Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn r\r\r\ ► -r • * ' Laugardagur 17. mars 1990 Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Efnahagsmál og stjórnmál í Tímabréfi í dag er fjallað um það sérkenni umræðunnar um Evrópumálefni í íslenskum fjöl- miðlum og hagsmunasamtökum að líta á þau sem efnahagsmál og ræða þau þess vegna út frá efna- hagslegum rökum og sjónarmiðum nær eingöngu. Það er þeim mun undarlegra, að meginumræðan um Evrópumál skuli falla í þennan jarðveg, að hin opinbera stefna í þessu tilfelli er mótuð af pólitískri varfærnisstefnu, þjóðlegu íhaldi í sjálfstæðis- og fullveldismálum, og aðeins við það miðað að ná við hvers konar „Evrópubandalög“ skynsamlegum frí- verslunarsamningum án þess að skuldbinda þjóðina á neinn hátt pólitískt og reyndar alls ekki fram yfir það sem slíkir samningar fela í sér, sem er ekki annað en að frjáls viðskipti eigi sér stað með útflutningsvörur beggja samningsaðila á gagn- kvæmnisgrundvelli. Stefna ríkisvaldsins byggist m.ö.o. á því að líta á allt Evróputalið sem pólitískt mál í eðli sínu, umfjöllun um stórpólitískar spurningar um þjóðríki og ríkjabandalög í skilningi stjórnskipunarréttar, þar sem tekin er afstaða til þess hvort íslendingar ætli að halda sjálfstæði sínu og fullveldi ellegar afsala sér því eða skerða það stórlega með aðild að stórríki með yfirþjóðlegu alríkisvaldi. Stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart Evrópuþróun- inni felur auðvitað í sér afstöðu til þeirra mála, sem kalla má efnahagsleg. Hjá því getur ekki farið. En afstaðan í því efni byggist þó á þeirri þjóðlegu stjórnarskrárstefnu að afsala ekki sjálfstæðis- og fullveldisrétti fyrir hugsanlegan efnahagslegan ávinning. E»ar skilur á milli í umræðum um Evrópu- málefni, því að vaxið hefur upp stór hópur íslenskra áhrifamanna, fyrst og fremst meðal atvinnurekenda með dyggri aðstoð þeirra menntamanna sem þeir og nýkapitalistar yfirleitt sækja vit sitt til, en breiðist auk þess út meðal annarra sérhagsmunaforkólfa, jafnvel launþegaforystu og neytendasamtaka og er farið að setja mark sitt á Alþýðuflokksmenn og ýmsa ráðvillta sósíalista, sem eiga ekki annað eftir af frösum sínum en að „sósíalisminn“ sé alþjóðlegur og andstæður búralegri þjóðernishyggju í stjórn- skipunarpólitík. Því miður verður að segjast sem er, að ekki er mikið að græða á málsvörum Félags íslenskra iðnrekenda í Evrópuumræðunni, ef formaður þess túlkar það sem inni fyrir býr. Svo vill til að Víglundur Þorsteinsson varð fyrstur manna til þess haustið 1987 að boða þá kenningu á fundi í samtökum iðnrekenda að íslendingar ættu að ganga í Evrópubandalagið. Enn er hann að tala um það með áhyggjusvip, að það þurfi að taka ákvarðanir um „stórpólitísk deiluefni“ í sambandi við „þróun mála í Evrópu“, sem hann segir að lýsi sér sem „stjórnmálabylting“ og er út af fyrir sig laukrétt. En hvaða stórpólitískar ákvarðanir á að taka? Telja forystumenn iðnrek- enda að íslendingar eigi að fara að ráðum danskra ráðherra um að sækja um aðild að Evrópubandalag- inu? Sem betur fer hafa íslensk stjórnvöld hafnað þeirri ráðleggingu. í lok fyrra árs, fyrir 3-4 mán- uðum, var talið að könnunarvið- ræður milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Evrópubandalagsins um sameiginlegt efnahagssvæði 18 Evrópuríkja væru formlega hafnar og þess vænst að þær gengju hratt og greiðlega, svo að full skipan yrði komin á hugmyndina áður en árið væri á enda. Hvað sem síðar kann að verða, hefur lítið gerst í þessum samningaviðræðum hingað til annað en að lýsa yfir því að þær séu hafnar. íslensk varfærnisstefna Þótt engu skuli spáð um það hvenær þessar viðræður fara að fá á sig þann hraða, sem eitt sinn var talinn svo mikilvægur, og þótt ekkert verði fullyrt hér um lok þeirra eða niðurstöðu, er ástæða til að ætla að slíkar samningaviðræður gætu dregist meira á langinn en