Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 13. mars 1990 Þriðjudagur 13. mars 1990 Tíminn 9 ' y%;, Veðurfræðingar velta fýrir sér ástæðum fýrir mannskaðaveðrum sem skoliið hafa á Evrópu í vetur: Stefnum við í aldamótafárið? Undanfamir mánuðir hafa verið mjög stormasamir á meginlandi Evrópu, með til- heyrandi eyðileggingu og mannsköðum. Þá hafa íslendingar ekki farið varhluta af veðu- rofsa og er skemmst að minnast mjög djúprar lægðar er leiddi til mikillar eyðileggingar á Eyrarbakka og Stokkseyri i janúarbyijun. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort stormasöm tímabil komi með ákveðnu milli- bili, þá í lok hverrar aldar og þá talað um alda- mótafár í veðrakerfinu. Umfjöllun þessa efnis er velt upp í viku- blaðinu Time, vegna þeirra miklu storma er gengið hafa yfir meginlandið að undanfomu. Þar er haft eftir breskum prófessor að storma- söm veður komi ávallt með jöfnu millibili. Hafi slíkir kaílar ávallt komið þegar líða fer að aldamótum og bendir á i því sambandi að fyrir síðustu þrjú aldamót hafi slíkir stormakaflar komið og virðist nú sem sagan ætli að endur- taka sig. En hver er skýringin á þessum fjölmörgu óveðmm sem gegnið hafa yfir meginland Evr- ópu að undanfömu. Samkvæmt Time skella veðurfræðingar skuldinni á breytingar á ferli loftstraumanna í 5 til 7 mílna hæð yfir Atlants- hafi, þar sem vindurinn nær allt að 150 mílna hraða, eða 240 km. hraða. Loftstraumurinn, sem myndast við árekstur heits lofts frá mið- baug og kaldra vinda úr norðri, fylgir venju- lega braut er liggur þvert yfir norðurhluta Bret- lands og til Skandinavíu. En síðustu vikur hefúr þetta ókyrra loft farið mun sunnar yfir Bretlandseyjar. Peter Timofeeff hjá hollensku veðurstofunni segir að stormar sem þessir séu eðlileg fyrirbrigði yfir sjó, en það sem óeðlilegt sé er að þeir gangi yfir land. Hvers vegna loftstraumamir ganga úr lagi á þessum vetri hefúr orðið að ágreiningsefni meðal loftlagsfræðinga. Afdráttarlausasta kenningin um aldamótafárið kemur frá Hubert Lamb, fyrrum prófessor við East Anglia há- skólann í Norwich. Hann segir að skipadag- bækur og önnur skjöl sýni óvenjuleg óveður við lok hverrar aldar síðustu fjögur aldamót. 1790 segir hann að hafi verið einn af mestu stormavetrum, en þá segir hann að 170 mílna vindhraði hafi skollið á ströndum Bretlands, sem svarar til um 272 km vindhraða. Hubert Lamb hefur trú á að þessi stormatíð sem komi á hundrað ára fresti megi tengja umbrotum á yfirborði sólar. Aðrir sérfræðingar telja þessa kenningu Iítt ábyggilega. Þá em menn síður en svo sammála um að þetta vonda veður sé tengt svokölluðum gróðurhúsaáhrifum. Matthew Woods hjá veð- urstofunni í London segir að ekki sé víst að gróðurhúsaáhrif hafi þessi áhrif á veðurlag. „Þetta gæti haft þveröfug áhrif,“ segir Woods. Fræðingar hafa mikið reynt að tengja sam- an veðurfar og umbrot á sólinni, sólbletti og annað þess háttar, en aldrei hefur tekist að afla sannana sem skera úr um að svo sé. Þá hafa þær mælingar sem gerðar hafa verið á útgeisl- un sólar sýnt að sú breytinga sem mælst hefur er hverfandi lítil. Þess ber hins vegar að geta að mjög nákvæmar mælingar á útgeisluninni með hjálp gervitungla hafa ekki staðið í nema um 10 ár, en þær mælingar sýna að breytingin er hverfandi. Hér á landi er til sú gamla kenning að kalt sé í lok aldar. Sem dæmi má nefna að mjög kalt var í lok 17. aldar, svo og einnig í lok þeirrar 18. að minnsta kosti í kring um móðuharðind- in. Þá var og einnig kalt á síðasta fjórðungi 19. aldar. Kenning þessi hefúr staðist í þrígang, en á þessari öld, fram til þessa dags hefúr þetta ekki staðist. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segist vera afskaplega tortrygginn á kenningu Huberts Lamb. „Það er nú ekki svo létt að bera saman vindhraða á mismunandi öldum. Nógu erfitt er að mæla hitann. En ennþá eru menn að bera saman vindhraðann og menn hafa ekki einu sinni haft sameiginlegan mælikvarða á hann fyrr en á 19. öld,“ sagði Páll. Þór Jakobs- son veðurfræðingur tók í sama streng og sagð- ist ekki hafa mikla trú á að kenningin um óveð- Eflir Agnar Óskarsson urskafla skömmu fyrir aldamót ætti við rök að styðjast. Hins vegar sagði Þór að alltaf væri gaman þegar slíkum málum væri velt upp. Hann sagði að margar kenningar væru til um sveiflur af þessu tagi, bæði í sambandi við veð- ur svo og hafis. „Það er mjög erfitt að sýna fram á að staðreyndin sé þessi. Kenningar um