Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.03.1990, Blaðsíða 15
Þriðjudagur'13.mars 1990 ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllillillllllllllllllllil ísland B-þjóð í handknattleik: „Lesblinda“ hjá IHF „Forseti og aðalritari IHF hafaekki lesið reglugerðirnarnógu vel “ segir Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ „Þetta var misskilningur hjá forseta IHF og aðalritara þess efnis að sæti Evrópu í næstu A-keppni færi frá þessari nýafstöðnu A- keppni og það þýðir það að ísland þarf að taka þátt í B-keppninni í Austurríki 1992. Úr þeirri keppni fara 3 efstu þjóðirnar í næstu A-keppni og síðan næsta Evrópu- þjóð þar fyrir þaðan,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ í viðtali við Tímann í gær. „Þeir höfðu lýst þessu yfir á blaðamannafundi og einnig í sam- tali við mig, séra Pálma Matthías- son og Ólaf Jónsson og við spurð- um hvort þetta mætti fréttast og þeir sögðu já. í dag (mánudag) kom hins vegar í ljós að þeir höfðu ekki lesið reglugerðirnar nógu vel og báðu okkur afsökunar á þessum mistökum." Hvaða verkefni er næst á dagskrá hjá landsliðinu? „Við munum taka þátt í Friðar- leikunum í Seattle í júlí og ágúst og síðan hefst undirbúningur fyrir HM-b 1992.“ Er útséð með að Bogdan mun ekki halda áfram landsliðið? „Hann hefur gefið þá yfirlýsingu að hann leggi það í okkar hendur hvað við gerutn og sagst vera tilbúinn til þess að ræða við okkur ef við hefðunt áhuga, þá annað hvort að þjálfa A-liðið eða ungl- ingaliðið og við munum skoða það,“ sagði Jón. Munu verða byggt upp algjör- lega nýtt lið nú eftir HM? „Það hefur verið jöfn endurnýj- un á liðinu undanfarin ár, en nú er ljóst að um nokkrar breytingar verður að ræða á næstunni og við munum byggja upp sterkt lið fyrir B-keppnina 1992. Er einhver sérstakur þjálfari efstur í blaði HSÍ sem næsti lands- liðsþjálfari? „Við ræddum við nokkra aðila fyrir og eftir B-keppnina og þeir hafa sagst vera áhugasamir að ræða við okkur, en það kemur bæði til greina að ráða útlending sem og íslenskan þjálfara. í viðtali við Arnþrúði Karlsdótt- ur á Aðalstöðinni kemur fram að hugsanlega hafi liðsstjóri íslenska liðsins veríð illa fyrír kallaður í leiknum gegn Kúbu og Arnþrúður sagði þar, að drukknir menn ættu ekki heima á varamannabekk landsliðsins, er eitthvað til í þessu? „Já, þessi liðsstjóri var illa fyrir kallaður í þessum leik og það var ákveðið að hann mundi ekki sitja á bekknum í seinni hálfleik.“ Svo aftur sé vitnað ■ viðtalið við Arnþrúði á Aðalstöðinni, er eitthv- að til í því að komið hafi til slagsmála milli þín og Bogdans á hóteli í Prag eftir keppnina? „Slagsmál milli mín og Bogdans? Ég hef aldrei heyrt aðra eins þvælu, ég skil ekki af hverju er verið að búa til svona sögusagnir, þetta er hrein þvæla. Við höfum aldrei slegist, ég þakkaði honum hans störf og við skildum sem bestu vinir,“ sagði Jón Hjaltalín Magnús- son í viðtali við Tímann í gær. BL HM í handknattleik: Frakkar sterkari í keppninni um 9. sætið dýrmæta - íslenska liðið hrundi enn einu sinni Leikurinn gegn A-Þjóðverjum lofaði sannarlega góðu og því voru menn bjartsýnir fyrir leikinn gegn Frökkum um 9. sætið á HM í Tékkóslóvakíu á laugardagsmorgun. Bogdan landsliðsþjálfari gerði breyt- ingar á íslenska liðinu, þeir Valdimar Grímsson og Óskar Ármannsson sem báðir höfðu leikið vel gegn A-Þjóðverjum hvíldu, en inn komu þeir Sigurður Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson. Þá kom Héðinn Gilsson inní liðið fyrir Sigurð Sveinsson, sem farinn var til V-Þýskaland. Leikurinn var mjög jafn framan af og jafnt var á öllum tölum upp 7-7 að Frakkar náðu að komast 2 mörk- um yfir 7-9. Islendingar jöfnuðu, en aftur komust Frakkar 2 mörkum yfir 9-11 og eftir það virtust þeir hafa náð góðum tökum á leiknum. Þeir juku muninn og voru 4 mörkum yfir í leikhléi 11-15. Upphaf síðari hálfleiks lofaði góðu hjá íslenska liðinu, strákarnir minnkuðu muninn í 1 mark 15-16 og 17-18, en eftir það virtust Frakkar aftur ná góðum tökum á leiknum. Þegar staðan var 20-22 hrundi ís- lenska liðið algjörlega eins og spila- borg og Frakkar gerðu 5 mörk í röð og gerðu út um leikinn. Lokamínút- urnar reyndust íslenska liðinu erfið- ar og Frakkar unnu sanngjarnan