Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. mars 1990 Tíminn 5 Mengun frá skolpi er mun meiri við strendur íslands en við strendur annarra Evrópulanda: Islenskar og erlendar fjörur álíka óhreinar íslenskar fjörur eru álíka skítugar og fjörur í öðrum Evrópu- löndum. Ástandið í skólpmálum íslendinga er hins vegar verra en hjá nágrannaþjóðunum. Þetta kemur fram í skýrslu um fjöruskoðun tíu Evrópuþjóða, en niðurstöður hennar voru kunngerðar í vikunni. Fjöruskoðun Evrópuþjóða er sam- vinnuverkefni tíu Evrópuþjóða. Verkefnið beinist að því að skoða fjörur og nágrenni þeirra, aðallega með tilliti til umgengni, mengunar og nýtingar. Þetta er ffamkvæmt eins í öllum Iöndunum tíu, á sama tíma og með samskonar eyðublaði, sem fyllt er út. Alþjóðaverkefnið styrktu m.a. Evrópubandalagið, ríkisstjómir, sveitarfélög og einkafyrirtæki. Þátt- takendur hér á landi voru félags- menn náttúruvemdarfélaga og skóla- nemendur alls um 500 manns. Þeir skoðuðu yfir 100 km af 5000 km langri strönd Islands bæði við þétt- býli og utan þess. Flest svæðin voru á suðvesturlandi. I niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að skólpmengun er afar áber- andi í fjörum á Islandi. Þar er um að ræða mikinn fjölda útrása, þær opn- ast ofarlega í fjörunum og merki um skólp eru víða sýnileg. Ahrif þessa skólps á heilbrigði landsmanna em óþekkt en fjöldinn af rottum segir sína sögu. Um 35% allra skólpröra sem fund- ust í þeim fjörum sem könnunin náði til, enduðu efst í fjömnni. Þetta leið- ir til mun meiri mengunar en ef skólprörin næðu niður fyrir sjávar- mál, því það tekur langan tíma fyrir óþverran að berast niður eftir fjör- unni. í skýrslunni segir um skolp- mengun: „Skólpmengun í fjömm á Islandi var sosum ekkert óþekkt fyr- irbæri en að hún væri þetta miklu al- gengari og meira áberandi en al- mennt í Evrópu óaði sennilega eng- an fyrir.“ Nú em 18 ár liðin síðan í heilbrigðisreglugerð var sett ákvæði um að sveitarfélögum beri skylda til að koma skólpi niður fyrir stór- straumsfjömborð. Halldór Amason, forstöðumaður Ríkismats sjávarafurða, segir að það sé löngu orðið tímabært að gera átak í skólpmálum landsmanna. Hann segir mikið áhyggjuefni hve mávum hafi fjölgað við fiskvinnslustöðvar úti um allt land. Mávurinn lifir að hluta til á úrgangi ffá skolpleiðslum. Rannsóknir benda til þess að tíðni salmonellusýkingar meðal þeirra sé mjög há. Halldór segir að gera verði sveitarfélögum fjárhagslega kleift að laga skolpleiðslurnar, en það er í mörgum tilfellum mjög kostnaðar- samt. Rusl í fjörum hér á landi er alls ekki minna en erlendis og það er af svipaðri gerð. Umgengni íslendinga í þessu umhverfi er mjög slæm, fjör- ur okkar líta út eins og fjörur millj- ónaþjóða jafnvel þótt Island sé mun strjálbýlla. Mjög áberandi er hve mikið er um mannvirki alveg niður í fjörunni hér á landi. Slíkt er meira en þar sem strendur eru notaðar til útivistar eins og baðstrendur o.fl. Ef til vill á þetta sér sögulegar skýringar, en þar ætti reynslan að kenna okkur eitthvað. Sömuleiðis benda mælingar til hraðs landssigs í Reykjavík. Nýjustu mæl- ingar sem gerðar voru við Ránargötu í Reykjavík benda til að sjávarborð hafi hækkað um 9 cm á 25 árum. Ahugamannafélög um náttúruvemd hafa ákveðið að taka að sér að gera aðra könnun á fjörum landsins næsta haust í tengslum við Fjöruskoóun Evrópuþjóða. Jafnffamt hafa félögin ákveðið að standa sameiginlega að sérstöku Islandsverkefhi sem nefnist „Fjaran mín“. Gefið verður út sér- stakt eyðublað með spumingum um lífríki og ástand ákveðinnar fjöru- reinar, þ.e. 500 metra langur fjöru- bútur. Ur upplýsingunum verður síð- an unnin skýrsla. Allir geta tekið þátt í þessu verkefni. Landmælingar Islands, Siglingamálastofnun, Haf- rannsóknarstofnun og fleiri aðilar hafa heitið að styðja við þetta framtak. -EÓ Skolpleiðslur ná í sumum tilfell- um rétt út fyrir húsvegginn. Máv- urínn þarf því ekki að fara langt ef hann vill fá sér smávegis saur með fiskinum. Tímamynd Ami BJama Erfiður flugrekstur á síðasta reikningsári: Flugleiðir töpuðu 375 milljóna fúlgu Rekstrartap Flugleiða á síðasta ári varð tæplega 375 milljónir króna eða um 3,9% af veltu. Sé öll starf- semi félagsins; rekstur, fjármuna- tekjur og —gjöld athugaður, kemur í ljós að tapið varð tæpar 459 milljón- ir króna. A móti kemur sala Boeing 727 100C fiugvélar félagsins s.l. haust þannig að heildamiðurstaðan er tap að upphæð