Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. mars 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Guðmundur P. Valgeirsson: Hin neikvæða umræða og ísl. landbúnaðar, og hrekur með tölulegum rökum á á annan hátt það sem þeir höfðu borið á borð fyrir almenning og ráðamenn þjóðarinnar. Þessar markverðu greinar Gunnars falla nánast undir það að vera hagfræðirit. Bæði höf- undur þeirra og greinarnar sjálfar eiga betra skilið af bændum og samtökum þeirra en að leggjast til hliðar með öðru blaðadrasli. Fé- lagsleg samtök bænda ættu að sjá sér skylt að gefa þær út í sérriti (fræðslurit) til dreifingar inn á sérhvert sveitaheimili til lestrar og kynningar á raunverulegri stöðu bænda og hvern skerf landbúnað- urinn leggur í þjóðarbúið þegar rétt er á málið litið. Það gæti orðið til þess að efla sjálfstraust og sjálfsvirðingu bændanna sjálfra sem lifa og hrærast með „dauða- dóm“ fræðinganna yfir höfði sér í ægivaldi þessa fjandsamlega áróð- urs. Það er óneitanlega óþægileg tilfinning að geta aldrei sest að dagsverki loknu fyrir framan sjón- varpið sitt án þess að eiga það nokkurn veginn víst að fá þann dóm framan í sig að vera úr- skurðaður ómagi á þjóðarbúinu og eigi þess helst von að verða hrakinn frá heimili sínu og staðfestu eftir áratuga uppbyggingarstarf. Ritið yrði jafnframt sent öllum alþing- ismönnum og ráðuneytum og í aðrar stofnanir er þessi mál varðar. Og síst mætti gleyma því áróðurs- liði sem mest hefur haft sig í frammi í talnaleik sínum sem hér um ræðir. Það kynni að bera ein- hvern árangur og því tilraunarinn- ar vert. Lestur þessara greina Gunnars gæti hæglega komið í stað blaðursnefnda um þessi mál sem nú er verið að tala um að setja á laggirnar, þó líklega mest í blekk- ingarskyni við þegar fyrirhugaðar aðgerðir. Eins og hér hefur verið vikið að hefur þessu áróðursliði oft verið svarað með gildum rökum af hálfu bænda og forsvarsmanna þeirra, en árangur þess orðið sáralítill eða enginn. Það er líkt og að stökkva vatni á gæs. Þeim er farið sem draugnum á Fróðá forðum, að því fastar sem á þeim er barið með skynsamlegum rökum, því hærra kóka þeir hausnum og reigja sig meira í líki óvætta. Með álíka reikningskúnstum og þeir beita og af jafnmikilli einföldun og þeir fara með töur, væri jafnauðvelt að taka hverja aðra starfstétt þjóðfélagsins fyrir og sýna á sama hátt fram á að þær væru þjóðfélaginu óþarfar, jafnvel þungur baggi, því skyldi þeim rutt úr vegi. Þannig væri hægt að leika sér með aðstoð tölvunnar, að reikna fram og aftur hver væri ómagi á hverjum o.s.frv. og dæmt með hætti starfshópa og starfsstétt- ir úr leik á þeim “fræðilegu“(!) forsendum. Gætu þá fleiri komið upp en bændur sem ekki skiluðu þeim hagnaði að þeir væru á vetur setjandi. Reikningskúnstir og leik- brögð um þennan þátt þjóðmála eru sama eðlis og reikningskúnst Sölva Helgasonar sem taldi fáfróðu fólki trú um að hann gæti reiknað barn í og úr konu og ráðið því með reiknikúnst sinni hvort það yrði hvítt eða svart. Reynslan sýnir að alltaf er hægt að blekkja fólk ef menn leggja sig fram um það. Fréttamenn sjónvarps og útvarps leggja sig einnig greinilega fram um að koma þessum fræðum á framfæri og eru fundvísir á menn sem geta bætt um betur ef einhver verður vís að ofmæli. Um þá má segja að þar sé kastað grjóti úr glerhúsi. Það gæti orðið erfitt að finna tölfræðilegan ávinning í þjóð- arbúið af starfi þeirra. Og ætli tala þeirra sé ekki farin að slaga upp í tölu þeirra bænda sem hokra við sauðfé? Taktu maður vara á þér. Látlaust er haldið uppi áróðri fyrir innflutningi aUs kyns landbúnaðarvara. Þetta er gert þó vitað sé að með því yrði gengið af íslenskum landbúnaði dauðum. Eða kannski er það gert í þeim tilgangi? Margt bendir til að svo verði gert. Ýmsir æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafa tekið undir þann áióðurssöng og jafnvel gerst forsöngvarar hans. Þeirra á meðal formenn tveggja stjórnmálaflokka landsins, þeir Jón Baldvin og Þorsteinn, formaður