úpphaflega stóð til. íslendingar ráða litlu um það. Ástandið í Evrópu hefur gerbreyst á stuttum tíma og það svo, að nú ræða áhuga- menn um Evrópumál í fullri alvöru um nauðsyn þess að endurskoða allar hugmyndir um sambönd og samvinnu evrópskra ríkja og þjóða, enda hafi stjórn- málaþróun í álfunni að undan- förnu úrelt slíkar hugmyndir, svo og áætlanir um að hrinda þeim í framkvæmd. Þeir sem virkastir hafa verið í að ræða nýskipan í Evrópu og gert sér fastmótaðar hugmyndir um það mál, standa e.t.v. frammi fyrir því að þurfa að endurmeta verk sín og áform, og þeir sem ákaf- astir hafa verið í að taka undir hvaðeina sem háværast hefur verið í „Evróputalinu'* verða að sætta sig við að hafa gleypt við ýmsu sem skynsamlegra hefði verið að taka með fullum fyrir- vara. Þetta á ekki síst við um ýmsa íslenska ráðamenn sem hafa hvatt til nánari stjórnmála- og viðskiptatengsla milli íslands og Evrópulanda en ríkisvaldið hefur sjálft ákveðið. Á það er nauðsynlegt að minna að stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumál- um byggist á varfærni um efna- hagslegu tengslin og algerri höfnun stjórnskipulegra tengsla við nokkurt ríki eða ríkjabanda- lag. Ríkisstjórnin útilokar aðild að Evrópubandalaginu. Stefna ríkisstjórnarinnar er að ná við- unandi fríverslunarsamningi við Evrópulönd og lítið fram yfir það. Þótt ríkisstjórnin fylgi fyllstu varfærnisstefnu í Evrópumál- um, bregður eigi að síður svo undarlega við, að meginumræða um Evrópumál hér á landi snýst ekki um það að kynna rökin fyrir hinni opinberu stefnu, heldúr miklu fremur að reka áróður fyrir allt öðrum viðhorf- um en ríkisstjórnin hefur gagn- vart pólitískum sameiningar- áformum Evrópubandalagsins og efnahagssamvinnu Evrópu- landa. í stuttu máli sagt; Rekinn er skipulagður áróður fyrir því að íslendingum sé „nauðsyn- Iegt“ (eins og sagt er) að búa sig undir að ganga í eitthvert ríkja- bandalagið (hvert sem það nú verður) og afsala sér fullveldis- rétti eftir því sem alríkishags- munir slíkra ríkjabandalaga krefjast. Rökin fyrir þessu eru að heita má eingöngu efnahags- leg, þ.e. að íslendingar „ein- angrist" efnahagslega og verði fátæktinni ofurseldir nema þeir „fylgist með þróuninni“ sem „óumflýjanlega“ fer í þá átt að núverandi „þjóðríki“ renni sam- an við ríkisheildir, að öflug ríkjabandalög (bandaríki) verði mynduð úr óskapnaði smáríkja- mergðarinnar i Evrópu. Þessi áróður, sem reyndar er alþjóð- legur, sækir sífellt meira á í tali manna á hvaða umræðuvett- vangi sem er. Fréttatímar og fréttaskýringaþættir Ríkisút- varpsins eru m.a. uppfullir af þessu. Skemmst er að minnast þings Norðurlandaráðs þar sem danski forsætisráðherrann dró sem mest hann gat úr mikilvægi Norðurlandasamvinnu nema á því eina sviði að allar Norður- landaþjóðir færu í fótspor Dana, sæktu um aðild að Evrópu- bandalaginu og stæðu þar saman sem norrænn þrýstihópur og fyndu þannig til áhrifamáttar síns í samtökum þjóðanna. Svo kemur danski utanríkisráðherr- ann nokkrum dögum seinna og ráðleggur stöðubræðrum sínum, utanríkisráðherrum íslands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar, þetta sama: Að sækja þegar í stað um aðild að Evrópubanda- laginu, innan þess sé hagsmun- um þjóðanna borgið, þar verði smáríkin sterk af því að vera í öflugum félagsskap ríkisheildar á víðáttumiklu markaðssvæði án allra landamæra og kaupsýslu- hindrana. Hverjir ráða umræðunni? Það sem vekur athygli í um- ræðum um þróun Evrópumála og þá feiknlegu áherslu sem lögð er á að tala um ríkjabanda- lög, sambandsríki eða bandaríki í því viðfangi, er sú staðreynd að það eru kaupsýslumenn og þjón- ar þeirra, rekstrarhagfræðingar, verkfræðingar og aðrir tækni- kratar, sem aðallega bera sér í munn þessu lögfræðilegu hugtök án þess að ræða merkingu þeirra, hvað í því felst að vera aðili að sambands- eða banda- ríkjum annað en það sem varðar kaupsýslu- og