tæplega 190 millj- ónir króna. Tapreksturinn varð einkanlega síð- ustu tvo til þrjá mánuði síðasta árs en þá brugðust áætlanir um farþega- fjölda hrapallega en höfðu að mestu staðist til þess tíma. Astæður þessa telur yfirstjóm Flugleiða mega rekja til efnahagsástands á íslandi. Auk þess hafi nokkrir erlendir markaðir gefið minna af sér undir lok ársins en reiknað hafði verið með. Þá hafi meira tap orðið af rekstri innan- landsflugs en ráð var fyrir gert, en það reyndist 146 milljónir króna. Flugvélakaup Flugleiða á síðasta ári hafa hækkað verulega vaxta- greiðslur og afskriftir. Á móti hefúr komið að reksturskostnaður nýju vélanna reyndist lægri en sem nam þessum auknu útgjöldum. Skráðir farþegar Flugleiða voru 839 þúsund manns árið 1988. Þeim fækkaði 1989 um 106 þúsund og varð fækkunin nánast öll í Ameríku- flugi félagsins. Hins vegar jukust heildarvömflutningar félagsins um 18% milli sömu ára. —sá Nær 3.000 atvinnulausir í febrúar: Atvinnulausum fækkaði nær ekkert í Reykjavík Höfuðborgarsvæðið hefur nokkra sérstöðu í atvinnuleysisskýrslum febrúarmánaðar. Atvinnulausum fækkaði þar nær ekkert frá næsta mánuði á undan, eins og víðast ann- arsstaðar. Jafnframt vekur athygli að karlar án vinnu (nær 700 manns) vom þar um 50% fleiri en konur, öf- ugt við aðra landshluta. Á landinu í heild fækkaði atvinnu- lausum um fjórðung milli janúar og febrúar svaraði skráð atvinnuleysi til þess að nær 3.000 vinnufúst fólk hafi ekkert fengið að gera. Sem hlutfall af áætluðum mannafla em atvinnulausir þó flestir á Norður- og Austurlandi, eða milli 4 og 5% og að töluverðum meirihluta konur. Hæst er hlutfallið á Austurlandi þar sem 7,4% vinnufúsra kvenna fengu ekki starf í febrúarmánuði. Atvinnu- lausir Vestfirðingar em afitur á móti fáir að vanda, 0,4% af mannafla. - HEI innan 14 hættulítilla starfa. Bönnuö Kvennalistakonurnar Guðrún Agnarsdóttir og Danfríður Skarp- héðinsdóttir hafa lagt fram fmm- varp til breytinga á lögum um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar segir m.a. fyrir um að börn yngri en fjórtán ára megi ekki ráða nema til léttra, Þá má samkvæmt frumvarpinu ekki heldur láta börn á aldrinum fjórtán- og fimmtán ára, né heldur þau sem eru yngri, vinna við hættulegar vélar eða hættulegar að- stæður. - ÁG Lyfjaframleiðslufyrirtækin Delta og Toro sameinast. Hag- ræðingaraðgerðir stjórnvalda orsökin. Otto B. Ólafsson: ÓTTAST UM INNLENDA LYFJAGERD „Með aðgerðum stjómvalda, svo sem verölagshöftum og svonefnd- um bestukaupalista er verið að etja innlendum lyfjaframleiðendum út í óhefta verðsamkeppni niður á við sem var nóg fyrir gagnvart inn- flutningnum. Til þess að tryggja áframhaldandi innlenda lyfjafram- leiðslu hefur því orðið að ráði að lyfjafyrirtækið Delta h.f. yfirtazzki rekstur lyfjafyrirtækisins Toro h.f. frá og með deginum í dag,“ sagði Otto B. Olafsson framkvæmda- stjóri Delta h.f. í gær. Otto sagði að með tilkomu bestu- kaupalista væri erlendum sam- heitalyíjum eða ódýrum eftirlík- ingum opnaður ótakmarkaður að- gangur að íslenskum lyfjamarkaði. Bestukaupalistinn væri þannig hugsaður að á hann væru sett þau lyf sem ódýrust væru í krónum tal- ið. Ekkert tillit væri tekið til þess hvort lyfið væri framleitt innan- lands eða erlendis. „Við óttumst að listinn og hert verðlagshöft geti orðið til þess að ganga af íslensk- um lyfjaiðnaði dauðum jafnvel innan næstu tveggja ára,“ sagði Otto. Ef sú verður raunin þá þýðir það að sögn Ottos að um 50 manns hjá Delta og Toro munu missa atvinn- una, þar af eru um 20 manns há- skólamenntaðir — flestir lyfja- fræðingar. Til þessa hafa innlend lyf verið um 15—20% ódýrari en tilsvarandi innflutt lyf. Otto taldi að ef fram- leiðendur neyddust til að lækka þau frekar væri ekki lengur grund- völlur fyrir að framleiða lyf á Is- landi, hvað þá í samkeppni við ódýrar erlendar eftirlíkingar. Jafn- framt sagðist hann óttast að ef farið yrði að kaupa lyf inn þannig að valin yrðu þau ódýrustu sem fyrir- finnast á lyfjamarkaðnum væri hætta á að gæði lyfjanna yrðu í samræmi við það. Nýleg dæmi í BNA væru um það að nokkur fyrirtæki sem framleiða ódýrar lyfjaeftirlíkingar hefðu orð- ið uppvís að því að stytta sér um- talsvert leið við framleiðsluna þannig að lyfm hefðu ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru til þeirra. Hætta gæti orðið á að slík lyf bærust hingað til lands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.