Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 14. mars 1990 Miðvikudagur 14. mars 1990 Tíminn 9f Viljayfiriýsing stjórnvalda og Atlantalhópsins um nýtt álver undirrituð í gær: þúsund tonna álver í gang 1994 Eftir Stefán Ásgríms- son „Aðilamir hafa ákveðið að ljúka samnin- gaumleitunum um álver með framleiðslu- getu sem nemur 200.000 tonnum á ári. Stefnt er að því að álbræðslan hefji fúllan rekstur árið 1994. Álbræðslan verður byggð á nýjustu tækni við framleiðslu á hrááli, með nútíma steyputækni og nýjasta mengunar- vamaútbúnaði.“ Þessi orð standa í viljayfirlýsingu þeirri sem Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, Poul Drach forstjóri Alumax, Max Koker for- stjóri Hooghovens og Per Olof Adolfsson forstjóri Granges undirrituðu í gær. Sam- kvæmt viljayfiriýsingunni verður nú gengið til samninga um nýtt álver á Islandi af „kost- gæfni og í góðri trú, í þeim ótvíræða ásetn- ingi að leysa öll óútkljáð atriði og að ná sam- komulagi allra aðila um álverið,“ eins og segir í yfirlýsingunni. 8,6 milljarðartil þjóðarbús- ins fyrir ál frá 1994? Það er því komið að nokkrum tímamótum i stóriðjumálum. Álver Isals í Straumsvík framleiðir nú um 88 þúsund tonn af áli á ári. Hið nýja álver mun, verði það að veruleika, framleiða um 200 þúsund tonn árlega þann- ig að aukningin er gríðarleg á einu bretti. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði í helgar- viðtali hér í Tímanum s.l. haust, þegar álvið- ræður stóðu yfir milli gamla Atlantalhópsins og islensku viðræðu— og ráðgjafanefndar- innar í Zúrich að eitt tonn af áli gæfi ámóta mikið af sér í þjóðarbúið og eitt tonn af þorski. Sé gert ráð fyrir því að hvert tonn gefi af sér um 300 þúsund krónur sem er vægt reiknað, þá mun 288 þúsund tonna ál- framleiðsla gefa af sér 8.6 milljarða króna árlega. Samningsaðilar; þ.e. erlendu álfyrirtækin þrjú og íslenska rikisstjómin skuldbinda sig með viljayfirlýsingunni til að stefna að því að taka ákvörðun um staðsetningu hins nýja álvers fyrir lok maímánaðar n.k. Þá skal samkvæmt yfirlýsingunni leitast við að ljúka samningum um nýja álverið fyr- ir 20. september n.k. I framhaldi af því mun iðnaðarráðherra leggja fyrir Alþingi fmm- varp til heimildarlaga um álverið með það að markmiði að afla samþykkis Alþingis fyrir lok desembermánaðar n.k. enda er nýtt álver háð samþykki Alþingis. Á sama hátt munu stjómendur álfyrir- tækjanna þriggja afla samþykkis stjóma móðurfélaga og/eða eftirlitsstjóma þeirra íyrir lok desembermánaðar eða í síðasta lagi á fyrsta reglulega stjómarfundi á næsta ári. Atlantal h.f. Þegar Alþingi og stjómir fyrirtækjanna hafa gefið samþykki sitt verða þegar í stað undirritaðir endanlegir samningar og nýtt álfélag; Atlantal stofnað á íslandi. í viljayfir- lýsingunni er til bráðabirgða gert ráð fýrir að bandaríska álfyrirtækið Alumax geti skráð sig fyrir 30—40% hlutabréfa í Atlantal, sænska fyrirtækið Gránges fyrir 25—35% og hollenska fyrirtækið Hooghovens fyrir 25— 35%. Nú þegar þessi viljayfirlýsing hefur ver- ið undirrituð bendjr fátt til annars en að nýtt stórt álver rísi