Sjálfstæðisflokksins. Og þeim þeim boðskap, sem nefndur hefur verið „Alda- mótaboðskapur Sjálfstæðisflokksins“, er það eitt af þeim markmiðum sem stefnt er að. Þessi áróður er rekinn í flestum blöðum á höfuðborgarsvæðinu og í útvarps- og sjónvarpsstöðvum á sama svæði. Sterkar líkur eru fyrir því að sú herferð sé skipulega undirbúin og þess gætt að láta þann áróður aldrei þagna. þjóð, án „naflastrengs" við móður jörð og hirðir lítt um sjálfstæða tilveru þjóðar sinnar og þjóðmenn- ingu. Menningarsnauðar utan- landsreisur, ein eða fieiri árlega, eru síst til þess fallnar að styrkja eða skapa þau tengsl, þó sjálfsagð- ar séu taldar. Vitrir menn segja að skammt sé í hrun menningar og sjálfsákvörðunarréttar þjóða þegar þegar landbúnaður hefur lagst af og landsbyggðin komin í auðn og þjóðin orðin að borgríki. Allar líkur benta til að það sé ekki langt undan að því er okkur varðar. Þar eru mörg öfl að verki. Þar eiga ríkisstjórnir og alþingismenn stór- an hlut að máli. Öllum er ljóst hvað höllum fæti landsbyggðin hér stendur. Víða í sveitum blasir við hrun byggðar og landauðn. Verði ekkert gert til að sporna við því munu blómleg hér- uð leggjast í eyði innan skamms. Nýlega útkomin og umrædd skýrsla Félagsvísindastofnunar sýnir hve voða er hér um að ræða, ek aðeins fyrir sveitabyggðirnar hel ur einnig sjávarþorpin meðfra stiSnd faóldsihsíiiraibgginn eiwsið spenntu í lífsgæðakapphlaupinu að svo virðist sem þjóðin sé að byggja sér út í sínu eigin landi. Það sýnist því eðlilegra og þarflegra að ráð- herrar og aðrir ráðamenn þjóðar- innar legðust undir feld til að upphugsa ráð til að koma í veg fyrir þann þjóðarvoða sem við blasir í stað þess að hlusta eftir landeyðingaráróðri sem rekinn er gegn bændum og öðrum lands- byggðarmönnum af skillitlum mönnum. Hvað þá að gerast for- söngvarar í þeim áróðurskór. Margt bendir til að of stór hluti íslensku þjóðarinnar sé farinn að hugsa sem útlendingar í sínu eigin föðurlandi. Bændum og öðrum þjóðhollum mönnum er því brýn nauðsyn á að halda vöku sinni gegn fánaberum landeyðingarstefnunn- ar. Margir mætir menn hafa orðið til þess að svara þeirri áróðurs- hjörð, sem hér hefur verið minnst á, og sýnt með sterkum rökum fram á haldleysi kenninga þeirra og á hve lágu plani sú umræða er frá þeirra hendi með blaðagreinum og í opinni umræðu. Þegar þeir lenda í rökþrotum og verða berir að öfugmælum og hreinum at- vinnurógi, þá æpa þessir menn framan í viðmælendur sína og segja: „Hvers konar umræða er þetta eiginlega? Þarf allt vitlaust að verða þótt þessi mál séu rædd?“ Þar í móti er eðlilegt að spyrja hvort nokkurn þurfi að undra þótt bændum og forsvarsmönnum þeirra hitni í hamsi þegar á jafn- óskammfeilinn hátt er að þeim vegið og gert er? Hver myndu viðbrögð annarra stétta verða ef vegið væri að þeim á jafnósvífinn hátt og vegið er að bændum og öðrum sem halda uppi búsetu á landsbyggðinni af þessu áróðurs- liði? í þeirri vamarsveit hafa verið forsvarsmenn bændasamtakanna með Hauk Halldórsson, formann Stéttarfélags bænda, óhvikulan í broddi fylkingar, Gunnlaugur Júl- íusson, hagfræðingur bændasam- takanna, Jóhann Þórðarson hæsta- réttarlögmaður, sem skrifað hefur prýðilega uppbyggðar greinar til varnar málstað bænda og fengið inni með þær hjá Morgunblaðinu, bændur ýmsir og síðast en ekki síst má hér nefna Gunnar Guðbjarts- son, fyrrv. formann Stéttasam- bands bænda. Allir eiga þessir menn skildar þakkir fyrir málsvörn sína af bændum og öðrum. Ég vil nota þetta tækifæri til að minna á að sl. haust skrifaði Gunn- ar Guðbjartsson nokkrar fræðileg- ar framhaldsgreinar í Tímann með svo traustum rökum að vart verður rengt. Þar sýnir Gunnar fram má haldleysi allra þeirra útreikninga sem þessir sjálfskipuðu „fræðing- ar“ halda fram um málefni bænda Undanfarnar vikur og mánuði hafa karlar og konur komið fram í fjölmiðlum með erindaflutningi og blaðaskrifum, með mikilli vandlæt- ingu yfir hvert vandamál landbún- aðir á íslandi sé, og sett fram