Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 17. mars 1990 FRÉTTAYFIRUT JERÚSALEM - Shimon Peres formaöur Verkamanna- flokksins segist aö öllum líkind- um getað myndaö meirihluta- stjórn sem tæki af ríkisstjórn Vitzhaks Shamir forsætisráð- herra sem féll á vantrauststil- lögu fyrr í vikunni. Segir Peres að ríkisstjórnin muni ganga til friðarsamninga við Palestínu- menn verði hún mynduð. MOSKVA - Sovétlýðveldið Georgía hefur lýst því yfir að innlimun Georgíu í Sovétríkin á sínum tíma hafi verið ólög- leg. Vilja Georgíumenn hefja viðræður við Sovétstjórn um sjálfstæði. Miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins hélt þriðja f und sinn um sjálfstæðis- yfirlýsingu Litháen og sagði Gorbatsjof forseti eftir fundinn að Litháar yrðu að virða sam- þykktir sovéska fulltrúaráðs- þingsins. AUSTUR-BERLÍN-Mikil eftirvænting rfkir í Austur- Þýskalandi þar sem frjálsar þingkosningar fara fram á morgun. ULAN BATOR - Hinir ný- kjörnu leiðtogar kommúnista- flokksins í Mongólíu ákváðu að reka hundruð starfsmanna flokksins. TÚNIS - Dómsmálaráðu- neyti Líbýu hefur hafið rann- sókn á orsökum brunans í efnaverksmiðjunni í Rabat. Líbýumenn segjast gruna vesturþýsku leyniþjónustuna um að hafa kveikt í verksmiðj- unni sem reist var með hjálp vesturþýskra fyrirtækja, en Bandaríkjamenn sem og Vest- ur-Þjóðverjar fullyrða að í verk- smiojunni hafi verið framleidd eiturvopn. & WASHINGTON - Banda- ríkjamenn hafa hvatt bæði Kontraliða og Sandínista að afvopnast samhlið hið fyrsta til að tryggja frið í Níkaragva. Hins vegar segjast þeir að ekki sé hægt að ætlast til þess að Kontrar leggi niður vopn ein- hliða. Frá þessu skýrði hinn skeleggi varaforseti Bandaríkj- anna Dan Quayle. IHHHIIIIIIBII utlond illllllliff^JíillllllllllllllllllllllllllllilllllllTH'i^ililíllllllllllllllllllllllllllllílillllllHl’ílliBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII^ .................. Suður-Afríka: De Klerk ræðir við Afríska þjóðarráðið F.W. de Klerk forseti Suður-Afríku skýrði frá því í gær að hann myndi hitta fulltrúa Afríska þjóðarráðsins að máli ll.apríl næstkomandi. Mun Nelson Mandela verða á meðal fulltrúa Afríska þjóðarráðsins. Mun fundurinn verða fyrstu opinberu samskipti stjórnvalda í Suður-Afríku og Afríska þjóðarráðsins frá því leiðtogar útlegð og hófu skæruhernað byrjun sjöunda áratugarins. -Forseti ríkisins ásamt meðlimum ríkisstjórnarinnar mun ræða við hr. Mandela og leiðtoga Afríska þjóðar- ráðsins, bæði þá er dvalið hafa utan lands og innan, til að ræða hvernig undirbúningi samningaviðræðna skal hagað, sagði De Klerk í yfirlýs- ingu sinni í Höfðaborg í gær. Nelson Mandela sem var einn af stofnendum Umkhonto we Sizwe, sem útleggst Spjót þjóðarinnar og er hinn vopnaði armur Afríska þjóðar- ráðsins, hitti De Klerk tvívegis að máli áður en honum var sleppt úr Afríska þjóðarráðsins héldu í gegn stjórnvöldum hvítra í fangelsi 11. febrúar eftir 27 ára fangelsisvist. Var Mandela nokkuð gagnrýndur fyrir það af félögum sínum, en hann sagði þær viðræður einungis