á íslandi og hefji starfsemi innan næstu fjögurra ára. Forstjórar álfyrirtækjanna þriggja skoð- uðu staðhætti fyrir nýja álverið norður í Eyjafirði og á Reyðarfirði í fyrradag og í gær vom staðhættir í Straumsvík skoðaðir og rætt við ftamámenn í Hafnarfjarðarbæ. Stjómendumir létu í gær ekkert uppi um hvaða staður væri þeim helst að skapi fyrir nýja álverið en Tíminn hefur fyrir því ömgg- ar heimildir að Straumsvík verði líklegast fyrir valinu. Álfúrstamir hafi þó talið Eyja- Qörð koma sterklega til greina. Alusuisse út, Alumax inn Viðræður um nýtt álver á íslandi eða aukna álframleiðslu hafa staðið um nokkum tíma við svonefndan Atlantalhóp. Upphaf- lega mynduðu hópinn Granges AB og Hoog- hovens Aluminium BV og Alusuisse. Upp úr miðju síðasta ári þótti Alusuisse vera far- ið að draga lappimar í viðræðunum. Tals- menn Alusuisse höfðu einkum í huga að stækka álverið í Straumsvík um 120 þúsund tonna afkastagetu en álverið getur framleitt 88 þús. tonn á ári. Undirbúningur hefst þegar í stað Til þess að tímasetningar viljayfirlýsing- arinnar standist er ljóst að mikið undirbún- ingsstarf þarf að inna af höndum á þessu ári. Bæði hlýtur að verða um að ræða ýmsan undirbúning af tæknilegum toga af hálfu ál- versbyggjenda og af hálfú orkusalans; Landsvirkjunar hvað varðar nýjar virkjanir og raflínur o.fl. Þá mun ríkisstjóm og Lands- virkjun þurfa að tryggja að orkusala geti haf- ist á ákveðnum tíma. Jafnframt mun Landsvirkjun þurfa að fá ákveðnar tryggingar fyrir orkusölu. I þeim tilgangi er gert ráð fyrir því að álfyrirtækin þijú leggi fram ákveðið hlutafé í Atlantal ál- verinu í þessum tilgangi eða aðrar fúllgildar ábyrgðir sem gera Landsvirkjun kleifl að hefjast strax handa til að geta verið í stakk búin að selja 200 þúsund tonna álveri næga orku þegar framleiðsla hefst árið 1994. Orkuþörf svo stórs álvers er gríðarmikil, en nánar um það síðar. Samkvæmt heimildum Tímans hefúr í undirbúningsviðræðunum verið lögð áhersla á að þrátt fyrir að Atlantal álverið verði al- farið í eigu erlendra aðila þá lúti það lögsögu íslenskra dómstóla. Um þetta atriði mun vera ágreiningur og hafa álfyrirtækin lagt til að deilumálum verði skotið til úrskurðar al- þjóðlegs gerðardóms. íslendingar hafa hafn- að alþjóðlegum gerðardómi enda em þeir kosti og mannafla vegna virkjunarfram- kvæmdanna og vegna byggingar og starf- rækslu álversins. Meðal annars er talið að sá mannafli sem þyrfti að flytja til Reyðarfjarð- ar og nágrannabyggðanna bara vegna starf- semi álversins, myndi a.m.k. þrefalda íbúa- tölu staðarins í einu vetfangi. Þeir sem rætt var við í gær um þessi mál töldu að vegna þessa væri næsta ólíklegt að staðsetningin á Reyðarfirði væri inni í myndinni af hálfu hinna erlendu álfélaga. Umhverfismálin Nú stendur yfir athugun á hugsanlegri loftmengun ffá álveri staðsettu á þeim tveim stöðum sem til greina koma við Straumsvík. Sérstakur starfshópur hefur verið skipaður til að vinna að mengunarspá og nýtur hann aðstoðar Hollustuvemdar ríkisins. Við gerð mengunarspárinnar er gengið út frá tvennum forsendur; annars vegar