Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 13. mars 1990 EVRÓPA UPPLÝSINGAFUNDUR UM EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ, ESS Utanríkisráðuneytið heldur upplýsingafund um viðræður Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um myndun Evrópska efnahagssvæðisins (EES) í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri í dag, þriðjudag 13. mars, kl. 21.00. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur framsögu og svarar fyrirspurnum. Upplýsingadeild FUNDARBOÐ Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna verður haldinn í félagsheimilinu Arnesi í Gnúpverjahreppi þriðju- daginn 20. mars 1990. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Fundurinn hefst kl. 13:00 (Kl.l eftir hádegi). Stjórn Mjólkurbús Flóamanna T Húsverndunarsjóður Reykjavíkur í lok apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndunarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík, sem sérstakt varðveislugildi hefur af sögulegum eða byggingarsögu- legum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinargóðar lýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, verklýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur er til 6. apríl 1990 og skal umsóknum stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur komið á skrifstofu garðyrkjustjóra Skúlatúni 2,105 Reykjavík. II ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Körfuknattleikur-Úrvalsdeild: Enn varð slæmur kafli Tindastólum að falli KR-ingar unnu sinn 17. sigur í röð í úrvalsdeildinni á Sauðárkróki Tindastóll lék sinn síðasta heima- gestimir sigraðu með 91 stigi gegn leik í Úrvalsdeild körfuboltans á 77. Sigur KR var öruggur og sann- sunnudaginn, mótherjarnir voru KR gjarn og þrátt fyrir að úrslitin skiptu og er skemmst frá því að segja að litlu fyrir endanlega stöðu Uðanna í Hart var barist í leik Tindastóls og KR. Mynd öþ. deildinni var leikið á fuUu allan tímann. Jafnræði var með liðunum fyrstu 10 mínúturnar en þá kom slæmur kafli hjá Tindastól sem gaf gestunum 14 stiga forskot í leikhléi. Það var einkum stórleikur Páis Kolbeinsson- ar sem gerði 16 stig og hitti nánast úr öllum tilraunum í körfu andstæð- inganna sem færði KR þessa forustu. í síðari hálfleik jókst forskotið smám saman í 20 stig um miðjan hálfleik- inn þá þurfti Páll að yfirgefa völlinn með 5 villur og skömmu síðar Kovto- un af sömu ástæðu. Við þetta riðlað- ist leikur KR nokkuð og Tindastóls- menn náðu að minnka muninn í 8 stig nær komust þeir hinsvegar ekki og gestirnir bættu aðeins við forskot- ið á Iokamínútunum. Eins og áður sagði var sigur KRinga sanngjarn þótt enginn glans væri yfir leik liðsins. Stigin skoruðu Páll og Birgir 21 hvor. Guðni 11. Kovtoun 10. Matthías og Lárus 9 hvor og Böðvar og Hörður 5 hvor. Eins og oft áður í vetur varð slæmur leikkafli Tinda- stólsliðinu að falli í þessum leik. Ástæður þess að leikur liðsins dettur oft niður um tíma eru ekki ljósar en þetta er galli sem þarf að laga fyrir næsta keppnistímabil a.m.k. ef liðið ætlar sér að berjast um toppsætin í riðlinum. Það ánægjulegasta fyrir Tindastól í þessum leik var aftur koma Haraldar Leifssonar í liðið en hann hefur lítið spilað með í vetur. Haraldur átti ágætan leik og sýndi að hann hefur engu gleymt frá síðasta keppnistímabili. Stig Tindastóls skoruðu Sturla 22. Haraldur 16. Valur 15. Björn 