveggja eins og áætlunin er. Sömu- leiðis hefur orðið veruleg röskun á skólastarfi. Nemendum við barna- skólann á Sólgörðum er keyrt dag- lega úr og í skólann og sagði skóla- stjórinn í samtali við fréttaritara fyrir skömmu að ekki hefðu svo margir dagar fallið úr skólastarfi vegna óveðurs og ófærðar á einum vetri síðan daglegur akstur var tek- inn upp fyrir 15-20 árum. Þótt mán- uður sé enn eftir af vetrinum er þegar ljóst að hann verður einn sá dýrasti sem komið hefur fyrir sveit- arfélagið vegna mikils kostnaðar við snjómokstur auk þess sem al- menningur hefur orðið fyrir marg- víslegum óþægindum vegna fann- fergisins. Hafa bændur meðal annars þurft að fá jarðýtur til að ryðja snjó frá útihúsum þannig að hægt væri að moka af þökum sem verið hafa að sligast undan fannfergi. Því másegja að snjósleðar hafi verið öruggasta samgöngutækið síðustu vikurnar. ÖÞ. Veðrið í höfuðborginni á laugardag: Mikio tión á Mikið eignatjón varð á laugardag- inn á höfuðborgarsvæðinu, en þá gekk á með dimmum éljum. Fjöldi bíla lenti í árekstri og m.a. rákust 13 bílar saman á Arnarneshæð. Lög- reglumenn segja að ökumenn hafi alls ekki tekið tillit til aðstæðna og engu líkara hafi verið en að sumir hafi ætlað að aka eftir minni þegar ekki sá út úr augum vegna snjó- komu. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki í þessum árekstrum. Stærsti einstaki áreksturinn varð á Arnarneshæð. { fyrstu lotu rákust sjö bílar saman. Áttundi bílinn náði að stoppa í tæka tíð, en fimm bílar þar á eftir náðu því ekki og úr var 13 bíla árekstur. Þrír menn slösuðust. Á Reykjanesbraut við Reykja- dalsbakka rákust átta bílar saman. í Breiðholti sjö og á Vesturlandsvegi fjórir bílar. Þá varð níu bílaárekstur á Hellisheiði. Lögregla kom þar að sjö bílum sem höfðu lent saman. bílum Lögreglan stoppaði bíl sinn í veg- kantinum og þrátt fyrir að hann væri með blikkandi ljós kom bíll og ók á hann. Ekki er fullijóst hversu margir árekstrar urðu á laugardaginn, en ofangreind upptalning sýnir að margir tugir bíla hafa orðið fyrir tjóni. Það má því fullyrða að tjón skipti tugum milljónum. - EÓ Alþingi fagnar sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa: Heillaskeyti sent út í dag Alþingi íslendinga mun í dag senda litháensku þjóðinni heillaósk- ir í tilefni sjálfstæðisyfirlýsingar hennar frá því á sunnudag. Þings- ályktunartillaga þess efnis var sam- þykkt umræðulaust af þinginu í gær. Utanríkismálanefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum í gærmorg- un að leggja fram tillögu til þingsál- yktunar, þar sem Litháum væri ósk- að til hamingju með samþykkt þings landsins um endurheimt sjálfstæði. Jóhann Einvarðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði er hann mæti fyrir tillögunm í gær að sjálfs- forræði þjóða með lýðræðiskjörnum þingum væri grundvöllur frjálsra samskipta og stuðlaði að friði í heiminum. Alþingi hlyti því að fagna endurheimt sjálfstæðis Litháens og vænta góðrar samvinnu við lýðræðis- lega kjörna fulltrúa hennar. Þingsályktunartillagan fór á nokkrum mínútum í gegnum tvær umræðulausar „umræður“ í samein- uðu þingi. Hún var síðan send til þýðingar og verður formlega send út til litháenskra stjórnvalda í dag. - Ár. Barnið á batavegi Litli drengurinn sem ekið var á við Nönnufell í Breiðholti síðastliðinn föstudag er nú á batavegi. Hann er kominn til meðvitundar og er líðan hans eftir atvikum. Allt tiltækt lögreglulið var strax kallað út til að leita að bílnum sem ók á drenginn. Um nóttina fannst bíll með brotinn spegil. Spegilbrot sem fundust á slysstað pössuðu við spegilinn á bílnum. Ökumaður bíls- ins segist hins vegar ekki hafa orðið var við drenginn, en viðurkennir að hafa verið á ferð við Nönnufell um það leyti sem slysið varð. Lögreglan er enn með málið til athugunar en sannað þykir að umræddur bíll hafi valdið slysinu. - EÓ Molarnir í Time Sykurmolarnir eru þessa dagana á tónleikaferð í Bandaríkjunum, þar sem hljómsveitin kemur til með að halda tónleika í 23 borgum. í nýjasta tölublaði Time er minnst á þessa ferð Sykurmolanna á síðu er kallast „fólk“. Á fólk-síðunni er umfjöllun um fræga einstaklinga sem getið hafa sér gott orð á ýmsum sviðum. Þar á meðal má nefna hina 14 ára gömlu Jennifer Capriati sem gott orð fer af á tennisveliinum, nýtt leikrit eftir Orson Welles er setja á upp í New York innan skamms, svo og deilum um hvar bronsstytta af Rocky eigi að standa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.