er miðað við að nýja álverið sé með svokölluðum vothreinsibún- aði, hins vegar að það sé án slíks búnaðar. Niðurstaðna er vænst í lok þessa mánaðar. Á árunum 1983 til 1985 var veðurfar sér- Þama skildi í milli með fyrmefndu fyrir- tækjunum tveim og Alusuisse því að tals- menn þeirra fyrmefndu höfðu hug á nýju ál- veri með allt að 200 þús. tonna framleiðslugetu. Endirinn varð sá að Alusu- isse dró sig endanlega út úr Atlantal sam- starfinu í byrjun desembermánaðar á síðasta ári. Islenska álviðræðunefndin hafði í fram- haldi af því fmmkvæði að því að útvega nýj- an samstarfsaðila í Atlantalviðræðumar í stað Alusuisse og varð að ráði að ræða við bandaríska álfyrirtækið Alumax sem áður hafði sýnt áhuga á álvinnslu á Islandi. Fulltrúar Alumax komu til Islands í byij- un þessa árs og ræddu við álviðræðunefnd og iðnaðarráðherra og kynntu sér aðstæður á Islandi. Á fundi sem haldinn var í Amster- dam í síðasta mánuði varð Alumax síðan formlega aðili að Atlantal samstarfinu um álver á Islandi. Með komu Alumax í sam- starfið segja menn að andrúmsloft hafi breyst í viðræðunum og að fullt traust ríki nú milli viðræðuaðila allra sem ekki hafi verið til staðar áður. Frá undirritun viljayfirlýsingar íslenskra stjómvalda og þriggja erlendra álfýrirtækja um byggingu álvers á islandi í Rúgbrauðsgerðinni í gær. aðilar að svonefndum Luganosáttmála en aðilar að honum viðurkenna niðurstöður evrópskra dómstóla í sérhveiju aðildarlanda sáttmálans. íslensk skattalög eða sérákvæði? Gert er ráð fyrir því að skattamálum Atl- antal verði háttað í höfúðatriðum samkvæmt gildandi skattalögum. Þó þykir líklegt að samið verði sérstaklega um nokkur atriði með tilliti til sérstöðu Atlantal álversins og í ljósi þess að fjárfesting vegna fyrirtækisins er gríðarlega mikil. Gert er ráð fyrir því að Atlantal greiði sömu launatengd gjöld og íslensk fyrirtæki greiða. Þá skal fyrirtækið semja sérstaklega um og greiða með einni greiðslu gjald sem skal leggja á aðstöðugjaldstofn. Um þetta hefur þó verið ágreiningur. Varðandi aðstöðugjaldið gera íslendingar ráð fyrir að svipuð lög verði sett um Atlantal álverið og gilda um Jámblendifélagið. Þar geta aðstöðugjöldin að viðbættum gjöldum til Iðnlánasjóðs o.fl hæst numið 1,65% af að- stöðugjaldstofni en lægst 0,85%. Af hálfú Islendinga er gert ráð fyrir að þessi gjöld geti numið um 1% af aðstöðugjaldstofni Atlantal versins en hinir erlendu álviðræðumenn em mótfallnir aðstöðugjaldi sem þeir telja vera eins konar tekjuskatt og vilja að litið sé á það sem hluta af tekjuskatti og haft undir sama hatti. Þeir hafa því lagt til hafa aðstöðugjald inni í tekjuskattsútreikningum og semja sér- staklega um hámarks tekjuskattlagningu sem miðaðist við útreiknaðan hagnað. Þá vilja þeir að samið verði sérstaklega um fast- eignagjöld, byggingarleyfisgjöld o.fl. Samið verður sérstaklega um fasteignamatstofn og er talað um að hann verði um 20% af heild- arfjárfestingu í nýja álverinu. Af fasteigna- matsstofni verði síðan greitt 0,75% árlegt fasteignagjald. Álfyrirtækin þrjú hafa einnig óskað eftir því að