Tíminn - 14.03.1990, Qupperneq 1

Tíminn - 14.03.1990, Qupperneq 1
Kornungir „slagsmálahundar“ streyma inn í skólana, „skalla“ félaga sína og sparka í þá í stíl karatekappa: Sex ára bardagaböm útlærð úr sjónvarpi Inn í grunnskólana í Reykjavík streyma nú tugir barna með óvenjuleg hegðunarvandamál, sem eru miklu mun alvarlegri en áður hafa þekkst. Reyndir kenn- arar þekkja óþekkt, en hér eru á ferðinni árásargjörn börn sem ráða ekki við sig og kunna ekki að umgangast önnur börn. Þetta lýsir sér m.a. í því að allt niður í sex ára börn „skalla“ skólafélaga sína í andlitið og sparka í þau með karate-tilþrifum sem þau hafa séð í sjónvarpi. En þau eru ekki að leika sér og höggin eru raunveruleg. Fyrirbærið er þekkt erlendis frá þar sem upp hefur komið ný kynslóð eða tegund barna, sem á ráðstefnum skóla- manna hafa verið kölluð „bar- dagabörn“. Það vekur athygli að „bardaga- börn“ koma gjarnan frá góðum heimilum og því erfitt að skýra hegðun þeirra með hefðbundn- um tilvísunum til „félagslegra aðstæðna“. • Blaðsíða 5 Skólamenn hafa engar haldbærar skýringar á hegöun tuga „bardagabarna". Tímamynd Árni Bjarna. (Myndin er sviðsett) Rúmlega tvöfalt stærra álver en álverið í Straumsvík á að vera komið í gagnið 1994: SKRIFAD UNDIR ALIÐ í gær undirrituðu fulltrúar álfyrirtækjanna þriggja í vera komið í gang árið 1994. Enn ríkir óvissa um Atlantal hópnum og fulltrúar íslenskra stjórnvalda staðsetningu álversins þó Eyjafjörður og Straums- viljayfirlýsingu um byggingu 200 þúsund tonna vík séu nú taldir líklegustu staðirnir. álvers á íslandi sem samkvæmt yfirlýsingunni á að • Opnan

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.