13. Sverrir 6 og Pétur 5. Dómarar voru Kristján Möller og Kristján Óskarsson og áttu ágætan dag. ÖÞ. Körfuknattleikur-Úrvalsdeild: eftir að Thomas Lee fékk sína 5. villu ÍR-ingar sem á sunnudaginn héldu uppá 40 ára afmæli körfuknattlciks- deildarínnar, urðu að láta í lægra haldi fyrír Keflvíkingum er liðin mættust í Seljaskóla. Lengi framan af leit þó út fyrir sigur LR-inga, þeir leiddu í leikhlé- inu 42-40, en fyrri hálfleikur hafði verið mjög jafn. Heldur dró sundur með liðunum í upphafi síðari hálfleiks. ÍR-ingar voru mjög grimmir og náðu 13 stiga forystu 57-44. Þá fór heldur að síga á ógæfuhliðina og Keflvíkingar náðu Staðan í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik A-riðill: Keflavík..... 25 19 6 2509-2079 +430 38 Grindavík ... 25 15 10 1976-1959 + 17 30 ÍR........... 25 9 16 1921-2108 -187 18 Valur........ 25 8 17 2025-2082 - 57 16 Reynir........ 26 1 25 1787-2481 -667 2 B-riðill: KR .......... 25 23 2 2022-1741 +281 46 Njarðvík .... 25 21 4 2377-2064 +313 42 Haukar........ 25 13 12 2189-2040 +149 26 Tindast ..... 25 11 14 2082-2079 + 3 22 Þór.......... 26 6 20 2199-2454 -255 12 í kvöld er leikur á dagskrá í úrvalsdeildinni. í Grindavík mætast UMFG og ÍR kl. 20.00. að jafna 59-59. Þá hafði Thomas Lee nýlega orðið að fara af leikvelli með 5 villur, en hann hafði verið yfir- burðamaður á vellinum. Eftirleikur- inn var Keflvíkingum nokkuð auð- veldur, þeir náðu 10 stiga forystu og lokamínútur leiksins voru aðeins formsatriði og liðin skiptust á körfum. Lokatölur voru 87-101 Kefl- víkingum í vil. Lee lék mjög vel fyrir ÍR-inga, en lét skapið hlaupa með sig í gönur eftir að hann fékk sína 5. villu. í kjölfarið fékk hann dæmda á sig tæknivillu. Björn Steffensen lék einnig vel og Eggert Garðarsson var góður í fyrri hálfleik. Jóhannes Sveinsson átti góðan kafla í upphafi síðari hálfleiks. Hjá Keflvíkingum átti Falur Harðarson góðan leik ásamt Nökkva Jónssyni. Guðjón Skúlason var slak- ur í fyrri hálfleik, en náði sér vel á strik í þeim síðari. Aðrir leikmenn ÍBK áttu þokkalegan leik að þessu sinni, en sýnilegt var á leik liðsins að leikurinn var ekki þýðingarmikill. Dómarar voru þeir Kristinn Al- bertsson og Bergur Steingrímsson og voru þeir þokkalegir í heildina. Stigin ÍR: Björn S. 30, Lee 22, Eggert 14, Jóhannes 7, Pétur 4, Márus 4, Brynjar 3 og Gunnar 3. ÍBK: Falur 28, Nökkvi 18, Guðjón 14, Magnús 10, Einar 8, Albert 8, Sigurður 4, Anderson 4, Kristinn 3 og Skúli 2. BL Þórsarar vængbrotnir Þórsarar urðu fyrir því að komast ekki með helming liðsins til leiks gegn Njarðvfkingum í Njarðvík. Þar að auki gat Dan Kennard ekki leikið með vegna veikinda. Þeir voru að- eins 6 talsins leikmenn Þór sem léku í Njarðvík og ósigur þeirra var stór 126-72. Stigin skiptust þannig, Þór: Davíð 33, Agúst 12, Þórir 11, Jón Örn 7, Skarphéðinn 5 og Stefán 4. UMFN: Teitur 26, Releford 22, Kristinn 22, Jóhannes 20, Ástþór 13, Friðrik Ragn. 13, Helgi 10. BL Valsmenn sigruðu Reynismenn Valsmenn náðu fram hefndum gegn Reynismönnum á heimavelli sínum að Hlíðarenda er þeir sigruðu 94-82, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 43-41. Stigin Valur: Behrends 36, Ragn- ar 23, Einar 13, Ari 8, Björn 4, Matthías 4, Arnar 3, Sveinn 2 og Hannes 1. Reynir: Grissom 29, Jón G. 21, Ellert 14, Sveinn 8, Sigurþór 4, Jón Ben 4 og Einar 2. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.