skattareglur þær sem farið yrði eftir ef lagt myndi vera á álverið nú væri það orðið að vemleika, verði skráðar inn í aðalsamn- ing þeirra og stjómvalda um Atlantal álverið og síðan um samið að aðrir skattar en þeir verði síðan ekki lagðir á í framtíðinni. Islensk stjómvöld hafa á hinn bóginn ekki viljað ljá máls á slíku heldur aðeins semja um skýrt tilteknar undanþágur frá gildandi skattalögum en að öðra leyti verði nýja álverið háð gildandi skattalögum og reglum á hveijum tíma. Rafmagnið Orkuþörf Atlantal álversins er áætluð tæpar þijú þúsund gígawattstundir og af hálfú íslendinga er þess krafist að verð fyrir orkuna verði tengt áætluðu heimsmarkaðs- verði á áli en grunnverðið verði eftir því sem næst verður komist 17—19 mills fyrir kíló- wattstundina. Fyrstu starfsár álversins yrði þó veittur afsláttur ffá fullu verði. Orkuverðsþátturinn er því óviss að nokkm og mun verð fara að hluta til eftir langtímasveiflum á markaðsverði áls. Að undanfomu hefúr markaðsverðið farið held- ur upp á við og er gert ráð fyrir því að þegar álverið tekur til starfa árið 1994 þá gæti verðið verið um 1700 BNAdalir á tonnið. Miðað við það verð, fengi Landsvirkjun um 19 mills fyrir kílówattstundina. Straumsvík, Dysnes eða Reyðarfjörður? Sem fyrr segir benda flestar líkur til þess að nýja álverinu verði valinn staður í Straumsvik eða í nágrenni hennar og koma tveir staðir þar til greina: Annars vegar gæti álverið staðið í Kapelluhrauni á svipuðum slóðum og kappakstursbraut Kvartmílu- klúbbsins er nú. Hins vegar kemur til greina að setja verið niður sömu megin við Reykja- nesbrautina og álver ísals stendur, suð vest- an við bæinn Straum. Aðrir staðir em, eins og komið hefúr fram, Dysnes í Eyjafirði og á Reyðarfirði. Á Reyðarfirði hefúr athugun leitt í ljós að mjög hagkvæmt yrði að koma upp lóðar— og hafnaraðstöðu fyrir 200 þúsund tonna álver. Hins vegar þyrfti að ráðast snarlega í að virkja Jökulsá á Fljótsdal og jafnframt að grípa til stórkostlegra tilflutninga á tækja- Tímamynd Ámi bjama staklega athugað með tilliti til hugsanlegrar byggingar álvers í Eyjafirði og á Reyðar- firði. I framhaldi af þessum athugunum var reynt að leiða líkur að því hversu víða flúor og brennisteinsdíoxíð gæti borist frá 130 þúsund tonna álveri og sambærilegar rann- I sóknir em nú í gangi fyrir Straumsvíkur- svæðið. Menn em ekki á eitt sáttir um skaðsemi ofangreindra efna á umhverfið. Jafnframt em forsendur mismunandi fyrir nauðsyn vothreinsibúnaðar sem hreinsar einkum brennisteinsdíoxíðið úr útblæstri álverk- smiðja. Þannig telja margir að vothreinsi- búnaður sé nauðsynlegur í þröngum fjörðum og aflokuðum eins og t.d. víða á vestur- strönd Noregs þar sem oftast er logn. Hins vegar telja margir að ekki sé jafn mikil þörf á slíku t.d. í Straumsvík þar sem verksmiðj- an mun standa á bersvæði þar sem mjög er vindasamt. íslensk mengunarreglugerð er hins vegar afar ströng og því talið líklegt að nýja verksmiðjan muni verða að vera búin vothreinsibúnaði til að uppfylla reglugerð- ina. —sá _

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.