vera til að undirbúa form- lega samningaviðræður um afnám aðskilnaðarstefnunnar. Mandela sem nú er 71 árs að aldri var nýlega kjörinn varaforseti Afr- íska þjóðarráðsins. Hann hitti Ol- iver Tambo forseta samtakanna að máli í Stokkhólmi á dögunum, en þar er Tambo að leita sér lækninga. De Klerk forseti S-Afríku Ólga í stjórnmálum á Tævan: LÖGREGLAN BEITIR ÞINGMENN OFBELDI Herlögregla dró fjórtán leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Tævan öskr- andi og sparkandi fró forsetahöllinni í Taipei eftir að Lee Teng-hui forseti hafði ncitað þeim um áheyrn. Af leiðtogunum fjórtán voru ellefu kjörnir þingmenn Lýðræðislega framsóknarflokksins, formaður flokksins ritari hans. Huang Hsin-chien formaður Lýð- ræðislega framsóknarflokksins slas- aðist nokkuð er lögreglan grýtti honum í götuna og vakti það mikla reiði vegfarenda er fylgdust með atganginum. - Þið eruð óvinir þjóðarinnar í Tævan, hrópaði Hung Chi-chang þingmaður flokksins að lögreglunni sem svaraði með handalögmálum. Þingmenn Lýðræðislega fram- sóknarflokksins hafa ekki fengið að taka sæti sín á þinginu í Tævan þar sem þeir neita að sverja þingmanna- eið sem kveður á um hollustu við Lýðveldið Kína. Þingmennirnir vilja að eiðstafurinn hljóði upp á hollustu við lýðveldið Tævan. Hefur lögregl- an meinað þeim aðgang að þinginu undanfarna viku. Hinir ellefu þingmenn Lýðræðis- lega framsóknarflokksins eru einu stjórnarandstöðuþingmennirnir á þinginu í Tævan sem telur 752 með- limi. Hinir eru allir meðlimir Þjóð- ernisflokksins sem gerir tilkall til valda í Kína og kalla sig löglega ríkisstjórn Lýðveldisins Kína. Lýð- ræðislegi framsóknarflokkurinn vill hins vegar gefa slíkt tilkall upp á bátinn og einbeita sér að málefnum Tævan. Neita þeir að viðurkenna rétt þeirra þingmanna sem sitja á þinginu í Tævan í skjóli þess að hafa verið kjörnir þingmenn Kína árið 1948. Ólgan í stjórnmálum á Tævan nú skapast af því að 21. mars á þingið að ákveða hvort Lee Teng-hui for- seti skuli sitja annað sex ára kjör- tímabil. Næsta víst er að svo verði. Svíi hugsan- lega hengd- ur í irak Sænskur ríkisborgari sem nú situr í fangelsi í írak á hugsanlega yfir höfði sér að vera hengdur vegna meintra ólöiglegra afskipta af stjórnmálum í írak. Frá þessu var skýrt í Aftenposten í gær eftir að fréttir bárust af grimmilegri aftöku breska blaðamannsins Farzad Bazoft sem hengdur var í Irak í fyrradag, sakaður um njósnir. Sænski ríkisborgarinn heitir Jalil Mehdi al-Neamy og er ættað- ur frá írak. Hann var handtekinn í frak í ágústmánuði sakaður um ólöglegt stjórnmálaathæfi. Hann hlaut sænskan ríkisborgararétt árið 1985 og á tólf ára dóttur í Svíþjóð. Þess má geta að írösk stjórn- völd hafa skipulagt fjöldamót- mæli gegn Bretum, enda voru viðbrögð Breta við aftöku Baz- ofts harkaleg. Sendiherra Bret- lands var kallaður heim frá írak auk þess sem íraskir hermenn sem voru í þjálfun í her hennar hátignar í Bretlandi og íraskir námsmenn í Bretlandi voru snar- lega reknir úr landi. Áfall fyrir indversku minnihlutastjórnina: