Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. mars 1990 Tíminn 5 Um 60-70 börn sem eiga við mjög alvarleg hegðunarvandamál að stríða byrjuðu í skóla í haust. Börnin eru mjög árásargjörn og kunna ekki að umgangast önnur börn: Sex ára börn skalla í andlit bekkjarfélaga „Á undanfömum ámm hafa verið haldnar ráðstefnur erlendis um þessa nýju kynslóð bama, við getum sagt nýja tegund barna. Sumar þessara ráðstefna hafa borið yfirskriftina „The fighter child“ (bardagabamið). Um em að ræða böm sem era mjög hömlulaus og árásargjöm. Þau beita líkamleg ofbeldi miskunnarlaust. Greinilegt er að þau yfirfæra sumt af því sem þau sjá i sjónvarpi yfír í leiki sína. Við era að eram að fá inn í sex ára bekkina börn sem skalla bekkjarfélagana í andlitið og sparka í þau með karate brögðum." Þetta sagði Arthur Morthens, sér- kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkuramdæmis í samtali við Tímann. 1 síðustu viku vakti Svavar Gestsson menntamálaráðherra at- hygli á því í umræðum á Alþingi að milli 60 og 70 börn sem byrjuðu skólagöngu í grannskólum Reykja- víkur í haust eiga við mjög alvarleg hegðunarvandamál að stríða. Kristín Tryggvadóttir, skólastjóri Selásskóla í Reykjavík, var spurð hvort að hér væru ekki einfaldlega á ferðinni óþekktarormar sem allir kennarar þekkja. „Nei, þetta er allt annað munstur en maður hefur áður þekkt og miklu al- varlegra. Bömin ráða ekki við þetta. Þau era mjög árásargjöm og kunna ekki á nokkurn hátt að umgangast aðra. Þau kunna ekki að taka tillit til náungans og haga sér á ýmsan hátt eins og pínulítil börn. Það er eitt- hvað mikið að í sambandi við fé- lagsþroska þessara bama. Við vitum ekkert af hverju þetta stafar." Skortir eitthvað upp á málþroska hjá þessum bömum? „Nei, í flestum tilfellum skortir ekkert upp á greind né málþroska. Það vantar hins vegar mikið upp á félagsþroskann. Ég er búin að kenna lengi, en ég hef aldrei vitað að lítil börn láti svona.“ Getur verið að þessi böm hafi ekki umgengist önnur böm nema að tak- mörkuðu leyti áður en þau byrjuðu í skóla? „Við höfum einmitt mikið velt því fyrir okkur. Það er mikið búið að rannsaka þessi böm og kanna ýmis- legt í sambandi við þau, en við vit- um ósköp lítið um orsakir þessarar hegðunar.“ Kristín sagði ekki hægt að greina að íjölskyldur þessara bama ættu við einhver þau vandamál að stríða sem skýra hegðun barnanna. Hún sagði að sér virtist bömin koma frá góðum heimilum. Það hafi hins vegar eitt- hvað farið úrskeiðis i uppeldi þeirra. Kristín sagði að það þyrfti að rann- saka þessi böm betur því hún sagðist óttast að á næstu áram kæmu í skól- ana fleiri börn með svipuð vanda- mál. Hún sagði t.d. ekki ljóst hvort að börnin hegðuðu sér eins heima hjá sér og þau gera í skólanum. Hún sagði hugsanlegt að ofbeldið sem bömin sýna í skólunum brytist fram þegar þau koma úr vernduðu um- hverfi heimilisins. „Hjá okkur í Selásskóla, sent er frekar lítill skóli, er þetta mikið vandamál m.a. vegna þess að sér- kennslukvótinn er svo lítill. Við get- um ekki ráðið sérstaka manneskju í að sinna þessum börnum. Skólinn hefúr raunveralega takmarkaða getu til að sinna þeim. Það sem þarf að gera fyrir þessi börn er að kenna þeim að umgangast önnur börn og fullorðið fólk. Það er hins vegar mjög erfitt að hafa þau inni í al- mennum bekk.“ Er það útilokað? „Já, nánast er það. Það bitnar svo á hinum bömunum því að þessi börn taka alla orku bæði kennarans og hinna bamanna.