Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tímínn Miðvikudagur 14. mars 1990 FRÉTTAYFIRUT BONN - Stórveldin fjögur sem báru sigur úr bítum í heimstyrjöldinni síðari ákváðu að leyfa Pólverjum að taka þátt í viðræðum um sameiningu Þýskalands og friðarsamning- um við þá á þeim fundum sem fjalla munu um framtíðarlanda- mæri Þýskalands og Póllands. Viðræður bandamannanna fjögurra og þýsku ríkjanna tveggja hófust í Bonn í gær. Ákvörðun þessi er talinn mikil sigur fyrir pólsku stjórnina sem krafist hefur tryggingar fyrir því að núverandi landamæri standi. AUSTUR-BERLÍN Verkalýðsleiðtoginn Gombos- havuyn Otshirbart var kjörinn aðalritari mongólska kommún- istaflokksins á stormasömum fundu eftir, en gamla stjórnar- nefnd kommúnistaflokksins hafði sagt af sér í heild sinni til að ganga til móts við kröfur lýðræðissinna. BÚDAPEST - Síðasta verk ungverska þingsins fyrir þing- kosningarnar sem þar fara brátt fram var að biðja ung- versku þjóðina afsökunar á því að hafa liðið harðstjórn komm- únista. JERÚSALEM - Leiðtogar Verkamannaflokksins og Lik- udbandalagsins, fyrrum sam- starfsflokka í ríkisstjórn (sraels reyna nú hvor í kapp við annan að stíga í væng smáflokka sem aðhyllast harðlínutrú til að fylgja sér f nýja meirihluta- stjórn. HÖFÐABORG -Suðurafr- íkustjórn kynnti víðtækan niðurskurð á framlögum til varnarmála í nýju fjárlagafrum- varpi. Þess í stað eru stóraukin framlög til menntunar blökkumanna og úrbóta á húsnæði þeirra. CANAVERALHÖFÐI - Samskiptagervihnetti að verð- mæti 270 milljón dollara var skotið á loft, en eitthvað hefur klikkað því erfitt hefur verið að ná sambandi við hann. Hnötturinn á að þjóna síma- kerfum og sjónvarpskerfum í u.þ.b. hundrað löndum. UTLOND Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands ásamt leiðtogum hægrimanna í Austur-Þýskalandi sem hafa með sér kosningabandalag. Bjartsýni þeirra um góðan árangur í þingkosningunum IH.mars hafa snarlega dofnað eftir að í Ijós kom að einn leiðtogana njósnaði á árum áður fyrir hina illræmdu leynilögreglu Stasi. Frá vinstri: Stasi-njósnarinn Wolfgang Schnur fyrrum leiðtogi Lýðræðislegrar vakningar og fyrrum líklegasta forsætisráðherracfni hægrimanna, Wilhelm Ebeling formaður Þýska jafnaðarbandalagsins og Lothar de Maiziére formaður Kristilegra demókrata í Austur-Þýskalandi og leiðtogar hægrimanna í Þýskalandi. Helmut Kohl stendur að baki þeim. Ólga í austurþýskum stjórnmálum síðustu dagana fyrir kosningarnar: Leiðtogi hægri manna njósnaði fyrir Stasi Nokkur ólga ríkir í austurþýskum stjórnmálum nú þegar einungis þrír dagar eru til fyrstu frjálsu þingkosninga í Austur-Þýskalandi. Einn leiðtogi austurþýskra hægrimanna, Wolfgang Schnur formaður Lýðræðislega vakningarflokks- ins, varð í gær að segja af sér embætti vegna ásakana um að hann hafi fyrrum verið njósnari fyrir hina illræmdu leynilög- reglu Stasi. Er þetta gífurlegt áfall fyrir kosningabandalag þriggja hægriflokka í Austur-Þýskalandi, en bandalagið nýtur dyggs stuðnings Helmut Kohls kanslara Vestur-Þýska- lands. Wolfgang Schnur hefur legið á hann fékk taugaáfall í síðustu viku sjúkrahúsi í Austur-Berlín frá því vegna gífurlegs álags. Hann var talinn skærasta stjarna hægrimanna og líklegasta forsætisráðherraefni þeirra. Skýrði Brigitta Koegler vara- formaður flokksins frá afsögn for- mannsins í gær, þar sem hún var stödd á blaðamannafundi í Vestur- Berlín. Samkvæmt heimildum innan Kristilega lýðræðisflokksins í Vest- ur-Þýskalandi, flokks Helmuts Kohls, þá hefur hinn 49 ára lög- fræðingur sem verið hefur áberandi í baráttu fyrir mannréttindum játað að hafa unnið fyrir Stasi. Tvöhundruð óbreyttir borgarar féllu í byltingartilrauninni gegn Kabúlstjórninni í síðustu viku: Afganistan klagar Pakistan fyrir SÞ Afganska ríkisstjórnin hefur klag- að Pakistana til Sameinuðu