Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. mars 1990 Tíminn 7 lllllllllllllllll VETTVANGUR IHHIIIIHii IIIIHlli' :i;.|;llllllllllillli|!|:l! .IiJilllllllllllWn ..IIIIIIIIIIIIM^^ ..laillllllll.. .. ... .. .... Gunnar Dal: Deilur trúar og vísinda Á öllum tímum hefur trúarleg revnsla verið mönnum helgidómur og andlegt leiðarljós. Á öllum tímum hafa menn líka haft aðra ástríðu sem er engu síður sterk og áleitin. Þessi ástríða er að vita hið rétta og skilja hið raunverulega sanna. Fyrri ástríðan er grundvöllur trúar- bragða, hin síðari þekkingar og vísinda. Og þessar tvær ástríður eru undirrót alira deilna um trú og vísindi og þær halda áfram meðan sannleiksást og trúarleg þörf eru hluti af eðli okkar. Nú er það að flestra dómi staðreynd að menn eru alltaf að bæta við reynslu sína og þekkingu. En það hefur aftur í för með sér að bæði trúarhugmyndir og vísindalegar kenningar eru í stöðugum vexti og þess vegna alltaf að breytast. Enginn vísindamaður getur í dag verið að öllu leyti sammála GalUeo eða Newton. Og svo örar eru breytingarnar að enginn vísindamaður getur í dag að öllu leyti verið samþykkur skoðunum sem hann hélt að væru réttar fyrir einum aldarfjórðungi. Trúmönnum hættir oft til að álíta að skoðanir og skýringar þeirra á helgum bókum séu svo sannar og réttar að þær séu óhagg- anleg undirstaða trúarinnar. En þessar trúarskoðanir sem menn héldu óhagganlegar niðurstöður um hvernig skilja bæri ritningarnar hafa engu síður breyst en vísinda- legar „staðreyndir“. f frumkristni skýrðu menn ritninguna þannig að enginn kristinn maður gæti efast um að heimsendir væri í nánd. Þegar tíminn leiddi í ljós að þetta var misskilningur gerðist ekkert annað en það að menn breyttu kenningu sinni og útskýringum. Trúmönnum hættir oft til aö álíta að skoðanir og skýringar þeirra á helgum bókum séu svo sannar og réttar að þær séu óhagganleg undirstaða trúarinnar. Lærðir guðfræðingar á 6. öld töldu það eina af grundvallarkenningum biblíunnar að jörðin væri flöt. Munkur einn, Cosmas að nafni, skrifaði bók um þessi efni árið 535 þar sem hann hugðist finna óyggj- andi ritningargreinar í biblíunni sem sýndu að jörðin væri ferhyrn- ingur og lengd hennar væri helm- ingi meiri en breiddin. Hvað gerð- ist þegar menn urðu að viðurkenna að þetta var rangt? í raun og veru ekki neitt. Kenningunni var breytt án þess að kristin trú missti við það gildi sitt á nokkurn hátt. Á sautj- ándu öldinni var það ein grundvall- arkenning katólsku kirkjunnar að jörðin stæði kyrr. Sú kenning að jörðin snerist var þá bannfærð sem trúvilla. Leið trúin undir lok þegar þessi misskilningur var leiðréttur? Nei, skilningur kirkjunnar óx en trúin hvarf ekki. Á öldinni sem leið gerðu guðfræðingar það að sálu- hjálparatriði að menn tryðu því að heimurinn væri um sex þúsund ára gamall. Nú eru þessar deilur jarð- fræðinga og guðfræðinga löngu þagnaðar og enn sést hversu auð- velt það er að leiðrétta gamlar villur. Á fyrri hluta þessarar aldar urðu illvígar deilur með vísinda- mönnum og guðfræðingum um þróunarkenningu Darwins. Nú eru þær deilur einnig hljóðnaðar og þótt skýringar guðfræðinganna hafi augljóslega reynst rangar í þessum efnum og kenningar Darwins raun- ar líka hefur það ekki rýrt gildi kristinnar trúar. Trúarhugmyndir okkar hafa aðeins þróast eins og allt annað. Hinu er ekki að neita að þessi tregða kirkjunnar manna til að fallast á augljós sannindi sem fylgja framþróuninni hefur hrakið marga frá kirkjunni og gert áhrif hennar minni. Þessu er öfugt farið með vísindin. Þeirra menn hafa oftast skilið að ný sannindi og nýr skilningur er ávinningur en ekki tap. Af öllu þessu mætti draga þá fljótfærnislegu ályktun að í