Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.03.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 15. mars 1990 Tíminn 19 ÍÞRÓTTIR HSÍ vill að Einar Þorvarðarson sjái um þjálfum markvarða: ÞORBERGUR ÞJALFI ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Á fundi framkvaemdastjórnar og landsliðsnefnda HSÍ ■ gær var ákveð- ið að leita til Þorbergs Aðalsteins- sonar um að gerast aðalþjálfari ís- lenska landsliðsins í handknattleik. Jafnframt var ákveðið að leita eftir því við Einar Þorvarðarson að gerast sérstakur þjálfari markvarða og að- stoðarþjálfari með Þorbergi. í framhaldi af þessari ákvörðun var haft samband við bæði Einar og Þorberg, en Þorbergur þjálfar nú Saab í Svíþjóð. Báðir lýstu ánægju og áhuga á að ræða þessi mál sem og því að hafa með sér slíkt samstarf. Að sögn Jóns Hjaltalíns Magnús- sonar hefur oft komið upp sú hug- mynd að ráða íslenska þjálfara, einkum eftir Ólympíuleikana og B- keppnina í Frakklandi, en menn hafi verið að bíða eftir þjálfara sem þeir treystu 100% og sem hefði alþjóð- lega reynslu. „Við eigum nokkra slíka menn, en eftir að hafa rætt málið fram og aftur var það okkar niðurstaða að Þorbergur hafi staðið sig vel, bæði sem leikmaður með landsliði okkar og sem þjálfari. Einnig er hann að ljúka námi í viðskiptafræði og stjórnmálafræði við Háskólann í Lindköping og samhliða því hefur hann tekið svo- kallaða „handbolta-línu“ við íþróttaháskólann og er er eini út- lendingurinn sem hefur fengið að- gang að því námi. Þar tók hann hæsta próf f handboltafræððum sem tekið hefur verið,“ sagði Jón Hjalta- lín. Jón benti á að hann þekkti íslenskan handbolta mjög vel og persónuleika íslendinga. Reiknað er með að þeir Þorbergur og Einar hefji störf í júní ef allt gengur að óskum og undirbúi liðið fyrir þátttöku í stórmóti hér á íslandi í lok júni og svo í friðarleikunum í Seattle í Bandaríkjunum í lok júlí. Þorbergur er hins vegar bundinn ýmsum kvöðum en telur sig geta komið alkominn heim í nóvember til að helga sig nýju starfi. íslenska landsliðið á að keppa landsleiki við Norðmenn nú 25. og 26. mars og hefur verið óskað eftir því við Einar Þorvarðarson að hann stýri liðinu þar og samhliða því muni Þorbergur koma til Osló á leikina og ræða við forráðamenn HSÍ. Jón Hjaltalín var bjartsýnn á að samningar myndu takast við þá Ein- ar og Þorberg um starfsskilyrði og kjör og sagði að það væri vilji stjómarinnar að Þorbergur yrði í fullu starfi sem landsliðsþjálfari. „Sem slíkur mun hann jafnframt vinna að útbreiðslu handknattleiks hér á landi og við munu nýta hans hæfileika á sviði markaðssetningar auk þess að nýta handboltaþekkingu hans. Hann mun fá sömu starfsskil- yrði og erlendur þjálfari en hingað til hefur það e.t.v. brestur hjá okkur þegar ráðinn hefur verið íslenskur þjálfari, að ætlast er til að hann vinni þetta sem aukastarf," sagði Jón. Þeir Þorbergur og Einar munu sjá um þjálfun á öllum landsliðum okkar, líka yngri flokkunum. Á fundinum í gær var jafnframt ákveðið að bjóða Bogdan hingað til lands þar sem hann verður formlega kvaddur og honum þökkuð frábær störf í þágu íslensks handknattleiks. - BG IESTIINARAÍITLIIN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Úrslitakeppnin í blaki: Þróttarar meistarar? í gærkvöldi fóru fram tveir leikir í úrslitakeppninni í blaki. ÍS sigraði Víking 3:0 og Þróttur vann ÍS 3:2. LÉTT HJÁ (S ÍS sigraði Víking í Hagaskóla 3:0 17/15, 15/11 og 15/10. Þessi leikur var ótrúlega auðveldur fyrir ÍS og greinilegt er að Víkingur játar sig sigraðan í baráttunni um íslands- meistaratitilinn. ÍS stúlkur byrjuðu þennan leik mjög vel. Komust í 7/3 en Víkingur náði að jafna 10/10. Aftur náði ÍS yfirhöndinni og komst í 13/10. Jafnt var 14/14 og 15/15 en þá náði fS góðum leikkafla og vann hrinuna. Það var eins og allur kraftur færi úr Víkingi eftir