sigur 23-29. Þar með tryggðu þeir sér farseðil á Ólympíuleikana í Barce- lona 1992 og Heimsmeistarakeppn- ina í Svíþjóð 1993, en íslendingar sitja eftir og verða að taka þátt í B-keppninni í Austurríki 1992. Frammistaða einstakra leikmanna íslenska liðsins var með svipuðum hætti og fyrr þegar liðið hefur hrunið, lykilmenn með mikla reynslu brugðust og gerðu sig seka um byrjenda mistök. Markvörslunni verður tæplega kennt um í þessum leik því Guðmundur Hrafnkelsson varði þokkalega, eða 13 skot, þar af 1 vítakast. BL HM í handknattleik: Svíunum tókst það ómögulega urðu heimsmeistarar eftir 23-27 sigur á Sovétmönnum Svíar eru heimsmeistarar í hand- knattleik 1990. Ótrúlegt en satt, frændum okkar tókst að leggja Sov- étmenn að velli í úrslitaleik HM í Tékkóslóvakíu 27-23 eftir að hafa verið undir í leikhléi 11-12. Það var góð markvarsla og vörn, ásamt frísklegum sóknarleik sem færði Svíum heimsmeistaratitilinn. Markvörður þeirra, Mats Olson átti stórleik og gömlu kempurnar Staffan Olson, Magnus Wislander, Per Carlen, og Erik Hajas ásamt Ola Lindgren léku allir af fingrum fram og unnu á leikgleðinni og baráttunni. Alexander Tuchkin var bestur Sovétmanna í leiknum, gerði 11 mörk. Úrslitin um sætaröðina: 1,- 2. Svíþjóð-Sovétríkin ....27-23 3.- 4. Rúmenía-Júgóslavía .... 27-21 5.- 6. Spánn-Ungverjaland .... 23-19 7.- 8. Tékkóslóvakía-A-Þýskal. . 17-16 9.-10. Frakkland-lsland.......29-23 11.-12. Pólland-Suður-Kórea .... 33-27 BL r Island-Frakkland 23-29 (11-15) MARKVERÐIR VARIN SKOT VARIN VlTI SAMTALS EINAR ÞORVARÐARSON 0 1 GUÐMUNDUR HRAFNKELSSON 12 1 13 LEIFUR DAGFINNSSON ÚTILEIKMENN SKOT/MÖRK VlTI TAPAÐ STOLIÐ STOÐSEND. ÞORGILS Ó. MATHIESEN 3/1 1 1 BJARKI SIGURÐSSON 5/3 1 1 JAKOB SIGURÐSSON 1/0 1 VALDIMAR GRlMSSON SIGURÐUR GUNNARSSON 5/2 2 1 4 ALFREÐ GÍSLASON 2/1 4/4 2 ÓSKAR ÁRMANNSSON GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON 2/0 1 KRISTJÁN ARASON 12/7 2 GEIR SVEINSSON 1/1 1 1 SIGURÐUR SVEINSSON HÉÐINN GILSSON 3/1 1 JÚLÍUS JÓNASSON 3/2 2/1 > t í i Tíminn 15 I -4 ^«7 rá r kv/r\r\o«j i «nr Aðalfundur F.F.K. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur aðalfund laugardaginn 17. mars khdSJoO 'að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Borgarstjórnarkosningarnar 3. Önnur mál. Mætið vel. Stjórnin. Virðum líf verndum jörð Umhverfismálafundur Landssamband framsóknarkvenna og Samband ungra framsóknar- manna munu halda fund um umhverfismál fimmtudaginn 15. mars n.k. kl. 20.00 í Nóatúni 21. Þar munu Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt og formaður Land- verndar ræða umhverfismál með spurninguna „Hvað getum við gert?" í huga. Jón Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra talar um umhverfismál almennt. Sif Friðleifsdóttir, fulltrúi í samstarfsnefnd Norræna félagsins og ÆSl mun tala um norrænt umhverfisár og Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, ræðir um mengun frá stóriðju og fiskeldi og einnig um gróðurhúsaáhrif hér á landi. Síðan verða opnar umræður. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnir LFK og SUF Námskeið fyrir ungt fólk á erlendri grund Samband ungra framsóknarmanna stendur til boða að tilnefna ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára á námskeið sem haldin eru víðs vegar í Evrópu. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þennan möguleika eru beðnir að hafa samband við Egil Heiðar á skrifstofu Framsóknar- flokksins í síma 91-24480. Framkvæmdastjórn SUF. Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Hádegisverðarfundur um stóriðju verður hald- inn laugardaginn 17. mars á Glóðinni og hefst kl. 12.00. Frummælandi verður Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður. Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Björk, félag framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni Norðurland eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri er opin alla virka daga frá kl. 16-19, sími 96-21180. Vinningstölur laugardaginn 10. mars ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 818.041 2. Æ# | 9 47.374 3. 4af5 149 4.936 4. 3af 5 5.182 331 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.331.195 kr. UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.