Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. mars 1990 Tíminn 7 Kúbanskir útlagar hafa í frammi mótmæli gegn stjómarfari Castros í Key West í Florida. Þeir þykjast þess nú fullvissir að skammt sé þangað til valdaferli hans lýkur. Kúbanskir útlagar í Flórida gera sér vonir um að Castro falli fljótlega Félagar einnar elstu og gleymd- ustu skæruliðahreyfingar heims hafa enn fundið vonina kvikna í brjósti sér. Nýlega hittust þeir f herbúðum á fenjasvæðunum í Florida. Vopnaðir kúbanskir út- lagar hafa aftur tekið til við þjálf- un fyrir þann stóratburður sem þeir trúa að sé skammt undan, að draumur þeirra rætist um að Fidel Castro verði komið firá völdum á Kúbu. Það eru atburðimir í Austur- Evr- ópu, Panama og Níkaragva sem hafa hvatt mennina í Alpha 66 sveitinni til að dusta rykið af vopn- unum sinum, troða sér aftur í ein- kennisbúningana og læra upp á nýtt gömul bardagabrögð. Alpha 66 stofnuð eftir Svínaflóainnrásina Þama hefur orðið fúrðuleg breyt- ing á. Alpha 66 var stofnuð eftir auðmýkinguna við misheppnuðu innrásina í Svínaflóa 1961, með stuðningi Bandaríkjamanna. Mark- miðið með henni var að stefna að því að kippa stoðunum smám sam- an undan stjóm Castros með völd- um skæruliðaaðgerðum gegn fjár- hagslega mikilvægum stöðvum. En þó að þeim hafi orðið eitthvað ágengt síðustu þijá áratugina, virtist Alpha 66 ekki eiga langt ólifað, eft- ir því sem forystumennimir hafa orðið eldri. En nú hafa lýðræðislegar breyting- ar víðs vegar um heiminn blásið nýju lífi í sveitina, sem hefúr bæki- stöðvar í Miami. „Síminn hringir stöðugt og það er fólk sem vill verða félagar,“ segir Andres Naz- ario, 72 ára gamall foringi Alpha 66. Hann er staddur í höfúðstöðv- um sveitarinnar þar sem folnaðar myndir af skæraliðum, sumar tekn- ar í ffumskógum Kúbu, skreyta veggina. Búa sig ekki undir aðra innrás í Kúbu Nazario er orðinn gráhærður og ívið of feitur. Hann hefúr enga draumóra um vopnaða baráttu. Mennimir sem safnast saman í her- búðunum í Florída em ekki að búa sig undir aðra innrás í Kúbu. Þeir vita sem er að 300,000 manna her- afli Castros er of öflugur til að þeir geti látið sig dreyma um að hafa í fúllu tré við hann. Þess í stað era þeir að búa sig und- ir tveggja kosta völ sem þeir gætu átt. Ef yrði gerð bylting á Kúbu í svipuðum stíl og í Rúmeníu, myndi lið Alpha 66 skunda til eyjarinnar á bátum og veita byltingarmönnum stuðning. Eða, ef ffamið yrði valda- rán, vilja þeir vera tilbúnir að taka að sér stjóm hersins. Rétt eins og aðrir 700,000 Kúban- ir búsettir í Flórida era þeir sann- færðir um að ffelsi sé í þann veginn að komast á á Kúbu, þó að litlar staðfestar fféttir hafi borist um að Castro eigi í vandræðum heima fyr- ir. „Við höfum fengið upplýsingar ffá Kúbu um að andspyma gegn áfram- haldandi stjóm Castros fari vaxandi í flokknum, hemum og meðal al- mennings,“ segir Nazario. „Eg trúi að Castro verði farinn ffá áður en árið er úti.“ Þessi óhagganlega trú er sameigin- leg flestum Kúbönum f Flórida, sem kalla Castro „E1 Tirano“ (harð- stjórann). í borgarhverfinu Litla Havana í Miami stendur á límmið- um á stuðuram bíla „Næstu jól í réttu Havana". Og á heimilum og í verslunum era skilti þar sem lýst er yfir „Castro es el proximo" (Castro er næstur). Undirbúa heimferð og kosningar Eldri borgarar era önnum kafhir við að grafa upp afsalsbréf fyrir fasteignum í höfúðborginni í þeirri von að þeir geti bráðlega tekið þær aftur í sínar hendur. Hópar útlaga sem keppa um hylli landa sinna era famir að stoffia stjómmálaflokka til að taka þátt í kosningunum, sem þeir era vissir um að fari fram á Kúbu innan skamms. Sagt er að lögreglan í Miami hafi gert áætlanir um hvemig fara skuli með æst veisluhöld, sem áreiðanlega bijótist út á götum úti ef Castro fer frá völd- um. Fáir útlagar era þeirrar skoðunar að þeir þurfi að bíða lengi áður en hátiðahöldin byija. Jafnvel áhang- endur Santería, vúdúskyldra trúar- bragða sem era upprannin í Afriku og fjölmargir Kúbanir iðka, segjast nýlega hafa fengið merki frá einum guða sinna sem gaf til kynna að Ca- stro sé í þann veginn að missa völd- in. „Við fengum viðvörun 20 áram áður en hann kom ffam á sjónar- sviðið um að nýr leiðtogi myndi taka völdin og leggja Kúbu í rúst,“ segir talsmaður Santeria. „Nú höf- um við fengið skilaboð um að bráð- um verði hann horfmn.