Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 13. mars 1990 IIIIIIIIIIHIIIIlll DAGBÓK lllllllilllllllWlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMlllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliillllllllllllllllllllllllllllllll^ .....................Ílllllll...................................II Hallgríntskirk ja - Starf aldraðra Samvera aldraðra í safnaðarsalnum miðvikudaginn 14. mars kl. 14:30. Sr. Lárus Halldórsson sér um dagskrána. MONAGINTA í Hafnarborg Nýlega var opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, sýningin NONAGINTA. Þátttakendur eru: Björn Roth, Daði Guðbjömsson, Eiríkur Smith, Kjurtun Guðjónsson og Ómar Stefánsson. Sýningin er opin kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga. Sýningin stendur til 19. mars. Frá Ferðafélagi íslands Vetrarfagnaður í Risinu, Klúbbnum, Borgartúni 32, laugard. 17. mars. Pantið tímanlega. Páskaferðir: 1. Snæfellsnes - Snæfells- jökull 3 og 5 dagar. 2. Þórsmörk 3 og 5 dagar. 3. Landmannalaugar, gönguskíða- ferð. Athugið sértilboð á Árbókum F.f. Aðalfundur F.í. verður haldinn í Sókn- arsalnum, Skipholti 50A, miðvikudaginn 14. mars kl. 20:30. Venjuleg aðalfundar- störf. Félagsmenn sýni ársskírteini frá árinu 1989 við inngangi. Stjórn Ferðafélags Islands Tilkynning til innflytjenda sem fengið hafa greiðslufrest á virðisaukaskatti af innfluttum, vörum við tollafgreiðslu Gjalddagi virðisaukaskatts af innfluttum vörum sem fenginn hefur verið gjaldfrestur á við innflutn- ing, samkvæmt reglugerð nr. 640/1989 með áorðnum breytingum, vegna tímabilsins janúar - febrúar 1990 er 15. mars næst komandi. Gjalddagi er jafnframt eindagi. Athygli skal vakin á því að viðurlög falla á innflytjendur sem ekki greiða vegna virðisaukaskattsins eigi síðar en á gjalddaga, samkvæmt áðurgreindri reglugerð. Fjármálaráðuneytið 12. mars 1990 Óskum eftir samstarfi við byggingaraðila, til bygg- ingar húss á Skeifusvæðinu. Tilboð sendist til auglýsingadeildar blaðsins fyrir 19. mars n.k. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. MIKLUBRAUT 68 a 13630 t Faðir minn Skúli Þorleifsson frá Þverlæk í Holtum til heimilis aö Grandavegi 47, Reykjavik lóst á sjúkrahúsi á Benidorm þann 10. mars Sigríður Skúladóttir t Bróðir okkar Eggert Tómasson bóndi, Miðhóli, Sléttuhlíð sem lést 4. mars s.l. verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 16. mars kl. 15.00 SigurðurTómasson JónasínaTómasdóttir HallfríðurTómasdóttir Þórný T ómasdóttir Ólöf Tómasdóttir MargrétTómasdóttir t Bróðir minn Þorsteinn Pálsson blfreiöasmiður frá Steindórsstöðum I Reykholtsdal lést að heimili sínu Bólstaðarhlíð 5 í Reykjavík þann 7. mars sl. Jarðarför fer fram í Reykholtskirkju laugardaginn 16. mars kl. 14.00. Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna Einar Pálsson. Opið hús fyrir foreldra með böm sín í Gerðubergi Miðvikudaginn 14. mars kl. 10:00- 12:00 verður í fyrsta sinn í Gerðubergi opið hós fyrir foreldra og börn þeirra. Þar geta komið foreldrar, sem eru heimavinn- andi eða eiga morgunstund aflögu, og fengið sér kaffibolla, spjallað saman, kynnst og jafnvel föndrað með börnun- um. Opið hús verður síðan á hverjum miðvikudegi kl. 10:00-12:00 fram til vors a.m.k. og stefnt er að því, að hafa erindi um eitthvað sem að barnauppeldi eða umönnun barna snýr. Tilgangurinn með þessu er m.a. að koma til móts við einstaklinga sem eru heimavinnandi. Þetta er upplagt tækifæri til að koma með börnin með sér og hitta annað fólk og spjalla. Nemendatónleikar í Kirkjuhvoli Nemendatónleikar Tónlistarskólanna í Kópavogi og Garðabæ verða miðvikudag- inn 14. mars í Kirkjuhvoli, Garðabæ kl. 19:00. Háskólatónleikar í Norræna húsinu Miðvikudaginn 14. marskl. 