deilum trúmanna við vísindamenn hafi trúmenn alltaf haft á röngu að standa en vísindamenn haft rétt fyrir sér. Þessu er ekki þannig farið. Vísindamenn hafa engu að síður þurft að endurskoða og breyta sínum kenningum. Lítum t.d. á hina frægu deilu Galileos við rannsóknarrétt katólsku kirkjunn- ar. Kenning Galileos varð auðvitað þýðingarmeiri, en hafði hann rétt fyrir sér? Galileo sagði að jörðin hreyfðist en sólin stæði kyrr. Rann- sóknarrétturinn hélt því hins vegar fram að sólin hreyfðist en jörðin sé kyrrstæð. Hvor hafði í raun og veru rétt fyrir sér? Stjörnufræðing- ar sem aðhyllast heimsmynd New- tons sögðu að hvorugur hafi haft fyllilega á réttu að standa þar sem bæði sól og jörð hreyfast. Nú segja vísindamenn hins vegar að allar þessar þrjár staðhæfingar megi til sanns vegar færa. Þótt skoðun Galileos reyndist þýðingarmeiri fyrir vísindalegar rannsóknir síðari tíma þá hafði hvorki hann né rannsóknarrétturinn neinn skilning á því sem menn nú kalla afstæða hreyfingu. Staðhæfingar beggja byggðust á ónægri þekkingu. En menn vísindanna leituðu að nýjum sannindum og víðtækari skilningi. Þessi jákvæða afstaða til nýrra sanninda leiddi til mikilla landvinn- inga á sama tíma og tregða margra leiðtoga kirkjunnar til að skoða trúarhugmyndir í Ijósi nýrrar þekk- ingar gerði áhrif kirkjunnar minni en æskilegt hefði verið. Þessar deilur hafa fyrst og fremst staðið milli vísindamanna og trúarlegra stofnana. Trúmenn láta þær sig litlu skipta. Þær breyta ekki hinum innri trúarlega veruleika. Illlllllllllllllllllll BÓKMENNTIR Mlllllllllllllll!;' aillllllllllllh 'lillllllllllllllllljI: ''llllllllllllllllll Il■lllllllllllll|:|.|;; :iBlllllllllllllllll:|:■ .i.lillllllllllimi^ ..BIIIIIIIIIIIIMi lllilillllllllllW ........................................................................................................................Illllllllllll...... lagður grundvöllurinn að evrópskri heimspeki og menningu og því er þetta tímabil hluti nútímans og hann alls ekki ósmár. Bókin er rúmar 1000 blaðsíður og fyigja mjög vandaðar bókaskrár og tilvitnanir auk registra, Index Nom- inum og Index Rerum. Siglaugur Brynleifsson. Miðaldaheimspeki The Cambridge History of Later Medi- eval Philosophy - From the Redisc- overy of Aristotle to the Disintegration of Scholasticims 1100-1600. Editors: Norman Kretzmann - An- thony Keny - Jan Pinborg - Associate Editor: Elleonore Stump. Cambridge University Press 1988. Um fjörutíu einstaklingar skrifa þessa heimspekisögu, sem hefst með Abelard og lýkur með fráhvarfi frá Aristóteles og kenningum hans á endurreisnartímanum. Ritið fjallar því fyrst og fremst um skólaspekina. Rit Cambridge útgáfunnar á grískri heimspekisögu hefst með rit- um W.K.C. Guthrie: History of Greek Philosophy. Næsta rit var: The Cambridge History of Later Greek and Early Medieval Philo- sophy gefið út af A.H. Armstrong 1967. Þetta rit kom fyrst úr 1982 og er nú prentað í þriðja sinn. Efni þessa bindis er kristin heim- speki Vesturlanda. Margvíslegar ástæður ollu því að ekki þótti gerlegt að fjalla um býzanska, júðska og arabíska miðaldaheimspeki jafnframt. Rannsóknir kristinnar heimspeki og ný viðhorf hafa aukið mjög þekkingu manna í þeim efnum, meðan hliðstæðar greinar, arabískar o.fl., hafa ekki verið stundaðar með sama árangri. Auk þess hefði ritið orðið mun viðameira og það hefði tekið lengri tíma að koma því út í heild. Venjulega er heimspekisaga kerf- uð eftir tímaröð einstakra heimspek- inga. í þessu riti er aftur á móti farin sú leið að fjalla um efnisþætti og ritið sett upp með tilliti til þess, fremur en eftir tímaröð einstakra heimspek- inga, sem er oft erfitt þegar um miðaldaheimspekinga