þjóð- anna fyrir meinta aðild að uppreisn- artilraun þeirrí sem gerð var gegn Najibullah forseta og Kabúlstjórn- inni í síðustu viku. Uppreisnartil- raunin mistókst, en kostaði um tvö- hundruð óbreytta borgara lífið, en ekki er vitað um mannfall í hersveit- um tókust á í byltingartilrauninni. - í bréfi mínu til Javier Perez de Cuellar beini ég athygli hans að sönnunum sem sanna að Pakistanar skipulögðu byltingartilraunina, sagði Abdul Wakil utanríkisráð- herra Afganistan á blaðamanna- fundi í Kabúl í gær. Áður höfði Afganar einungis sak- að Pakistana um að hafa átt hlutdeild í byltingatilraun Shahnawaz Tanai varnarmálaráðherra Afganistan í samvinnu við Gulbuuddin Hekmat- yer leiðtoga öfgatrúaðra skæruliða múslíma sem berjast gegn stjórninni í Kabúl. Wakil utanríkisráðherra Afganist- an sagði að Tanai hefði flúið til Pakistan eftir að byltingartilraun hans hefði mistekist. Hins vegar neita Pakistanar að Tanai hafi stigið fæti sínum inn fyrir landamæri Pak- istan. Sovétríkin: Gorbatsjof forseti Fulltrúaþing Sovétríkjanna kaus í gær Mikhaíl Gorbatsjof forseta í hið nýja valdamikla embætti forseta Sovétríkjanna. Það varð ekki úr því að sovéska þjóðin kysi forsetann eins og róttækir umbótasinnar lögðu til. Úr þessu var skorið á fundi full- trúaþingsins í Moskvu í gær þegar frumvarp hinna róttæku var fellt með miklum meirihluta. Er þetta nokkur sigur fyrir Mikhaíl Gorbat- sjof sem talinn er öruggur um að verða kjörinn í hið valdamikla em- bætti, en samkvæmt tillögu hans mun forsetinn nú verða kjörinn af fulltrúaráðsþinginu til fimm ára. Hins vegar er gert ráð fyrir að forsetinn verði kjörinn í þjóðarat- kvæðagreiðslu að fimm árum liðnum. Gorbatsjof var tilnefndur af kommúnistaflokknum sem forseta- frambjóðandi. Hópur þingfulltrúa tilnefndu þá Nikolai Ryzhkov for- sætisráðherra og Vadim Bakatin innanríkisráðherra til forsetakjörs- ins. Bakatin sem gefið hafði yfirlýs- ingu um að hann vildi ekki bjóða sig fram fékk að draga sig til baka eftir að frestu til tilnefningar hafði runnið út, en Ryzhkov var áfram í kjöri, enda hafði Gorbatsjof sagst vilja fá mótframboð til þess mikilvæga em- bættis. Ásakanir á hendur Schnur komu fram í Rostock heimabæ hans í síðustu viku þar sem rannsóknar- nefnd fann skjöl um að Schnur hefði unnið fyrir Stasi. Schnur neitaði í fyrstu þessum ásökunum og sagði skjölin fölsuð. Hlupu stjórnvöld í Vestur-Þýskalandi undir bagga með honum síðastliðin föstudag og skýrðu frá því að hann hefði um langt árabil átt yfir höfði sér lífstíð- arfangelsisvist í Austur-Þýskalandi með því að gefa vesturþýskum stjórnvöldum upplýsingar um pólit- ísk réttarhöld í Áustur-Þýskalandi. Mál þetta er talið vatn á myllu jafnaðarmanna í Austur-Þýska- landi, en samkvæmt skoðanak- önnunum er Jafnaðarmannaflokkur- inn vinsælasti flokkur landsins og á möguleika á að vinna hreinan meir- ihluta á þingi. Tyrkland: Níu ára barn eignast barn Níu ára tyrkneskt stúlkubarn eignaðist í í vikunni heilbrigðan dreng. Móður og barni heilsast vel. Drengurinn var tekinn með keisaraskurði á mánudag í borg- inni Afyon í vesturhluta Tyrklands. Nafni stúlkunar er haldið leyndu. - Eftir því sem ég kemst næst, þá er talið að yngsta móðir í heimi hafi fætt barn fimm ára. f Tyrklandi var yngsta móðirin tal- in tólf ára, sagði Mehmet Telek læknir sem tók á móti drengnum. Stúlkubarnið var komið átta mánuði á leið þegar komið var með það á sjúktahús þar sem læknar ákváðu að taka barnið með keisaraskurði til að stofna ekki lífi stúlkunnar né bamsins í hættu. Gekk keisaraskurðurinn vel og er stúlkan farin að gefa barni sínu á brjóst. - Móðirin er farin að venjast barni sínu, en viðbrögð hennar voru barnaleg í fyrstu, sagði Te- lek læknir. Lögreglan er nú að rannsaka hvernig stúlkan varð ólétt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.