kröfur um að því oki verði létt af þjóðinni með frjálsum innflutningi landbúnaðarvara. Því aðeins að það verði gert, verði lifandi hér á landi. Að öðrum kosti muni fjöldi fólks flytja af landi brott og þeir sem eftir sætu lepja dauðann úr krákuskel. Það hefur vakið athygli hve mikil áhersla er lögð á að kynna þetta áróðurslið með því að vekja athygli á lærdómstitlum þess, s.s. hag- fræðingur, prófessor við Háskól- ann, kennari við þennan eða hinn af æðri skólum landsins o.s.frv., að ekki sé talað um ef einhver af “blýantsnögurum“ bankanna lætur þessa speki út af sínum munni ganga, í gamni eða alvöru. Allt er þetta vel þegið af fjölmiðlum höfuðstaðarins, eins og áður er að vikið, og fellur nánast undir vé- fréttir á þeim bæjum það sem gengur út af munni þessara vís- dómsmanna. Er engu líkara en með þessu sé verið að koma al- menningi í skilning um að hér sé um óskeikula og hlutlausa menn að ræða og því hægt að trúa málflutningi þeirra. En fyrir því er engin trygging. Fjöldinn af þessum „fræðingum“ sýnir sig í að vera hreinir glópar og „hlandhausar“ með þekkingu á afar takmörkuð- um sviðum innan sinna sérgreina en vantar alla raunverulega þekk- ingu á högum lands og þjóðar, eða tala af öðrum verri hvötum. Um landbyggðina og það fólk sem þar lifir og starfar varðar þá engu. Því verða orð þeirra og álitsgerðir að hreinum öfugmælum sem eiga sér enga stoð í veruleikanum þegar á dæmið er litið í heild. Með því að reikna aðeins einn lið þessa fjöl- breytta dæmis, en sleppa hinum sem mestu máli skipta fyrir tilveru og framtíð þjóðarinnar er hægt að fá þá útkomu sem þessir „fræðing- ar“ halda á lofti og of margir gleypa við. Með þessari neikvæðu umræðu hefur tekist að skaða almenna hagsmuni þjóðarinnar. í kjölfar hennar hefur neysla á kindakjöti dregist óeðlilega saman og aukið á markaðsvandann og skapað aukn- ar og óþarfar útflutningsbætur. Og síðast en ekki síst hefur umræða þessara niðurrifsafla skapað andúð, jafnvel dulið og ódulið hatur í garð íslenskra bænda og landbúnaðar. Slíkur áróður, eins og hann er rekinn í garð vissrar stéttar og atvinnuvegar, gerist ekki án árangurs. Þessi áróðurskór, konur jafnt sem karlar, bliknar hvorki né blánar þótt hróp þeirra og áróður hljómi nánast sem dauðadómur yfir þúsundum manna og heimilum þeirra sem landbúnað stunda, ef farið yrði að ráðum þeirra og talnaleik. Hver maður með snefil af heilbrigðri skynsemi getur gert sér í hugarlund hvaða atvinnutækifæri bíða þeirra bændafjölskyldna sem með þessum hætti yrðu hraktar út á guð og gaddinn, auk allra þeirra sem beint og óbeint hafa atvinnu sína og lífsframfæri af landbúnaðarfram- leiðslunni og ýmiss konar þjónustu við bændur og búalið. Tal og tillögur þessa hóps er svo gjörs- neytt allri samúð í garð þeirra fórnarlamba, sem hér er verið að skapa, að það jaðrar við það of- beldi sem gengið hefur yfir víða um lönd og menn hryllir við þó í fjarlægð sé, hvað þá þegar ráðgert er að setja það á svið í nærmynd. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt þetta fólk víkja orði að því hvað eigi að taka við hjá þeim sem með þessum hætti yrðu hraktir frá heimilum sínum og staðfestu og ættu því ekki annað yfir höfði sér en hreinan útrýmingardóm líkt og um pestarkindur væri að ræða. Allt lýsir þetta svo mikilli siðblindu að varla er hægt að fara um það prenthæfum orðum. Engu er líkara en að þetta fólk hafi verið að leika talnaleik á tölvur sínar sér til gamans og dægrastyttingar, en hafi hreinlega látið sefjast af tölvuleikn- um án þess að gera sér grein fyrir veruleikanum. Það er illa komið fyrir þjóð þegar ráðamenn hennar og svokall- aðir menntamenn leggja sig fram um að hugsa út ráð til að leggja land sitt í mannlausa auðn þar sem ekkert kvikt er að finna annað en meindýr, refi og minka, og hvergi heyrist kvak í vorfugli, svo sem nú er orðið í hinum mannlausu landshlutum. Slíkt fólk er orðið slitið úr tengslum við land sitt og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.