þessa hrinu og Evrópukeppnin í körfuknattleik: Virtus Bologna bikarmeistari ítölsku bikarmeistaramir Virtus Bologna urðu Evrópubikarmeistar- ar í körfuknattleik í fyrrakvöld er þeir sigruðu Real Madrid frá Spáni 79- 74 í úrslitaleik keppninnar. Það var einkum stórleikur gömlu bandarísku kempurnar Michael „Suger“ Richardson sem gerði gæfu- muninn, kappinn gerði 29 stig, þar af skoraði hann úr 8 þriggja stiga skotum. Landi hans Clemon John- son átti einnig góðan leik og gerði 8 stig. Coldebella skoraði mest heima- manna eða 16 stig. Lið Real Madrid hefur misst 3 leikmenn síðan liðið lék til úrslita í Evrópukeppninni í fyrra, en stiga- hæstir í liðinu nú voru Bandaríkja- mennirnir Tony Frederick með 21 stig og Michael Anderson með 20 stig.______________________BL Körfuknattleikur: Þrír leikir í kvöld Síðustu leikirnir í lokaumferð úr- valsdeildarinnar í körfuknattleik vera á dagskrá í kvöld. Á Seltjam- arnesi leika efstu liðin á B-riðli KR og UMFN kl. 21.00. I Hafnarfirði leika Haukar og Tindastóll kl. 20.00 og á sama tíma leika ÍBK og Valur í Keflavík. BL eftirleikurinn var ÍS auðveldur. ÍS stúlkur hafa komið svo sannarlega á óvart í þessari úrslitakeppni eftir að ná aðeins 4 sæti í deildinni. Baráttan er mikil í liðinu og heildin nær mjög vel saman. Þær gáfu Víkingi aldrei möguleika í þessum leik og unnu því stórt. Bestar í annars mjög jöfnu liði ÍS voru Ingibjörg Arnarsdóttir sem að ná sér eftir meiðsli og styrkir ÍS liðið mjög og Ursula Junemann sem er mjög traust á erfiðum augnablik- um. Þórey Haraldsdóttir átti einnig góðan leik. Hjá Víkingum var best Björk Benediktsdóttir. ÞRÓTTUR NÁLGAST TITILINN Þróttur sigraði ÍS 3:2 6/15, 15/7, 12/15, 15/8 og 15/13. Þessi leikur var æsispennandi og skemmtilegur. Stúdentar byrjuðu mjög vel og gáfu Þrótti enga möguleika í fyrstu hrinu. f annarri snéru Þróttarar blaðinu við og sigruðu auðveldlega. Staðan orð- in 1:1. í þriðju hrinu komst Þróttur í 12/10 en stúdentar sýndu klærnar og náðu að sigra 15/12. Þá snérist dæmið aftur við og Þróttur átti ekki í erfiðleikum í 4. hrinu og sigruðu. Staðan orðin 2:2 og fimmta hrinan eftir. Það var nokkuð sem þessi lið voru ekki óvanir í leikjum þessara liða. Þróttur komst í 6/3 og voru yfir 8/6 við skipti á vallarhelmingi. Þá náði ÍS góðum spretti og voru yfir 12/10. Þeir fylgdu þessu ekki nógu vel eftir og Þróttur vann 15/13. Leikurinn var oft ágætlega leikinn. Góðir skellir, góðar lágvarnir sáust oft en hávarnir liðanna voru ekki upp á það besta. Síðasta hrinan var æsispennandi og jöfn. Leikmenn voru nokkuð taugaóstyrkir enda mikið í húfi. Jón Árnason og Leifur Harðarson voru bestir í annars jöfnu liði Þróttar en Sigurður Þráinsson og Gunnar Svanbergsson áttu góðan dag hjá ÍS. Eftir þennan leik standa Þróttarar vel að vígi. Þeir hafa aðeins tapað einum leik en ÍS tveimur. Báðum móti Þrótti. Þróttarar geta gulltryggt sér titilinn með sigri á HK í síðasta leik þeirra eða treyst á að KA sigri ÍS. Ef Þróttur tapar en ÍS vinnur verður aukaleikur milli þessara liða um íslandsmeistaratitilinn. Staðan að loknum þessum leikjum er nú þessi: Karlar Þróttur ..............5 4 1 8 fS................... 5 3 2 6 KA....................4 1 3 2 HK................... 4 0 4 0 Konur ÍS....................5 4 1 8 UBK ..................4 3 1 6 Víkingur..............4 1 3 2 KA................... 3 0 3 0 Hér sjást þær einbeittar á svip stöllumar Þórey Haraldsdóttir og Ingibjörg Amarsdóttir úr ÍS en þær áttu báðar Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell...............21/3 Audtun ..................29/3 Hvassafell...............20/4 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga XSKIPADÉILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 ^ Á Á A A Á A Á Á :AKN IRAIJSIRA HIJlMIMr ,a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.