12:30 verða háskólatónleikar í Norræna húsinu. Þar leikur Bryndís Pálsdóttir á fiðlu og Helga Bryndís Magnúsdóttir á píanó. Þær leika sónötur eftir Jón Nordal og Ravel. Tískusýningar að Skálafelli á fimmtudagskvöldum Allt frá því að Skálafell var opnað að Hótel Esju hafa verið þar tískusýningar á fimmtudagskvöldum nær samfellt á annan áratug. Módelsamtökin undir stjórn (Jnn- ar Amgrímsdóttur hafa séð um sýning- arnar. Eftir smáhlé á tískusýningum í vetur hefjast þær nú aftur og byrja á fimmtu- dagskvöld. Verslunin Svanurinn sýnir nú nýjan glæsilegan tískufatnað frá SAND- PIPER og GEIGER. Á undan tískusýn- ingunum verða kynningar á snyrtivörum frá heimsþekktum aðilum. Að auki verður stiginn dans við undir- leik hljómsveitarinnar Kaskó, sem leikur öll Ivöld frá fimmtudegi til sunnudags. Skálafell opnar öll kvöld klukkan 19:00. Pennavinur í Englandi 21 árs Englendingur, sem hefur komið til íslands og er að byrja í íslenskunámi, langar til að skrifast á við íslending, - fyrst á ensku, en síðan eitthvað a íslensku. Útanáskrift tii hans er: DARREN FROST BOX72 FAIRFIELD AVENUE, STAINGS, MIDDX. TWI8 IGE ENGLAND Franskur stúdent óskar eftir íslenskum pennavini Tuttugu og eins árs franskur námsmað- ur óskar eftir að eignast pennavin á íslandi. Utanáskrift til hans er: RICHARD OLIVIER, 8 RUE DES LUTINS 17300 ROCHEFORT FRANCE Til heiðurs forsetanum, æskunni og landinu til heilla Framtak aðstandenda YRKJU gefur þjóðinni allri einstakt tækifæri til að árna ástsælum forseta sínum heilla á merkisafmæli. Margt hefði verið hægt að láta sér detta í hug, sem verðugt væri að gera til að heiðra og gleðja Vigdísi Finn- bogadóttur forseta í tilefni afmælis- ins, en mér segir svo hugur að fátt gæti glatt hana meira, en að nú myndaðist gildur sjóður, sem stuðl- að gæti að meiri mannrækt og auk- inni skógrækt og trjárækt. „Efæskan villrétta þérörfandi hönd, Pá ertu á framtíðar vegi. “ LITAÐ JÁRN Á ÞÖK OG VEGGI Galv. stál og stál til kiæðningar innanhúss Gott verft Söluaðilar: Málmiðjan h.f. Salan s.f. BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið. gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar Það veit Vigdís Finnbogadóttir, og ennfremur að „ræktun lands og lýðs“ fer saman. Því leggur hún sig eftir því, hvar sem hún fer um landið, að ná til yngsta fólksins, barna og unglinga og planta með því trjám. Þaðerorðiðaðembættistákni hennar. Bókin YRKJA, sem kynnt hefur verið að komi út á afmælinu er á sama hátt tákn um það sem Vigdís vill rækta með þjóðinni. Þar eru fengnir til að skrifa margir ágætismenn þjóðarinnar um fjölþætt efni en heildar þemað er, eins og nafn bókarinnar ber með sér, ræktun. Ræktun og menning fara saman. í fjölmörgum þjóðtungum er sama orðið yfir bæði þessi hugtök. Nú megum við fólkið í landinu ekki bregðast. Okkur er gefið tæki- færi. Gleymum því ekki í önn dag- anna að láta skrá nöfn okkar á heillaóskaskrána. Fáir dagar eru til stefnu og því er mikilvægt að alhr bregðist skjótt við, færi nöfn sín á svarseðlana, sem sendir hafa verið á hvert heimili eða taki upp símann og hringi í númerið, sem auglýst er í dagblöðunum. Það verður ævarandi vitnisburður um hug fólksins, til landsins, tung- unnar, sögunnar og til sameininga- tákns þjóðarinnar en ekki síst til Vigdísar Finnbogadóttur forseta persónulega, hve margir notfæra sér þetta ánægjulega tækifæri til árnað- aróska. „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein þér varéggefinn bam á móðurkné Látum þessar ljóðlínur Snorra Hjartarsonar, sem forsetinn notar gjarna, minna okkur á. Jónas Jónsson Keflavík Fundur í Fulltrúaráði framsóknarfélaganna miðvikudaginn 14. mars kl. 20.05 að Hafnargötu 62. Dagskrá: 1. Framboðslisti flokksins lagður fram. 2. Kosningamál. 3. Fjárhagsáætlun Keflavíkurbæjar. Stjórnin. Rangæingar - Spilavist Komum saman og spilum félagsvist í Hvolnum sunnudagskvöldiö 18. mars kl. 21.00 Góð kvöldverðlaun. Framsóknarfélag Rangæinga. Borgarnes - Félagsvist Félagsvistinni sem vera átti 9. mars hef ur verið frestað. Þriggja kvölda keppni hefst 23. mars kl. 20.30 í Félagsbæ. Framsóknarfélag Borgarness Opinn stjórnarfundur SUF Samband ungra framsóknarmanna heldur stjórnarfund laugardaginn 17. mars n.k. í húsakynnum Framsóknarflokksins Nóatúni 21 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 10.00 og er opinn öllum ungum framsóknarmönnum. Framkvæmdastjórn SUF Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, veröa fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. REYKJANES Skrifstofa KjördæmissamPandsins að HamraPorg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.