Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.03.1990, Blaðsíða 16
r. ?agi i 1 r tijfi i •m JW8gg ■0 Ls 680001 — 686300 j * • RÍKISSKIP NUTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS > . s # NORÐ- AUSTURLAND , f \ PÓSTFAX TÍMANS 687691 íi0»B'‘-ASr0j ÞRÖSTUR 685060 VANIR MENN Tímiim MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 1990 Tapaði ríkið tæplega 900 millj. vegna afskrifta opinberra gjalda á síðastliðnum tveimur árum? 51 M I.K í U R Sl m fAI R A i Rl Um fímm hundruð milljónir króna hafa tapast af innheimtum söluskatti og afskrifaðra dráttarvaxta af honum, vegna gjaldþrota er áttu sér stað á árunum 1988 og 1989. Upphæðin skiptist þannig að rúmlega 228 milljónir voru afskrifaðar vegna söluskatts á umræddu tímabili, en 270 milljónir króna vegna dráttarvaxta af upphaflegum skuldum. Þetta kom fram í svari fjármála- ráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um opinber gjöld í gjaldþrotaskiptum. Fyrirspurnin var borin fram í tveimur liðum og annars vegar spurt um hversu mikl- um fjárhæðum ríkið hefði tapað á seinustu tveimur árum vegna af- skrifta á söluskatti í gjaldþrotamál- um. Hins vegar var spurt hversu mikið hefði tapast við afskriftir annarra opinberra gjalda á sama tímabili. Ekki fengust nákvæm svör hjá fjármálaráðherra við seinni lið fyrirspurnarinnar, en upplýsingar um afskriftir á árinu 1989 liggja ekki endanlega fyrir. Afskriftir aðrar en vegna sölu- skatts á árinu 1988 námu 190 milljónum samkvæmt heildarskila- greinum tekna og er þá um að ræða gjöld utan staðgreiðslu til skila í ríkissjóð. Þetta glataða fé ríkis- sjóðs á árinu 1988 skiptist nokkurn veginn jafnt á milli félaga og ein- staklinga, rúmar 95 milljónir voru afskrifaðar hjá einstaklingum, en tæpar 95 milljónir hjá félögum og félagasamtökum. Langstærstu upphæðirnar voru afskrifaðar hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík, eða samtals 121 milljónir króna hjá félögum og einstaklingum. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fyrir síðasta ár nema afskriftir gjalda fyrir utan staðgreiðslu til skila 1 ríkissjóð um 56 milljónum. Þess ber að gæta að inn í þetta uppgjör vantar nokkrar gjald- heimtur og þar á meðal gjaldheimt- una í Reykjavík. Sé reiknað með að afskriftir hennar vegna gjald- þrota hafi verið svipaðar á árinu 1989 og árið 1988, er um lægri upphæð að ræða fyrir árið í fyrra, eða 177 milljón króna afskriftir. Skiptingin á milli félaga og ein- staklinga er samkvæmt bráða- birgðauppgjörinu svipuð á síðasta ári og hún var árið 1988. Það skal tekið fram að þó að þessar afskriftir hafi verið gerðar á árunum 1988 og 1989, eru þær ekki allar tilkomnar vegna skiptaloka á þeim árum, þ.e. kröfur eru ekki alltaf afskrifaðar á því ári sem skiptalok verða. - ÁG Saltfiskframleiðendur telja að fara verði varlega ísakirnarefaukaáfrelsi í útflutningi ásaltfiski: SÍF opið öllum Utanríkisráðhcrra kannar nú hvort veita eigi þeim aðilum sem staðið hafa í útflutningi á ferskum flöttum fiski tímabundið leyfl til útflutnings á léttsöltuðum flöttum flski. Könnun utanríkisráðherra á þessu kemur í kjölfar þess að fulltrú- ar nokkurra fyrirtækja, sem m.a. hafa verið í útflutningi á ferskum flöttum flski, sem síðan er saltaður erlendis gengu á fund Jóns Baldvins Hannibalssonar í fyrradag, til að fara þess á leit að fá að flytja sjálf út léttsaltaðan flsk framhjá sölukerfi SÍF. Hermann Hansson á Höfn sagði í samtali við Tímann að það væri full ástæða til að ræða hvort SÍF standi sig sem saltfiskútflytjandi eða ekki, aðspurður hvernig honum litist á þær hugmyndir sem fram hafi komið að heimila útflutning saltfisks framhjá SÍF. Hann sagði að menn mættu ekki gleyma því að SÍF eru samtök allra saltfiskframleiðenda í landinu og eiga að gæta hagsmuna þeirra. „Mér finnst hins vegar fráleitt að gefa eigi útflutning á saltfiski frjálsan, vegna þess að ekki má flytja út ferskan fattan fisk. Það er fráleitt að setja þar samhengi á milli og segja, úr því við megum ekki flytja út ferskan flattan fisk, þá verðum við að gefa