“ Stjómmálamenn skella sér í leikinn Stjómmálamennimir hafa smitast af þessari útbreiddu hrifningu og þeir era æstir í að færa sér aðstæð- umar í nyt. Nýlega stofnuðu þing- menn til undirbúningsfúndar til fijálsra kosninga á Kúbu til að ýta á eftir að ffjálsar kosningar fari fram á eynni. Bob Martinez, ríkisstjóri Florida hefúr nýlega tilkynnt um stofnun nefndar sem kennd er við ffjálsa Kúbu. Hún á að kynna sér möguleg efnahagsleg, þjóðfélags- í öllum þeim hræringum sem eiga sér nú stað í fýrrum komm- únistaríkjum heims má ekki gleyma eyju í aðeins 90 mflna fjariægð frá strönd Florida. Þar hefur Fidel Castro farið með öll völd síðan 1959 í óþökk hinna voldugu nágranna sinna og hafa um 700,000 landar hans og andstæðingar safnast sam- an í Miami þar sem þeir bíða eftir því að komast aftur heim. Og nú eru þeir sannfærðir um að þess sé skammt að bíða að Castro falli og þeir komist afturtil föðuriandsins. The Sunday Times segir nýverið frá undirbúningi þeirra. leg og stjómmálaleg áhrif sem Kúba gæti haft á ríki hans að Castro gengnum. Á sama tíma og ákafinn og áhug- inn á frjálsri Kúbu eykst, koma fram vamaðarraddir um að e.t.v. sé hér bara óskhyggja á ferðinni. Þess- ar raddir halda því fram að bylting- in á Kúbu 1959 hafi verið allt ann- ars eðlis en valdataka kommúnista í Austur-Evrópu. Kúbanska bylting- in hafi verið heimagerð, frekar en hún hafi verið þvinguð upp á lands- menn. Hvað sem segja má Castro til lasts er hann enn þjóðholl og töfr- andi hetja í augum flestra. Sumir út- laganna halda að hann eigi eftir að vera enn við völd einhvem tíma. „Við ættum ekki að gera okkur allt- of miklar vonir um að valdaferill hans sé á enda,“ segir fyrrverandi pólitískur fangi sem nú býr í Mi- ami. Á Castro örlög sín und- ir Gorbatsjov? En þrýstingurinn á Castro færist í aukana, sérstaklega á efnahagslega sviðinu. Missir viðskiptafélaga í Austur-Evrópu og Mið-Ameriku hefúr leitt til versnandi efnahagsaf- komu landsins, sem var slæm fyrir. Nú nálgast erlendar skuldir 3400 milljarða ísl. kr. og ekki fjárráð til að flytja inn mikilvægan vaming. Kannski felast örlög Castros í versnandi samskiptum hans við Mikhail Gorbatsjov. Þó að Sovétríkin hafi afgreitt nýj- ar MIG-herþotur til Kúbu nýlega hafa Sovétríkin reynst stöðugt ófús- ari til að sjá Kúbönum fyrir öðram vöram, s.s. olíu, hveiti og sjón- varpstækjum. Ef Gorbatsjov tekur fyrir efna- hagslega og hemaðarlega aðstoð — sem nú nemur um milljarði ísl. kr. á dag — gæti Castro fallið úr valda- sessi fyrr en varir. En aðrir standa í þeirri trú að Gorbatsjov kunni að vera ótilbúinn að gefa upp á bátinn Kúbu, sem sér honum fyrir her- bækistöð og hleranarstöð í aðeins 90 mílna fjarlægð ffá Ameríku. Kúbönsku útlagamir standa í þeirri meiningu að mikilvægt sé að beita Castro þrýstingi, hvort heldur hann kemur ffá Moskvu, Miami eða Washington. Þeir gera sér vonir um að innan skamms hefjist til- raunaútsendingar sjónvarpsstöðv- arinnar Marti, sem sett hefiir verið upp til að senda sápuóperar, gam- anmyndir og fféttir beint til 10 milljón íbúa Kúbu. En þó að útlagamir tali fjálglega um ffamtíðina gera þeir sér grein fyrir að hvatinn að breytingum get- ur aðeins komið ffá Kúbu sjálfri. „Það er kúbanska þjóðin sem á eft- ir að fella Castro," segir Nazario. „Sumir hér í Miami hafa talað um að mynda útlagastjóm, en það væri ekki rétt. Nýja stjómin verður mynduð á Kúbu. Okkar hlutverk er einungis að styðja hana.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.