Varaforsætisráðherra Indlands segir af sér Minnhilutastjórnin á Indlandi sem nú hefur ríkt í 16 vikur varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar Devi Lal varaforsætisráðherra og annar valdamesti ráðherra stjórnarinnar sagði af sér embætti. Devi Lal sagði af sér vegna harkalegra rógsherferð- ar gegn honum að undanförnu. Devi Lal er einn áhrifamesti mað- ur Þjóðfylkingarinnar sem nú hefur með stjórnvölinn að gera á Indlandi. Að undanförnu hefur orðrómur ver- ið á kreiki um að sonur hans Om Prakash Chauthala hafi staðið fyrir kosningasvikum í aukakosningum í Haryana ríki fyrr í þessum mánuði. Að minnsta kosti þrettán manns voru drepnir á kjördag og krafðist kjömefnd nýrra kosninga. Chauthala þurfti á sigri að halda til að halda stöðu sinni sem forsætis- ráðherra Haryana ríkis, en faðir hans sat í því embætti áður. Hafði Devi Lal gefið það embætti frá sér er hann vann sæti á indverska þing- inu í þingkosningunum á Indlandi í nóvember þegar Kongressflokkur Rajiv Gandhis missti meirihluta sinn. Var Chautala valinn í embættið fram að kosningum í ríkinu sem fram fóru fyrr í þessum mánuði, eins og áður sagði. Chautal hefur vísað öllum ásökun- um um kosningasvik á bug og segja þær einungis ætlaðar til að koma höggi á föður sinn. Eftir kosnignasigur Þjóðfylkingar- innar í nóvember var Devi Lil fryst tilnefndur sem forsætisráðherraefni flokksins. Hann vildi ekki taka því embætti og lagði til að V.P. Singh núverandi forsætisráðherra hlyti hnossið. Ríkisstjórn Singh þarf að reiða sig á stuðning kommúnista sem og strangtrúaðra Hindúa til að halda velli. Ekki er víst að sá meirihluti haldi eftir að Lil hefur sagt af sér embætti og gætu mál allt eins þróast í þá átt að ríkisstjórnin neyddist til að segja af sér í kjölfar þessa áfalls. Fernando Collor hinn nýi forseti Brasilíu byrjar valdatíma sinn með látum: Verðstöðvun og nýr gjaldmiðill Fernando Collor hinn nýi forseti Barsilíu sem tók við því embætti á þriðjudaginn byrjar valdatíma sinn með látum. Hann hefur nú þegar ákveðið verðstöðvun og að nýr gjaldmiðill taki við af þeim gamla. Eru þessar aðgerðir liður í baráttu hans gegn efnahagsvanda Brasilíu sem er gífurlegur. Collor sem er yngsti forseti Brasil- íu hingað til, rétt orðinn fertugur, skýrði frá aðgerðum sínum í sjón- varpsávarpi í gær. Hann sagði að gjaldmiðillinn cruzeiro yrði tekinn upp að nýju. Forveri hans Jose Sarney hafði komið á fót nýjum gjaldmiðli, cruzado og nýjum cruz- ado. Verðstöðvun mun ríkja í landinu til 15.febrúar að minnsta kosti og höfðu kaupmenn undirbúið sig fyrir hana með því að stórlækka vöruverð í búðum sínum undanfarna daga. Verðbólga í Brasilíu á síðasta ári var 1765% og hefur lítt rénað fyrstu mánuði þessa árs. Hins vegar hefur Collor heitið að slá á verðbólguna. Ekki er enn ljóst í hverju nákvæm- lega efnahagsaðgerðir stjórnvalda í Brasilíu verða, en þær verða birtar í heild nú um helgina. Collor er fyrsti forseti Brasilíu frá því 1961 sem kjörinn er í þjóðarat- kvæðagreiðslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.