saltfiskútflutning frjálsan," sagði Hermann. Hann sagði að það kæmi sér ekki á óvart ef einhverjar breytingar yrðu á út- flutningsfyrirkomulagi í saltfiski, eins og í öðrum greinum, en menn ættu ekki að taka ákvarðanir í fljót- ræði. Guðfinnnur Pálsson verkandi á Patreksfirði tók í sama streng og sagðist ekki vilja flana að neinu. „Ég er ekki að segja að fyrirkomulagið eigi að vera með þessum hætti um ókomna tíð. Mér finnst að menn verði að flýta sér hægt í þessu máli,“ sagði Guðfinnur. Hann sagðist ekki sjá að það væri til bóta að heildsalar væru að höndla með þessa hluti og betur komið í höndum framleiðenda sjálfra. „Ég er hins vegar ekkert að segja að fyrirkomulagið þurfi að vera með sama sniði og það er í dag,“ sagði Guðfinnur. Hann sagði að óvenjulegt ástand væri á saltfisk- mörkuðunum einmitt núna, því skortur væri á fiski og allir gætu selt. „Það hafa komið þeir tímar og oftar en einu sinni, að það geta verið erfiðleikar á mörkuðunum. Þetta er einmitt þannig mál að menn eiga að flýta sér hægt,“ sagði Guðfinnur. Utanríkisráðherra hefur meðal annars haft á orði að framleiðendur sem fluttu út ferskan flattan fisk, standi nú uppi með mannafla, tæki og búnað sem ekki er hægt að nýta. Aðspurður sagði Hermann að það væri ekkert sem bannaði þeim mönnum að nota sína aðstöðu til að framleiða saltfisk og gætu flutt hann út með hefðbundnum hætti í gegn um SÍF. „Ef þetta er spurning um atvinnuöryggi fyrir það fólk sem starfað hefur við þetta, þá þarf það ekki að vera í hættu. Það er algjör rangtúlkun," sagði Hermann. í bréfi sem Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra skrifaði til SÍF, 13. mars á síðasta ári kemur fram að ekki séu fyrirhugaðar neinar breytingar á sölufyrirkomulagi salt- fisks á mörkuðum SÍF. Ennfremur segir að ráðuneytið hafi áhyggjur af sölu saltfisks af lélegri gæðum sem að vísu er úr íslensku hráefni, en sem flutt er út ferskt og saltað erlendis. Þá óskaði ráðuneytið eftir samvinnu við SÍF um upplýsingar um sölu á þessum fiski undir því yfirskyni að um íslenskan saltfisk sé að ræða og segir að ráðuneytið muni beita sér fyrir því að enginn saltfisk- ur sé seldur sem íslensk vara nema sá saltfiskur sem saltaður er á ís- landi. - ABÓ Fimmtíu leitarmenn á 5 snjóbílum og 25 vélsleðum fóru til leitar í Biáfjöllum í gærkvöldi Björgunarsveitir kallaðar til leitar að 16 ára skíðastúlku í Bláfjöllum: Fannst heil á húfi Björgunarsveitir á höfuðborgar- svæðinu voru kallaðar út um átta leytið í gærkvöld til að leita að sextán ára stúlku sem farið hafði á gönguskíði fyrr um daginn. Skipuleg leit á beltatækjum björgunarsveit- anna hafði ekki staðið í klukkustund þegar stúlkan fannst í neyðarskýli heil á húfi. Stúlkan hafði verið ásamt skóla- félögum sínum úr grunnskóla í Reykjavík í Ármannsskálanum og farið á gönguskíði upp úr hádeginu. Þegar hún kom ekki fram um kvöld- matarleytið hófu starfsmenn skíða- svæðisins leit í nágrenninu en þegar hún bar ekki árangur var óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna. Fimm- tíu manns á fimm snjóbílum og 25 vélsleðum voru komnir upp í Bláfjöll um kl 22:00 og stúlkan fannst síðan rétt fyrir kl 23:00 eins og áður segir. - BG Aðstoð við skilnað Þingkonur Kvennalistans, með Málmfríði Sigðurðardóttur í broddi fylkingar, hafa lagt fram lagafrumvarp er gerir ráð fyrir ríkið geti í vissum tilfellum veitt ókeypis lögfræðiráðgjöf og aðstoð vegna hjúskapar-, sambúðar- og sifjaréttarmála. Með lögfræðiráðgjöf eiga kvennalistakonur við ráðgjöf og upplýsingar varðandi réttarstöðu aðila í hjúskap og óvígðri sambúð, svo sem við slit hjúskapar eða sambúðar. Með lögfræðilegri að- stoð er átt við mál sem aðilar eiga í varðandi forsjár-, framfærslu og umgengnisréttarmál, við minni háttar búskipti og önnur mál er á reynir í þessum málaflokkum. Til þess að eiga rétt á ráðgjöf, eða aðstoð, samkvæmt frumvarp- inu mega viðkomandi ekki hafa hærri árstekjur en sem nemur tvö- földum tekjuskattstofni sem ekki greiðist tekjuskattur af. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.