slíkar reglubundnar sveiflur í veðurfarinu eru alltaf að koma fram, en mjög erfitt hefur verð að fá alla til að samþykkja þær, enda er loft- hjúpurinn og úthöfin flókin kerfi,“ sagði Þór. Hann sagði að nú væri spumingin hvort við höfúm fylgst nógu lengi með veðrinu svo ræki- Iega eins og við gemm í dag, þannig að hægt sé að fúllyrða að eitthvað sé að gerast sem langa- far og langömmur hafa ekki upplifað. „Það era vissulega sveiflur fyrir hendi, frá einni öld til annarrar, þó svo ekki sé hægt að finna reglu- bundnar sveiflur,“ sagði Þór. Margar kenningar sem fram hafi komið hafa ekki þótt álitlegar í fyrstu, en hafa síðar öðlast gildi, hvort þessi kenning Hubert Lamb öðlist einhvemtíman viðurkenningu verður ekki skorið úr um að sinni og jafnvel ekki fyrr en að nolckmm öldum liðnum. Páll sagði að líklega væri kenningin byggð á því að tiltölulega margir stormar hafi komi og sömuleiðis margir skipskaðar hafi orðið, sem erfitt væri að meta veðurlag útfrá. „Það er sannast að segja ekki nokkur eðlisffæðileg lík- indi til þess að stormaskeið komi í lok hverrar aldar, náttúran veit ekkert um okkar tímatal, hún hefúr ekki hugmynd um það,“ sagði Páll. Hann sagði að hins vegar gæti verið að stormatíð kæmi í sveifium og þá jafnvel með hundrað ára millibili, en aldrei hafi tekist að sýna fram á það. Að söng Páls hafa menn verið að velta því mikið fyrir sér hvort veðrið sé allt- af að endurtaka sig. Til dæmis töldu menn hér á landi á 19. öld að nóg væri að hafa 20 ára dagbók og þá vissu þeir alltaf hvemig veðrið mundi verða, þar sem það endurtaki sig á tutt- ugu ára ffesti. Um miðja 19. öld gengu menn meira að segja svo langt að búa til almanök um árið, sem sagði til um hvemig það mundi verða. Nokkrir þeirra sem gerðu slíkt, gerðust svo djarfir að gefa almanökin út og átti þá fólk að lesið úr þeim hvemig veðrið kæmi til með að verða. Að sögn Páls stóðust almanök þessi að sjálfsögðu ekki, en hann á eitt frá Eyjafirði. I þessu sem öðra vora menn ekki á eitt sátt- ir yfir hve mörg ár hvert veðurtímabil stæði áð- ur en fyrsta ári veðurtímabilsins væri náð á ný, hvort það næði til 20 ára, 19-ára eða einhvers annars árafjölda. Menn byggðu þessi almanök m.a. á tungl- öldinni sem er 19 ár og því átti veðrið að end- urtaka sig á 19 ára fresti, en engin marktæk sönnun hefúr fengist fyrir að svo sé. A það ekki við rök að styðjast að veðurofs- ar sem gengið hafa yfir Evrópu að undanfbmu komi á hundrað ára fresti? „Nei. Það væri að vísu hugsanlegt að þetta fylgdi að einhveijum hluta hitanum, þ.e. stormasamt og kalt, en það virðist alls ekki gerast, því það er ekki kalt. Ní- undi áratugurinn er hlýjasti áratugur sem kom- ið hefúr síðan mælingar hófúst, þannig að ég J ' ; fslendingar hafa ekki farið varhluta af stórviðrum í vetur. held að þetta sé ósköp haldlítil kenning og kannski frekar sett ffarn til gamans, en að um leiðbeiningar sé að ræða,“ sagði Páll. Trúverðugasta skýringin á óveðri því sem gengið hefúr yfir Evrópu að undanfomu telja menn liggja í þeim hlýindum sem verið hafa og leitt til þess að fjölmörg skíðasVæði hafa hald- ist græn í stað þess að í brekkunum sé nægur snjór. Samkvæmt Time hafa veðurftæðingar enga haldbæra skýringu á því hlýindaskeiði sem verið hefúr. Þeir era hins vegar sammála um að hlýindin hafi traflandi áhrif á andrúms- loftið, sem leiði til þess að loftstraumar færist sunnar og vindhraði aukist. Þess má geta að siðast liðin 200 ár hefúr hitastig í febrúarmán- uði í London aldrei verið hærra en einmitt í þeim febrúarmánuði sem nýlega er liðinn og sömu sögu er að segja af Hollandi. Þar hefúr meðalhitinn ekki verið eins hár síðan 1706. Þó svo að veðurhæð hafi verið mikil á meg- inlandinu, allt upp í 160 km. á klukkustund, þá hefúr mesta eyðileggingin orðið vegna sjó- gangs. í Towyn á norðurströnd Wales flæddi sjórinn hindranarlaust í gegn um 214 metra gat á sjóvamargarði, með þeim afleiðingum að húsin í þorpinu vora umflotin fimm feta háu vatni og þurftu íbúamir 2000 að tölu að hafa sig á brott. I Hollandi urðu vamargarðar með- fJam strönd Norðursjávar fyrir miklum skemmdum og hefúr það vakið ráðamenn það í landi til umhugsunar um það sjóvamarkerfi sem þeir hafa komið sér upp. Þá urðu einnig skemmdir á vamargörðum í Frakklandi og Danmörku. Það tjón sem orðið hefúr í Evrópu síðustu mánuði er talið nema að minnsta kosti 11,5 milljörðum dollara. ■ ; ;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.