“ Heldur þú að þessi böm nái að yfír- vinna vandann? „Já, við erum að vona það. Það kostar hins vegar mikla vinnu og krefst náins samstarfs milli skóla og heimila. Raunverulega kostar þetta meiri vinnu en skólinn megnar eins og hann er rekinn í dag. í Selásskóla neyðist kennari barnanna að sinna þessu starfi á kvöldin.“ Áslaug Brynjólfsdóttir, fræðslu- stjóri í Reykjavíkuramdæmi, sagði að vandamálið snérist í raun um stærri hóp bama en 60-70 böm. Ur dagvistunarkerfmu hefðu komið stór hópur sem ætti við mikla erfiðleika að stríða. Búið væri að skilgreina þeirra vanda og þeim væri sinnt sér- staklega. Hins vegar væri stór hópur barna þar fyrir utan sem ætti við svipuð vandamál að etja. Áslaug sagði að þessum bömum hefði ekki verið sinnt sem skildi, þeirra vandi hefði ekki komið í ljós fyrr en í haust þegar þau komu í skólana. Áslaug sagði grunnskólann ekki vera í stakk búinn til að takast á við það verkefni sem honum er ætlað að sinna samkvæmt grannskólalögum. „Grannskólinn er vanræktur eins og sést m.a. af því að skóladagur grannskólabama hefur styst. Hann var t.d. lengri fyrir 20 áram. Skóla- dagur yngstu bamanna er fárán- lega stuttur. Áður bættu heimilin upp stuttan skóladag bamanna, en nú er þetta breytt." Áslaug sagði að foreldrar hefðu ekki eins mikinn tíma til að sinna bömunum og áður var. Það væri erf- itt að snúa þeirri þróun við og því væri mjög brýnt að lengja skóladag grannskólabama. Áslaug sagði að ég dag væri ástandið þannig að bömin væra hluta úr degi í skóla og væra síðan send i pössun. Arthur Morthens, sérkennslufull- trúi tók undir með Áslaugu og sagði að búið væri að færa fjármagn frá grunnskólunum til framhaldsskól- anna. Það kæmi niður á bömunum. Arthur var spurður hvort hér væri á ferðinni mjög alvarlegt vandamál. „Já, ég tel það vera. Islenskt samfé- lag hefur ekki verið hliðhollt böm- um og afleiðingamar eru að koma í ljós. Við eru að fá inn í skólana ung böm sem eiga við mikla félagslega- og tilfinningalega erfiðleika að stríða. Stórborgarbragur Reykjavík- ur er farinn að hafa gríðarleg áhrif á uppeldisskilyrði bama. Sjónvarpsgl- áp fer mjög vaxandi, samtímis sem bóklestur fer minnkandi. Langur vinnudagur foreldra, sérstaklega for- eldra smábama, gerir það að verkum að foreldrar hafa minni tíma til að sinna bömum. Allt hefúr þetta veru- leg áhrif.“ Telur þú að rekja megi þetta til sjónvarpsgláps? „Ég tel að megi rekja þetta til þjóð- félagsástandsins. Það er kannski ekki rétt að taka einn þátt út úr. Einn þáttur er þessi langi vinnudagur, annar þáttur er sjónvarps- og mynd- bandagláp. Langur vinnudagur hefur þær afleiðingar að foreldrar koma þreyttir heim og hafa því lítinn tíma fyrir krakkana. Þá er einfaldast að setja bömin fyrir framan sjónvarp- ið.“ Heldur þú að bömin beri varanleg- an skaða af þessu? „Það er erfitt að alhæfa um þetta. Sum böm sem lenda í svona tilfinn- ingalegum kulda geta átt í erfiðleik- um lengi. Vonandi tekst okkur að vinna bug á þessu, en það kostar mikla vinnu." Finnst þér foreldrar gera sér grein fyrir vandamálinu? „Ekki sem skildi. Ég hef áhyggjur af því hvað sumir foreldrar eru grandalausir gagnvart þessum þætti. Mér finnst að þeir geri sér ekki grein fyrir því hvað það er dýrkeypt að koma sér þaki yfir höfuðið, þ,e. hvaða áhrif það hefur á uppeldisskil- yrði