er að ræða vegna þess að þekking á vissum höfundum þessa tímabils er oft reik- andi og erfitt er að tímasetja ná- kvæmlega verk margra þeirra. Út- gefendur hafa þann hátt á að birta æviferil þeirra miðaldahöfunda sem koma við sögu. Plató. Áhersluatriði heimspeki miðalda eru eðlilega önnur en á dögum Platós og síðar húmanistanna. Húm- anistarnir gerðu mikla hríð að skóla- spekinni, ekki síst rökfræðikenning- um skólaspekinga og þá einnig að málkenningum þeirra. Þessar kenn- ingar skólaspekinnar eru útlistaðar í fyrstu þremur kapítulum síðasta hluta ritsins, þess XI., og ekki síst viðhorf skólaspekinga til fræðslu- mála og viðbrögð húmanistanna við þeim. Höfundarnir ræða skólaspek- ina sem slíka út frá þeim forsendum sem þá giltu. Þrátt fyrir afstöðu húmanista gætti vissra þátta skóla- spekinnar áfram og á 19. öld mótaði skólaspekin kenningar kaþólsku kirkjunnar og heimspekilegan grundvöll þeirra. Sú skoðun, að það hátimbraða skólaspekikerfi hafi hrunið á endur- reisnartímanum, stenst ekki og á 20. öld virðast áhrif Tómasarfrá Aquino móta söguskoðun og trúarheim- speki. Kenningarnar eru vitaskuld breyttar að breyttu breytanda, en kerfisinntak skólaspekinnar virðist raunsærra en hugmyndafræðikerfi sem afneita grundvelli skólaspekinn- ar alfarið. Skólaspekingar leituðust við að samræma heimspeki Aristotelesar kristnum kenningum eða heims- mynd Biblíunnar. Meðal þeirra sem áttu mestan þátt í þýðingum verka Aristotelesar var Robert Grosse- teste (1168-1253). Aristoteles var þekktur í Byzans og meðal Araba, einkum á Spáni, og kynntust Evr- ópumenn verkum hans, sem voru í fyrstu þýdd úr arabísku og síðar úr grísku á latínu. Um 1269 er hann kominn til skila í Evrópu. Áður en þetta gerist hafði Abelard rutt braut- inafyrirskólaspekina(d.ll42). Fyrir þann tíma höfðu Evrópumenn að- eins kynnst brotum úr rökfræði Ar- istotelesar. Plato var lítt kunnur. Það varð ekki fyrr en á 15. öld að rit hans voru þýdd úr grísku á latínu af Marsilio Ficino (1433-1499) og þar með hófst nýtt tímabil í menningarsögu Evr- ópu. Uppbygging þessa rits, sem rit- gerðir margra færustu höfunda og fræðimanna í heimspeki og heim- rra Ainiens. spekisögu, veitir gleggri yfirsýn og skilning á tímabilinu en hefði ritið verið skrifað og mótað í vissa átt og af stefnumarkandi ritstjórn. Þetta er vissulega á kostnað samræmisins en fullkomið samræmi í riti sem þessu getur þrengt að fjölbreytileikanum. Tímabilið frá ca 1100 og út síðmið- aldir er eitt gróskumesta tímabil evrópskrar menningarsögu. Þá er Ný útgáfa Aðventu Fyrsta bók ársins 1990 í Bóka- klúbbi Almenna bókafélagsins var Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Á síðasta ári voru eitthundrað ár liðin frá fæðingu Gunnars og minnt- ist Almenna bókafélagið þess með því að ljúka nýrri heildarútgáfu verka hans. Einnig þótti vel við hæfi að hefja árið 1990 með því að gefa út í Bókaklúbbi AB bókmenntaperl- una Aðventu eftir Gunnar með for- mála eftir Svein Skorra Höskuldsson sem nefnist: Frá Skriðuklaustri til Viðeyjarklausturs. Ritgerð Sveins Skorra er líklega ein hin gleggsta sem birst hefur til þessa um ævi og störf Gunnars. Aðventa er sú af bókum Gunnars sem víðast hefur farið um heiminn og hefur verið dreift í risastórum upplögum. Hina alþjóðlegu skír- skotun sína fær sagan að öllum líkindum að miklu leyti frá Bene- dikt, aðalpersónu sögunnar. Eitt- hvað í fari hans hrærir við hjörtum og knýr til umhugsunar. Hann er töframaður, ekki vegna útlits eða framkomu, heldur vegna lífsviðhorfs og hlutverks sem hann hefur kosið sér og fullkominnar trúmennsku við það. Hann er hinn góði hirðir í bókstaflegri merkingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.