markaðsmál. Lögfræðingar hafa lítið lagt til þessara mála. Benda má á rit og greinar eftir Gunnar G. Schram prófessor sem framlag til slíkrar umræðu. Eru skrif hans fróðleg svo langt sem þau ná. Þótt hann geri góða greina fyrir stjórnskip- un Evrópubandalagsins og hvernig það hefur starfað til þessa, er hvort tveggja, að skrif hans svara ekki þeim áleitnu spurningum um áhrif yfirþjóð- legs valds á pólitískt sjálfstæði smáríkja, sem íslendingar spyrja, né heldur hver stjórn- skipuleg þróun Efnahagsbanda- lagsins verður, hvort hér sé um að ræða upphaf að Bandaríkjum Evrópu og hvaða afleiðingar það hafi fyrir réttarstöðu og áhrifa- og valdastöðu einstakra ríkja í slíku bandalagi. Þótt íslenskir stjórnmála- menn og lögfræðingar taki lítinn þátt í að ræða framtíð Evrópu sem stjórnskipulegrar heildar - sem fyrst og fremst er áhugamál viðskiptaforkólfa og tæknikrata - fer því fjarri að allir líti þessi mál sömu augum, þegar menn fara að skoða þau frá ólíkum sjónarmiðum. f Evrópubanda- lagslöndunum sjálfum er ágrein- ingur um hversu langt eigi að ganga í framkvæmd ríkjabanda- lagshugmyndarinnar. Ýmsir stjórnmálamenn segja beinlínis að bandaríkjatalið sé farið að ganga allt of langt. Margrét Thatcher er í þeirra hópi og oft til hennar vitnað í því sambandi, en hún er ekki ein um slíkt, hún á ekki aðeins fylgismenn í Bret- landi, heldur miklu víðar. Fróðlegt er fyrir íslendinga að fylgjast með umræðum í bresk- um blöðum um Evrópubanda- lagið sem upphaf Bandaríkja Evrópu. Hér á eftir verður vitn- að til greina eftir tvo þekkta Breta, annars vegar David Mar- quand hagfræðiprófessor og stjórnmálamann, hins vegar Brian Walden, fréttaskýranda hjá Sunday Times. David Mar- quand ritaði grein í New Stat- esman í janúar sl. þar sem hann hvetur til þess að stofnuð verði fullfrágengin Bandaríki Evrópu sem allra fyrst. Þar segir hann að í slíkum bandaríkjum muni eng- in þjóð verða annarri æðri held- ur allar jafnar. M.a. tekur hann svo til orða að áhrifamáttur Þjóðverja (voldugustu þjóðar í Evrópu) verði ekki meiri á nág- rannaþjóðir sínar en það sem Kalifornía í Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku hefur á nágrannar- íkin Oregon og Nevada, sem hann gerir ekki mikið úr. Að hans áliti skiptir stærð og auður einstakra þjóða engu máli í nógu stórum ríkjasamsteypum eða bandaríkjum. Nevada og Oregon Brian Walden hjá Sunday Times gerir alvarlegar athuga- semdir við grein prófessorsins. Hann hefur svargrein sína á því að segja að David Marquand sé enginn venjulegur Jón í Hvammi, heldur áhrifamaður í stjórnmálum og efnahagsmál- um, sem ekki liggur á skoðunum sínum. Hann segir að þótt hug- myndir prófessorsins séu af- dráttarlausar og ódulbúnar, séu þær nægilega „hrollvekjandi“ til þess að þeim megi ekki láta ósvarað. Walden lætur þá skoð- un í ljós að Marquand sé vissu- lega að túlka skoðanir margra í Bretlandi, þótt hann hafi meiri einurð en þeir til að segja það sem honum býr í brjósti. Brian Walden snýr sér beint að því að ræða málflutning prófessorsins um ágæti bandaríkjahugmynd- arinnar og segir: „Prófessorinn má eiga það að hann vill ekki láta bendla sig við þá heimskulegu tvöfeldni sumra manna, að bandaríkjahugtakið sé innihaldslaust orð og svo meinlaust að breskir kjósendur myndu einskis verða varir þótt Bretland yrði hluti af bandaríkj- um Evrópu. Hann segir afdrátt- arlaust að bandaríkjaskipulagið feli í sér stjórnarskrárbundið ríkjasamband. En þá kæmi næst að því að breskum almenningi verður sagt að slíkt ríkjasam- band sé einnig orðið tómt, sem enginn þurfi að hafa áhyggjur af. Það muni engu breyta og lífið muni ganga sinn vanagang eftir sem áður. Og framtíðinni lýsir Marquand prófessor með þeim orðum að í bandaríkjum Evrópu verði ekkert þjóðríki öðru meira vegna þess einfald- lega að þar verði engin þjóðríki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.