bamanna. Réðust að fíkniefnalögreglumönnum með hnífa á lofti. Fyrsta skipti sem veist er að fíkniefnalögreglunni með vopnum: Yfirbugaðir með táragasi Tveir bræður, 18 ára lögðu til fikniefnalögreglu með hnífúm þeg- ar framkvæma átt húsleit sam- kvæmt dómsúrskurði í íbúð í Breiðholti í fýrrakvöld. Til átaka kom og þurftu fikniefnalögreglu- mennimir að draga sig í hlé. Tveir sérsveitarmenn lögreglunnar sem til taks höfðu verið, notuðu táragas til að yfirbuga mennina, sem vora fjórir í íbúðinni og voru þeir færðir í fangageymslu. Rannsóknarlög- regla ríkisins fékk málið til með- ferðar og vora piltamir fjórir sem allir eru á svipuðum aldri yfir- heyrðir í gær. Að yfirheyrslum loknum var piltunum tveim sleppt, sem gestkomandi voru og ekki höfðu hnífa á lofti. RLR fór fram á það í gærkvöldi að sakadómur úr- skurðaði bræðurna í gæsluvarð- hald. Það var klukkan hálf níu í fýrra- kvöld sem fimm rannsóknarlög- reglumenn fikniefnadeildar hugð- ust framkvæma húsrannsókn í íbúð í Breiðholti samkvæmt dómsúr- skurði, vegna gruns um sölu á fíkniefnum þaðan, einkum kanna- bisefnum. Þegar lögreglumennimir komu á staðinn veittust að þeim tveir bræður, 18 ára sem búa í íbúðinni með hnífa á lofti. Til mik- illa átaka kom milli bræðranna og lögreglumannanna og lögðu bræð- umir oft til þeirra með hnífunum, sem endaði með því að lögreglan varð að draga sig í hlé. Fjórir menn voru í íbúðinni, bræðurnir tveir sem búa þar og tveir gestkomandi sem era á svip- uðum aldri. Það voru einkum bræðumir sem höfðu sig í frammi og eingöngu þeir er vora með hnífa á lofti. „Þeir lögðu til lögreglumannanna með hnífum og mesta mildi að þeim tókst ekki að stinga þá,“ sagði Amar Jensson hjá fikniefna- deild. Eftir að fikniefnalögreglan hafói dregið sig í hlé, komu tveir sér- sveitarmenn sem hafðir voru til taks og vora mennimir yfirbugaðir með táragasi. Eftir það voru þeir handteknir og færðir í fanga- geymslur lögreglu. Nokkur grömm af kannabisefnum fúndust í íbúðinni og talsvert magn af ýmsum tækjum og tólum til neyslu cfna og sölu. „Vegna þess að málið tók þessa stefnu, þ.e. að veist var að lög- reglumönnunum, þá er litið svo á, þar sem um alvarlega árás var að ræða, að málið var sent til Rann- sóknarlögreglu ríkisins, þar sem það er til rannsóknar," sagði Amar. Fíkniefnalögreglan hefur einu sinni áður haft afskipti af mönnun- um vegna fikniefna fyrir skömmu, án þess að til vandræða kæmi. „Þetta er í fýrsta skipti sem við mætum svona viðbrögðum í þess- ari deild. Við höfum yfirleitt haft nokkuð góð samskipti, ef hægt er að orða það svo, við fólkið. Þetta er alveg nýtt fýrir okkur. Við höf- um verið óvopnaðir og verðum óvopnaðir, en vonumst til þess að þurfa ekki að fara að horfa upp á nýja tíma,“ sagði Arnar. Hann sagði að hins vegar hafi fíkniefna- lögreglan ofl á tíðum haft sérsveit- armenn skammt undan og muni halda því áfram. „Þeir eru undir það búnir að fást við hvað sem er, eins og kom í ljós í þessu tilfe!li,“ sagði Amar. -ABÓ Skúli Þorleifs- son látinn Látinn er Skúli Þorleifsson. Skúli lést á sjúkrahúsi á Beni- dorm á Spáni þann 10. mars síðast- liðinn. Hann var fæddur á Þverlæk í Holtahreppi i Rangárvallasýslu 2. júlí 1913. Skúli var sonur hjónanna Friðgerðar Friðfinnsdóttur, frá Hvítárholti í Holtahreppi og Þor- leifs Ólafssonar bónda á Þverlæk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.